Vísir - 24.10.1972, Blaðsíða 5
Visir Þriðjudagur 24 október 1972.
AP/NTB I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND í VVIORGU
s
Flugvélarœningj-
arnir gófust upp
Eftir 40 klukkustunda prisund
i tyrknesku farþegaþotunni á
flugvellinum i Sofia i Búlgariu,
sluppu gislarnir 65 loks út seint i
gærkvöldi, þegar tyrknesku
skæruiiðarnir fjórir gáfust upp
fyrir búlgörskum yfirvöldum.
Fyrr um kvöldið höfðu þó
flugvélaræningjarnir enn fram-
lengt frestinn, sem þeir höfðu
veitt tyrknesku stjórninni til
þess að verða við kröfum þeirra
um að sleppa lausum 12 félögum
þeirra úr tyrkneskum fang-
elsum.
Með uppgjöf þeirra i gær-
kvöldi létti loks af spennunni,
sem rikt hefur siðasta sólar-
hringinn, og hratt af stað
ágreiningi milli Búlgariu og
Tyrklands, sem átt hafa ágætis
samvinnu síðustu árin.
Hafði tyrkneska rikisstjórnin
lýst þvi yfir, að yfirvöld
Búlgariu bæru alla ábyrgð á
tyrknesku farþegunum i flug-
vélinni, meðan stjórn Búlgariu
neitaði að taka við þeirri
ábyrgð, þótt hún mundi gera
ailt.semi hennar valdi stæði til
að bjarga lifi farþeganna.
Sakaði utanrikisráðherrann
tyrknesku stjórnina um að
reyna að velta ábyrgðinni yfir á
Búlgariu, en halda svo sjálfir að
sérhöndum. Tyrkneska stjórnin
neitaði alveg . að verða við
nokkrum kröfum ræningjanna.
Tyrknesk flugvél verður send
eftir farþegunum 56 og áhöfn-
inni i dag.
KEPPINAUTAR UM KANSLARA-EMBÆTTIÐ
Þessir tveir eru aðalkeppinautarnir i komandi kosningum i Þýzkaiandi, og reyndar er baráttan þegar
hafin með fylkiskosningunum, sem hófust I Neðra-Saxlandi og Hessen um helgina.
Rainer Brazel, frambjóðandi og formaður kristilegra demókrata, hefur vakið á sér athygli fyrir
skelegga stjórnarandstöðu, en Willy Brandt rikiskanslari er vinsælasti stjórnmálamaður Vestur-
Þýzkalands og hefur verið undanfarin ár vegna framlags hans til heimsfriðar.
Úrslitin i fylkiskosningunum í Neðra-Saxlandi og Hessen sýna að FDP, frjálsir demókratar, hafa
tapað 9,2% fylgi i Hessen og 10,4% i Saxlandi. Social-demókratar juku við sig 1.5% I Hessen og 48.6% i
Saxlandi (flokkur Brandts) En kristilegir bættu viðsig 7,6% í Hessen og 4,3% i Saxlandi.
Skömmtun á nauðsynjum
í Chile
Matvæla- og elds-
neytisskortur var farinn
að seg.ja áþreifanlega til
sín i Chile um helgina
eftir verkfall vörubil-
stjóra og var gripið til
skömmtunar á bensini
og mjólk i höfuðborg
landsins, Santiago.
Eins og eldur færi um sinu
hefur verkfallið breiðzt út meðal
margra stétta landsins. Auk
verzlunareigenda, sem haldið
hafa verzlunum sinum lokuðum i
nær viku, hafa læknar, tann-
læknar, einkakennarar, flugmenn
o.fl. aðilar farið í samúðarverk-
föll — tveggja sólarhringa eða
lengri.
„Við erum ekki að reyna að
bola Allende frá,” sagði einn
Skortur ú matvœlum
og bensíni en verkfallið
verzlunareigandi, þar sem hann
stóð fyrir utan verzlun sina,
þegar AP-fréttamaður kom þar
að. ,,Við ætlum aðeins að snúa
ögn upp á handlegg hans.”
En fréttir hafa verið strjálar frá
Chile undanfarna daga, eftir að
stjórnin setti hömlur á frétta-
flutning útvarpsstöðva i landinu i
siðustu viku.
34 voru þó handteknir eftir
árásir hermdarverkamanna á
sunnudag hér og þar i landinu, en
neyðarástandi hefur verið lýst
yfir i 20 af 25 sýslum landsins. —
Verkfallsaðilar hafa lýst þvi yfir,
að þeir muni halda verkfallinu
áfram og stjórnarandstaðan
hefur hvatt til þess, að i dag,
þriðjudag haldi fólk sig inni fyrir,
og ,,þögnin látin rikja”.
Skortur er á ýmsum tegundum
matar, og bann hefur verið lagt
við sölu nautakjöts þar til i jóla-
mánuðinum, og ennfremur bann
við innflutningi á smöri vegna
eldur áfram
gjaldeyrisskorts.
Rikisstjórnin lét hinsvegar vöru-
flutningabila rikisins flytja fá-
séðustu matvælategundir i hverfi
verkamanna i Santiago á sunnu-
dag, þar sem stúdentar hliðhollir
rikisstjórninni hjálpuðu við að
losa bilana i sjálfboðavinnu. —
Allendle á mestum vinsældum að
fagna meðal verkafólks. —
Fréttasendingar þriggja út-
varpsstöðva, sem stutt hafa
stjórnarandstöðuna, voru stöðv-
aðar i morgun, vegna þess að
þær höfðu sent fréttir, sem ekki
höfðu hlotið samþykki rit-
skoðunarinnar. — Um leið og
þulir þeirra tilkynntu, hvernig
komið væri fyrir þeim, og að
stöðvarnar myndu loka, upphófst
mikil háreysti i Santiago, þegar
húsmæður mótmæltu þessu með
þvi að berja saman potta-
hlemmum út um glugga heimila
sinna.
Umsjón: Guðmundur Pétursson
ÍRAR RÆNA
VOPNUM
FRÁ BRETUM
14 manna flokkur
hermdarverkamanna
réöst á birgðastöð
bre/ka hersins i Lurgan
á irlandi i dögun i gær,
og hafði þaðan á brott
með sér 100 léttar vél-
byssur og sjálfvirka
riffla.
Fjórir menn klæddir brezkum
einkennisbúningum stöðvuðu tvo
verði fyrir utan stöðina og yfir-
buguðu þá, en 10 hermdarverka-
menn bættust svo i lið með þeim.
Birgðavörðurinn varð þessa
áskynja og læsti sig inni hjá
vopnabirgðunum en neyddist til
að opna, þegar Irarnir hótuðu að
drepa hermennina, „einn og einn
i senn, ef þú ekki opnar.”
Fleygðu þeir siðan 21 vélbyssu,
83 sjálfvirkum rifflum og skot-
færum upp i herbil, og óku af stað,
án þess að hafa hleypt af einu
skoti.
Umfangsmikilli vegaleit var
komið á, og i gær hafði brezki
herinn fundið aftur 61 riffil og 8
vélbyssur, auk meirihlutans af
skotfærunum, en það hafði allt
verið falið á golfvelli i Porta-
down, 30 milur sunnan við Bel-
fast.
Vopnaræningjarnir höfðu sagt
vörðunum, að þeir væru meðlimir
i varnarsamtökum Ulster (mót-
mælenda). Þeir hurfu, eins og
jörðin hefði gleypt þá.
Hins vegar hafa brezkir her-
menn handsamað i siðustu viku
alls 70 manns, sem grunaðir eru
um að vera meðlimir i IRA (trska
lýðveldishernum) og Ulster -
varnarsamtökum mótmælenda.
Þar af voru 5 háttsettir „liðs-
foringjar” úr IRA handteknir i
gær.
,Nokkur órangur/
- sagði Kissinger um viðrœðurnar í Vietnam,
en horfur á því að friðarsamningar hafi strandað
Bandariska sendiráðið i Saigon
lýsti þvi yfir I gær, að miðað hefði
i átt til friðar i Indókina, en gaf i
skyn, að ágreiningur væri milli
Bandarikjanna og Suöur-Vietnam
um nokkur atriði varðandi vopna-
hléið og önnur varðandi pólitíska
lausn i deilunni við Norður-Viet-
nam.
Yfirlýsing sendiráðsins kom
stuttu eftir að Kissinger lagði af
stað til Washington i gær, til þess
að skýra Nixon forseta frá
árangri þeirra 6 funda, sem hann
hefur haldið með Thieu forseta á
siðustu 5 dögum.
Kissinger sagði blaðamönnum
sjálfur, að viðræðurnar hefðu
borið töluverðan árangur, en
varðist að öðru leyti allra frétta.
Eitt dagblaðanna i Saigon, mál-
gagn Thieu forseta, sagði að það
hefði verið skoðun flestra, að
„viðræður Thieus og Kissingers
hefðu farið fram með nokkrum
hita vegna afstöðu Norður-Viet-
nams, sem ekki gæfi neitt eftir”.
Einn fulltrúi sendinefndar
Norður-Vietnama i Paris sagði,
„Vietnamvandamálið er enn
óleyst”.
„Undir þessum kringumstæð-
um”, sagði Nguyen Thanh Le,
„getur almenningsálitið ekki
annað en spurt, hvort stjórn
Nixons vilji i alvöru friðarsamn-
inga, eða hvort hún vilji aðeins
halda áfram tilraur.um sinum til
að blekkja almenning?”
LIFÐI AF FALL
AF 9. HÆÐ
Sextán mánaða gamall drengur
lifði af 24 metra hátt fall af
svölum 9. hæðar i ibúðarháhýsi i
Jama i úthverfi Tokyo i gær.
Tokyo-lögreglan lýsti þessu
sem algeru kraftaverki, en Akio
Sato — sonur 31 árs gamals skrif-
stofumanns — hlaut höfuðáverka,
sem kostar hann mánaðarlegu á
sjúkrahúsi.
Barnið klifraði yfir grindverkið
á svölunum og féll fram af, en á
meðan var móðirin i öðru her-
bergi við heimilisstörfin.
<1
„Þeir eru nokkuð
seint á' fcrðinni
með rúninginn i
Norcgi”, haldið þið
kannski, en svo er
nú ekki. Hin árlega
sauðl'jársýning i
Faavangi f Vinstra
var haldin i siðustu
viku, en þar var
meðal annars
keppt i starfs-
greinum eins og að
rýja kindur, og
það vakti mikla at-
hygli — ekki sizt
hinna yngri sýn-
ingargesta.