Vísir - 19.01.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 19.01.1973, Blaðsíða 9
8 Visir. Föstudagur 19. janúar 1973 Visir. F'östudagur 19. janúar 1973 9 Umsjón: Hallur Símonarson Þeir hugsa um þá ungu Frá aðalfundi Skíða- félags Reykjavíkur Nýlega var aðalfundur hjá Skiðafélagi Reykjavikur haldinn i Skiðaskálanum i Hveradölum. Allmargt var mætt á fundinn. Formaður félagsins Leifur Muller setti fundinn og fundarstjóri var kosinn Stefán G. Björnsson. Mikið hefur verið starfað hjá Skiðafélaginu á siðasta starfstimabili og er hagur félagsins allgóður. Þar sem unglingamót Skiðafélags Reykjavikur á miklum vinsældum að fagna, hefur nú veriö tekin upp sú nýbreytni að hafa fast skipaða móta- nefnd starfandi allt árið og i henni eru: Formaður Jónas Asgeirsson, enn- fremur eru i nefndinni Haraldur Páls- son, Hjálmar Stefánsson, Hjálmar Jóelsson, Helgi Hallgrimsson, Haukur Óskarsson, Valur Pálsson, Baldur Ásgeirsson, Alfreð Karlsson og Páll Guðbjörnsson. Stjórn félagsins skipa nú: Leifur Muller formaður, Ellen Sighvatsson gjaldkeri, Jón Larusson ritari, með- stjórnendur eru Haraldur Pálsson, Lárus Jónsson varaformaður, Jónas Ásgeirsson. Strax og snjór er nægi- legur i Hveradölum verður haldið Mullersmótið 1973. Ennfremur mun Skiðafélag Reykjavikur gangast fyrir göngumótum á Hellisheiði á þessum vetri. >f" Opið mót í badminton Tennis- og badmintonfélag Reykja- vikur gengst fyrir opnu badminton- móti i Laugardalshöllinni sunnudag- inn 28. janúar. Keppt verður i einliðaleik i meist- ara- A. og B. flokki karla, og A-flokki kvenna. Þátttökutilkynningar þurfa aö berast til Hængs Þorsteinssonar fyrir 23. janúar 1 sima 35770. * Fjörutíu í firmakeppni Badmintondeild U.M.F. Selfoss stóð fyrir firmakeppni dagana 16 des. og 6. jan. 40 fyrirtæki tóku þátt i mótinu, sem fór fram i iþróttasal barnaskólans. Keppt var um farandbikar, sem UMF Selfoss gaf og styttu, sem Sundhöll Selfoss gaf. Helztu úrslit urðu þessi: 1. Verzlun H.B. 2. Gúmmivinnustofa Selfoss. 3. Vörubilstj.fél. MJÖLNIR Jafnframt fór fram stigakeppni og urðu þessir hlutskarpastir: 1. Sig. R. Óttarson 100 st. 2. Kjartan Jónsson 90 st. 3. Guðmundur P. Jónsson 70 st. * Skjaldarglíma Ármanns 61. Skjaldarglima Ármanns verður liáð 4. fehrúar næstkomandi.Þátttöku- tilkynningar þurfa að berast skriflega til Glimudeildar Armanns i pósthólf 104 eigi siöar en 27. janúar. Ileiins- og olympiumcistarinn Gustavo Thoeni er nú farinn að siga upp stigatiifluna i keppninni um heimsbikarinn og vann sinn fyrsta sigur, þegar keppt var i stórsvigi i Adelboden i Sviss á mánudaginn. Þá var þessi mynd lekin af þremur fyrstu. Thoeni, sem hefur orðið heims- meislari Ivö slðustu árin, er i miöið, en til hægri er Hansi Hinterseer, Auslurriki, sem varð annar og Erik Haker, Noregi, til vinstri, en Norð- maöurinn ungi varð I þriðja sæti. Boðhlaup frá Kamba- brún til Reykjavíkur — Viö höfum veriö aö bræöa þaö meö okkur aö undanförnu að efna til Kamba-boöhlaups, þarsem hlaupið yrði fré Kamba- brún til Reykjavíkur i fjög- urra manna sveitum — þannig aö hver keppandi hleypur tiu kílómetra. Og við í IR og HSK höfum ákveðið að hrinda þessu máli í framkvæmd, sagði Guðmundur Þórarinsson í samtali viö blaðið i gær. íþróttafélag Reykjávikur og Héraðssambandið Skarphéðinn gangast fyrir boðhlaupinu sam- eiginlega og er öllum félögum og héraðssamböndum heimil þátt- taka. Fyrsta Kambaboöhlaupiö verður háð 28. janúar, sem er sunnudagur og hefst hlaupið kl. 14.00 við Kambabrún og endar við IR-húsiðvið Túngötu i Reykjavik. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 24. janúaF til Guð- mundar Þórarinssonar. Þar sem um óvenju langt boð- hlaup er að ræða vill fram- kvæmdanefnd hlaupsins benda félögum á, að ekki verða aðrir látnir hlaupa en þeir, sem örugg- lega þola vegalengdina. Macari til Manch. Utd. Manch. Utd. náði I enn einn skozkan landsliðsmann I gær — miðherja Celtic og skozka lands- iiðsins, Lou Macari, og hefur nú sex skozka landsliðsmenn I liði sinu, auk Macari þá Law, Morg- an, Buchan, Forsyth og Graham. Nokkuð er siðan Macari var settur á sölulista og að undan- förnu hefur hann veriö i Liverpool til skrafs og ráðagerða. En Liverpooi fannst hann of dýr og Tommy Docherty var þá ekki lengi að fá hann tii United — greiddi fyrir Macari 200 þúsund pund, sem er nýtt sölumet á skozkum leikmanni. Macari hefur leikið nokkra landsieiki fyrir Skotland að und- anförnu og skorar mikið af mörk- um þó lágvaxinn'sé. Jafnframt tilkynnti Docherty i gær, að Macari verði i liðinu gegn West Ham á laugardag, og Ted McDougall miðherji. Macari er fimmti ieikmaöurinn, sem Docherty kaupir til Manch. Utd. og hann hefur nú lagt út 500 þús- und pund. Hinir eru Graham frá Arscnal, Forsyth frá Partick, Holton frá Shrewsbury og Dick Martin frá triandi. Brœðurnir í Víkingsliðinu Bræðurnir ungu i Vikingsliðinu, Jón og Viggó Sigurðssynir, hafa vakiö mikla athygli i vetur fyrir snjallan leik. A myndinni, sem Bjarnleifur tók í leik Vikings og tR á miðvikudag, sést Viggó á miðri myndinni eftir að hafa sent knöttinn i mark ÍR — en Jón biður tilbúinn á linunni. Jón hefur skorað mörg mörk á tsiandsmótinu eftir linusend- ingar Viggós. Aðrir á myndinni eru Vilhjálmur Sigurgeirsson (talið frá vinstri), sem var markahæstur i leiknum meö 8 mörk. Gunnlaugur Hjálmars- son, Guðjón Magnússon og Brynjólfur Markússon. Þar haf a ýms hlauparaefni komið framl Viðerum að hefja Hljóm- skálahlaup iR á ný, og verður þetta fimmta árið í röð, sem IR-ingar gangast fyrir hlaupum i Hljóm- skálagarðinum, sagði Guð- mundur Þórarinsson, iþrótta ken na ri, þegar blaðið ræddi við hann í gær. Þessi hlaup hafa notið mikilla vinsælda og þar hefur margt hlauparaefnið komið fram. Keppt er i aldursflokkum, þar sem mið- að er við fæðingarár hlauparanna og skapar það vissulega miklu jafnari keppni, sagði Guðmundur ennfremur. Hljómskálahlaupin hefjast nú 21. janúar eða nk. sunnudag og er lagt af stað frá Hljómskálanum kl. 14.00. Hlaupin eru opin öllum, sem áhuga hafa á að taka þátt sér til ánægju og heilsubótar. Vegalengdin er rétt um 800 metr- ar, fyrir alla nema keppnisfólk, sem hlaupa mun 2-4 hringi. Skráning til hlaupsins fer fram á staðnum og eru væntanlegir þátt- takendur beðnir að mæta timan- lega — ekki siðar en kl. 13.45. Blófjöllin heilla — Það er áreiðanlegt, að áhugi almennings á skiða- iðkun í Bláfjöllum er mjög mikil — já, það er óhætt að segja geysimikill, einkum meðal krakka, sagði Bjarni Sveinbjörnsson hjá Skíða- deild Ármanns, þegar blað- ið ræddi við hann i gær. Við i Armanni höfum reynt að mæta þessum aukna áhuga á ýmsan hátt. Skiðakennsla fyrir almenning verður á sunnudögum milli kl. 2-4 og er hægt að láta skrá sig við skála félagsins i Bláfjöllum. Skiðalyftur eru opnar á þriöju- dögum og fimmtudögum milli kl. 6-9, og á laugardögum og sunnu- dögum frá 10-6. Þá er einnig skiðaþjálfun hjá okkur i Bláfjöll- unum. Fyrir 17 ára og eldri æft á þriðjudögum frá 7-9, og á laugar- dögum og sunnudögum frá 11-1. Fyrir yngri en 16 ára er æft á fimmtudögum milli 7-9 og á laugardögum og sunnudögum frá 2-4. Einnigerumvið i Ármanni, sagði Bjarni ennfremur, með þrek- þjálfun og skiðaleikfimi á mánu- dögum og miðvikudögum kl. sjö að Ármúla 32. Nýir þátttakendur eru velkomnir til aö taka þátt i þessu nýmæli félagsins. — Bláfjöllin eru frábært skiða- land og við i skiðadeild 1R ætlum að gangast fyrir skiðakennslu og æfingum þar i vetur, sagði Sig- urður Einarsson i gær, en hann verður kennari á námskeiðinu ásamt Þorbergi Eysteinssyni og Helga Axelssyni, en þessir þrir eru meðal kunnustu skiðamanna deildarinnar. Þessi skiðakennsla verður i Bláfjöllum i vetur og er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Fyrst verður æft og kennt á morgun kl. tvö og einnig á sunnu- dag á sama tima. Þau liafa vakið mikla athygli i borðtennisinum — íslandsmeistararnir í tviliðaleik Elisabet Ziemsen og Björn Finnbjörnsson. Ljósmynd Bjarn- leilur Fyrsta stórmótið í ,/f riðaríþróttinni"! Á morgun verður fyrsta stórmót ársins í borðtennis í Laugardalshöllinni. Það er Arnarmótið, sem nú er haldið öðru sinni, en það komst á laggirnar fyrir til- stilli þeirra Grétars Norð fjörð og George Braitwait, sem báðir eru starfsmenn hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir gáfu fagran grip til keppninnar. Keppt verður i einliðaleik og eru keppendur skráðir fjörutiu. Aldurstakmark var upphaflega ákveðið 18 ár, en vegna þess hve margir góðir piltar eru yngri, taldi stjórn Arnarins ekki rétt að útiloka þá frá keppninni, þar sem enn eru engin sérstök mót fyrir unglinga, og eru þvi 2-3 unglingar frá hverju félagi nú. 1 fyrra sigraði Gisli Antonsson, Armanni, talsvert óvænt i Arnar- mótinu, en hann er aðeins 17 ára. Gisli sigraði þá marga þeirra, sem hafa verið fremstir i flokki i iþróttinni hér á landi, og mun reyna að verja titil sinn að þessu sinni. Af þeim, sem eru skráðir i mótið nú, má telja upp alla sigur vegara frá siðasta Islandsmóti eins og Björn Finnbjörnsson, Ragnar Ragnarsson, Ólaf Olafs- son og Gunnar Þór Finnbjörnsson úr Erninum og Hjálmar Aðal- steinsson KR, en tveir þeir siðast- töldu hafa verið i borðtennis- skólum erlendis og tekið miklum framförum. Mótið hefst kl. 3.30 i aöalsal Laugardalshallarinnar og stendur fram til 6.30. Leiknir verða 3-5 leikir i einu og er útsláttarfyrirkomulag þannig, aö keppandi, sem tapar leik- er úr. Ahorfendur eru að sjálfsögðu vel- komnir. Fyrrum heimsmeistari i þunga- vigtinni i hnefaleikum, Múhamed Ali (Cassius Clay) gengst nú upp i þvi hlutverki að flytja fyrirlcstra i skólum — svona meðan hann biður eftir að fá tækifæri á Joe Frazier. Á myndinni sést hann ræða við börn i skóla i Ncw York og þar hvetur hann þau til að Ijúka námi. „Námið er þýðingarmest f hinum þvingaða heimi sem við lifum i” sagði Ali og hætti við, að flest barnanna gætu lesið betur en hann núna. Tom Bogs EM-meistari! Danski hnefaleikakappinn Tom Bogs vann aftur Evrópu- meistaratitilinn í millivigt í Kaupmannahöfn í gærkvöldi, þegar hann sigraði Fabio Bett- ini, Frakklandi, á stigum í 15. lotum. KB-höllin var þéttskipuð áhorfend- um og mikils taugaóstyrks gætti hjá þeim lokaloturnar, einkum i 11. og 12., þegar Bogs átti i erfiðleikum. En hon- um tókst að rétta sinn hlut og það var aldrei vafi á hvors sigurinn var aö 15 lotum loknum. Dómari leiksins, sem var enskur, og hringdómarar voru allir með Bogs sem sigurvegara. Eftir þennan sigur er greinilegt, að Bogs er ekki búinn hvað hnefaleikana snertir, þrátt fyrir erfitt ár, þar sem hann tapaði illa i keppninni um HM- titilinn. Bogs hefur keppt 70 sinnum sem atvinnumaður og aðeins tapað fimm leikjum. Tom Bogs hefur áður veriö EM-meistari i millivigt. >f Aðalfundir Aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis verður haldinn mánudaginn 22. janúar og hefst kl. 21.00 i samkomusal Arbæjarskóla. Aðalfundur Frjálsiþróttadeildar Ármanns verður haldinn nk. sunnudag að Hótel Esju og hefst kl. 3.30. Aukaaðalfundur Sundráðs Reykja- vikur verður haldinn laugardaginn 27. janúar i tþróttamiðstöðinni i Laugar- dal og hefst kl. 14.00. Fundarefni: Stofnun aganefndar eða sunddómstóls SSR. Víðavangs- hlaup UMSK Þrjú lclög innan Ungmennasam- bands Kjularncsþings munu standa lyrir viðavangshlaupum á næstunni, sem vcrða öllum opin. Þau verða ncfnd Kópavogs'hlaup, Bessastaða- hlaup og Álafosshlaup. Kópavogshlaupið fcr fram á vegum frjálsiþróttadcildar Breiðabliks i Kópavogi og vcrður núna á sunnudag- inn. Illaupiö hefst kl. 14.01) og eru kcppendur beðnir að mæta klukku- stund fyrr við Vallargerðisvöll. Bcssastaðahlaup vcrður haldið á vcgum Sljörnunnar i Garðahreppi og Ungmennafélags Bessastaðahrepps á Alftancsi. Það fer fram sunnudaginn II. fchrúar kl. 14.30 við Bcssastaða- vcg. Álafosshlaup verður haldið á vegum Afturcldingar i Kópavogi i Mosfells- svcit. Það vcrður hlaupið 11. marz kl 11.00 og licfst við vegamót Olfarsfells- vcgar og Veslurlandsvcgar. Miitin cru opin og ætluð fólki eldra cn II ára. Karlar lilaupa 5 km, en konur 2. Vcrðlaun verða veitt sigur- vegurum i l'lokki karla og kvenna — la ra ndgripir. ,Friðaríþróttinr heldur innreið í Kópavogskaupstað Hver deildin af annarri ris i Breiða- bliki i Kópavogi, enda ekki að undra, þar sem hér er um að ræða lang- stærsta iþróttafélagið i stórum bæ, og hið eina, sem sinnir fleiri en einni iþróttagrein. Nýlega var stofnuð skiðadeild sem virðist fara vel af stað, — og i kvöld verður áttunda deildin stofnuð, borðtennisdeild. Deildin verður stofnuð á fundi, sem hefst kl. 20.30 i félagsheimili Kópavogs, neðri sal.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.