Vísir - 02.02.1973, Side 6

Vísir - 02.02.1973, Side 6
6 Vlsir. Föstudagur 2. febrúar 1973 VÍSIR Otgéfandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórrjarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 36611 (7 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i iausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Léttum öðrum byrðum af Þegar erfiðleikarnir voru sem mestir i efnahags-) lifinu árið 1968, tókst að skera fjárlög og fram-( kvæmdaáætlun rikisins niður um 5% af fjárlögum./ Ef sama hlutfall væri skorið niður núna, mundi nást) heill milljarður i Viðlagasjóð Vestmannaeyja. Ogji þessi niðurskurður væri að þvi leyti auðveldari en(( hann var árið 1968, að rikissjóður spannar nú yfir// mun stærri hluta þjóðarbúsins en hann gerði i þáj daga. \ Embættismennirnir, sem sömdu uppkastið aðj frumvarpinu um Viðlagasjóð fyrir rikisstjórnina,( stungu upp á hálfum milljarði úr rikissjóði. Sú upp-/i hæð er algert lágmark og væri nær að reyna aðj) komast upp i heilan milljarð. Þjóðin verður að fá\\ leyfi til að draga úr sameiginlegum kostnaði, með-í1 an hún er að borga tjónið af eldgosinu i Vestmanna-/ eyjum. j Verklegar framkvæmdir verða vissulega harðastj úti i miklum niðurskurði. En rikið getur lika samiðj um ársfrestun á greiðslu afborgana af stórum lán-( um og létt niðurskurð fjárlaganna verulega með/ þeim hætti. Sú hugmynd, að rikið sjálft geti ekki séð j af neinni krónu i Viðlagasjóð, er fráleit slikuml örlagatimum, sem nú eru. / Auðugasti sjóður landsins er atvinnuleysís-( tryggingasjóður, sem löngum hefur haft litil útgjöld/ vegna góðs atvinnuástands i landinu. Þegar 5000 j manns missa afkomumöguleika sina i einu vet-\\ fangi, fær þessi sjóður verkefni við hæfi. Hvort sem/c það kostar lagabreytingar eða ekki, er ljóst, að at-)) vinnuleysistryggingasjóður verður að hlaupaj myndarlega undir bagga með Viðlagasjóði. ( Sveitarfélög um allt land eru nú að vinna aðj niðurskurði fjárhagsáætlana sinna til að veita fé til( aðstoðar Vestmannaeyingum. Mörg sveitarfélög/ stefna að þvi að gefa 500 krónur á hvern ibúa, ogj sum hafa farið langtum hærra. Þetta eru sveitar-( félögin að gera af frjálsum og fúsum vilja. Eru það/ ólikt mennilegri viðbrögð en hjá þeim aðilum rikis-j stjórnarinnar, sem telja, að rikið sjálft geti ekki séðj af krónu til Vestmannaeyinga, nema til komi nýí skattlagning á þjóðina. j Meðan þjóðin er að axla byrðarnar af eldgosinu, á/ hún að draga úr öðrum byrðum á meðan. Hún vill,) að dregið sé úr sameiginlegum kostnaði, bæði hjáj riki og sveitarfélögum. Og hún vill, að sem mests sé( aflað af löngum lánum til að dreifa byrðunum yfir á/ nokkra áratugi. Svona náttúruhamfarir gerast ekkij nema á nokurra alda fresti. Og svo vel vill til, aðj\ erlendis eru til sjóðir, sem geta lánað okkur aðíi minnsta kosti mörg hundruð milljóna til upp-j/ byggingar eftir eldgosið. j Allir eru sammála um, að þjóðin verði að færa miklar fórnir vegna eldgossins i Vestannaeyjum.) En það dugir ekki að hlaupa upp til handa og fóta og) láta sér ekki dettaihug aðra möguleika en að hækka, alla hugsanlega skatta og lækka launin. Það eru til' miklu skynsamlegri leiðir til að axla byrðarnar, svoj sem bent hefur verið á hér að framan. j Að þvi marki, sem niðurskurður fjárlaga rikis ogf sveitarfélaga um 5%, rifleg aðstoð atvinnuleysis-j tryggingasjóðs, erlend lán, svo og frjáls framlög,j innlend og erlend, hrökkva ekki til, er hægt að fara ( að tala um aukaskatta á þjóðina, en fyrr ekki. ' VIÐREISN Eftir fyrstu viku náttúru- hamfaranna í Vestmanna- eyjum er strax farið að birta dálítið til. Viðnám var loksins hafið af fullum krafti og sást greinilegast í frábæru baráttustarfi tré- smiðanna, þegar þeir negldu 95 tonn af bárujárni fyrir glugga. Það er senni- lega mikilvægasta „hernaðaraðgerðin" og sú bezt skipulagða, sem gerð hefur verið fram til þessa, en kom því miður of seint. Og svo þær hetjudáðir, sem loksins er farið að fram- kvæma með því að moka, moka og moka, og sópa, sópa og sópa, en því miður lika nokkrum dögum of seint. Það léttir strax yfir Vest- mannaeyjum, en um leið sjá menn, aö sumt var gert of seint. Þaö leynist ekki, að alltof mörg og mikil mistök voru gerð i æði- bunu fyrstu daganna. Þau mistök má ekki þagga niður, heldur þarf að kanna þau ýtarlega, svo þau geti orðið viti til varnaöar 1 fram- tiðinni. Og skilningur á þeim get- ur um leið gefiö talsverða innsýn i nánustu vandamál og viöfangs- efni Vestmannaeyinga. En það verður að lita á þau frá tveimur sjönarhornum og má ekki i ill- indaskyni blanda þeim saman. Onnur rannsóknin byggist á þvi, að það er hægt að vera vitur eftir á. Hin byggist á þvi að setja sig i spor þeirra, sem ákvarðanir þurftu að taka á óvissustund. Ef við reynum að vera vitur eft- ir á og litum á ástandið eins og það er nú, þá vitum við, að ekkert mannslif hefur tapazt, og meira en það, ekkert mannslif hefur nokkru sinni verið i hættu fram að þessu. Við sjáum það eftir á, að hinn gifurlegi, æðislegi og skipu- lagslausi flótti var i rauninni óþarfur. Þetta er hægt að sjá og segja eftirá. En þaö er ekki nóg með það, heldur virðist einnig út frá áhættusjónarmiðum á stundum óvissunnar, að lifshættusjónar- miðið hafi alla tið verið stórkost- lega ýkt og það i æðstu stjórn al- mannavarna. Ég ræddi þetta strax i siðustu föstudagsgrein, þar sem ég ihugaði þá áhættu, sem forustumenn veröa að þora að taka. Ég hef orðið var viö það, að menn hafa nokkuð misskilið orð min þá og haldiö, að ég hefði verið að prédika þar, að það ætti að stofna lifi manna I hættu. Þetta er ekki sanngjarnt, þvi að ég taldi alla tiö, að ltfshættusjónarmiöiö héfði veriö stórkostlega ýkt i al- mannavarnaráði. Og þessar ýkj- ur sýnast hafa komið fram i þvi, að ráðamenn þess vildu ekki bera ábyrgö á þvi, ef jörðin opnaðist i sjálfum kaupstaðnum miöjum og gleypti húsin. Með þvi að skapa sér slikar vofuhugmyndir voru gefnar jafnóhyggilegar fyrir- skipanir og að allir, þar á meðal allir verkfærir karlmenn, skyldu yfirgefa staðinn. Og þetta algerlega ýkta lifs- hættusjónarmið hefur svo jafnvel fram á þennan dag sett svip sinn á fyrirmæli ráðsins, þar sem það hefur takmarkað fjölda björgunarliös viö það ,,aö hægt væri aö flytja alla burt i snatri.” Þessi sifellda hugmynd um að nauðsynlegt væri að yfirgefa eyjarnar meö öllu sýnist byggð á þekkingarleysi á landstæröar- hlutföllum Heimaeyjar og hvern- ig menn hafa jafnan hér á landi getað hagaö nærveru við eldgigi. Þessi ýkta lifshættuhugmynd hefur verið rikjandi hjá almanna- varnaráði og valdið aö ástæöu- lausu stórfelldum erfiöleikum, viönámsleysi og eignatjóni. Það væri mikilvægt að kanna undir- rætur hennar. Hún sprettur sennilega upp úr þvi, hve fagur- lega það hljómar I fjölskipuöu ráði að leggja áherzlu á mannúð og björgun mannslifa. Sérstak- lega ef þetta sama fjölskipaða ráð skortir á sama tima hugkvæmd og framkvæmd til að skipuleggja styrkum tökum ótal aðra flókna þætti viðnáms og björgunar, sem tilheyrir fullkomnum heimavörn- um. Til að ná með fullkomnasta hætti þessu háleita lifsbjörgunar- markmiði var að sjálfsögðu ein- faldast að gefa fyrirmæli um aö allir skyldu yfirgefa Vestmanna- eyjar og skipta sér ekki vitund rekar af mannvirkjum og eign- um. En þegar ljós rennur upp fyrir mönnum á eftir, að það voru ein- mitt ekki mannslifin, sem voru I hættu, heldur húsin, þá virðist Þcgar viðnámi hefur loksins verið komið á, t.d. með þvi að negla fyrir glugga, þarf viðrcisnin strax að hefjast, og það þó rjúki úr gignum. það ljóst, að tekinn hafi verið al- gerlega rangur póll I hæðina. Fremur en að klifa stöðugt á fyrirmælum um skyndibrottflutn- ing allra I Eyjum, hefði mátt fara sér hægara, skipuleggja rólega brottflutning á konum og börnum, en taka verkfæra karlmenn, vörubila og stórvirkar vinnuvélar i skipulagða björgunarflokka. Nú hefur svo illa til tekizt,. aö feikilegt eignatjón hefur orðiö i Vestmannaeyjum. Það sýnist mega greina, aö yfir 100 ibúðar- hús hafi gereyðilagzt, ýmist brunniö eða sigið undan gjall- þunganum. Með skipulagöri björgunarstarfsemi hefði mátt foröa nær öllum þessum eignum, utan kannski 10 húsum, sem standa allra næst eldgignum. Þegar ég skrifaði siðustu föstu- dagsgrein, voru húsin að brenna. Þá stóð ég i þeirri meiningu, aö eldsletturnar, sem kveiktu I húsunum, væru hættulegar mannslifum, og ræddi ég þvi þann möguleika að gera slökkviliði kleift að athafna sig með bryn- vögnum eða brynvörðum þekj^ um. Nú er það hins vegar komið i ljós, að glóðarfokið var ekki ná- lægt þvi svo hættulegt, það voru litlir glóandi gjallmolar, sem vindur feykti, og nægði að verja sig gegn þeim með hjálmum á höfði. Þeir brutu rúður I fallinu og kveiktu I gardinum, sumir gerðu ekki nema sviða. Varnir gegn þessari hættu sýnast hafa verið auðveldar, ef mannfæð og skipu- lagsleysi hefði ekki hindrað þær. Meö skipulegum gjallmokstri mátti með sama hætti afstýra húshrunum. Sé það rétt, að varnir hafi verið svo einfaldar, þvi sár- grætilegra er, að viðnám og skipulagðar varnaraðgerðir skyldi skorta fyrstu vikuna. Þvl nú var ekki nóg með, að tjón yröi á húsum, heldur lyftu hús- brunarnir og hrunin undir nýja æðiöldu. Fólk stóð i þeirri mein- ingu, að allt væri að brenna og farast i Vestmannaeyjum. Eftir fyrsta allsherjarfólksflóttann, hófst allsherjar æðisgenginn bú- slóðaflutningur, sem likur eru til að hafi valdið stórkostlegu tjóni, þó mati verði ekki komið á það. Svo mikið er vist, að ógrynni hús- gagna, sjónvarpstækja, dýrra eldhústækja hefur gereyðilagzt I þessum svaðilslegu flutningum og umskipunum. Og það versta er, að búslóðirnar hefðu verið bezt geymdar I húsunum I Eyjum til að biða þar endurkomu íbú- anna. En til þess þurfti aðeins með einföldum hætti aö verja þau meö bárujárni fyrir glugga og að sópa gjalli af þekjum. Hefði þessi skelfing ekki komið til, hefði þorri fólksins látið húsmuni slna standa, en sótt sér fatnað, pen- inga og aðrar brýnustu bráða- birgðanauðsynjar. Nú mun bú- slóðaleysið verka sem alvarlegar hömlur á, að fólk snúi aftur heim. Hér hafa veriö talin helztu, stórvægilegustu mistökin, en ég tel, að undirrót þeirra allra sé fyrst og fremst sú ýkta áherzla, sem lögð var á lifshættuna frá gosinu, en litið sinnt höfuðvanda- málinu, vörn byggðar og húsa. Þó viröist mér að greina megi lika aöra undirrót að þvi, hve björgunarstarf var seint að kom- ast I gang, og það er, að fjárhags- legan grundvöll hafi skort. Unnið var I sjálfboðastarfi, en það er ekki hægt að byggja á launalausu sjálfboðastarfi til langframa. Svo sýnist, aö það hefði getað haft úr- slitaáhrif, ef rikisstjórnin heföi strax lagt fram, kannski smáupp- hæð eins og 10 eöa 20 milljónir króna til að launa björgunarliö. Svo mikið er vist, að björgunar- starfið komst fyrst á verulegt skrið, þegar Alþingi hafði tryggt 500 milljóna fjárveitingu. Ég er að visu ekki alveg viss um sam- hengið þarna á milli, en tel að i stað loðinna yfirlýsinga ráðherra um ,,að þjóðin öll skuli bera tjón- ið”, hefði verið betra að fá minni yfirlýsingu, um að hérna kæmu 20 milljónir til bráðabirgða. Um leið og nauðsynlegt er að kanna mistök, sem átt hafa sér stað I björgunarstarfi, mann- flutningum, búslóðaflutningum og skipulagsleysi eða hvers vegna ekki var leitað á náðir varnarliðs- ins, verður I þessu dæmi að forö- ast harövitugar ásakanir og for- dæmingar. Slikt er hvorki viðeig- andi né timabært. Eldgos svo ná- lægt byggð er alveg einstæður viðburður i lifsreynslu okkar. Þar að auki dynur þetta yfir þjóö, sem ekkert kann til heraga né heima- varna, þjöð sem skopazt hefur að almannavörnum og talið fjár- veitingar til þeirra hlægilega só- un. Það er engin furða, þótt ýmis- legt hafi farið úrskeiðis, þegar vandræðaástand skyndilega skapaðist. 1 ágætum greinum Arna Johnsen, þar sem herópi viðnáms og baráttu var haldið uppi drengilega, gætti að mér fannst of mikillar beiskju, en mér sýnist aö hún sé þó fremur ætluö til að rumska við yfirvöldum, en vegna ásakana um það sem liðið er. Við megum vara okkur á þvi i sambandi við þetta stóra þjóðar- vandamál, að margs konar vandi og deilur munu óhjákvæmilega spretta upp, það munu verða mis- tök og hætt er við, að þaö stuðli aö margvislegu misrétti. En menn ættu að gæta þar tungu sinnar, vegna sérstakra aðstæðna og vegna þess hve allt veröur við- kvæmt og sárt I tengslum við þessa atburði. Enn rikir óvissa um framhald eldgossins, hvað lengi það standi, hvaö mikiö öskuregnið og hraun- flóðiö verði og hvert það stefni. Leiðarljós okkar á að vera að gera ráö fyrir hinu bezta og not- færa sér það til fulls, en vera samt viðbúinn hinu versta. Menn eiga að vera viðbúnir hinu versta með þvi að skipu-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.