Vísir - 06.11.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 06.11.1972, Blaðsíða 13
Vísir. Mánudagur 6. nóvember 1972 13 í IINIIMI = SÍÐAN = Umsjón: Edda Andrésdóttir Þorskurínn óvinsæll hjá húsmæðrum — en hann má matreiða á margvislegan hátt Þorskurinn hefur ekki notið neinna sérstakra vinsælda hjá islenzkum húsmæðrum, að minnsta kosti ekki siðari árin, þó að hann hafi ef til vill þótt hin bezta fæða hér áður fyrr. Ýsan er sá fiskur sem allir borða, að minnsta kosti flestir, og hún er keypt i grið og erg hjá fisk- sölunum i bænum. En helzt litur út fyrir að á þorskinum sé eitt- hvcrt óorð, hver svo sem ástæðan er. Inn-síða hefði samband við nokkra fisksala i bænum, og spurði þá hvers vegna þorskurinn ætti ekki lengur upp á pallborðið hjá íslendingum. Þeir áttu flestir erfitt með að svara þeirri spurningu, en gátu sér þó helzt til, að það væri vegna þess að erfiðara er að eiga við þorskinn. önnur leiðinleg ástæða er einnig fyrir hendi, og hún er sú, að þorskurinn er ormétnari en til dæmis ýsan. „Þorskurinn er sizt verri á bragðið heldur en til dæmis ýsan”, sagði Ólafur Long fisksali, þegar við höfðum samband við hann. „Hann er meira að segja talinn hollari fiskur en ýsan. Astæðuna fyrir þvi, að islenzku húsmæðurnar vilja þorskinn siður en til dæmis ýsuna, tel ég vera þá, að ýsan er fastari i sér og auðveldara er að eiga við hana, þegar hún er steikt eða soðin”. „Ýsan brúnast einnig betur i steikingunni, en þorskurinn er ekkert verri þegar hann er kominn á diskinn. En ýsan er efst á vinsælarlistanum. Ef ekki er til ýsa þegar húsmóðirin kemur i verzlunina, þá finnst henni ekkert vera til”. Ölafur Marinósson hafði sömu sögu að segja og ólafur Long. Hann sagði, að þorskurinn væri mjög litið keyptur og húsmæður- nar vildu ýsuna langtum heldur. „Þorskurinn vill oft vera dálitið ormétinn og það getur verið þess vegna sem húsmæðurnar vilja hann ekki til matar. Einstaka sinnum er þó eitt og eitt flak af þorskinum keypt til þess að steikja, en ýsan hefur alltaf vinn- inginn”. Ýsan er dýrari fiskur heldur en þorskurinn, en eitt kiló af ýsu- flokum kostar 82,50 en klló af þorskflökum 70,50. Heil ýsaikostar aftur á móti 47 krónur en heill þorskur 40 krónur. Þá er þó búið að hausa fiskinn. En þó að húsmæðrunum liki þorskurinn ekki betur en þetta, eins og hér kemur fram, þá er hægt að matreiða hann á margan og góöan háttalveg eins og ýsuna, og ekki siður. Til dæmis þegar hægt er að fá hrogn og lifur með honum. En það verður ekki fyrr en i janúar- eða febrúarmánuði að mikið og gott úrval verður af hrognum og lifur. Hver veit nema þorskurinn kynni að verða vinsælli meðal íslendinga ef hægt væri að mat- reiða hann á góðan hátt? Við birtum þvi uppskriftir og leið- beiningar um það hvernig má matreiða hann eins og til dæmis ýsuna. Uppskriftir þær sem við birtum hér, eru fengnar að láni úr bókinni Hússtjórnarbókin, sem Sigriður Haraldsdóttir og Val- gerður Hannesdóttir þýddu og endursögðu. : Til þess að geta matbúið lostæta fiskrétti þarf fiskurinn að vera nýr. Ennfremur er nauðsynlegt að hreinsa fiskinn vel og vanda á allan hátt til matreiðslunnar. Nýr fiskur er stinnur og roðið gljáandi. Vel meðhöndlaður frosinn fiskur er einnig ágæt vara. Nætursaltaður fiskur. 1/2-3/4 kg. þorsk- eða til dæmis ýsuflök. Stráið salti á flökin, og látið þau liggja næturlangt Þvoið fiskinn úr köldu vatni og skerið hann i bita. látið fiskinn i sjóðandi ósaltað vatn og sjóðið hann. Berið hann fram eins og nýjan fisk. Steiktur fiskur. Steiktur fiskur i álþynnu Berið ofurlitla salatoliu eða smjör liki á álþynnurnar. Stráið salti á fiskinn, og vefjið hvert fiskstykki i álþynnu. Látið svolitla salatoliu eða smjörliki á pönnuna, og steikið fiskinn heldur lengur en þegar honum er velt upp úr brauðmylsnu eða hveitiblöndu. Gott er að láta steinselju og sveppa-, sitrónu- eða lauksneiðar hiá fiskinum. Steikt þorsk- eða ýsuflök. 500 g þorsk- eða ýsuflök. Skerið flökin úr roðinu, og skerið þau i hæfilega bita. Veltið þeim annað- hvort upp úr hveiti eða eggja- hvitum og brauðmylsnu. Tilbreytni: Berið steiktan fisk fram með soðnum kartöflum og hráu grænmetissalati, brúnuðu smjörliki og e.t.v. brúnuðum lauk og jafnvel tómat eða sitrónusósu. Ýmsir fiskréttir i eld- traustu móti. Fiskur með rifnum osti: um 500 g ýsu eða þorskflök. 1 tsk. salt. 1 laukur, saxaður smátt. 2 msk. brauðmylsna 50 g rifinn ostur um 75 g smjörliki. Kiskur með grænmeti 500 g fiskflök um 500 g grænmeti (t.d. um 250 g gulrætur, 100 g seljurót, 1 blaðlaukur, eða 200 g gulrætur, 250 g kartöflur, 1 laukur.) 1 1/2 tsk. salt Rifið grænmetið á grófu rifjárni, eða skerið það i mjóar ræmur. Leggið grænmetið og fisk i lögum i smurt eldtraust mót, og stráið salti yfir. Leggið smjörliki i smábitum efst i mótið, og ieggið lok eða álþynnu yfir. Látið mótið vera i ofninum um 3/4 - 1 klst., ofnhiti um 180 gr. Tilbreytni: Berið kartöflustöppu eða hveitibrauð með fiskinum. Notið niðursneidda ætisveppi og tómata i stað grænmetis (um 200 g ætisveppi og 3 stóra tómata.) Fiskur með majonesi 500 g fiskflök 1/2 sitróna 1 tsk. salt 50 g majones 2 tsk. smátt saxaður laukur. 2tsk. tómatkraftur eða ensk sósa 1 eggjahvita Skerið flökin úr roðinu, og skerið þau i bita. Leggið þá i smurt eld- traust mót. Stráið salti yfir fiskinn og hellið sitrónusafa yfir. Hrærið lauk og tómatkrafti saman við majonesið. Þeytið eggjahvituna og blandið henni saman við- Hellið majonesinu yfir fiskinn. Bökunartimi um 30 min., ofnhiti um 200 gr. Fiskur i móti, soðinn i sósu. 1/2 kg. fiskflök 1 tsk. salt 1 skammtur karrýsósa, sitrónu- sósa,sveppasósa eða tómatsósa. Rifinn ostur, ef vill. Skerið flökin úr roðinu og skerið þau i bita. Leggið bitana i smurt eldtraust mót. Stráið salti yfir. Sjóöiö fiskbein, og notið soðið i sósu. Heliiö sósunni yfir fiskinn og stráið rifnum osti yfir, ef vill. (bezt með sveppasósu og tómat- sósu) Bökunartimi um 30 min. Ofnhiti um 200 gr. Tilbreytni: Berið réttinn fram með soðnum kartöflum og hrásal- ati. — EN KEMST LENGRA BARUM KOSTAR MINNA ^Smum HVAÐ KOSTA FJÓRIR FULLNEGLDIR BARUM VETRARHJÓLBARÐAR? TIL HÆGÐARAUKA FYRIR BIFREIÐA- EIGENDUR BIRTUM VIÐ BARUM- VERÐLISTA FYRIR NOKKRAR AL- GENGAR BIFREIÐAGERÐIR: Stærð: Verð pr. 4 stk. 560-13/4 Kr. 9.720,00 590-13/4 Kr. 10.360,00 155-14/4 Kr. 9.960,00 700-14/8 Kr. 16.780,00 560-15/4 Kr. 9.980,00 590-15/4 Kr. 11.400,00 Gcrð bifreiðar: Ford Cortina — Sunbeam 1250 7 Fiat o.fl. Moskwitch — Fiat 125 o.fl Skoda 11OL/1000MB o.fl. Mercedes Benz o.fl. Volkswagen — Saab o.fl. Volvo, Skoda Combi o.fl. SPURNINGIN ER: FÁST NÝIR, NEGLDIR SNJÖHJÓLBARÐAR NOKK- URS STAÐAR ÓDÝRARI? EINKAUMBOÐ: TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. SOLUSTAÐIR GARÐAHREPPI SlMI 50606 (dður Hjólbarðavcrkstæði Gorðahrepps Sunnan við lækinn, gengt benzinstöð BP SHDDR ® BÚÐIN AUÐBREKKU 44 - 46, KOPAVOGI — SlMI 4 2606

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.