Vísir - 20.12.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 20.12.1972, Blaðsíða 6
6 Visir. Miðvikudagur 20. desember 1972 VISIR Otgefandi: Framkvæmdast jóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: y Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Ekkert traust er eftir Þvi hefur verið haldið fram, að rikisstjórnin hafi valið skástu leiðina i ógöngum sinum, þegar hún kaus að lækka gengið. Það sé þvi i þetta sinn siður ástæða en oft áður til að bera fram á alþingi tillögu um vantraust á rikisstjórnina. En staðreyndin er sú, að það er enn ekki komið i ljós, hvort rikisstjórnin velur leiðina, sem sér fræðinganefndin mælti með. Gengislækkun ein út af fyrir sig er til litils, ef annað fylgir ekki með, svo sem sérfræðingarnir bentu á. Þeir vildu, að rikið lækkaði útgjöld sin um 1300-1400 milljónir og að gengislækkunin kæmi ekki að fullu fram i hækkun launa. Um slikar hliðarráðstafanir er mikil óvissa. Ráð herrarnir hafa gefið i skyn, að i fjárlögin verði sett heimild til 10-15% niðurskurðar, án þess að tekið sé fram, hvar eigi að skera niður. Slikur niðurskurður er náttúrlega enginn niðurskurður, heldur bara gabb, marklaus orð. Ráðherrarnir hafa einnig gefið i skyn, að rætt verði við launþegasamtökin um einhverja takmörk- un á kaupgjaldsvisitölunni. Það á eftir að koma i ljós, hve raunsæ sú óskhyggja er. Um það er ekkert vitað nú, úr þvi að rikisstjórnin hefur ekki tekið af skarið i þessu viðkvæma máli. Þróunin er augljós, ef hliðarráðstafanirnar verða kák eitt. Laun munu hækka verulega 1. marz og þá mun aftur siga á ógæfuhliðina hjá atvinnuvegunum. Fljótlega mun verða þörf á nýrri gengislækkun. Þvi mun gengislækkun siðustu helgar aðeins leiða til aukins verðbólguhraða og almenns ófarnaðar, ef rikisstjórnin gerir ekki hinar nauðsynlegu hliðar- ráðstafanir af myndugleik. Fundir alþingis þessa vikuna sýna glögglega reiðuleysið hjá rikisstjórninni. Umræðurnar um hina ófullgerðu gengislækkun eru ekki eina dæmið um það. Fjárlagafrumvarpið er komið i eindaga. Og svo virðist sem rikisstjórnin ætli að knýja það fram með enn óviðkunnanlegri hætti en hún gerði i fyrra. Eins og menn muna var frumvarpið lagt fram með ótal götum, sem námu milljörðum króna. Eng- ar markverðar nýjar upplýsingar lágu fyrir, þegar frumvarpið var tekið til annarrar umræðu. Og nú virðist eiga að afgreiða það fyrir jól, þótt öll tekju hliðin sé i óvissu og þótt alls ekki hafi tekizt að skera fjárlögin niður til samræmis við tillögur sér fræðinganefndarinnar Er þetta eitt mesta flaust ursverk i manna minnum. Ráðleysi rikisstjórnarinnar hefur komið fram á fleiri sviðum. Allur hennar timi fer i að setja niður deilur einstakra ráðherra og stjórnarflokka. Hver höndin er uppi á móti annarri, svo sem hvað eftir annað hefur berlega komið i ljós. út á við hefur rikisstjórnin þvi ekki mátt til annars en að setja upp pókersvip og segja, að samkomulag ráðherranna sé bara ágætt, menn hafi skipzt á skoðunum og séu eiginlega alveg sammála. Rikisstjórnin hefur verið brokkgeng og mistæk á stuttum ferli sinum. Hún hefur verið enn óútreikn- anlegri en veðrið og hefur með þvi valdið miklum skaða. Smám saman hefur hún glatað trúnaði fólks- ins. Mönnum finnst, að ekkert sé að marka rikis- stjórnina. Siðustu dagana hefur keyrt um þverbak i þessu efni. Það er þvi orðið timabært, að á alþingi sé borin fram tillaga um vantraust á rikisstjórnina og þingmönnum stjórnarflokkanna þar með færður sá kaleikur að þurfa að lýsa trausti sinu á glund- roðanum. A byltingarafmælinu 7. nóv. aka bilar umKreml með myndir af leiðtogunum ogýmsum slagorðum, en í kjölfarið gengur fjölmenn skrúðganga. Nú er liins vegar 50 ára afmæli Ráðstjórnarrikjanna. 50 ára som- búá„fagnað' I öllum ræðum og greinarskrif um um hið ,,afar þýðingarmikla" (eins og það er orðað) af- mæli Ráðstjórnarrikjanna er hamrað svo á ,,órofa þjóðareiningu", ,,vináttutengslum" og ,,samtökum", að það lykt- araf á hyggjum Kremlherr anna af vandamáli, sem síknt og heilagt hefur skot- ið upp kollinum á þessari síðustu hálfu öld. Dag eftir dag hefur almenn- ingur Ráðstjórnarrikjanna legið undir stórskotahrið áróðurs- meistaranna fyrir þessa „miklu hátið órjúfandi vináttutengsla þjóðanna”. — Þessi hátið er 50 ára afmæli USSR, sem er miðað við dagana 21.-30. des. A fyrstu árunum eftir byltinguna frá 1918 til 1922 var ekkert USSR komið, þeldur var það sovét Rússland. Það hefur lengi verið takmark Moskvu að blanda rúmlega 100 þjóðfl., hverjum með sina menningu, siði og móðurmál, i eina samrunna þjóð, eitt riki, sem mundi missa sin sérþjóðarein- kenni en blandast hinum mjklu Rússum. 1 Moskvu er þetta kallað að „draga saman”, eins og Leonid Brezhnev, núverandi for- maður kommúnistaflokksins, orðaði það. [ En það, sem i reyndinni hefur átt sér stað, er yfirþyrmandi rússneskusering og yfirdrottnun þessa 130 milljóna manna rikis yfir hinum 14 lýðveldunum, sem hafa ekki tekið þvi með óblandaðri ánægju. Það örlaði á áhyggjum Kreml- herranna yfir óánægju „smælingjanna” 6. desember s.l., þegar mistök urðu (að þvi er virð- ist að yfirlögðu ráði) i opinberri tilkynningu. Stjórnin veitti Chechen-Ingushriki orðu októ- 'berbyltingarinnar „i tilefni þess að 50 ár voru liðin frá stofnun lýð- veldisins”. En það voru sko engin 50 ár liðin. Chechen-Ingushlýðveldið var stofnað að undirlagi Moskvu 6. des. 1936. Fram til þess tima hafði Chechen verið sér nýlenda i rúss- neska lýðveldinu. — En þarna virðist vera á ferðinni eitthvert yfirklór vegna ofsóknar Stalins á hendur „smælingjunum” i þessari rikjasamsteypu. Stalin fyrirskipaði fjöldaflutn- ^inga frá svæðum eins og Chechen- Ingush. Fólk þar hafði orðið fyrir „snertingu af nazisma” og þeim var ekki fullkomlega „treyst- andi”. Þetta kom fram i hinni frægu ræðu Nikita Krúsjoffs 1956, þegar hann afneitaði stalin- ismanum. Að Stalin liðnum fengu ibúar Chechen-Ingush uppreisn æru, en aðrir^, liggja enn undir grun, eins tatararnir á Krim- skaga, Volgu-Þjóðverjar o.fl. Að visu var Stalin haldinn sjúk- legri tortryggni, en aðrir ráða- menn Moskvu hafa aldrei heldur borið mikið traust til litlu rikj- anna. Stærstu smáþjóðirnar eru Úkrania, Uzbek, Kazakhs, Tatar- ar, Eystrasaltsrikin, ýmsir þjóð- flokkar Kákasus og Mið-Asiu, Moldaviu, Gyðingar, Pólverjar og Þjóðverjar. Þar til bilsévikar náðu yfir- ráðum með býltingunni 1917 lof- uðu þeir frelsi og sjálfs ákvörðunarrétti smærri þjóðum til handa, en það reyndist þunnt blek i þeim loforðum. Stalin, sem var þjóðernissér- fræðingur bolsévika, skrifaði 1913: „Enginn hefur rétt til of- beldislegrar ihlutunar i innan- rikismálum þjóðar, né til að beita valdi við að fá viðkomandi þjóð til „að leiðrétta” mistök sin. Þjóðir rá a einar innanrikismálum sinum og hafa fullan rétt til sjálf- stjórnar að eigin geðþótta”. Sovét-Rússland undir stjórn Lenins viðurkenndi formlega sjálfstæði Kákasussambandsins — Armeniu, Georgiu og Azer- bajinu — alveg eins og svo Úkraniu og Póllands. Lettland, Lithauen, Eistland, Finnland, Rúteniu, og kósakkarnir o.fl. fylgdu svo i kjölfarið með yfirlýs- ingar um eigið sjálfstæði. En bols'e.vikarnir tóku sér „rétt til að móta og þróa þjóðirn- ar”. Og þar kom, að Rússar undir forystu Stalin, höfðu þanið landa- mæri sin langt út yfir riki zarsins. 1922 var riki bols'evika valt á fótunum vegna langvinnrar borgarastyrjaldar i kjölfar byltingarinnar, og svo efnahags- öngþveitis. Þeir deildu út fögrum fyrirheitum, þótt þeir hefðu þá þegar ásett sér að sameina aft- ur hið sundraða riki keisarans. Stjórn Lenins fékk talið Ukraniu og Byelorússland, og Kákasus á að undirrita sameiningarsáttmála við Rúss- land. Moskva lofaði þessum tveim strax sjálfstæði. Og 30. des. var haldinn fyrsti fundur „alþjóða” sovétsins (ráðsins) i Umsjón: Guðmundur Pétursson Bolshoi-leikhúsinu i Moskvu, en sá dagur er siðan talinn stofndag- ur Ráðstjórnarrikjanna. Þessi fjögur upphaflegu stofn- riki Ráðstjórnarrikjanna eru nú orðin 15 alls. Þau eru: Rússland, ibúar 130 milljónir. Ukrania, ibúar 48 milljónir. Byelorússland, ibúar 9 milljónir. Uzbek, ibúar, 12,5 milljónir. Kazakh, ibúar 13 milljónir. Georgia, ibúar 5 milljónir. Azerbaijania, ibúar 5 milljónir. Lithauen, ibúar 3 milljónir. Moldavia, ibúar 3,5 milljónir Lettland, ibúar 2,5 milljónir Kirghiz, ibúar 3 milljónir Tajik, ibúar 3 milljónir Armenia,'. ibúar 2.5 milljónir Turkmenia, ibúar 2 milljónir Eistland, ibúar 1,5 milljónir í þessum rikjum hefur alltaf verið þrjózkukennd andspyrna gegn rússneskuseringu, þótt hún hafi kannski verið áberandi i augum utanaðkomandi. Brez- hnev sýnist hafa viljað taka tillit til sérmenningar þjóðflokkanna, en þó með ströngum skilyrðum, sem útiloki algerlega sérhverja tilraun til sjálfstæðrar skoðunar- myndunar á stjórnmálasviðinu. En enginn i þessum rikjum þarf að gera sér vonir um frama innan veldis Ráðstjórnarrikjanna, nema hann tali reiprennandi rússnesku. Hjá mörgum flokks- leiðtoganum i þessum löndum er rússneska aðalmál hans, þótt hún sé ekki móðurmál hans. Samt sem áður, þótt Rússland haldi fast i taumana, veldur það Krem lherrunum nokkrum áhyggjum, að þjóðerniskennd ibúa ýmissa rikja, einkanlega Eystrasaltsrikjanna, er mjög rik. Ekki er lengra siðan en i mai i vor, að tvitugur þjóðernissinni i Lithauen brenndi sig til bana i mótmælaskyni við undirokunina. Ungur maður brenndi sig til bana i Ukraniu i des. 1968 i svipuðu skyni, og annar gerði misheppn- aða tilraun til þess tveim mán- uðum siðar. 1 öðrum rikjum eins og t.d. Moldaviu, hefur Moskva látið gera sérstakar ráðstafanir og ofsótt menntamenn til þess að halda þessum óróa i skefjum. Moldaviuveldið var stofnað úr Bessaraþiu, sem Stalin hrifsaði frá Rúmeniu. Rúmenia er núna undir stjórn kommúnista, en i Búkarest sviður mönnum enn rán Bessarabiu. Og þannig kraumar viða undir niðri i þessum rikjum, sem næstu daga efna til mikilla hátiðarhalda vegna 50 ára sambúðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.