Vísir - 02.02.1973, Qupperneq 5
Vísir. Föstudagur 2. febrúar 1973
5
ÁP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
------ ---------------------------------- --------:--------------------------:- • ■ - - -------- ---:------ --------
„Bið um loftórúsir, ef./#
- segir Nguyen
forseti
S-Víetnam við
skœruliða
Víet Cong
Nguyen Van Thieu
sagði i gærkvöldi, að
svo kynni að fara, að
hann bæði um aðstoð
bandariska lofthersins,
ef skæruliðar Viet Cong
virtu ekki vopnahléð.
„An slikrar aðstoðar mun
Suður-Vietnam komast undir
yfirráð kommúnista”, sagði
Thieu i viðtali við fréttamenn
CBS-útvarpsstöðvarinnar. — En
hann bætti þvi við, að stjórn
hans mundi aldrei biðja banda-
riskar hersveitir um að koma
aftur til S-Vietnam, jafnvel þótt
skæruliðar þverbrytu vopna-
hlésskilmálana og hæfust
handa fyrir fullri alvöru.
„Mér er vel ljóst, að S-Viet-
nam verður aðeins bjargað með
aðstoð Bandarikjanna”, sagði
Thieu. ,,Ef skrúfað verður fyrir
fjárveitingar, vopn og skotfæri,
lendum við án nokkurs vafa á
valdi kommönista. En við
munum lifa það af. Við getum
barizt mánuði og fleiri ár”.
„Það er hugsanlegt, að
Bandarikin snúi baki við S-Viet-
nam, en Ráðstjórnarrikin og
Kina munu aldrei svikja
Norður-Vietnam”, sagði for-
setinn. „En veiti Bandarikin
okkur áfram efnahags- og hern-
aðaraðstoð, munum við sigra”.
Aðspurður um, hver hefði
beðið ósigur i Vietnamstriðinu,
svaraði Thieu: „Ég held að allir
hafi tapað. Enginn hafi sigrað”.
Ef kommúnistar vinna kosn-
ingarnar, sem halda skal sam-
kvæmt friðarsamkomulaginu,
verður Suður-Vietnam auðvitað
kommúnistariki — En ef við
vinnum, verða kommúnistar að
sætta sig við það og virða vilja
þjóðarinnar”.
„Hugsanlegt að Bandarikin
snúi við okkur baki,” segir
Thieu forseti, aðeins tveim
dögum eftir að Agnew vara-
forscti heimsótti Saigon til
þess að fullvissa S.-Vietnama
um aðstoð USA eftir vopna-
hlcð.
Sáttir
við
Egypta
Sendinefnd rússneskra hernað-
arráðunauta kom til Kairó i gær,
en það eru fyrstu gestirnir frá
Rauða hernum, sem komið hafa i
heimsókn til Egyptalands, eftir
að Egyptar visuðu Rússum úr
landi i fyrra. — Jafnframt hefur
verið tilkynnt, að öryggismála-
ráðgjafi Anwars Sadats, forsætis-
ráðherra, nefnilega Hafez Ismail,
fari til Moskvu i heimsókn i næstu
viku til þess að ræða ástandið
fyrir botni Miðjarðarhafsins.
Þessar heimsóknir þykja benda
til þess, að sambúðin milli Rússa
og Egypta fari nú batnandi. En
þar hefur verið kalt á milli eftir
brottflutninga Rússa úr Egypta-
landi og um nokkra mánuði svo,
að Sadat, forsætisráðherra, tók
ekki á móti ambassador Rússa.
Kunnugir lita svo á, að yfir-
lýsingar Nixons forseta um, að
Bandarikin munu leitast við að
beita áhrifum sinum til lausnar
deilunni milli Araba og lsraels-
manna, strax og friður kæmist á i
Vietnam, hafi ýtt undir Rússa að
fara af stað og láta ekki Banda-
rikjamenn eina um heimsathygl-
ina.
En ýmsar heimildir benda þó á,
að gagnrýni Sadats á hendur
marxitiskum stúdentum i
Egyptalandi kunni að spilla aftur
fyrir vináttunni við Rússa.
Egypzkir ráðmenn voru ekki á
flugvellinum til þess að bjóða
Rússana velkomna, heldur tók
ambassador Rússa, Vladimir
Vonogradov, á móti þeim.
Svíar auðvelda skilnaði hjóna
fleiri geti gift sig
— svo að
Sænska rikisstjórnin
lagði i gær fram laga-
frumvarp, sem felur i
sér, að hjónum verði
gert mögulegt að skilja
með stuttum fyrirvara
— ef þau hafa ekki fyrir
barni að sjá.
Samkvæmt þessu
stjórnarfrumvarpi
þurfa hjónin ekki að
tilfæra neina sérstaka
ástæðu fyrir umsókn
sinni um hjónaskilnað,
ef þau eru bæði sam-
mála um að leysa upp
hjónabandið.
En i þeim tilvikum, þar sem
þau eiga fyrir barni að sjá,
gerir frumvarpið ráð fyrir sex
mánaða umhugsunartima, og á
sá umhugsunartimi að koma i
stað þessa heila árs, sem hjón
eru skilin að borði og sæng, áður
en þau fá fullan lögskilnað.
1 frumvarpinu er komizt svo
að orði, að ævinlega skulu hags-
munir barnsins vera látnir sitja
i fyrirrúmi — bæði þegar um er
að ræða skilnað hjóna eða að-
Skakki turninn
hallar 1 mm
Skakki turninn i Pisa
hefur hagað sér vel á
árinu 1972, og sérfræð-
ingar eru vongóðir um,
að hann geti þess
vegna staðið af sér
jafnvel seinlæti skrif-
stofubáknsins á ítaliu,
unz hann fær með-
höndlun, sem tryggir
það, að hann standi til
eilifðar.
Stjórnskipaða nefndin, sem
fylgist með halla þessa fræga
turns, sagði núna i vikunni, að
„engar slæmar fréttir væru af
þessum 8 alda gamla turni”.
Nefndarmenn sögðu, að halla-
aukningin hefði ekki verið til-
takanleg á árinu.
Turninn stóð jafnvel af sér
jarðskjálfta á árinu. En efsti
hluti hans er núna 4,4 metra
utan við rétta lóðlinu, og eykst
skekkjan um millimetra á ári
eða svo.
En i jarðskjálftakippnum i
október siðastliðnum jókst
hallinn um 1,8 millimetra, sem
er nær tvöföld árleg hallaaukn-
ing. En nefndin segir i árs-
skýrslu sinni, að turnin hafi
sveiflazt aftur i fyrri stöðu sina.
Er þvi þakkað ótrúlegum hæfi-
leika sands- og leirsundirlags-
ins, sem turnin stendur á.
„Það er hughreystandi”,
segja nefndarmenn, sem i átta
ár hafa unnið að þvi að fyljgast
nákvæmlega með turninum,
mæla hverjar breytingar, sem á
honum verða og lpita að leiöum
til þess að viðhalda þessu furðu
verki —-Siðustu árin hafa menn
haft þungar áhyggjur af þvi, að
Skakka turninum i Pisa yrði
ekki bjarðað frá timans tönn.
Nefndin, sem efndi til sam-
keppni um leiðir til þess að við-
halda turninum, segir, að n.k.
nóvember verði valið úr til-
lögunum, og framkvæmdir
verði svo hafnar siðar.
Meðal þess, sem nefndin
hefur fengið áorkað til verndar
turninum, er bann við allri flug-
umferð i næsta nágrenni við
turninn.
skilnað hjónaleysa. 1 báðum til-
vikum er gert ráð fyrir, að dóm-
stólarskeri úr um, hvort fái um-
ráðaréttinn yfir barninu.
í greinargerð með frum-
varpinu skrifar sænski félags-
málaráðherrann, að hjóna-
vigslum og hjónaböndum hafi
fækkað i Sviþjóð, og hljóti það
að benda til þess, að hjúskapar-
lögin þurfi endurskoðunar við.
Hann bendir á, að fjölda ný-
stofnaðra hjónabanda hafi
fækkað úr 60.000 árið 1966 i
40.000 árið 1971, -p 27% þeirra
barna, sem fæddust i Sviþjóð
1971, fæddust utan hjónabands,
en aftur á móti leiddu athuganir
i ljós, að tveir þriðju ógiftra
mæðra i landinu bjuggu með
barnsfeðrum sinum.
Kissinger ó leið
til N.-Víetnam
„Ákvörðunin um að
varpa sprengjum á
Hanoi og Haiphong i
desember er sú
erfiðasta og sársauka-
fyllsta, sem Nixon for-
seti hefur nokkurn tima
þurft að taka” sagði dr.
Henry Kissinger, ráð-
gjafi Bandarikjaforseta,,
í viðtali i gærkvöldi.
„Forsetinn fyrirskipaði loft-
árásirnar til þess að fá Norður-
Vietnama til að ræða um samn-
ingana i fullri alvöru og einnig til
þess að mýkja upp harða afstöðu
rikisstjórnar Suður-Vietnam”,
sagði Kissinger i útvarpsvið-
talinu. — „Það varð að koma
báðum aðilum i skilning um, að
það gæti orðið þeim dýrt að halda
styrjöldinni áfram”.
Kissinger fullyrti, að ailt kapp
hefði verið lagt á að forðast
sprengjuárásir á ibúðarhverfi.
„Og tölur norðanmanna um 1000
fallna sýnast manni staðfesta, að
þetta hefur tekizt að mestu leyti,
þó að einhver ibúðarhverfi hljóti
þó að hafa orðið fyrir
sprengjum”, sagði hann.
Hann sagði, að tilgangurinn
með ferð hans til Hanoi i næstu
viku væri sá að finna leiðir til
bættrar sambúðar milli Norður-
Vietnam og Bandarikjanna og
hefja viðræður um tilboð Nixons
forseta um framlög til endur-
byggingar Norður-Vietnam og
annarra hluta Indó-Kina.
„Ætla að ræða möguleika til
bættrar sambúðar.”