Vísir - 02.02.1973, Side 16
VISIR
Föstudagur 2. febrúar 1973
Fannst
höfuðkúpu-
brotinn
við danshús
Maöur fannst liggjandi á göt-
unni fyrir utan veitingahúsiö
Þórscafé seint i fyrrakvöld.Maö-
urinn var meövitundarlaus, og
var hann fluttur á slysadeild
Borgarspitalans. Kom I ljós, aö
maöurinn var höfuökúpubrotinn,
og var hann lagöur inn á hand-
lækningadeild spitalans.
Maöurinn mun vera kominn til
meövitundar núna. Ekki er vitaö,
hvaö olli meiöslunum, hvort
maöurinn hefur dottiö eöa veriö
sleginn. Maöurinn var undir
áhrifum áfengis. —j>m
Jón fró
Akri lótinn
Jón Pálmason, fyrrum al-
þingismaöur og bóndi frá Akri
lézt i héraöshæiinu á
Blönduósi i gær, 84 ára aö
aldri. Hann fæddist á Ytri
Löngumýri i Svinavatns-
hreppi I A-Húnavatnssýslu 28.
nóvember 1888, sonur Pálma
Jónssonar bónda þar og konu
hans, Ingibjargar Eggerts-
dóttur.
Hann lauk búfræðisprófi
1909, en var fyrst kosinn á þing
1933 og sat þar til 1963. Land-
búnaöarráðherra var hann
1949-50 og forseti Sameinaðs
Alþingis 1945-49 og 1950-53.
Jón taldist til helztu áhrifa-
manna Sjálfstæðisflokksins,
meðan hann sat á þingi. Þó
var hann ekki sizt kunnur sem
hagyrðingur, og minnast
margir þingvisna hans.
—VJ
Vor stolið úr útibúinu
fyrir 12 þúsund ó dag?
Mikill áhugi er nú hjá
Hvergerðingum um að
stofna nýtt kaupfélag á
staðnum, það er að
segja eigið kaupfélag.
Kom það fram i við-
tölum, sem Visir átti
við nokkra Hver-
gerðinga i gær
Sem kunnugt er var kaup-
félagsstjóranum i Hveragerði
fyrirvaralaust sagt upp starfi
sinu 1 fyrradag, og var þar
borið við óeölilega mikilli
rýrnun á vörubirgðum útibúsins
i Hveragerði, eða um 2,5 - 3
millj. á siöastliönu ári.
„Ætla mætti, að stolið hafi
verið úr útibúinu fyrir um 12
þúsund krónur dag hvern”,
sagði einn Hvergerðingurinn
við Vísi, Mikill hiti hefur rikt i
plássinu siðan þessi atburður
átti sér stað, enda hefur fyrr-
verandi útibússtjóri, Haukur
Snorrason, fylgi allra á
staðnum.
Þegar blaðiö ræddi viö Þórö
Snæbjörnsson, deildarstjóra
Hveragerðisdeildar KÁ, sagði
hann meöal annars, að þann dag
sem útibússtjóra var sagt upp
starfi, hafi unglingar fjöi-
mennt að útibúinu og hafiö
feiknar eggjakast og skreytt
með þvi veggi verzlunarinnar.
Börn gengu um göturnar i
kröfugöngu með spjöld,
áletruð: „Lifi Haukur” og svo
framvegis.
A fundi, sem haldinn var I
Hveragerði I fyrrakvöld út af
þessu máli, komu meðal annars
fram þær hugmyndir hjá al-
menningi, aö enginn myndi
framar verzla ikaupfélaginu og
að stofna yröi nýtt kaupfélag.
„Svona hefur þetta verið
árum saman”, sagði Þórður.
„Eilif útibússtjóraskipti og
flestum sagt upp starfi. Síöan
árið 1971 hefur enginn veriö
lengur i starfinu en Haukur
Snorrason, sem var tæpt ár.
Hinir voru nokkra mánuði I
einu”.
„Hér i Hveragerði er ekkert
bókhald, það er allt á Selfossi”,
sagöi Þórður ennfremur, „og
þaö er margt, sem getur or-
sakað útreikningana á
pappírnum. En ég vil lltiö
annað segja á þessu stigi máls-
ins en það, aö málið er i at-
hugun”.
„Mér skilst, aö búið sé að ráöa
nýjánútibússtjóra hér i Hvera-
gerði. Þaðer „flóttamaður” eða
með öörum orðum, maður frá
Vestmannaeyjum”.
„En i fáum orðum, þá erum
viö ekki ánægöir með sam-
búöina við Selfoss i þessum
efnum”, sagði Þóröur aö
lokum.
—EA
Krani valt og
skemmdi
hús í byggingu
Stór krani, sem var við
steypuvinnu i Breiðholti, valt i
gærkvöldi og skemmdi hús, sem
þar er I byggingu.
Það var um kl. 6.30 í gærkvöldi,
að kranastjórinn var að færa
kranann til, en bakkaði honum þá
ofan I húsgrunn, sem var þarna
viö. Skipti það engum togum, að
kraninn valt, og skall bóman yfir
hús, sem var þarna við. Bóman
braut niður útvegginn i húsinu að
norðan og molaði niður millivegg.
Einnig skall bóman á syðri út-
vegg hússins og stöðvaðist á
honum.
Enginn varð fyrir slysi, en
maður, sem verið hafði að vinna
inni i húsinu, var nýfarinn út,
þegar atburðurinn gerðist. Hafði
hann verið að vinna einmitt þar,
sem bóman skall niður. Furðu
litlarskemmdirurðu á krananum
sjálfum.
Þessi krani virðist vera einhver
óhappagripur, en hann valt fyrir
u.þ.b. ári við H.B. húsið og
skemmdist þá mikið. —ÞM
Bœjarstjórn Eyja reiddist Einari
„Misskilningur", segir hann
,,Við höfum ekki veitt
honum neina aðstoð, og
bæjarstjórinn hefur
rætt um að hætta að
verja eignir hans”.
Þetta sagði Magnús
H. Magnússon, bæjar-
stjóri i Vestmanna-
eyjum í morgun um
Einar Sigurðsson sem
almennt er kallaður
„riki”.
Einar er eini atvinnu-
rekandinn i Eyjum, sem hefur
reynt að flytja burt atvinnutæki,
að sögn Magnúsar. Einar er
einhver mesti framkvæmda-
maður i fiskvinnslu hér á landi
og ræður meðal annars frysti-
húsum i Eyjum og I landi.
Einar Sigurðsson sagði hins
vegar i morgun, að hann væri
nær eingöngu að flytja i land
veiöarfæri og lagera, svo sem
aðrir hefðu gert, og væri um
einhvern misskilning að ræða
hjá bæjarstjóra. Einar sagðist
þvert á móti vera að undirbúa
loðnubræðslu i Eyjum.
Bæjarstjóri sagði, aö enginn
ágreiningur væri i bæjarstjórn
um að hamla gegn athöfnum
Einars. Hins vegar segist Einar
ekki vera að flytja til lands at-
vinnutæki sin, utan roðfletti-
vélar og lyftara. Hann segir, að
fjórir bátar sinir hafi flutt
veiðarfæri til lands. Um tiu
bátar, sem við sig hafi skipt i
Eyjum, muni skipta við hrað-
frystihús sin i landi, aðallega
Keflavik. Til þess að vinna afla
þessara báta þurfi hann að
flytja til lands þau tæki, sem
ríko
nefnd eru, en öll önnur tæki séu
kyrr i Eyjum, til dæmis allar
flökunarvélar. Hann segist að
sjálfsögðu munu hefja starf-
rækslu i Eyjum, um leið og
kostur sé. Flutningar sinir séu
gerðir til hagsbóta fyrir
Eyjamenn, sem muni leggja
upp afla til frystihúsa sinna i
landi. Ennfremur á starfsfólk
hraðfrystistöðvar Einars I
Eyjum kost á að fá vinnu við
hraðfrystihús hans i landi.
—HH
Áœtlun um mokstur
og uppgröft í smíðum
„Við ætlum aö reyna að fara
yfir alla eyna og hreinsa af öllum
þökum. Við munum nota öll tiltæk
ráð og erum að reyna að fá um 500
manna flokka til þess,” segir
Magnús Magnússon bæjarstjóri.
„Ennfremur er veriö að gera
áætlun um aö moka frá húsum og
grafa upp hús, ef það þykir borga
sig”, segir Magnús.
Hann segir, að rúml. 300 menn
hafi veriö viö þess konar störf i
gær. Menn vinna þindarlaust, og
bjartsýni rikir i Eyjum. Vand-
kvæði voru þó i morgun að koma
til Eyja þeim mannskap, sem i
boði var til starfsins, ekki flug-
veður og illt i sjó.
„Við höldum götum opnum”,
segir Magnús „og höfninni”. Nú
munu menn ganga I hreinsun af
þökum með ákefð og siðan taka
stærri verkefni við.
1 þeim flokkum, sem fara til
Eyja, veröa meðal annars
stúdentar og 100 hermenn.—HH
Rúmlega 100 stúdentar gáfu sig
fram til sjálfboðaliðsstarfa i
Eyjum i gærkvöldi.
Stúdentar eiga kost á að gerast
sjálfboðaliðar I Eyjum eða i landi
næstu vikur. Manna er þörf I
Eyjuni og einnig i landi, svo sem
við skrifstofustörf í tollvöru-
geymslu o.fl. Stúdentáráð biður
stúdenta að skrá sig til þessa
- HH
Blíður og notolegur janúar hefur kvatt:
HAHN VAI^ SÁ ÞRIÐJI
HLYJASTI A ÖLDINNI
Sá janúarmánuður, sem nú
hefur kvatt, var sá þriðji heitasti
á öldinni. Janúarmánuður á
siðasta ári var reyndar jafn hlýr,
þannig að það mætti kannski
kalla þann sem nú er nýliðinn,
þann fjórða i röðinni.
Meðalhiti i Reykjavik þennan
mánuð var 3,1 gráða á Celsius.
Mánuðurinn var mjög hlýr og þá
sérstaklega fyrri hlutinn, og
hitinn var 3 1/2 gráður yfir
meðallag.
Janúarmánuður I fyrra var
nákvæmlega jafn hlýr, en aðeins
tvisvar sinnum áður á þessari öld
hefur oröið heitara i þessum
mánuöi. Það var árið 1947 og árið
1964. Arið 1947 var meðalhiti 3,2
gráður, en árið 1964 var allra
heitast eða 3,6 gráður.
Úrkoma i janúarmánuði nú
mældist 123 millimetrar hér i
Reykjavik, og var það 33 mm yfir
meðallagi. Orkoma á siöasta ári,
það er aö segja i janúar, mældist
26 mm meiri en nú eða 149 mm.
Sólskin var helmingi minna i
siðasta mánuöi en vanalegt þykir.
Aðeins 11 sólskinsstundir voru i
mánuöinum, en sól er lika mjög
lágt á lofti.
Sólskin i janúar árið 1972 var
fimm klukkustundum meira eöa
16 klukkustundir alls.
Það var Markús A. Einars
son, veðurfræðingur, sem gaf
okkur þessar upplýsingar, og
þegar við spuröum hann hvort
ekki væri væntanlegur vetur nú,
sagði hann langan tima vera eftir
af vetrinum, og á þeim tima gæti
talsvert skeð.
—EA