Vísir - 02.02.1973, Page 9
Danir eru stoltir af Tom Bogs — hann hefur gert garðinn frægan I hnefaleikahringjum viðs vegar um
heim og hefur nú endurheimt Evrópumeistaratitilinn á ný í millivigt. Bogs er hér til hægri á myndinni,
þegar hann var að búa sig undir þátttöku i móti I Noregi nýlega. Til vinstri er Norðmaðurinn Sven
Erik Pauisen, sem einnig hefur gengið yfir i raðir atvinnumanna, en hann keppti á Olympiuleikunum i
Munchen si. sumar.
Banks byrjaður
að leika ó ný!
— Fundur mótonefndar með forustumönnum 1. deildarliða
— en verður þó ekki í aðalliðinu hjó Stoke
á þessu leiktímabili
— Ég er öruggur um að
ég fæ fulla sjón aftur á
hægra auga. En ég þarf að
æfa mikiðáðuren ég kemst
í deildalið Stoke á ný — að
minnsta kosti meðan John
Farmer sýnir slíka af-
burðaleiki og að undan-
förnu. Það verður ekki á
þessu leiktímabili",, sagði
Gordon Banks „bezti
markvörður heims" við
blaðamenn í Stoke á mið-
vikudag.
Hin nýja mótanefnd
Knattspyrnusambands
islands hélt nýlega fund
meðöllum forustumönnum
liða, sem leika í 1. deild í
sumarog mættu þar aðilar
frá öllum liðunum nema
iþróttabanda lagi Vest-
mannaeyja, en mikil óvissa
ríkir um málefni banda-
lagsins, og KR.
Jens Sumarliðason, formaður
mótanefndar KSI, setti fundinn
og stjórnaði honum, en fram-
kvæmdastjóri KSI, Arni Ágústs-
son, ritaði fundargerö fundarins.
Jens Sumarliöason skýrði frá
forföllum IBV manna og erfitt
væri aö gera sér grein fyrir
hvernig málefni þeirra myndu
þróast. Hann skýröi og fyrirætlun
mótanefndar KSl með þessum
Skjaldar-
|/ r
~ ““ ::
sunnudag
61. Skjaldarglima Armanns
veröur glimd I iþróttahúsi Voga-
skóla við Gnoðarvog næsta
sunnudag, 4. febrúar 1973, og
hefst kl. 14.00.
14 glimumenn eru skráðir og
meðal þeirra eru flestir beztu
glimumenn landsins um þessar
mundir. Frá Armanni eru skráðir
5 þátttakendur, frá KR 5 og frá
Umf. Vikverji 4.
Skjaldarglima Armanns er tvi-
mælalaust einn af meiri háttar
iþróttaviðburðum i borginni á
hverju ári og hefur svo veriö allt
frá árinu 1908, er hún var fyrst
háð. Skjaldargliman er elzta
iþróttamót, sem fram fer i
Reykjavik.
Eins og fyrr segir verður 61.
Skjaldarglima Armanns glimd i
Vogaskóla á sunnudaginn, 4.
febrúar, og hefst kl. 14.00.
fundi, sem væri i aðalatriðum að
ræða atriöi, sem nauðsynlegt
væri að samkomulag hefði náðst
um, áður en nefndin raðaði niður
leikjum starfsársins og þannig að
auðvelda nefndinni starfið og
jafnframt að styðja við bak
hennar, svo að henni yröi mögu-
legt að standa viö þá skipan
leikja, sem hún I upphafi setur.
Jens rakti helztu viöburði, sem
eru á dagskrá komandi starfs-
timabils, sem samanstendur m.a.
fyrir utan tslandsmót og Bikar-
keppni KSI, að Meistarakeppni
KSt, aukaleiknum milli IA og IBK
um 3. sætiö i 1. deild 1972, og þar
með réttinn til að taka þátt i
Meistarakeppni KSI 1973 og
UEFA keppninni,7 landsleikjum
ogeinum unglingalandsleik, þátt-
töku Faxaflóaúrvals i unglinga-
keppni i Dunoon i Skotlandi, utan-
ferðum og heimsóknum islenzkra
og erlendra liða og þátttöku
islenzkra liða i hinum ýmsu
mótum, sem Knattspyrnusam-
band Evrópu stendur fyrir ár
hvert (UEFA).
Eftirfarandi var samykkt á
fundinum:
Auglýsingar: Aðili, sem stendur
að leik má auglýsa fyrir kr.
10.000.-, en ef aöili vill fara upp
fyrir þá upphæð verður hann að fá
samþykki mótaðila sins til þess.
Aðgöngumiöaverö: Samþykkt
var að sama verð yröi yfir allt
landiö eða kr. 150.- fyrir fuílorðna
og KR. 50.- fyrir börn.
Feröalög: Ef ferðast er flugleiðis
var álitið heppilegast og eöli-
legast aö liöin sem ferðast taki
fyrstu ferð daginn, sem leikiö er,
ef ekki er hægt aö ferðast daginn
áður en leikur á aö fara fram,
sem væri það allra bezta.
Feröakostnaöur dómara: Mikið
var rætt um kostnaö við ferðalög
knattsp.yrnudómara varðandi
leiki úti á landi. Og var samþykkt
að fela mótanefnd KSI að halda
fund með stjórn Knattspyrnu-
dómarasambands tslands, þar
sem gerð yrði tilraun til að
ákveða fastar reglur I þessu máli.
Timasetning leikja: Samþykkt
var aö reikna með að leikir færu
fram á laugardögum, sunnu-
dögum og mánudögum i 1. deild,
en á miðvikudögum i Bikarkeppni
KSI. Á laugardögum færu leikir
fram i Reykjavik kl. 14:00. en á
Akureyriog Akranesi kl. 16:00. A
sunnudögum yrði leikið kl. 20:00.
nema á Akureyri, þar yrði leikið
kl. 16:00 á sunnudögum. A mánu-
dögum og miövikudögum færu
leikir allstaðar fram kl. 20:00.
Samþykkt var jafnframt aö
miöa við að leikir úti á landi væru
settir á laugardaga, og ef leik er
frestað af einhverjum óviðráðan-
legum orsökum, þá aö ákvarða
strax hvenær leikurinn eigi að
fara fram og tilkynna það leik-
aðilum.
Fundurinn þótti takast mjög vel
og lýstu fulltrúar 1. deildar-
félaganna ánægju sinni yfir
árvekni mótanefndar KSI og
samstarfsvilja hennar varðandi
skipulag og framkvæmd leikja i 1.
deild og Bikarkeppni KSI, en
varðandi Bikarkeppni KSI var
sérstaklega lögðáherzla á aö ekki
mætti rýra virðingu keppninnar
með ruglin^slegu fyrirkomulagi
og óþarfa frestun á leikjum. Jafn-
framt að úrslitaleikir Landsmóta
og Bikarkeppni KSl yrðu tima-
settir i niðurröðun KSl.
Gordon hafði þá lokiö sinum
fyrsta æfingaleik siöan hann lenti
i bilslysinu i október á leið heim
eftir leik. Glerbrot lentu þá i
hægra auga hans og missti hann
sjónina um tima á auganu.
Læknum tókst aö fjarlægja gler-
brotin með velhepDnuöum upp-
skurðum — og þeir þurftu lika að
sauma um 100 spor I höfuð Banks,
sem skarst viða i slysinu.
— Ég hef verið með á æfingum
siðustu vikurnar, en þetta er
fyrsti leikurinn, sem ég tek þátt i
eftir slysiö. Sjónskyn mitt virðist
ágætt — það er ekki erfitt að
greina flug knattarins. En ég þarf
að æfa, æfa og æfa og þá vonast ég
til aö komast aftur i deildaliðiö”,
sagöi Gordon Banks ennfremur.
Fyrst eftir slysiö sögöu læknar að
Banks mundi aldrei framar leika
knattspyrnu, en siöan unnu þeir
kraftaverk á sinu sviði.
Banks var nýlega dæmdur 1 40
sterlingspunda sekt fyrir óvar-
legan akstur, þegar slysiö átti sér
stað. Hann ók á annað farartæki
var á röngum vegarkanti, en ekki
slösuöust fleiri en hann i
árekstrinum. Einnig þurfti hann
að greiöa allan kostnað viö mála-
ferlin.
Gordon Banks er nú 35 ára og
hefur um langt árabil verið aðal-
markvörður Englands — varð
meðal annars heimsmeistari 1966
— og veikindi hans i heims-
meistarakeppninni 1970 i Mexikó,
þegar leikið var viö Vestur-Þjóð-
verja, komu sennilega I veg fyrir,
að enska landsliöiö varði ekki
meistaratitilinn i úrslitaleiknum.
Peter Bonetti fór i markið I staö
Banks og fékk á sig tvö mikil
klaufamörk, en Vestur-Þýzka-
land sigraöi 3-2 eftir fram-
lengingu.
Olympíu-
meistarar
keppa hér
Eitt bezta handknattleiksliö
heims, Zagreb frá Júgóslaviu,
kemur hingað á vegum KR 13.
febrúar — og mun leika fjóra Ieiki
á timabilinu 14.-18. febrúar —
sennilega við FH, Val, Fram og
landsliðið.
Zagreb hefur fimm landsliðs-
mönnum á að skipa, en Júgó-
slavar eru sem kunnugt er
Olympiumeistarar. Meðal þeirra
er markvörðurinn Zoran, sem
varði mark Jógóslava frábærlega
vel á Olympiuleikunum I Þýzka-
landi. Nánar verður sagt frá
heimsókninni siðar hér á siðun-
um.
Það er óvenjulegt að sjá
slika mynd af meistaranum
mikla i skautahlaupum —
Hollendingnum Art Schenk,
sem hefur verið aigjörlega
ósigrandi siðustu tvö árin.
En þarna lá hann! — Myndin
var tekin á æfingu fyrir
Evrópumeistaramót at-
vinnumanna, sem nýlega
var háð i Skien i Noregi, og
Art var þá að taka myndir af
félögum sinum um leið og
hann renndi sér sjálfur. Það
var of mikið — hann gleymdi
sér augnablik — og árangur-
inn sést hér að neðan.
Erfitt að vita hvernig
mólefni ÍBV þróast