Vísir - 30.01.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 30.01.1973, Blaðsíða 3
Vlsir. Þriöjudagur 30. janúar 1973 3 skeytunum áttu eftir að ráða úr slitum um hvort fólkið i St.Pierre lifði eða dæi. Það dó. 1 bænum sjálfum huggaði blaðið Les Colonies ibúana. Á forsiðu var vitnað i ónafngreindan „sér- fræðing um eldfjöll”, sem átti að segja, að þetta öskufall mundi standa skamma hrið og innan skamms mundi gigurinn leggjast til svefns. Boðað var, að skemmtiferð yrði til gigsins, svo að „lesendur geti séð hið rétta ástandeigin augum”. Það átti að kjósa á eyjunni, og landstjórinn var staðráðinn I, að ekkert mætti trufla kosningarnar. Búgarður einangraðist af hraunstraumi og menn dóu þar. öskufall var mikið i bænum. Margt dýra dó af brennisteins- gasi. Hraun rann og aska kveikti i húsum i nálægu þorpi. Maður einn hrópaði á vegfarendur að dómsdagur væri i vændum. Menn gerðu gys að honum. Fljótt tók að flæða yfir bakka. Jarðskjálfti. Blaðið hélt áfram að lýsa þessu sem skemmtun, en þó voru þeir, sem bjuggu utan bæjarins, beðnir að koma þangað, meðan eldgosið gengi yfir. Gosið magnaðist. f lok fjórða dags höfðu 617 farizt. Póli- tikin stýrði gerðum stórnvalda i St. Pierre. Þau gerðu litið úr hættunni og stjórnarnefnd hélt þvi fram, að askan væri góð fyrir heilsu manna og uppskeru. Kosningar voru i vændum. Endalokin komu á 7. degi. Brennisteinsgufur kæfðu fólkið. Hraun og aska breiddi sig yfir bæinn og ibúa hans. Endalokið komu skyndilega að morgni, milli mórgunverðar og hádegisverðar. Nærri þrjátiu þúsundir fórust þær mogun- stundir I St. Pierre. Bærinn var svo gereyddur eins og atóm- sprengja hefði- hæft hann, mund- um við vist segja. Þetta var friðsælt sjávarpláss. Embættismenn sættu ekki opin- berri gagnrýni, hvorki þeir, sem lifðu eða þeir sem létust. Menn reyndu ekki að sigla burt frá St. Pierre. Stjórnvöld höfðu á sjö dögum ekkert gert til að forða fólkinu. Skipverjar á skipi skammt undan horfðu glaðir á St. Pierre, baðaðan i sólskini klukkan átta morguns. Skyndilega grúfðist yfir niðdimm nótt fyrir augum þeirra, rofin af brennandi gasskýjum. Eldur i höfninni. Askan féll þykk og heit. Siðan regn smásteina. Þá heitt leðjuregn, eins og sement, sem lagðist yfir bæinn. Tveir eftirlifendur fundust. Innilokaðir báðir — dauðadæmdur fangi og vitfirringur. — HH mannaeyingarnir ættu að fá fritt, eða allavega mikinn afslátt á far- gjaldinu núna, þegar margir hafa misst allt sitt. „Reynum aðra „Eldmessu"" Ásgeir Ebernezer hringdi: „Ætli menn séu staðráðnir i þvi að láta „Eldmessuna” frægu verða algert einsdæmi? Og má þá ekki gera tilraun til þess að láta söguna endurtaka sig? Ég skora á presta að gera nú sitt — og sýna mátt kirkjunnar og trúarinnar.” Ríkisstjórnin lóti kyrrt Steingrímur Davíðsson hringdi: „Vilduð þið koma á framfæri fyrir mig vinsamlegum tilmælum til rfkisstjórnarinnar, að hún haldi sig fjarri hjálparstarfinu i Vestmannaeyjum, og láti bæjar- stjórnina þar, Rauða krossinn og önnur hjálparsamtök um það. Þjóðin mun sjálf rétta út sina hjálparhönd og hefur þegar gert það, enda treystir hún ekki stjórninni til þess að ráða fram úr þessum vanda. Það var lika auðheyrt á viðtal- inu við Lúðvik Jósefsson, að þeir ætla að draga þetta áfall, eins og hvern annan dulbúning yfir mis- tök sin i þjóðarbúskapnum. Og til að standa straum af hjálparað- gerðum, ætla þeir að afnema visi- tölubæturnar af öryrkjum og ellilifeyrisþegum og vega þannig i fjórða sinn i sama knérunn”. Smithsonian varð að hörfa með Lasertœkin — kvarta undan lélegri fyrirgreiðslu við gosstöðvarnar en voru í leyfisleysi með of marga menn í Eyjum Vísindamönnum Smith- sonian Institute, einhverr- ar frægustu vísindastofn- unar veraldar, var gert erfitt að komast á gos- stöðvarnar í Vestmanna- eyjum með tækjabúnað sinn til rannsókna. Urðu þeir að hverfa úr landi aftur, án þess að árangur yrði af för þeirra. Ásgeir Long, kvikmyndatöku- maður, hafði með höndum að- stoð við visindaleiðangurinn, sem var 9 manna og undir for- ystu dr. Robert Citoron, fram- kvæmdastjóra Educational Ex- pedition Inc., sem er deild úr Smithsonian. Ætlaði leiðangur- inn aö fá svör við ýmsum spurningum, athuga stærð og magn hraunstrauma i rennum til ákvöröunar á seiglu hraun- massans, ákvörðun á öskufalli, mælingu á skriði, en þar átti að nota laser-geislatæki og loks átti að safna sýnum til greiningar. Erfiðlega gekk að komast til Eyja, en loks fékkst vélbáturinn Guðmundur Þórðarson til ferð- arinnar. Þá tókst ekki betur en svo að laser-tækið fékkst ékki flutt á gosstoðvarnar. Niður- staðan varð sú, að i stað 3-4 daga dvöl við rannsóknarstörf i Eyjum varð viðdvölin aðeins 8-9 timar. f viðtali við Visi kvaðst Ásgeir Long skammast sin fyrir þær viðtökur, sem visindamennirnir fengu hér i Reykjavik og i Eyj- um. Hins vegar hefði fyrir- greiðsla skipstjóra og skipverja á Guðmundi Þórðarsyni verið til fyrirmyndar, og afhenti leið- angurstjórinn skipstjóra 50 þús- und krónur fyrir flutning og fyrirhöfn, en skipstjórinn kvaðst mundu senda féð i söfn- unina til Vestmannaeyinga. — Rannsóknarráð rikisins hefur með erlenda visindaleiðangra að gera. Steingrimur Her- mannsson, framkvæmdastjóri ráðsins, gaf Visi ..þær uppl. i morgun, að svo kynni að fara að hann yröi að skrifa Smitsoni- anstofnuninni og kvarta yfir leiðangri þessum. Visinda- menn, erlendir sem innlendir, hefðu sýnt einstaka lipurð og skilning á þvi að samræma störfin i Heimaey og skilið, að ekki mættu of margir vera að störfum þar. Aðeins þessi leið- angur Smitsonian hefði farið sinar eigin leiðir og tekið á leigu bát og farið með allt sitt lið enda þótt aðeins 5 menn hefðu fengið rannsóknarleyfi i eynni. „Það er hart fyrir islenzka jarðfræði- stúdenta að fá neitun og sjá er- lenda kollega fara út i eyjarn- ar,” sagði Steingrímur, en i flokki Smitsonianmanna voru 5 nemar. Alls kvað Steingrimur stofnunina hafa veitt 20 til 25 leyfi til erlendra visindamanna, sem óskuðu eftir að fara út i Heimaey til rannsókna vegna gossins. —JBP — Búinn að játa á sig morðið Maöurinn, sem skaut kunningja sinn tii bana á Höfn í Hornafirðiá sunnudagsmorgun, hefur nú játað á sig verknaðinn, en hann var yfirheyrður i gær. Bar maðurinn þvi við, að hann hafi verið mjög drukkinn, þegar atburðurinn gerðist. Maðurinn, sem skotinn var til bana, var 33.ára að aldri og hét Stefán Egilsson, frá Lóni i Austur-Skaftafellssýslu Hann var bifreiðaviðgerðarmaður. Maöur- inn, sem verknaðinn framdi, heitir Guðni óskarsson.41 árs að aldri. Hefur Guðni verið úrskurð- aður i allt að 3 mánaöa gæzlu- varðhald og geðrannsókn. Eins og áður hefur verið skýrt frá i Visi , sátu mennirnir að drykkju á heimili Guðna, er þeim sinnaöist með fyrrgreindum af- leiðingum. Guðni hafði rekiö Stefán á dyr, og var Stefán kominn út, þegar Guðni þreif byssu sina og skaut Stefán. Var skotið af stuttu færi, og beið Stefán samstundis bana. Einar Oddson, sýslumaöur I Skaftafellssylsu, hefur rannsókn málsins i höndum, og kom hann með Guðna til Reykjavikur. Einar er nú farinn aftur til Hornafjaröar til aö yfirheyra vitni að atburðinum, og gat hann ekki sagt meira um málið i morgun. Ekki er enn ljóst, hvers vegna mönnunum sinnaðist. —ÞM Húsnœðismiðstöð í Tollstöðinni Féð streymir inn í söfnunina til styrktar Vestmannaeyingum, en i morgun höföu borizt um 15.2 milljónir króna að sögn Eggerts Ásgeirssonar hjá Rauða krossi islands. Um 600-700 þúsund krónur höfðu borizt i pósti frá ýmsum aðilum viða um land. Nú eru komnar 168 ibúðir á skrá hjá Rauða krossinum eða tilboð um ibúðii'. Nú i dag verður sett upp mið- stöð á vegum Rauða krossins, bankanna og annarra opinberra aðila i nýju tollstöðinni, sem sjá mun um ibúðarmálin og hvernig fjármagna á þau mál. Það mun verða Rauði krossinn, sem setja mun miðstöð þessa af stað, en siðan munu bankarnir yfirtaka skrifstofuna, þar sem fjárhags- málin eru á þeirra vegum. Skrif- stofa þessi verður einnig leið- beiningastöð fyrir Vestmanna- eyinga i húsnæðismálum. Til tals hefur komið að taka til- búnar ibúðir i Breiðholti, sem af- hendast skyldu á næstunni, fyrir Eyjamenn, en að sögn Eggerts hefur enn ekkert verið ákveðið i þvi máli. —ÞM HÆTTIÐVIÐ ÞJÓÐHÁTÍÐ — segja skólastjóror Hættið við fyrirhugaða þjóö- hátíð vegna 1100 ára afmælis íslandsbyggðar og verjið fjármununum þess i stað til aðstoðar Vestmannaeyjum, segir i tillögu, sem samþykkt var á fundi samtaka skóla- stjóra i barna- og gagnfræða- skólum. Segja samtökin, að þau Ilti svo á, að þjóðhátíðarinnar eigi að minnast á látlausan hátt, svo sem með þakkarguðs- þjónustum I kirkjum landsins og sögulegu yfirliti i fjöl- miðlum. Senda samtökin Vestmannaeyingum alúðar- kveðjur og votta þeim virð- ingu fyrir æðruleysi á hættunnar stund. —JBP— II íslendingar vilja ekki aðstoð" í Danmörku Blöðin hafa itrekað það aftur og aftur og sömuleiðis hefur það komið fram i útvarpi og sjónvarpi hér í Danmörku, að tsiendingar væru of stoltir til að taka við hjálp erlendis frá vegna náttúruham- faranna i Vestmannaeyjum. Fjölmiðlarnir hérna virðast þvi alveg hafa misskilið málið, sagði Finnur Erlendsson, læknir i Fred- rikshavn, i viðtali við Visi i morgun. Finnur er formaður nefndar i þessum vinabæ Vest- mannaeyja á N-Jótlandi, sem er að hefja fjársöfnun til styrktar Vestmannaeyjum. Fyrst hafði nefndin þó samband við Magnús Magnússon, bæjarstjóra i Vest- mannaeyjum til að fullvissa sig um, að tekið yrði við hjálp. Það var þvi ekki að ástæðu- lausu, sem bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti ein- róma i fyrrakvöld ályktun þess efnis, að þeir væru þakklátir fyrir hjálp, hvaðan sem væri. Dauflegar undirtektir undir hjálpartilboð erlendis frá hafa verið túlkuð þannig, að fslending- ar vildu ekki aðstoð. Einnig var þá samþykkt, að kannað yrði, hvort unnt sé að afla styrkja og lána frá sérsjóðum erlendis, svo sem sérsjóðum Evrópuráðsins, Sameinuðu þjóð- anna og fleiri alþjóðasamtaka. — VJ Auglýst eftir litmyndum frá Vestmanna- eyjum. Vegna póstkorta-útgáfu til ágóða fyrir hjálparstarfið í Vestmannaeyjum er auglýst eftir litmyndum frá gos- stöðvunum. Greiðsla eftir samkomulagi. Allur ágóði af útgáfunni rennur óskiptur til Vestmanna- eyinga. Myndunum er veitt viðtaka hjá Sólarfilmu sf„ Bragagötu 27 i Reykjavik, simi: 12277. Vinsamlegast bregðið fljótt við og hjálpið okkur að hjálpa. Kvenfélagið Heimaey. Orðsending til Vestmannaeyinga frá Afgreiðsla Vestmannaeyja-umboða DAS II i____xx« og SÍBS verður i Aðalumboði DAS Vestur- Mappdr0GÍÍI veri frá 2‘6 daglega. Vestmannaeyingar eru beðnir að hafa samband við umboðin á tilgreindum tima eða i sima 17757. DAS og SÍBS Fanney Guðjónsdóttir Ásta ólafsdóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.