Vísir - 30.01.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 30.01.1973, Blaðsíða 8
Staðan í 1. deild og markahœstu leikmenn Keppnin i 1. deild á islandsmótinu i handknattleik hélt áfram i gær- kvöldi og voru þá leiknir tveir leikir. Úrsiit uröu þessi: Valur—Víkingur.... Fram—Haukar........ .... 21-17 .... 16-14 Staöan í deildinni er nú þannig: FH Valur Víkingur Fram ÍR Ármann Haukar KR 8 1 1 154-142 13 170-130 12 200-184 11 154-140 11 161-145 10 140-171 5 133-152 3 9 0 1 8 152-200 1 Markahæstu leikmenn eru nú þessir: Einar Magnússon, Víking,....... 60 Geir Hallsteinsson, FH,......... 56 Brynjólfur Markússon, IR,...... 47 Bergur Guönason, Val,........... 46 Ingólfur Óskarsson, Fram,...... 46 Haukur Oftesen, KR,............ 44 Ólafur Ólafsson, Haukum, ....... 40 Björn Pétursson, KR,.......... 39 Vilberg Sigtryggsson, Á,........ 39 Vilhj. Sigurgeirsson, IR,....... 39 Guöjón Magnússon, Víking,....... 33 Hörður Kristinsson, Ármanni,.... 32 Ólafur H. Jónsson, Val,......... 27 ViðarSímonarson, FH,......... 26 Ágúst Svavarsson, IR,........... 24 Ágúst Ögmundsson, Val, ......... 22 Axel Axelsson, Fram, ........... 21 Björgvin Björgvinsson, Fram, ... 21 Björn Jóhannesson, Ármanni,.... 21 Auðunn Óskarsson, FH, .......... 20 Sigurb. Sigsteinsson, Fram,..... 20 Gunnsteinn Skúlason, Val, ...... 20 Gunnar Einarsson, FH,........... 19 Jón Karlsson, Val,.............. 19 Stefán Halldórsson, Víking,..... 19 Þórður Sigurðsson, Haukum,...... 19 Jón Sigurðsson, Víking,......... 18 Páll Björgvinsson, Víking,..... 18 Björn Blöndal, KR............... 17 Ólaf ur Friðriksson, Víking,.... 17 Þórarinn Tyrfingsson, IR,...... 17 Viggó Sigurðsson, Víking,....... 16 Gunnl. Hjálmarsson, IR,......... 15 Jón Ástvaldsson, Ármanni,....... 15 Ragnar Jónsson, Ármanni,....... 14 Jóhannes Gunnarsson, IR, ....... 13 Sigf ús Guðmundsson, Viking,.... 13 Guðm. Haraldsson, Haukum, .... 12 Guðm. Sveinsson, Fram,.......... 12 Gísli Blöndal, Val,............ 11 Pétur Jóhannsson, Fram, ....... 11 Sigurg. Marteinsson, Haukum,... 11 Stefán Gunnarsson, Val,........ 11 Bjarni Kristinsson, KR,........ 10 Sigurður Jóakimss. Haukum, .... 10 Svavar Geirsson, Haukum,........ 10 Næstu leikir verða á sunnudag 4. febrúar, i íþróttahúsinu í Hafnar- irði. Þá leika fyrst FH og KR — síðan Haukar og Víkingur. Tveir leikir verða á undan í 2. deild milli Stjörnunnar og Fylkis, og IBK og Breiðabliks. Ólaf ur tamdi stór skyttur Víkings! — Valur sigraði Víking 21-17 þar sem markvarzlan gerði allan gœfumuninn Agúst ögmundsson er skæöur meö aö komast inn i sendingar mót- hcrjanna og bruna siöan einn upp völlinn. Hér stekkur hann hátt inn I Víkingsteiginn, en Valsmanninum brást skotfimin aö þessu sinni. I.jósmynd Bjarnleifur. Haukor stóðu í ís- landsmeisturunum! — og Fram vann aðeins með 2ja marka Eftir spennuna i fyrri leik 1. deildarkeppn- innar i handknattleik i gærkvöldi fannst áhorf- endum heldur bragð- dauft íraman af i leik Fram og Hauka. Þegar Framarar sigldu örugg- lega framúr fór áhorf- endafjöldinn að minnka og fækkað hafði um helming i leikhléi. íslandsmeistararnir virtust stefna í auð- veldan sigur og höfðu fjögur mörk yfir i hálf- leik 8-4. En áhorfendur höfðu misreiknað sig — Ilaukar vöknuðu heldur betur til iífsins og mikil spenna var i leiknum nær allan siðari hálf- leikinn. A fyrstu sex minútum s.h. tókst Haukum að skora jafn mörg mörk og allan fyrri hálfleikinn — og þeir jöfnuðu stöðuna i 8-8. Það Eftir tvo jafnteflisleiki við Norwich i 3. umferð bikarkeppninnar möl- uðu bikarmeistarar Leeds Norfolk-liðið heldur betur, þegar liðin mættust i 3ja sinn i gær- kvöldi. Leeds sigraði 5-0 og mætir Plymouth á heimavelli i 4. umferð. Norwich átti aldrei möguleika i gærkvöldi. þegar Leeds — með Gray og Jones aftur með — nábi var allt i einu komið fjör i leikinn, sem hafði verið meira en litið bragðdaufur fyrri hálfleikinn. Haukaliðið var hvatt ákaft og þessar upphafsminútur s.h. var miklu meiri léttleiki yfir liðinu, en oftast áður i mótinu. Ungu piltarnir nutu sin og Stefán Jóns- son sýndi gamla landsliðstakta. En svo loks á 8. min. skoraði Gylfi Jóhannsson niunda mark Fram og fyrsta mark liðsins i hálfleikn- um og Axel það tiunda rétt á eftir. Haukar urðu fyrir áfalli, þegar Stefán Jónsson meiddist á ökkla og gat ekki leikið langan kafla — hann kom inná aftur rétt fyrir leikslok, en náði sér þá ekki á strik. En Haukar létu Fram ekki • komast langt framúr. Eins til tveggja marka munur Fram i hag hélzt alveg fram á 24. min., en þá tóku Framarar loks góðan sprett — skoruðu þrjú mörk i röð og sigurinn var i höfn. Staðan 16-12 og aðeins þrjár minútur til leiks- loka. Sigurður Jóakimsson ■skoraði tvö siðustu mörkin i leiknum fyrir Hauka, en það breytti engu. Fram vann öruggan sigur — sigur, sem liðið þurfti þó að hafa miklu meira fyrir en i fyrstu leit út fyrir. Fyrri hálfleikurinn var afar ró- legur hjá báðum liðum og svo virtist sem Haukar ætluðu að lenda i sömu erfiðleikum með að sýna hreint frabæran leik. Pet- er Lorimer var aðalmaðurinn og skoraði tvö af mörkunum. Strax eftir leikinn var Leeds talið sigurstranglegast i keppn- inni hjá veðmöngurum. Arsenal er þar i öðru sæti, Liverpool þriðja og New'castle fjórða. Þá léku Nottm. Forest og WBA einnig i 3ja sinn i .3. umferðinni i gærkvöldi og vann 1. deildarliðið örugglega með 3-1. Staðan i hálf- leik var 2-0 og skoruðu þeir Cantello og Hartford fyrir WBA. 1 næstu umferð mætir WBA Swindon á heimavelli, en 4. um- ferðin verður leikin nk. laugar- dag. Markvörðurinn er hálft liðið og það sann- aðist vel i gærkvöldi i stórleiknum i 1. deild milli Vikings og Vals. Landsliðsmarkvörður- inn hjá Val, Ólafur Benediktsson, sýndi stórkostlegan leik, sem mun 16-14 markaskorun og gegn Val á dög- unum og það var reyndar i fyrri hálfleiknum. Aðeins fjögur mörk, sem þeir skoruðu. Ingólfur skoraði fyrsta mark leiksins úr viti, en Þórður Sigurðsson svaraði með marki á 2 min. Siðan liðu 14 min. þar til Haukar skoruðu annað mark sitt. Á meðan höfðu Framarar skorað fjögur mörk og var Axel þar drjúgur eins og reyndar allan leikinn. Hann er nú að nálgast sitt gamla form aftur og einstaklings- framtak hans bjargaði sigri Fram — hann skoraði átta mörk. Staðan var 5-1 eftir 13 min. og fátt virtist þá geta komið i veg fyrir sigur íslandsmeistaranna. En siðari hluti hálfleiksins varð jafn hvað markaskorun snerti — Framar voru heldur ekki mikið fyrir að senda knöttinn i mark Hauka. Skoruðu aðeins þrjú mörk i 17. min. og það sama gerðu Haukar. Framliðið lék ekki vel i þessum leik — aðeins Axel, sem sýndi verulega góðan leik i mark- skotum. Það vantaði Björgvin Björgvinsson og án hans er Framliðið ekkert stórlið — ekki einu sinni á islenzkan mæli- kvarða. Það vantaði einnig Andrés Bridde hjá Fram — báðir eru i Vestmannaeyjum viö björgunarstörf. En Hauka-liðið vantaði einnig marga þekkta leikmenn. Svavar Geirsson og Sigurgeir Marteinsson léku ekki með og Þórður meiddist og lék ekki siðari hálfleikinn. Liðin stóðu þvi nokkuð jafnt að vigi hvað þetta atriði snerti — en mestu munaði fyrir Hauka, að Stefán skyldi meiðast einmitt þegar hann var virkilega að ná sér á strik. Mörk Fram i leiknum skoruðu Axel 8, Ingólfur 3 (allt viti), Guð- mundur Sveinsson 2, Sigurbergur 1. Pétur Jóhannsson 1 og Gylfi 1. Fyrir Hauka skoruðu Ólafur Ólafsson 4 (3 viti), Stefán 3, Sigurður 3, Þórður 1, Sturla 1, Þórir 1 og Guðmundur Haralds- son 1. Dómarar voru Kjartan Steinback og Þorvarður Björns- son. Aðalfundur Aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar verður haldinn i kvöld i félagsheimili Fóstbræðra Lang- holtsvegi 109 og hefst kl. átta. tryggði Valsmönnum nokkuð öruggan sigur 21-17 i skemmtilegum leik — já, þar gerði markvarzlan allan gæfumuninn og svo mik- ill klassamunur var þar á hjá liðunum, að raun- verulega var merkilegt að Valur skyldie ekki vinna enn stærri sigur. Það er gæfuleysi Vík- ingsliðsins að eiga ekki góðan markvörð, þegar önnur topplið geta stát- að af tveimur topp- markvörðum hvert. Það var greinilegt, þegar ólaf- ur Benediktsson fór að verja hvert hörkuskotið á fætur öðru frá stórskyttum Vikings að Valur mundi bera sigur úr býtvm — og Ólafur kórónaði verkið með þvi að verja þrjú vitaköst mark- hæsta leikmanns mótsins, Einars Magnússonar. Það er ekki á færi nema afburðamanna að verja frá Einari og það tókst Ólafi nokkrum sinnum i leiknum. Valsliðið lék i heild nokkuð vel, þó sóknarleikur liðsins hafi oft verið skarpari. Rythminn fór nokkuð úr lagi við það, að Olafur H. Jónsson var „eltur” allan leik- inn, en það kom ekki svo mjög að sök, þvi það þurfti engin hörku- skot til að skora hjá Viking. Auð- veld skot fyrir flesta markmenn — lágskot Bergs — höfnuðu með jöfnu bili i markinu og Bergur var markhæstur i leiknum með átta mörk. Leikurinn var mjög jafn fram- an af. Jón Sigurðsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Viking, en Valsmönnum tókst að jafna á nokkuð óvenjulegan hátt. Knött- urinn fór út af eftir skot á Vik- ingsmarkið. Vikingar héldu að þeir ættu knöttinn og svo virtist á hreyfingum dómara — en Jón Friðsteinsson breytti allt i einu um skoðun og það var rétt hjá honum (Rósmundur hafði varið) og dæmdi Val innkast. Það var tekið á stundinni — Gunnsteinn skoraði, en enginn Vikingur var i vörninni — allir frammi á velli biðandi eftir „sinu” innkasti. Þarna virðist „gat” á reglunum — það verður að gefa liði tækifæri til að verjast, þegar dómarar breyta fyrirvaralaust. Guðjón Magnússon náði aftur forustu fyrir Viking, en það var dýrt mark, þvi Guðjón meiddist og lék haltur þaö sem eftir var og var aðeins með i sókninni. Þetta var áfall fyrir Viking þvi Guöjón er frábær leikmaöur, en harka hans var mikil i leiknum — hann skoraði fjögur mörk, þrátt fyrir meiðslin. Siðan fór ólafur Ben að verja og verja. Valsmenn komust i 3-2 og eftir það voru þeir aldrei undir ileiknum, en Vikingur jafnaði 4-4 og 5-5. Um miöjan hálfleikinn var staðan 6-4 og þessi tveggja marka munur hélzt að mestu út hálfleik- inn — en ólafur H. Jónsson átti siðasta orðið og i leikhléi stóð 12- 9. Vikingar minnkuðu muninn um eitt mark framan af siðari hálf- leiknum, 13-11 og 14-12, og fengu möguleika til að jafna, en tvivegis varði Ólafur þá vitaköst frá Einari. Þar skipti sköpum og Valsliðið fór að siga framúr með yfirveguðum og traustum leik. Þar er ekki veikur hlekkur — sömu leikmenn Ólafarnir, Bergur. Jón Karlsson, Stefán, Gunnsteinn og Agúst léku nær allan leikinn — Gisli Blöndal tals- vert i siðari hálfleik. Valsmenn voru komnir fimm mörkum yfir eftir 18 min. og þá greinilegt að hverju stefndi. Sig- urinn var þeirra — sigur, sem eingöngu byggðist á svo miklu, miklu betri markvörzlu og með Ólaf i þessum ham er Valsliðið vissulega sigurstranglegasta liðið i mótinu. Það hefur aðeins tapað einu stigi minna en FH og lagði þarna hættulegan keppinaut að velli — keppinaut, sem getur orð- ið FH og Fram erfiður. Mögu- leikar Vikings til sigurs i mótinu eru nú orðnir litlir, þó of fljótt sé að afskrifa þá. Þeir hafa tapað sjö stigum — FH þremur, Valur fjór- um og Fram fimm. í heild var leikur Vals og Vik- ings góður — með betri leikjum mótsins — og sigur Vals verð- skuldaður. Að visu voru sum mörk liðsins af ódýrari gerðinni — en Valsliðið er afar sterkt og heilsteypt i leik sinum yfirleitt. Eina hættan hjá liðinu er raun- verulega innan þess sjálfs — það hefur stundum fallið ótrúlega i leikjum sinum. Mörk Vals i leiknum skoruðu Bergur 8 (3 viti), Ólafur, Gunn- steinn, Jón, Gisli 3 hver, Agúst 1. Fyrir Viking skoruðu Einar 5 (2 viti), Guðjón 4, Ólafur Friðriks- son 3, (1 viti), Viggó Sigurðsson 2, Sigfús Guðmundsson 1, Stefán Halldórsson 1 og Jón Sigurðsson 1. Karl Jóhannsson og Jón Frið- steinsson dæmdu leikinn. ólafur Friðriksson hefur sloppið framhjá Bergi Guðnasyni, mark- hæsta leikmanni leiksins, og skorar eitt af þremur mörkum sínum i leikuum. Ljósmynd Bjarnleifur Nú malaði Leeds Norwich-liðið! Jón Karlsson finnur þarna smugu I Vikingsvörninni og sendir knöttinn I markið. Ljósmynd Bjarnleifur KR-ingar /Stálu' sendingum Ármenninga og eru efstir! Alveg furðulegt öryggis- leysi hvíldi eins og mara á Ármenningum í leik þeirra gegn KR í fyrrakvöld í islandsmótinu í körfu- knattleik vesturá Nesi. Var þetta sérstaklega áberandi i fyrri hálfleik, en í þeim hálfleik einum munu ekki færri en 10 sendingar Ár- menninga hafa lent í höndum KRinganna, sem aftur á móti voru í essinu sínu í vörninni. Hvað eftir annað sáu KRingarnir sendingar Ármenninganna fyrir, eins og að lesa á bók,- skutust út úr vörninni, og stálu boltanum. Þurfti þá venjulega ekki að spyrja að endalokunum, því hrað- upphlaupin hjá KRing- unum eru illstöðvanleg, og venjulega lá boltinn i körfu Ármenninga aðeins sek- undum siðar. Eini Armenningurinn, sem ekki virtist láta KRingana setja sig neitt út af laginu var Jón Sigurðs- son. Hann sýndi mjög góða frammistöðu, bæði i sókn og vörn, og skoraði alls 27 stig. Var hann svo að segja einn um að halda uppi merki Armanns i leiknum, a.m.k. i sókn, þvi næst-stigahæsti Armenningurinn skoraði aðeins 9 stig. I fyrstunni leit alls ekki illa út fyrir Ármanni. Fystu þrjú stigin komu frá Armenningum, en þá tók KR við sér, og næstu 9 stig komu frá KR. Það stóð 9-3, 13-5 og siðan 17-7, þegar 10 minútur voru liðnar af leiknum. Þar með hafði KR tryggt sér þá forystu, sem Ár- menningum tókst aldrei að minnka svo neinu næmi allan leikinn. Fimmtán stiga munur var i hléi, 39-24. Það var frábært að fylgjast með hinum eldsnöggu og af- burðavel leikandi bakvörðum liðanna, Jóni Sigurðssyni annars vegar og Kolbeini Pálssyni hins vegar. Þeir gættu hvor annars allan leikinn, og þrátt fyrir að báðir legðu sig alla fram, varð ekki hjá þvi komizt að hvor um sig varð stigahæstur i sinu liði, Jón með 27 stig, og Kolbeinn með 24. Báðir eru þeir framúr- skarandi varnarmenn, en hvor um sig er lika illstöðvandi, og hittni beggja mjög góð. Annað einvigið átti sér stað, milli Birgis Birgis og Kristins Stefánssonar, en þeir fóru öfugt að við hina — héldu báðir hinum undir 10 stigum. Hins vegar hirti hvor um sig megnið af fráköstum liðs sins. Ármann breytti yfir i svæðis- vörn i siðari hálfleik — kannski ekki sizt vegna Jóns Sigurðs- sonar, sem hafði fengið á sig þrjár villur i viðureigninni við Kolbein — en það dugði þó ekki til. Þó var hún nokkuð góð, en hittnin brást bara alveg. Gutt- ormur og Hjörtur héldu áfram að skora fyrir KR, en Armenningar- nir, sem áttu nóg af tæki- færunum, gekk erfiðlega að hitta i körfuna. Un.dir lokin tókst þó Ar- menningunum að minnka muninn úr 17 stigum, sem verið hafði um miðjan hálfleikinn, niður i 10 stig, 65-55, en þrátt fyrir að Armenningar reyndu að „pressa” siðustu minúturnar, gat ekkert komið i veg fyrir 12 stiga sigur KR, 76-64, gþ vann stórsigur gegn og fékk fyrstu stigin Valur UMFN Það tók fljótt að bera á þvi hvert stefndi i leik Vals og UMFN á sunnu- dagskvöldið. Njarðvik- ingarnir léku án hins há vaxna miðherja sins, Jóns Helgasonar, sem var við björgunarstörf i Vestmannaeyjum með Flugbjörgunarsveitinni, og án þessarar kjölfestu reyndist UMFN engin hindrun fyrir Valsmenn. Valur skoraði alls 101 stig, en þrátt fyrir góðan leik Davids Dewanys, sem skoraði 27 stig, tókst UMFN ekki að skora nema 67 stig alls. Valur skoraði 9 stig áður en UMFN tókst að komast á blað, og eftir 8 minútur stóð 20-5. Bæði lið beittu maður-á-mann vörn, en á þeim var reginmunur. Vals- mönnunum tókst að halda Njarð- vikingunum frá körfunni, svo að þeir urðu að skjóta fyrir utan, en enginn hitti, nema David. Hins vegar var leið Valsmanna í gegn- um vörn Njarðvikinganna greiö, og vantaði tilfinnanlega stóran mann á miðjuna, þvi þar var allt galopið. Valsmennirnir voru lika harðari i fráköstunum, og fengu ófá stigin út úr þeim. Bæði tókst þeim oft að skora eftir að ná frá- kasti af körfu andstæðinganna, og einnig skoruðu þeir úr hraðupp- hlaupum eftir að ná fráköstum af sinni eigin körfu. 1 hléi var 21 stigs munur, 49-28, og hann jókst i 31 stig fyrstu 10 minúturnar i þeim siðari, eða 80- 49. Eftir það beið maður aðeins til að vita hvort Valur myndi skora 100 stig, og það tókst Val. Með þessum sigri hefur Valur hlotið sin fyrstu stig i tslandsmótinu i ár, og skipar nú, eins og taflan sýnir, 5. sætið i 1. deild. Þórir Magnússon varð stiga- hæstur Valsmanna með 25 stig, Kári Marisson skoraði 21, og Stefán Bjarkason skoraði 17 stig. David Dewany skoraði 27 stig fyrir UMFN, og Gunnar Þor- varðarson skoraði 12. gþ Staðan i 1. deild i körfubolta: KR 5 5 0 407-325 10 1R 4 4 0 390-294 8 Ármann 5 3 2 357-349 6 IS 413 280-286 2 Valur 4 1 3 326-337 2 HSK 3 1 2 200-257 2 UMFN 4 1 3 234-295 2 Þór 3 0 3 148-199 0 Stigahæstu leikmenn: Kolbeinn Pálsson KR 97 stig Einar Sigfússon HSK 89 stig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.