Vísir - 30.01.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 30.01.1973, Blaðsíða 7
Vfsir. Þriðjudagur 30. janiiar 1973 Telja þjóðina ekki einfœra un að standa undir þeim efna- hagsvanda sem nú steðjar að Vestmannaeyingar héldu almennan borg- arafund i Austurbæjar- biói i gærkvöld, þar sem samþykkt var ályktun til rikisstjórn- arinnar. Fundarstjóri var Al- bert Guðmundsson, borgarfulltrúi og tók hann fyrstur til máls. Lýsti Albert yfir aðdá- un sinni á stillingu og framkomu Vest- mannaeyinga i þeim erfiðleikum, sem nú steðjuðu að. Þorbjörn Sigurgeirsson, prófessor, sem dvalizt hefur i Eyjum allt frá byrjun gossins, skýrði frá ástandinu þar núna og þróun gossins allt frá byrjun. Sagði Þorbjörn, að ekki væri ástæða til ótta, ef gosið héldist eins og það er núna. Sagði hann, að ástand hraunrennslisins sé eins gott og það getur verið, þegar svona mikið magn hrauns kemur fram. Þorbjörn svaraði fyrirspurnum fundargesta um útlitið og hvort hann teldi, að ibúðarfært yrði i Eyjum, er gos- inu linnti. Sagði Þorbjörn, að ekkert yrði þvi til fyrirstöðu að sínu mati að búa i Eyjum, strax og vikur- regnið hætti. Taldi Þorbjörn, að hægt yrði að taka til starfa i Eyjum, mjög stuttum tima eftir að gosið hættir. Taldi hann Vestmannaeyjar ekki vera meira hættusvæði vegna eld- gosa en aðrir staðir á eldgosa- beltinu hér á landi, jafnvel minna, þar sem goíið hefði núna. Taldi Þorbjörn, að litil hætta væri á mengun andrúms- loftsins vegna eiturgufu úr gos- inu. Sagði Þorbjörn að hægt væri að verja byggðina i Eyjum að verulegu leyti, þegar búið væri að byrgja glugga. Ef haft Jóhann Hafstein, Ingóífur Jónsson og Geir Hallgrimsson sátu borgarafund Vestmannaeyinga, Þ<> ekki tækju þeir þátt I umræðunum. Sagði Sigfús það ekki mega biða að biðja um aðstoð annarra rikja, og það sé furðulegt, að ekki skuli hafa verið sagt, hvaða aðstoð hefur verið boðin og hversu háar upphæðir þær eru, sem íslendingum hafa verið boðnar. Þá tóku einnig til máls Sigur- geir Kristjánsson og Gisli Gisla- son úr bæjarstjórn Vestmanna- eyja. Sögðu þeir, að bæjar- stjórnin mundi gera allt til að leysa úr þessum mikla vanda, sem nú steðjaði að Vestmanna- eyingum og þjóðinni allri. Að lokum tók Albert Guö- mundsson til máls, og sagðist hann telja það hreina heimsku að taka ekki þeirri aðstoð, sem út er rétt. Alyktunin til rikisstjórnarinar var siðan samþykkt einróma af fundargestum. Lauk fundinum með þvi, að Vestmannaeyingar sungu lag um Vestmannaeyjar. — ÞM vissu skorti um, hvar Vestmannaeyingar stæðu, og þeir hefðu enga vissu fyrir, hvernig ástatt væri með eigur þeirra, og þessa vissu þyrftu þeir að fá. Sigfús las siðan upp ályktun þá til rikisstjórnarinnar, sem samin hafði verið. í ályktuninni eru meðal annars bornar fram þakkir til almennings og sveitarfélaga i landinu fyrir skjót viðbrögð, er gosið hófst. Hörmuð er óvissa Vestmannaeyinga um fjárhags- lega stöðu þeirra. Tekið er fram, að hefja verði uppbygg- ingu i Eyjum strax og gosinu linnir. Vestmannaeyingar telji þjóðina ekki geta staðið eina undirþeim efnahagsvanda, sem hörmungunum fylgir, og leita eigi eftir aðstoö erlendra rikja. Leggja skal megin áherzlu á að greina á milli þess efnahags- vanda, sem rikti fyrir gosið og þess, sem rikir nú. yrði eftirlit með þvi, að ekki settist of mikill vikur á þök hús- anna, ættu þau ekki að vera i hættu vegna hans að öðru leyti. Margir Vestmannaeyinganna létu i ljós efa um, að ástandið væri ekki verrá en Þorbjörn vildi vera láta. Sigfús Johnsen talaði næstur, og sagði hann, að Vestmanna- eyingum þætti mörgum, að ekki hefði verið nógu vel haldið á ýmsum málum i sambandi við björgunarstarfið i Eyjum. Sagði Sigfús, að skyldur ríkis- valdsins við Vestmannaeyinga væru afdráttarlausar. Hann sagði, að Eyjabúum bæri fullur réttur á allri hjálp, sem hægt væri að veita. Vestmanna- eyingar yrðu að krefjast fullra bóta fyrir það tjón, sem þeir hefðu orðið fyrir. Þjóðin ætti ekki að bera baggann ein, heldur ætti að leita aðstoðar hjá vinveittum nágrannalöndum okkar. Sagði hann, að algjöra Sigfús Johnsen les fyrirsögn I Visi, sem hann sagöist harma að sjá i einum fjölmiðla landsins. Fyrirsögnin er: 2.400 milljónir I Eyjaskatt, en I fréttinni er sagt, að útvega þurfi þessa upphæð vegna hamfaranna. Ályktun fundarins var einróma samþykkt af öllum fundargestum Minna en 50 Eyjabúar ennþá á hótelum Féir Eyjabúar eru nú orðnireftirá hótelum, og flestir hafa getað komið sér og sínum fyrir annars staðar, enda hefur verið starfað ötullega að þvi að finna fólki samastað. Enn er þó mikið starf óunnið við að finna húsnæði. Visir hafði samband við nokkur hótel og spurði um af- skipti þeirra af fólkinu frá Vest- mannaeyjum. „Fyrst til að byrja með var dálitið af fólki hérna hjá okkur, en nú eru bara eftir fern hjón”, sagði Pétur Danielsson hótel- stjóri á Hótel Borg. Þetta fólk hefur raunar oft verið hjá okkur áður og er hér eins og aðrir gestir i mat”. Mennirnir eru allir framkvæmdastjórar fyrir- tækja i Vestmannaeyjum, og eins og áður segir, er þetta fólk, sem gistir á Hótel Borg, þegar það kemur til höfðurborgar- innar, þó við skemmtilegri að- stæður en nú. „Eins og gefur að skilja er of dýrt fyrir almenning að búa á hótelum, og þar að auki er ekki hægtað hafa neinn heimilisbrag á hóteli, til þess vantar ótal hluti, sem eru á hverju heimili”, sagði Pétur að lokum. „Við fengum til okkar stóra kúfinn af fólkinu, sem á annað borð fór á hótel,” sagði Hafsteinn Vilhelmsson, mót- tökustjóri á Hótel Esju. „Til að byrja meö voru hér 120 manns, en þeim hefur verið aö fækka siðan, og engir hafa bætzt i hópinn. Núna eru eftir um 30 manns og er ekki fararsnið á þeim i bili að minnsta kosti. Viö höfum skrifað hjá þessu fólki mat og húsnæði og ekki er farið að hugsa um ennþá hvernig það greiðist Það er oftast talsvert af auöum her- bergjum, en þó hefur nýtingin verið nokkuð góö og komst upp i 85% um helgina siðustu. En i dag gætum við til dæmis tekið fólk inn á 60 herbergi. Erling Aspelund, hótelstjóri á Hótel Loftleiðum, sagði, að þeir hefðu litiö orðið varir við Vest- mannaeyingana. „Klukkan sex morguninn eftir að gosiö byrjaði, vorum við tilbúin að taka á móti fjölda fólks, en eina fólkið, sem kom, voru hjón með tveggja daga gamalt barn. Það haföi verið flogið með þau snemma um morguninn. Þetta fólk var ekki hjá okkur allan daginn, en mun hafa farið til skyldfólks úti á landi. Einnig voru tvenn eldri hjón hjá okkur hluta úr degi.. I skipulagi almannavarna er gert ráð fyrir, að Almanna- varnaráð geti tekið sér umboð yfir samgöngutækjum og gisti rými, og það var þess vegna, sem við vorum svo fljótt búin að undirbúa hóteliö, En til þess þurfti sem sé ekki að gripa”. A Hótel Loftleiðum eru 217 herbergi, og þar sem nýting gistirýmisins á þessum tima árs hefur sjaldnast verið meiri en 30%, þá er mikið rými þar, ef á þyrfti aö halda. Fáir eru orðnir eftir af Eyjabúum á Hótel Sögu. Að sögn Konráðs Guðmundssonar, hótelstjóra, voru þar aldrei fleiri en tiu manns, og eru þeir smátt og smátt að tinast burtu. Við spurðum Konráð, hvort til greina. gæti komið að veita stórum hópi fólks frá Vest- mannaeyjum afslátt ef til þess þyrfti að gripa vegna hugsan- legs millibilsástands, áður en fólkið er búið að fá endanlegt skjól yfir höfuðið, og svarið var:” Hver mundi neita svo- leiðis löguðu?”. —LÓ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.