Vísir - 06.11.1972, Page 20

Vísir - 06.11.1972, Page 20
vísm Mánudagur 6. nóvember 1972 Dauðaslys Banaslys varft á Neskaupstaft, þegar maftur féll fyrir borft á bátnum „Gulifinnur” frá Nes- kaupstaftog drukknafti. Mafturinn hét Eyþór Sveinsos, 44 ára, ein- hleypur. Hann var til heimilis á Neskaupstaft. Annar maftur var meft Eyþóri á bátnum, en ekki er vitaft um tildrög slyssins. —ÞM Árekstrum ruglað saman Sá misskilingur kom fram i laugardagsblafti Visis, þar sem sagt var frá árekstri á horni Laugavegs og Laugarnesvcgar, aft sagt var, aft ölvuft kona heffti átt þar hlut aft máli. Þetta er ekki rétt. Kona átti þar aft visu þátt i þvi óhappi, cn sú kona var algáft. Þessi misskilningur varft vegna þess, aft á sama tima urftu tveir árekstrar, annar var sá, sem áftur gat, en hinn varft meft þeim hætti, aft drukkin kona ók á Ijósa- staur vestur á Grandagarfti. Þessum tveim árekstrum mun einhvern veginn hafa slegið sam- an, þegar tilkynningarnar um þá komu á lögreglustöðina, þannig að það, sem lögreglan sagði okk- ur á Visi, var það, sem birtist i biaðinu. — LO Drengur fyrir bíl í Bankostrœti Ungur drengur, sex ára gamall, hljóp fyrir bil í gær. Þetta gerftist i Bankastræti. Drengurinn mun hafa sloppið tiltölulega vel, hvað meiðsli áhrærir, honum var þó ekið á slysadeild Borgarsjúkrahússins. — Lö Verkfallið leyst í Chile Verzlunareigendur opn- uöu i morgun verzlanir sin- ar í Santiago i Chile, og um leið var þess vænzt, aö verkfallsmenn hæfu þá vinnu á nýjan leik, þar sem stærsta verkfall, sem nokk- urn tima hefur veriö i sögu Chile, var á enda. Stjórn Salvador Allende gekk til móts við nokkrar af kröfum verk- fallsmanna, og friður var saminn á vinnumarkaðnum i gær. Af hálfu verkfallsaðila er þessi árangur þakkaður Carlo Prats, hershöfðingja, — hinum nýja inn- anrikisráðherra, sem tók við á föstudaginn. Verkfallið var mjög viðtækt, og tóku þátt i þvi vörubilstjórar, verzlunareigendur, smábændur, skrifstofumenn, læknar, lög- fræöingar, kennarar, flugnnenn, áhafnir skipa og stúdentar æöri skóla. Stóð það i alls 27 daga. VHHIR SAMBÆRILEGT V® FEUIBYL Veörir í gærdag er aö ýmsu leyti sambærilegt viö fellibyI, sögðu þeir okkur á Veðurstofunni, þegar viö höfðum sam- band við þá i morgun. Ekki var það þó eins og hitabeltisfellibyljirnir gerast bezt, en 12 vindstig mældust á tveimur stööum á landinu í gær, og vindstigunum er ekki skipt ofar en þaö. Það er sama, hve hvasst veröur, vindstigin fara ekki ofar en 12 stig eftir mælum. Þaö var á Stórhöfða og Dala- tanga, sem 12 vindstig mældust 1 suöaustan áttinni i gærkvöldi, en viða á landinu voru 8 vind stig. Alls staðar á miðum voru 10 vindstig, og þaö má búast við þvi, að brezku togararnir velkist um i hafrótinu núna, þvi að 10-11 stig eru á miöunum núna. 1 morgun hefur vindáttin verið að snúast i suðvestan, og um leið og vindáttin snýst á hafinu, myndast hnútar og haf- rót, þannig að það getur verið hættulegt minni bátum. Fyrir stærri og betri skip er þó hættulaust á sjónum, en veðurfræðingar tjáðu okkur, að með suðvestanáttinniyröi veður afleitt. A Suður- ojj Vesturlandi verður éljagangur, en það léttir til á Norðurlandi, og þar mun nú rikja ágætis veöur. Veðurofsinn, sem reyndar gerði ekki vart viö sig fyrr en seinni partinn i gærdag, olli nokkru tjóni, og i Grindavik uröu flóö. Veöurfræöingar segja að eins megi búast við flóði i dag og jafnvei fram undir morgun. Þaö var helzt i Grindavik, sem veðrinu var hægt að likja við fellibyl, en það var vegna flóðanna. Þó að veðrið hafi að ýmsu leyti verið sambærilegt við fellibyl, eru einkenni þeirra þó öðru visi. Fellibyljir eru á takmörkuðu svæði, vindsnún- ingurinn er snarpari, sjórinn verður enn verri og oft og yfir- leitt hljótast gifurleg flóð af.EA Minkabaninn ungi, Ólina Gunnlaugsdóttir f hópi vinkvenna sinna. Ólína er lengst til hægri á myndinni, og sennilega er þaft hundurinn Tumi, sem sést liggjandi fyrir aftan telpurnar. Liklegt er að Ólfna og Tumi séu orftin hetjur i augum hinna, enda ekki á hverjum degi, að tiu ára gömui stúlka veifti mink. TÍU ÁRA STÚLKA ELTIST VIÐ MINK í 4 TÍMA Ung stúlka, Óiina Gunnlaugsdótt- ir, frá ökrum á Snæfeilsnesi, elt- ist vift mink i 4 tima og náöi hon- um að lokum. Olina sem er nýlega orðin 10 ára gömul, var á gangi ásamt hundinum sinum Tuma, þegar hún sá minkinn. Hófu hún og Tumi strax eltingarleikinn við minkinn, en það var fyrst eftir 4 tima, að Ólina náði honum. Tumi, sem er hvorki veiði- né smala- hundur, snuðraði upp holurnar, sem minkurinn skauzt ofan i, og rak hann jafnóðum út aftur, en þá skreið minkurinn ofan i einhverja aðra holu, og allt fór á sama veg. Ólina gafst ekki upp, heldur náði sér i tvö stutt prik, sem lágu i fjörunni og i lokin sá hún i skall- ann á minknum, og þar með voru hans dagar taldir. Vegna þess hve Ólina var lengi i burtu, átti að fara að hefja leit að henni, þegar hún og Tumi komu heim með minkinn, þreytt, en ánægð. — ÞM Hlið hússins gekk inn í flóðinu — og bátur laskast í Grindavík Hús Hóps h.f., i Grindavik skemmdist nokkuft, þegar flóft varft þar snemma i morgun. „Flóðhæöin var hæst um sexleyt- ift i morgun”, sagði Guftmundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hóps, þegar vift höföum samband við hann. „Það gekk mikiö á framhiiðina á húsinu og þar sem ekki var búift aft steypa alla fram- hiiftina gekk hún inn og rifnaði verulega. Þakift fór einnig nokkuö illa. Ekki flæddi þó verulega inn i húsift, það var mjög litift, og urftu cngar skemmdir inni.” 1 húsinu er saltfiskþurrkun, en Guðmundur taldi, aö gifurlegt tjón gæti orðiö, ef ekki yrði eitt- hvað til bragðs tekið viðvikjandi varnargarði þeim, sem byggður var i Grindavik i sumar. A einum stað var garðurinn ekki fullgerð- ur, og það var einmitt við hús Hóps. Að þvi er sveitarstjórinn i Grindavik, Eirikur Alexanders- son, tjáði blaðinu, var það þess- um garði að þakka, að ekki hlauzt meira tjón af. 70 tonna bátur, Staðarbergið; sem lá við bryggju, þeyttist upp á hana og skemmdist töluvert. Þó er ekki hægt að segja um það enn- þá, hversu mikið tjón hlauzt i Grindavik,, þar sem enn er verið að athuga skemmdir, en ofan- iburður á vegum hefur skolazt af og stórgrýti flætt upp. Enn er mikill sjógangur og brim i Grindavik og rok og slæmt veður. Guðmundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hóps, sagði ennfremur, að sjórinn væri nokk- uð farinn að ganga upp að næsta húsi, sem stendur ofan við Hóp, en Hópur er neðsta húsið á staðn- um, stendur næst sjónum. „Það eina, sem getur bjargað okkur”, sagði hann, ,,er það, að vindáttin snúist i suðvestan.” — EA Rannsókn „hvarfmálsins" lokið EKKERT LÖGBROT FRAMIÐ Á STÚLKUNUM Rannsókn i máli stúlknanna, sem ,,týnd- ust”, er nú lokið. Ekki hefur sannazt, að neitt lögbrot hafi verið framið á stúlkunum. Það voru upphaflega foreldrar stúlknanna, sem höfðu samband við lögregluna. Var strax hafin leit að þeim og á laugardags- kvöldiö fundust þær báðar. Voru, þær þá staddar á einkaheimili. Ekki virtust þær hrjáðar á neinn hátt og undu hag sinum hið bezta. Eins og áður sagöi, kom ekki fram, að á neinn hátt hefði verið komiö illa fram við stúlkurnar af þeim mönnum, sem þær voru i fylgd meö, aö minnsta kosti ekki ver en þeim hafði hugnazt sjálf- um, segir lögreglan. Hér mun þvi hafa verið um að ræða ævintýrareisu, en ekki nein- ar svaðilfarir. —LÓ Lögreglan fékk frið að koma sér fyrir Frckar litift var um afbrot og óhöpp nú um helgina. fyrsta helgin i nýju lögreglustöftinni gckk þvi vel. Engu er likara en aft hinn. almenni borgari hafi viljaft gefa lögreglunni kost á aö aftlaga sig nýjum aftstæftum og koma sér sæmilega fyrir i hinni nýju og glæsilegu byggingu. Lögregluþjónar eru almennt mjög ánægöir með breytinguna. öll vinnuaðstaða er gjörbreytt, nn hnrfa menn ekki leneur að troöa á hvers annars tám vegna þrengsla. Olnbogarýmið er sem sagt orðið nóg og menn geta verið við yfirheyrzlur og skýrslugerðir i ró og næði, en þurfa ekki að sitja mitt i ys og þys. —LÓ

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.