Vísir - 24.10.1972, Blaðsíða 13
Visir Þriðjudagur 24 október 1972.
13
| í DAB | í KVÖLP | I DAG | í KVÖLD | I DAG |
Sjónvarp kl. 20.30 Ashton:
John $nýr heim
Þá er 26. þáttur Ashton-ijöl-
skyldunnar á skerminum i kvöld.
Þessi þáttur greinir frá heim-
komu Jolins, eiginmanns Mar-
gretar, en hann hafði verið týndur
og jafnvel talinn af.
Þegar John kemur heim, þá er
Margret ekki heima, heldur dvel-
ur hjá Michael elskhuga sinum.
John kemur hálfum sólarhring
fyrr en búist var við honum og
birtist þvi öllum að óvörum.
Erfitt er að nálgast John og vill
hann litið tala við fjölskyldu sina.
Hann er mjög miður sin andlega
og erfiður i umgengni. Af þessum
ástæðum frestar Margret þvi að
skýra John frá sambandinu milli
hennar og Michael. Þau ákveða
að gefa John meiri tima til að
jafna sig áður en honum verður
sagt frá öllum málavöxtum.
Davið fer aftur að finna barns-
móður sina og virðist sem hjóna-
band hans og Sheilu sé nú endan-
lega farið út um þúfur.
—ÞM
Sjónvarp kl. 21.50 í kvöld:
FANGELSISMÁLIN Á DAGSKRÁ
Fangelsismálin hafa verið mik-
ið á dagskrá undanfarið en i kvöld
er i sjónvarpinu umræðuþáttur,
þar sem fjallaö verður um fang-
elsin og fangelsismálin í heild.
Fangar hafa oft kvartað undan
slæmri aðbúð i fangelsum og að
litið sé gert til að útvega þeim
vinnu og húsnæði, þegar þeim er
sleppt lausum. Oft er það þannig
að maður sem lendir i fangelsi,
stundum fyrir mjög smávægileg
afbrot, á i miklum erfiðleikum
með að fá vinnu þegar hann losn-
ar. Vinnuveitendur kæra sig oft
ekki um það að vita af manni sem
setið hefur i fangelsi i fyrirtækj-
um sinum.
t umræðuþættinum koma
margir fram sem láta sig fang-
elsismálin eitthvað varða. Olafur
Jóhannesson, dómsmálaráðherra
kemur þar fram, auk lögfræð-
inga,dómara, sálfræðinga, fanga-
varða og ýmissa annarra. I
þættinum verður einnig rætt við
nokkra fanga. Þátturinn er i um-
sjá Ólafs Ragnars Grimssonar.
ÚTVARP •
Þ RIÐJUDAGUR
24. október.
13.00 Eftir hádegið.
14.30 Siðdegissagan „Draum
ur um l.jósaland” eftir Þór-
unni Klfu Magnúsdóttur.
Höfundur les (6).
15.00 M iðdcg is tónl eika r.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
16.25 Popphornið.
17.10 Framburðarkennsla i
tengslum við bréfaskóla ASl
og SiS. Þýzka, spænska,
esperanto.
17.40 útvarpssaga barnanna:
„Sagan af Hjalta litla” eftir
Stefán Jónsson. Gisli Hall-
dórsson leikari byrjar lest-
urinn.
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill.
19.35 Umhverfismál.
20.00 Frá listahátið i Helsinki.
Afgreiðslumaður
Alþýðublaðið óskar að ráða afgreiðslu-
mann til starfa á afgreiðslu blaðsins, nú
þegar eða eftir samkomulagi. Umsóknir
um starfið leggist inn á afgreiðslu Alþýðu-
blaðsins merkt „AFGREIÐSLUMAÐ-
UR”.
VÍSIR flytur nýjar fréttir
Vísiskrakkamir hjóða fréttir sem
skrifaðar vom 2 'A klukkustund fyrr.
VÍSIR fer í prentun kL hálf-ellefu að
morgni og er á götunni klukkan eitt.
I. ^fréttimar VISIR
M
Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 25. okt.
Hrúturinn, 21. marz—20. april. Það er ekki vist
að tillögur þinar njóti mikils fylgis, sizt hjá þin-
um nánustu. En láttu þér það i léttu rúmi liggja,
það breytist.
Nautið,21. april—21. mai. Þetta litur út fyrir að
verða annrikisdagur, en vafasamt að þú fáir
nauðsynlegt næði til að vanda verk þin eins og þú
kysir helzt.
Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Það litur út fyrir
að einhver sé að reyna að ná sambandi við þig,
og þú við hann, en svo einkennilega vilji til að þið
farizt á mis.
Krabbinn.22. júni—23. júli. Taktu tillit til þeirra,
sem þú umgengst i dag. Einkum þeirra, sem eru
þér vandabundnir. Einhver þeirra kann að vera
illa fyrirkallaður.
Ljónið.24. júli—23. ágúst. Það litur út fyrir að þú
ættir að slaka dálitið á kröfunum, sem þú gerir
til sjálfs þin, og gefa heilsu þinni meiri gaum en
ella.
Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Þú átt að einhverju
leyti örðuga aðstöðu i dag að þvi er virðist. Það
verður þó ekki nema rétt i bili, lagast ef til vill
með kvöldinu.
Vogin, 24. sept,—23. okt. Það bendir margt til
þess að dagurinn verði notadrjúgur. Að minnsta
kosti i vissum skilningi. Farðu að öllu með lagni
og gætni.
I)rckinn,24. okt.—22. nóv. Það getur farið svo að
þú þurfir að beita talsverðu lagi til aö fá vilja
þinum framgengt i vissu máli, en ætti samt að
geta tekizt.
Hogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Slakaðu dálitið
á, að minnsta kosti fyrri hluta dagsins. Og at-
hugaðu gaumgæfilega allar aðstæður áður en þú
tekur ákvarðanir.
Steingcitin,22. des,—20. jan. Það litur út fyrir að
nú vanti ekki nema herzlumuninn til þess að þú
komireinhverju i verk, sem þú hefur lengi unnið
að undanfarið.
Vatnsberinn,21. jan.—19. febr. Þaö litur út fyrir
að þetta verði þér notadrjúgur dagur. En gættu
þess að tefla ekki of djarft i peningamálum, þótt
útlitið sé gott.
Fiskarnir,20. febr.—20. marz. Ef þú beitir dálit-
illi kænsku, er eins vist að þú verðir nokkurs vis-
ari, sem getur bætt aðstöðu þina i einhverju máli
um allan helming.
Emil Gilels leikur á tónleik-
um 4. sept. sl. a. Tvær
pianósónötur eftir Beethov-
en, i C-dúr op. 53 og A-dúr
op. 101. b. „Svipmyndir”
eftir Debussy. c.
„Petrúshka” eftir
Stravinsy.
21.15 Skyr og skyrgerð.Baldur
Johnsen læknir flytur
erindi.
21.40 iþróttir. Jón Ásgeirsson
sér um þáttinn.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Tækni og
visindi. Guðmundur Egg-
ertsson prófessor og Páll
Theódórsson eðlisfræðingur
sjá um þáttinn.
22.35 Harmonikulög.
23.00 Á hljóðbergi.The James-
town saga : Saga landnáms i
Jamestown 1605 lil 1620 i
orðum landnemanna
sjálfra. Philip L. Barbour
tók saman efnið en Nigel
Davenport o.fl. leikarar
flytja.
23.50 Fréttir i stutiu máli.
Dagskrárlok.
SJÓNVARP •
Þ RIÐJUDAGUR
24. október
20.00 Fréttir
20.25 V'eður og auglýsingar
20.30 Ashton-f jölskyldan
Brezkur framhaldsmynda-
flokkur. 26. þátlur. Talinn
aí. Þýðandi Heba Július-
dóttir. Efni 25. þáttar. Faðir
Edwins er látinn og Ashton-
hjónin fara til Yorkshire til
að ganga frá eigum hans.
Þar ræða þau. saman og
nálgast hvort annað á ný.
Davið kemur heim i orlof og
heimsækir Sheilu i von um
sættir, en Colin er þar fyrir
og Davið hraðar sér á brott.
Tony Briggs er lika i or-
lofi og vinkona hans með
honum. Shefton vonast eftir
að Tony kvænist henni og
komi til starfa i prent-
smiðjunni, en það virðist ó-
sennilegt. Edwin fær stað-
festingu á fréttunum um, að
John sé á lifi, og lilkynnir
Margréti það.
21.25 Nýjasta tækni og visindi.
Skylab — rannsóknastöö
i gcininum. Öryggi á vegum.
Land varið ágangi sjávar.
Umsjónarmaður örnólfur
Thorlacíus.
21.50 Fangelsin.
Umræðuþáttur i umsjá
Ólafs Ragnars Grimssonar.
1 sjónvarpssal verða, auk
Ólafs Jóhannessonar,
dómsmálaráðherra, lög-
fræðingar, dómarar, sál-
fræðingar fangaverðir og
ýmsir aðrir, sem láta sig
fangelsismál varða. Einnig
verður rætt við nokkra
fanga.
22.50 Dagskrárlok