Vísir - 13.01.1973, Blaðsíða 14

Vísir - 13.01.1973, Blaðsíða 14
14 Visir. Laugardagur 13. janúar 1973 Umsjón Þór Matthíasson Val á milli að eyða heilu þorpi — eða bjarga lífinu Algeng sjón fyrir ibúa þorpsins Rhoden i Hessen, Þýzkalandi: Orustuþota yfir þorpinu. átt sér staö” sagði borgarstjórinn Weishaupt, en hann var einn þeirra fyrstu sem komu á slys- staðinn. Þorpslæknirinn lét leggja Ronald van Broekhoven inn á sjúkrahúsið i Arlosen. Það lá flugmaðurinn sem hafði bjargað heilu þorpi,i sjö daga i herbergi númer 302. Hann var farinn úr liði á hægri hendi, með brákaðan fót- legg og mikið marinn. Daglega komu þakklátir ibúar þorpsins i heimsókn til hans og færðu hon- um blóm. Rétt eftir að þotuflugmaðurinn var kominn heim, fékk hann boð frá ibúum Rhoden. „Við viljum gjarnan, að þér eyðið jólahátið- inni meðal okkar. Þvi um jólin mun okkur fyrst verða ljóst, hve miklar hörmungar og sorg þér komuð i veg fyrir með hinu hetju- lega verki yðar. Við þökkum yður”. Kimmtiu metrum frá húsunum iRhoden boraðist þotan ofan | jöröina_ Hlutar úr flakinu drejfðust yfir stórt svæði. Orustuþotuflugmaðurinn van Broekhoven með f jölskyldu sinni. „Ég er engin hetja, aliir aðrir hefðu gert það sama i þessari aðstöðu.” HELDUR OF ÞUNGUR Þrátt fyrir kjörorö fyrirtækis eins i Zwieseistein i Austur- riki: Nákvæm vinna með mikinn þunga, varð einn starfsmanna fyrir- tækisins fyrir heldur leiðinlegu atviki. Að visu var nákvæmnin nægi- lega mikil og kranabill fyrir- tækisins átti að komast yfir brúna hvað breiddina snerti, en aftur á móti passaði þunginn á trukknum ekki. Hinn 32 tonna kranabill var of þungur fyrir brúna. Brúin brotnaði undan þunga bilsins. Bæði bilstjórar kranans og fólks- bilsins sluppu þó með skrekkinn. ÁTTI SÁ VONDI HLUT AÐ MÁLI „Þarna hefur djöfullinn átt lilut að máli", hreyttu nokkrir skipstjórar á fljótaprömmum á fljótinu Richelieu i Kanada út úr sér, þegar þeir sjá tveggja hæða hús fara i hægðum sinum yfir brú eina. Frekar skelkaðir fóru hinir hjátrúafullu fljótamenn i land. Þá komust þeir að raun um, þeim til mikils léttis, að aðeins var verið að flytja húsið yfir fljótið. Kigandi hússins var farinn að verða leiður á að búa alltaf á sama stað. Hann setti einfaldlega hjól undir húsið, festi það aftan i dráttarvél og dró það af stað yfir fljótið, þangað sem hann ætlaði að búa i framtiðinni. Þetta var ósköp vanalegt eftirlitsflug. Ein af rúmlega 1500 æfingarferðum, sem hinn 27 ára gamli or- ustuþotuflugmaður Ron- ald van Broekhoven frá Hollandi hafði flogið i Starfighter þotu sinni. 1 öllum 1500 ferðunum hafði aldrei neitt sér- stakt komið fyrir. En i þetta sinn skeði það. Um 35 minútum eftir flugtak biluðu af óskilj- anlegum ástæðum, mikilvæg stjórntæki i vélinni. Þotan missti hæð og steyptist i áttina að smáþorpinu Rhoden i Hessen, Þýzkalandi. Flugmaðurinn van Broekhoven skýrði svo frá. „Ég sá húsin og hugsaöi um fólkið i þorpinu. Ég vissi,að ef þotan mundi steypast niður í þorpið yrði það gifurlegur harmleikur.” Astandið var meira en litið hættulegt fyrir flugmanninn. Með hverjum metra sem þotan missti hæð, minnkuðu möguleikarnir fyrir þvi að geta stokkið út og sloppið lifandi. Á hinn bóginn,ef hann stykki út of snemma, mundi þotan örugglega steypast niður i mitt þorpið. „I fyrsta skipti á átta ára þjón- ustu minni i hollenzka flughern- um og hinum rúmlega 2000 flug- timum, fann ég til hræðslu. Allt mögulegt flaug i gegnum huga minn,” sagði Ronald van Broekhoven. „Ég hugsaði um konuna mina, Ria og um börnin min, soninn Mark 4 ára, og dótt- urina Rude, eins árs. Ef ég dæi yrði vel fyrir þeim séð, þau fengju háan lifeyri. En hvað um fólkið i þorpinu. Ef þotan hrapaði niður i þorpið, gætu tfu, tuttugu eða fleiri misst lifiö. Ég mátti ekki stökkva út fyrr en þorpinu væri óhætt. Hæðarmælirinn sýndi rétt 300 metra, siðan tæplega 150. Fyrir löngu hefði flugmaðurinn átt að vera búinn að ýta á takkann sem mundi skjóta honum ásamt sæt- inu út úr þotunni. En enn lágu verksmiðjuhús þorpsins fyrir framan. Hvað ef það væri orðið of seint að stökkva út. bá væri hann fjórði flugmaðurinn úr flugdeild 312 á flugvellinum Volkel hjá Eind- hoven i Hollandi, sem hrapaði. Allir félagar hans höfðu bjargazt með bvi að stökkva út. Flugmað- urinn hugsaði sér, af hverju ætti hann ekki að hafa heppnina meö sér lika. Flugmaðurinn skýrði svo frá. „Þotan var komin niður i 140 metra hæð, siðan 130, 120 og 110 metra. örvæntingarfullur reyndi ég að hækka vélina, en ekkert hjálpaði. Og enn voru hús fyrir neðan mig ,Ég sá hvernig fólkið á götunni starði upp til min.” Nákvæmlega kl. 15.05 ýtti flug- maðurinn á takkann sem skaut honum og sætinu út, i 60 metra hæð. Rétt 50 metrum fyrir utan þorpið boraðist vélin ofan i jörð- ina. Ronald van Broekhoven skall i fallhlif sinni harkalega ofan á múrvegg „Ef flugmaðurinn hefði ekki verið svona hugaður, hefðu mestu hörmungar i sögu þorpsins okkar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.