Vísir - 20.12.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 20.12.1972, Blaðsíða 2
2 Visir. Miftvikudagur 20. desember 1972 nsntsm: Hvaö finnst yöur um kvöldbænina, „Aö kvöldi dags", sem er i sjónvarpinu á sunnudagskvöldum? Kristinn Óiafsson, starfsmaöur Vegagerðar rikisins. Ég heyrði þennan þátt fyrst og sá siðast þegar hann var á dagskrá. Mér fannst hann góður þá. Ég álit að svona þættir eigi rétt á sér, ef þeir eru fluttir á nútimamáli og efnið við hæfi nútimafólks. Ingunn Jónasdóttir, húsmóðir. Mér finnst þetta alveg prýðilegt, þaö var mjög góður prestur núna siðast. Þetta fyrirkomulag er mjög gott að minu áliti. Kagnhildur Vilhjálmsdóttir, húsmóðir.Ég horfi nú frekar litið á sjónvarp og aldrei á sunnu- dögum. Mér finnst hugmyndin góð, þvi að fólk fer svo litið i kirkju. Skúli Jónasson, fram- kvæmdastjóri Siglufirði. Ég er mjög ánægður með þetta efni og alit að það eigi fullkomlega rétt á sér. Mér finnst lika að prestunum sem hingað til hafa komið fram, hafi tekizt vel til. Eggert Jóhannsson, verkamaður. Ég horfi aldrei á sjónvarp, en ég held að það sé ágætt að láta kirkjuna fá þessa aðstöðu. Hrafnhildur Sumarliðadóttir, húsmóðir.Mér finnst prýðilegt að hafa þetta. Annars var það kannski ennþá betra að hafa þetta á undan barnatimanum, þvi að þá hlustuðu börnin frekar á það. Prestarnir, sem hingað til hafa komið fram, hafa að minu viti verið ágætir. „Bókakosturinn er mitt segir Jóhann Pétursson, vitavörður 6 Hornströndum Hvernig skyldi það vera að eyða jóiunum fjarri heimsins glaumi, einhvers staðar langt frá mannabvggð á afskekktum stað. Leiðist fólki ekki.finnst þvi nokkur jól vera á ferðinni, hvernig fer fólk að þvi að eyða timanum? En hvcrnig i ósköpunum getur nokkur maður cytt mörgum árum á slikum stað og geta aðeins nokkrum sinnum skroppið yfir og heilsað upp á fólk og menningu. Það er kannski engin furða þó að hann Jóhann Pétursson, vitavörður á Hornbjargsvita á Hornströnd- um hafi nokkrum sinnum þurft að svara slikum spurningum, þvi að hann hefur starfað i hvorki meira né minna en 12 ár á Hornströndum sem vitavörð- ur. Visir hafði samband við Jó- hann og rabbaði við hann um dvölina og starfið. ,,Ég hef verið hér 8 árum lengur en nokkur annar hefur getað dvalizt hér. Þegar ég kom fyrst hingað i fjöruna og nokkr- ir af áhöfn vitaskipsins sem flutti mig, spurðu hvort ég myndi ekki flýja eftir nokkra daga, sagði ég: ,,Ég sé ekki nokkurn mun á þvi aö vera hér og i Reykjavik”. Þeir hlógu og sögðu: ,,Við sækjum hann nú þennan eftir hálfan mánuð.” Enn hafa þeir þó ekki sótt mig. Það er alger misskilningur að fólk hverfi frá einhverju þó það yfirgefi Reykjavik. Hér er ekk- ert meira vandamál að vera en þar, ef góð manneskja og við- ræðandi er með.” — Það er ákaflega forvitnilegt fyrir borgarbúa að vita hvernig maður á svo afskekktum stað heldur jólin. „Maður heldur jólin eins og efnin standa til, og ég held jólin með ákaflega svipuðum hætti og þið þarna. Ég er til dæmis búinn aö fá jólavörurnar fyrir nokkru með varðskipi. A jólunum les ég og á gamlaárskvöld skála ég við ráðskonuna, sem er fyrirmynd- ar ráðskona, traust og ágæt manneskja. Annars vantar mig ráðskonu i sumar, og hún má al- veg hafa með sér þrjú börn eða svo. Fær fritt fæði og góð laun.” ,,Ég sagði við hjón sem ég þekki á fsafirði, sem hafa litið hús hér, að þau þyrftu að eyða jólunum hér einhvern tima. Þá fengju þau bragð af þvi hvernig þau voru haldin fyrir 30-50 árum siðan. Dálitil rómantik sem fylgir þvi, en hún er alveg ágæt i bandi. — Þér leiðist ekki? ,,Það er ekkert að láta sér leiðast. Um jólin gripur mann jú alltaf önnur tilfinning, sem allir þekkja, en hér leiðist mér ekki. Hér er til dæmis mikið ævintýri að vera á sumrin. Hingað koma þá allt að 150-200 gestir, það er þá bara spurningin hvort maður leysir það sómasamlega af hendi að taka á móti þvi. Ég þekkti einu sinni gamla konu sem bjó ein i Isólfsskála. Ég spurði hana einhvern tima hvort henni leiddist ekki. Þá svaraði hún mér: ,,Nei, mér leiðist alls ekki. Hér er huldufólk i klettun- um, og það eru vinir minir.” „Höldum Snnur jól snemma í segir Árni Stefánsson á Hveravöllum Það eru fleiri sem þurfa að eyða jólunum og virkum dögum fyrir utan byggðina heldur en Jóhann Pétursson. Það er til dæmis Árni Stefánsson, sem dvelur á Hveravöllum ásamt konu sinni, Ilöllu Guðmunds- dóttur. i sumar var sonur þeirra reyndar hjá þeim, en hannernú vestur i Dölum. Þau hafa reynd- ar ekki 12 ára reynslu af einver- unni og rólegheitunum, en þau hafa samt sem áður dvalið að Hveravöllum frá þvi i ágúst i sumar og verða fram i ágúst á næsta sumri. ,,Við reynum auðvitað að gera okkur eitthvað til hátiðarbrigða um jólin”, sagði Arni, þegar Visir hafði samband við hann i gær. Og enn nær tæknin ekki svo langt, kannski sem betur fer, að þangað verður að tala i gegnum talstöð og nota orð eins og „skipti” i grið og erg, sætta sig við ýmsar truflanir og á stund- um slæm hlustunarskilyrði. „Mér heyrist á konunni að hún ætli að hafa hamborgara- hrygg um jólin, og svo höldum við ákaflega mikið upp á hangi- kjöt. Það verður liklega litið um skreytingar hjá okkur, en hér verður staðið i jólahreingern- ingum og öðru sliku. Annars finnst okkur mikil hvild i þvi að vera laus frá öllu sölumennsku- æðinu og látunum, sem tiðkast fyrir jólin i borginni.” „Við áttum reyndar von á sendingu úr bænum fyrir jólin. Það voru nokkrir kunningjar sem gerðu tilraun til þess að komast hingað siðastliðinn laugardag. Þeir höfðu með sér jólavarning, jólapóst og fleira, en urðu svo að snúa við sökum ófærðar og fóru aftur i bæinn með farangurinn. Við eigum þó von á honum hingað snemma i janúar og þá höldum við bara önnur jól, þótt siðbúin verði”. Hvernig eru viðbrögðin, að komast úr menningunni á svo afskekktan stað? „Við höfðum reyndar komið hér áður og skoðað staðinn, svo við vissum hvernig hér var um að litast, en viðbrögðin voru á allt annan veg en okkur grunaði. Fyrstu vikurnar fram undir miðjan október fengum við nefnilega miklu fleiri gesti held- ur en við höfðum nokkurn tima fengið i bænum. En frá þvi sið- ast i október og fram að 16. des- ember höfðum við engan gest Um réttmœti og nauðsyn kristinfrœðslu Reykjavik, 14.12. 1972. Það er vitað, að áróður er haf- inn fyrir þvi, að kristinfræði verði vikið úr námsskrá barnaskólanna og trúarbragðasaga sett i staðinn. Það er gleðilegt, að eitt helzta stjórnarandstöðublaðið hefur opinberlega lýst þeirri skoðun sinni, að þetta megi ekki verða, nauðsyn sé og enda rétt, að kristnifræði skipi hæfilegan sess i barnaskóla kristinnar þjóðar. Uppundir 100% þjóðarinnar játar kristna trú, og á það var bent i umræðum um þessi mál, i útvarpi ekki alls íyrir löngu, að með þvi hafi þjóðin lýst vilja sinum til þess, að börnin séu frædd i kristinni trú. Forsenda þess, að börnin eru skirð, er sú, að þau verði frædd um trúna, þegar þau ná þroska og aldri. Ég vona að Visir taki undir ábendingar um réttmæti og nauðsyn kristin- fræðifræðslu, og ég skora á kristna, trúaða kennara að ganga fram fyrir skjöldu og láta opin- berlega til sin heyra um þessi mál. Almenningur fær aldrei full- metið starf kristinfræðikennara, sem leggja alúð við verk sitt. Við stöndum i meiri þakkarskuld við þá en við gerum okkur grein fyrir ifljótubragði. Þeir leggja drjúgan skerf til þeirrar siðferðisundir- stöðu, sem heimili okkar byggja á og þá um leið þjóðin - Ég vildi biðja um annað um leið, þessu ekki alveg óskylt. Leyfið okkar ekki aðeins að sjá „listfræðilegt” mat á kvikmyndum bióanna. Lát- ið góða menn einnig meta þær frá siðferðislegu sjónarmiði. Ég er ekki að biðja um tepruskap. Ég er að biðja um, að við fullorðna fólk- ið og æskan fáum leiðbeiningu, svo að við vitum, hvað við erum að gera, áður en við förum á bió. Það þarf ekki annað en að lita á bióauglýsingarnar til að sannfær- ast um, að mikill hluti myndanna (meirihlutinn?) elur á kynfýsn, sadisma og „siðferðilegu hlut- leysi” eða þvi sem verra er. Og litla alvöru sýnið þið Visismenn, þegar þið eruð að auglýsa fyrir- fram klámmyndir, sem þessir eða hinir eru að búa til úti i heimi — að þvi er virðist, svo að þið get- ið um leið birt myndir af hálfberu kvenfólki, sem á að sýna sig i þessum myndum. Ég nefni um leið eina mynd, sem gekk nýlega i Reykjavik, lengi, lengi, The God- father. Það var i stuttu máli sagt hroðaleg mynd. Kannski væri bezta lýsingarorðið subbuleg.Þið blaðamenn megið ekki vera svo miklir „listasnobbarar”, að þið getið ekki metið myndirnar af siðgæðisáhrifum þeirra og sið- gæðisboðskap. A aðleyfahvað sem er og samþykkja hvað sem er, bara ef það er verðlaunað, ef það er list; ef það er söluvara erlend- is? Blaðamenn tala um það, sem miður fer i þjóðfélaginu. Hvi ekki að benda á sorpið og skolpið, sem gusað er yfir æskuna i kvik- myndahúsunum, nefna það réttu nafni? Við megum ekki gleyma, að bióin eru einhver áhrifamesti fjölmiðillinn gagnvart æskunni. — Ég lýk þessum pistli með þvi að vitna til Aftenposten i Noregi. Þar hefur Erik Egeland, sem rit- ar i blaðið um menningarmál, sagt álit sitt á The Godfather — og ekki verður Aftenposten sakað um neina þröngsýni. En þarna er maður sem lætur sér annt um andlega heill manna og er ekki þrúgaður af yfirtaksþunga „lista- snobbsins”, sem margan mann- inn er að sliga. Hann segir, að kvikmyndin The Godfather sé lymskulegasta framleiðsla, sem skemmtanaiðnaðurinn i Holly- wood hefur komið með til að eitra heiminn með um langt skeíð. „Þetta er dýrkeypt misnotkun á tjáningafrelsinu, botnfrosin iðnaðarframleiðsla, sem hefur verið komið á framfæri til að „sjokkera” stóran og varnarlaus- an áhorfendahóp. Takið bara eftir viðbrögðum áheyrendanna, hlátrinum, þegar sadistar láta blóðið streyma gegnum sængur- fötin, takið eftir tilfinningunum, þegar menn eru limlestir, kyrktir á nærmyndum , lamdir, I þá er sparkað liggjandi, þeir boraðir i gegn á svo raunsæan hátt, að mönnum liggur við að spúa og taugarnar eru þandar - og meðan á öllu þessu stendur forherðist hugur og hjarta. Hér er sannar- lega verið að slita og eyðileggja menneskjuna. Allir þeir, sem berjast fyrir þvi, að hin uppvax- andi kynslóð — einkum hún — og þjóðfélagsborgararnir yfirleitt varðveiti skilninginn á réttu og röngu, á góðu og illu, þeir standa hér andspænis fyrirlitlegum óvini, þar sem þessi kvikmynd er og þeir, sem hafa komið með hana i kvikmyndahúsin”. — Það verður þungur dómur, sem þeir fá, er leiða slíka „skemmtifram- ieiðslu” tíl öndvegis. En viljið þið blöðin hjálpa okkur og stinga við fótum? Hvað segir ritstjórinn? Vinsamlegast, Guömundur Guömundsson. HRINGIÐ í síma86611 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.