Vísir - 10.01.1973, Side 16

Vísir - 10.01.1973, Side 16
VÍSIR Miðvikudagur 10. janúar 1971! Seltirningar stofna eiginn söfnuð „Það sem aðallega vakir fyrir fólki hér með stofnun þessa nýja safnaðar er að byggja upp okkar eigið safnaðarlif,” sagöi Sigur- geir Sigurðsson sveitarstjóri i Seltjarnarneshreppi er Visir hafði samband við hann i morgun. Svo er mál með vexti, að auglýstur hefur veriö stofnfundur nýs safnaðar á Seltjarnarnesi, en áöur hefur Seltjarnarnesið talizt til Neskirkju og Nessafnaðar. „Við erum ekki aö hugsa um að fá okkur prestíbráðina,enda held ég að allir séu ánægðir með aö hafa þessá tvo presta, sem þjóna Nesprestakalli,” hélt Sigurgeir áfram. Æskilegt hlýtur að vera fyrir ibúa sveitarfélagsins aö geta haft sitt eigiö safnaðarlif, þar sem þeir eiga nú þegar gott félagsheimili og langt er að sækja i Neskirkju. Einnig er gott að búið sé að koma upp safnaðar- lifi þegar Seltjarnarnes veröur sérstakt prestakall, en að þvi hlýtur að koma fyrr eöa siöar, þar sem ibúum hreppsins fjölgar jafnt og þétt. Stofnfundur safnaöarins verður á laugardaginn kemur klukkan tvö eftir hádegi. -Ló Handtekínn eftir mislukkað innbrot Maður nokkur var handtekiiiii eftir að liaiin varð að gefasl upp við að opna stálskáp i Kfna- laugiiiiii (ílæsi að Laufásvegi 19, þar sein inaðurinn liafði brotizt inn s.l. nóll. Maðuriiin liafði lirotið rúðu og koinizt inn i luisið með þvi inóti. Maðiirinn sueri sér að stálskáp með skúffuni og lióll'um og reyndi lianii að lirjóta upp la'singar skápsins. Notaði maðiiriiiii til þess verkfæri scm liaiin f<inn á staðnum. Kkki tókst manninum að opna skápinn, en skemmdi lianii mikið. Skápuriiin var það mikið skemmdur, að ekki tóksl eigenduiium að opna iianii i morgiiii. I'ullvist er talið, að innbrots- nianninuni liafi ekki tekiz.t að komast i skápinn. Kngu var stolið enda aðeins reynt við skápinn. Maðurinn var liandtekinn litlu seinna i nágrenninu. en sézt liafði til lians. Maðurinii er nú í vörzlu lögrcgluiinar, en liún kannast við liann Irá l'ornii lari. ÞM. Tvennt slasaðist er þrír bílar lentu saman Þrir bilar lentu i árekstri á Breiðholtsbraut við Stöng um kl. 14 i gær. Var tvennt flutt á Borgarspitalann vegna meiðsla. Bilarnir þrir skemmdust allir verulega. ökumaður bils sem var ekið suður Breiðholts- brautina og ætlaði að beygja til vinstri inn i Neðra Breiðholt, tók allt i einu eftir að hann var kominn of langt. Stanzaði þvi ökumaðurinn og ætlaði hann að snúa við. Annar bill, sem kom úr gagn- stæðri átt, stöðvaði einnig og ætlaði ökumaður hans að hleypa hinum yfir. Bar þá þriðja bilinn að og ók hann aftan á þann siðar- nefnda. Kastaðist billinn sem ekið var aftan á, á hinn , sem var að snúa við. Bilarnir skemmdust mikið, og kona og barn sem voru i einum bilanna slösuðust og voru flutt á Borgarspitalann til læknisað- gerða. „Trúi vart að landlœknir hefti rannsókn í mólinu" — segir formaður Lœknafélags íslands í viðtali við Vísi um rannsóknina í „pillumólinu" svonefnda „ftg trúi þvi ekki, að land- læknir eigi eftir að standa i vegi fyrir að sakadómur Ijúki rannsókn i máli okkar lækna. Kg lield bara, að landlæknir sc að gæta skyldu sinnar, en riómstólarnir eiga ábyggilega ekki erfitt með að fá þau gögn, sem á þarf að lialda við rannsóknina. Þetla sé aðeins spurning um form satriði”, sagði formaður Læknafclags is- lands, Snorri Páll Snorrason, ylirlæknir, þegar V>sir hafði tal af honum i morgun vegna hins svonefnda „pillumáls”. Þaö voru einmitt læknafélög- in, sem á sinum tima fóru þess á leit við sakadómara, að hann léti fara fram rannsókn á ávis- unum lækna á sterk róandi og örvandi lyf. Þá voru uppi háværar raddir um misferli i þeim efnum. Nú hafa læknar mátt horfa á málið fara að mestu i strand vegna skorts á nauðsynlegum gögnum i málinu: Skýrslum yfir eftirritunarskyld lyf, sem lækn- ar hafa gefið út ávisanir á. Þær skrár hefur landlæknir i sinum fórum, en neitar að leggja fram án undangengins dómsúrskurð- ar, þar sem þessi gögn heyra undir trúnaðarmál — bæði gagnvart læknum og eins sjúklingum þeirra. „Ég er heldur ekki svo viss um að allar þær upplýsingar, sem landlæknir býr yfir, eigi er- indi fyrir dómstólana”, sagði Snorri Páll i viðtalinu við Visi. „Það er lika algild regla bæði hjá landlækni og sjúkrahúsum, að láta þessar upplýsingar ekki liggja á lausu. Hér er lika um geysilega flókið mál að ræða og rannsóknir á útskriftum lækna geysilega timafrekar, þvi langt mál getur orðið að rannsaka i hverju tilviki, hvort stór lyfja- skammtur sé tilkominn af nauð- syn eða misnotkun”. Snorri Páll kvað lækna hafa öðru hvoru gert fyrirspurn til sakadómara um gang rannsóknarinnar, en hann hafði ekki fylgzt með gangi mála svo gjörla að undanförnu. Upplýsinga um það, hvernig málin stæðu i dag, hefði hann helzt af lestri dagblaðafrétta. „Af þeim sökum er ég ekki reiðubúinn til að ræða þessi mál frekar að svo stöddu”, sagði hann. Og bætti þvi við, að of snemmt væri að spyrja um við- brögð lækna við þætti landlækn- is i málinu. „Þvi eins og ég sagði áðan, þá tel ég fullvist, að dómstólarnir geti sótt til hans þau gögn, sem þá skortir, ef þeim býður svo við aö horía. Þaö eigi tæpast eftir að verða rannsókn málsins fjötur um fót”,sagði Snorri Páll að lokum. —-En tók annars skýrt fram, að hann væri ekki svo vel að sér i lögum að geta rætt frekar um þá hlið mála. Sá er átti hvað mestan þátt i að hleypa af stað umræðum um lyfjagjafir lækna, var Kristján Pétursson, en hann var i upp- hafi rannsóknar kallaður fyrir sem vitni hjá sakadómara. Kristján hefur fylgzt vandlega með rannsókninni, en um stöðu málsins eins og hún er i dag, sagði hann eftirfarandi i við- tali: „Ef svo fer, að sakadómur fær ekki öll þau gögn, sem hann hefur óskað eftir að fá frá land- lækni, þá skil ég ekki tilgang læknafélagsins að óska eftir þessari rannsókn”. ÞJM. Óvenju hlýjt hefur verið um allt land nú um vikutima. Jafn- vel liafa menn sézt mála og kalkbera hús sin eins og hásum- ar væri. Að sögn Yeðurstofunnar var mcöaihitinn um 8 stig og fór jafnvel upp i 15 stig á Austur- landi. Fyrir norðan og austan liefði veðrið verið betra en hér á Suðurlandi, þar sem á Suður- landi hefði úrkoma verið meiri. Mótmœlqqldq um qllt land „Sveitarfélögin í standandi vandrœðum" sviptir stœrstu sveitar- Hannibal félögin 240 milljónum Kaupstaöir og stærstu kauptún landsins missa varla minna en 240 milljónir króna af tekjum með banni Haunibals við hækkun út- svara i 11% i ár. „Þetta cr i sam- rænii við önnur viðskipti þessa ráðherra við sveitarfélögin. Sveitarfélögin eru i standandi vandræðunt,” segir Páll Lindal, formaðitr Sambands sveitar- l'élaga. „Þessu er mótmælt um landið allt.” 12 af I4kaupstöðum landsins og 13 stærstu kauptúnahrepparnir notuðu i fyrra heimild til að fara meðútsvörin úr 10% i 11%. Þetta mun hafa gefið þeim um 185 milljónir i viðbótartekjur og mundi i ár væntanlega gefa um 240 milljónir, ef miðað er við sömu sveitarfélög, að sögn Unnars Stefánssonar hjá Sam- bandi sveitarfélaga. Óttast mesta niðurskurð Iramkvæmda, sem þekkzt hefur Af viðtölum Visis við ýmsa for- ráðamenn stærstu sveitar- félaganna og þvi, sem annars staðar hefur komið fram, má marka, að þeir óttast að fram- undan sé skerðing á fram- kvæmdum og þjónustu. Borgar- stjóri Reykjavikur, Birgir Is- leifur Gunnarsson, segist óttast stórfelldari niðurskurð fram- kvæmda borgarinnar en nokkru sinni hefur þekkzt. Borgarstjóri segir i viðtali við Visi, að þessi aðgerð rikis- stjórnarinnar kosti borgarsjóö um 170 milljónir króna, ef,,bjart- sýnustu spár Framkvæmda- stofnunar standist ekki”. Þetta bætist ofan á það tap, sem gengis- fellingin veldur, sem muni vera 100-160 milljónir krðna. „Rikisvaldið tekur bara meira af kökunni.” Það er greinilegt segir Birgir, að rikisstjórnin ætlar ekki að minnka neitt skattbyrðina i heild, heldur aðeins að taka sér meiri hluta af kökunni á kostnað ' sveitarfélaganna.” Mótmæli berast ekki siður frá sveitarfélögum, þar sem stjórn- arflokkarnir eiga þátt i meiri- hluta, en öðrum. Þannig hafa Bjarni Einarsson, Framsókn, bæjarstjóri á Akur- eyri, og Bjarni Þ. Þórðarson, Alþýðubandalagi, bæjarstjóri á Neskaupsstað látið i ljós, að þeir telji ákvörðunina skapa mikil vandamál i þeim bæjarfélögum, sem þeir stjórna. I stærri kauptúnahreppum eru forráðamenn uggandi um, að unnt verði að halda áfram fram- kvæmdum, sem eru i ráði. Sigurgeir Sigurðsson, sveitarstjóri i Seltjarnarnes- hreppi, sagði i morgun, að hann „vissi ekki, hvar þetta mundi enda”. Hann sagðist óttast, að ekki yrði unnt að hefjast handa um nýjan gagnfræðaskóla i vor. Eins og aðrir sagði hann, að frá- leitt væri að gera engan greinar- mun á þörfum mismunandi sveitarfélaga i þessum efnum. HH

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.