Vísir - 20.12.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 20.12.1972, Blaðsíða 5
Visir. Miðvikudagur 20. desember 1072 5 -----------------1 AP/IMTB ÚTLÖNDÍ MORGUN IiTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson. Geimfararnir komnir til jarðar „Eru allir stálslegnir" sagði lœknirinn eftir athugun Einn og einn i senn voru geimfararnir hifðir upp úr geimfarinu Ameriku inn i þyrlu, sem flaug með þá um borð i móðurskipið Ti- conderoga, en það beið þeirra aðeins 800 metra frá lendingarstaðnum, suðvestur af Samoaeyj- um. Hlæjandi og með glens á vörum stigu þrimenningarnir úr þyrl- unni niður á þilfarið og önduðu að sér fersku sjávarloftinu eftir að hafa lifað á blönduðu súrefni í 12 daga i geimfari sinu. Lendingin, eins og aðrir þættir ferðarinnar, tókst prýðilega — nema hún var 36 sekúndum á eftir áætlun, en það var enginn um borð i Ticonderoga, sem setti það fyrir sig. Geimfarið eða sá hluti þess, sem eftir var, sveif i fallhlif með þá þrjá félagana innanborðs og féll með skvampi miklu i Kyrra- hafið, en hálftima siðar opnuðu froskmenn það, og stuttu á eftir voru þeir komnir undir hand- leiðslu yfirlæknisins um borð i flugmöðurskipinu. ,,Ég er harðánægður með ásig- komulag þeirra. Þeir eru aliir þrir stálslegnir,” sagði dr. Laspinta eftir læknisskoðunina, en skömmu siðar hringdi siminn, og var Nixon Bandarikjaforseti á linunni: Hann óskaði þeim félög- um til hamingju með vel unnið verk og hækkaði Evans i tign, en Schmitt, sem er óbreyttur borg- ari, gat hann ekki hækkað né heldur Cernan, sem stendur það hátt i metorðastiga hersino^að frekari stöðuhækkanir verða að- eins veittar af sjálfri herstjórn- inni. Um borð i flugmóðurskipinu var mikill viðbúnaður til móttöku þeim félögum, enda fögnuðu skip- verjar ekki einungis heimkomu geimfara utan úr heiminum, heldur einnig sínum gamla striðs- félaga, Evans, sem var orustu- flugmaður þar um borð, þegar hann gegndi þjónustu i Vietnam. Evans sagðist vona, að félagar sinir erfðu það ekki við sig, þótt hann hefði yfirgefið þá og þegið boðið um að ganga i þjónustu geimferðarstofnunarinnar. Þeir félagar eru væntanlegir til aðalstööva geimferðastofnunar- innar i Houston á morgun, en það verður ekki fyrr en að afloknu jólafrii, sem þeir munu gefa vis- indamönnum skýrslu um ferð sina. Um borð i flugmóðurskipinu, Ticonderoga, var fjöldi háttsettra gesta, þingmenn (þar á meðal Barry Goldwater) og aðrir, sem ætluðu að sjá geimfarið lenda á Kyrrahafinu. Þar á meðal var þessi 12 ára drengur, Kevin Stecn, sem hér sést á myndinni heilsa yfirmönnum skipsins. Steen er krabbameins- sjúklingur og vafasamt, að hans heitasta ósk (að verða geimfari) eigi eftir aö rætast. John L. Butts, að- miráll, (sá með orðurnar t.h.) bauð honum um borð og kynnti hann fyrir skipstjóranum, Norman K. Green, (t.v.) og áhöfninni. SJUKLINGARNIR MISSTU MÁLIÐ EFTIR MEÐALIÐ Virtur gcðlæknir i Lundúnum varaði i gær gcðsjúkrahús við notkun lyfs, scm ætlað er gegn þunglyndi. Lyf þetta gengur undir heitinu „Phenotia/.ine”. I)r. Simon Behrman, sem er ráðgefandi við fjölmörg geð- sjúkrahús i I.undúnum, skýrði frá þvi i riti bre/kra geölækna, að niu manns hefðumisst málið um tima eftir notkun þessa Ivfs. Hann sagði, að vel kynni að vera, að miklu fleiri sjúklingar hefðu misst málið heldur en þessir niu, sem vitað var um með vissu. Þvi að erfitt væri að átta sig á þvi, að málleysið væri sprottið af meöalagjöfinni Margir álitu af misgáningi, aö það stafaði einungis af þvi, að sjúklingnum hefði hrakað andlega. Phenotiazine ku vera mjög algengt lyf. Behrman fullyrti, að þessir sjúklingar, sem misst höfðu máliö, hefðu ekki fengið stærri skammta en almennt er gefið. — Hann sagði, að þessir niu hefðu flestir smám saman fengið málið aftur, nokkrum mánuöum eftir að hætt var að gefa þeim meðalið. f einu tilviki er afturbatinn þó ekki fullkominn, og einn mannanna dó. Kveikt á jólatrénu í Brussel í Brussel eru menn búnir að kveikja á jólatrénu á Grand- torginu á milli Ráðhússins (t.v.) og Konungshússins svonefnda (t.h.). Þeir i Belgíu leggja sér sjálfir til jólatré, þótt þeir að sjálfsögðu eigi góða vini til þess að hlaupa upp á eins og við sem fáum stóru jólatrén okkar frá vinabæjum okkar. — Hviti dep- illinn til vinstri við Ráðhústurn- inn er tunglið, en myndin var tekin, meðan Apollo 17. var enn á leið til jarðar — „senni- lega einhvers staðar staddur á milli Ráðhústurnsins og tungls- ins,” eins og Ijósmyndarinn sagði. Öflug öryggisgœzla í Betlehem um jólin Óttast skemmdarverk arabískra skœruliða Jólahátiðahald i Betlehem, þar sem Kristur fæddist, verður undir strangri öryggis- gæzlu israelska hersins til þess að hindra hugs- anleg hermdarverk ara- biskra skæruliða. Betlehem, sem er syfjulegt Araba-þorp með 25.000 ibúa (meirihluta ársins), er nú allt undirlagt af jóla- skrauti og á von á þús- undum gesta viðs vegar úr heiminum. En ótti við skemmdarverk i miðju jólahaldinu blossaði upp, þegar yfirvöld handtóku á dögun- um 40 menn grunaða um njósnir i þágu Sýrlands. Enda mun eitt- hvað slikt hafa komið fram i yfir- heyrslum. — „Hins vegar átti ekki að beina þvi gegn pilagrim- unum,” sagði liðsforingi nokkur, sem viðriðinn hefur verið rann- sókn málsins. Ekki hefur verið látið uppi, hverjar öryggisráðstafanir verða gerðar, ,,en þær verða eins öflug- ar og við teljum vera nauðsyn- legt,” sagði einn yfirmanna hers- ins. Bæjarstjóri Betlehem, Alias Freij, sem væntir metaðsóknar ferðamanna að þessu sinni, sagði: „Ég held ekki að nokkur heilbrigður maður muni reyna að spilla jólahelginni i þessum heilaga bæ.... en maður getur aldrei verið viss.” Unnið er að þvi þessa dagana að hengja upp jólaskraut á „Jötu- torgi” fyrir framan 12. aldar kirkjuna, sem reist var þar, sem jata Jesúbarnsins er talin hafa staðið. — Og skipulagður hefur verið fjöldi ferða með flugvélum og skipum til þess að flytja jóla- gesti til landsins helga. Einn hinna þekktari gesta er James Irwin, geimfarinn úr Apollo 15., . en hann er i fylgd þriggja bandariskra kóra. Israel gerir ráð fyrir að sjón- varpa miðnæturmessu beint frá Betlehem og endurvarpa henni i gegnum gervihnött til Evrópu. Eftir að tsraelsmenn náðu Betlehem á sitt vald frá Jórdaniu 1967, hafa arabiskir skæruliðar árlega hótað að spilla jólahátíð- inni þar. Enn hafa þeir þó ekki framkvæmt hótanir sinar utan einu sinni, að þeir rufu rafleiðSlur og hindruðu að miðnæturmessu væri útvarpað frá Fæðingarkirkj- unni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.