Vísir - 03.02.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 03.02.1973, Blaðsíða 1
63. árg. — Laugardagur 3. febrúar 1973 — 29. tbl. Gos með hœgara móti Gosiö i Heimaey var meö hæg- ara móti i gærkvöldi, aö þvi er Kristján Sæmundsson jaröfræö- ingur, sem staddur er þar, tjáöi blaöinu þá. Han'n sagöi aö átt væri aö suöaustan, en litiö öskufall væri yfir bænum, þar sem minni krafti i Eyjum þrátt fyrir ösku- fail, enda steöjaöi engin hætta. Hraun rennur til norðausturs, og sagði hann að hraunrennsli væri hægt og litið bættist við. Þó sagði hann að þar væru gufur sem bentu til áframhaldandi hraun- rennslis. ömögulegt er þó að komast þar að til þess að rann- saka það nánar. Siðustu dýptarmælingar voru gerðar i gær, en það er varðskipiö Arvakur og Lóðsinn sem sjá um þær. Mælingar bentu til svipaðs ástands, en þó var ekki laust við að gjall væri eitthvað farið að fær- ast til norðurs. —EA Hvers vegna œpir hann að okkur? Það er greinilegt á viðbrögöum iesenda blaösins að Vestmannaeyjar og vandamál ibúa Heimaeyjar eru lang efst I hugum fólks. Lesendabréfin I dag og undanfarna daga fjalla um þetta. Hvernig á að hreinsa vikurinn, þegar gosið fjarar út, hvernig stendur á því aö leyföar eru myndatökur af Ijósmyndafyrirsætum I kirkjugarðinum i Eyjum með eldinn I baksýn? Og hvernig stendur á þvi aö for- sætisráðherrann æpir á áheyrendur og landslýð allan I sjónvarpssal? Sjá bls. 2 ★ „Trúðum ekki að við þyrftum að flytjast burt" — sjá viðtal við Vestmannaeyja- fjölskyldu bls. 2 ★ FJARSKIPTA- HNETTIRNIR — Sjá bls. 6 ★ Mikið magurt kjöt í megruninni Sjá INN-síðu bls. 7 ★ Á degi neyðarinnar Sjá kirkjusíðu bls. 4 ★ Útvarps- og sjónvarpsummœli Bls. 15 ★ Vísnaþáttur Bls. 8 ★ Menningarsíða Bls. 9 Tvœr kenningar takast á í nœstu lotu í Haag Réttur hins sterka eða náttúruvernd? //Það er engin leið að spá um, hvernig dómurinn fell- ur, þegar alþjóðadómstóll- inn hefur lokið athugun efnisatriða, sem nú hefst. Tvær mismunandi kenn- ingar eiga i hlut. Annars vegar er sá alþjóðaréttur, sem kveður á um, að ríki skuli halda þeim rétti, sem þau hafa náð til sín og haldið, hvernig sem þau hafa náð honum Með þvf væri unnt aö gefa Bret- um rétt til veiða innan 50 mllna. Hins vegar veröur dómstóllinn aö taka afstööu til þess, hvort þarfir alþjóðlegs samfélags hafi ekki breyzt svo, aö tsland hafi rétt til sllkrar útfærslu. Þar kemur til greina nauösyn náttúruverndar og hömlun gegn rányrkju og hvort strandriki sé ekki bezt hæft til aö vernda fiskistofna viö strendur sinar”. Þetta voru efnislega ummæli Sigurðar Gizurarsonar lögfræð- ings um stöðuna i landhelgismál- inu, eftir að dómstóllinn I Haag úrskurðaði i gær, aö hann hefði lögsögu i landhelgismálinu. Sig- urður sagði, að dómstóllinn þyrfti að gera upp við sig, hvort Islend- ingar hefðu ekki rétt til útfærzl- unnar til að hindra rányrkju, sem viðgengst á miðunum, sem eru öllum opin, eins konar „almenn- ingur”. „Þetta virðist benda til, að dómurinn telji landhelgissamn- inginn frá 1961 gilda”, sagði Sig- urður um úrskurðinn i gær. „Haagdómstóllinn hefur þau ein- kenni gerðardóma, að menn þurfa ekki að hlýta úrskurði nema þeir hafi sjálfir sagt sig undir dómstólinn. Þetta telur dómstóllinn, að íslendingar hafi gert, þótt samþykkt hafi verið einu hljóði á Alþingi 15. febrúar i fyrra að segja samningnum frá 1961 upp. Islendingar töldu, að samningum mætti segja upp á þeim forsendum, að allar aðstæð- ur væru breyttar frá þeim tima, er hann var gerður, þótt ekkert uppsagnarákvæði væri i samn- ingum. Dómstóllinn virðist nú telja, að aðstæður hafi ekki breytzt nægilega til þess að fella megi samninginn úr gildi i sam- ræmi við alþjóðalög, sem kveða svo á, að samningar geti fallið úr gildi, ef ófyrirséðar aðstæður komi upp. Hins vegar kann dómstóllinn að fjalla um þau atriði nánar viö efnismeðferð”. Hvað gerist, ef dómurinn verð- ur gegn okkur? „I lögum dómsins segir að visu, aö dómar hans séu bindandi”, sagði Sigurður. „Hins vegar eiga riki ekki af framfylgja dómnum sjálf. Til dæmis ættu Bretar ekki að stöðva útfærsluna meö her- skipum, ef dómurinn yrði gegn okkur, heldur gætu þeir skotið þvi til öryggisráðsins að framfylgja dómnum. Þá væri helzt von til, að Kinverska alþýðulýðveldið hindr- aði með neitunarvaldi sinu, að ör- yggisráðið framfylgdi dómnum”. — HH Bjartýnin hefur aukizt I Vestmannaeyjum. Bæjarstjórinn hefur á efa gefið tóninn og vonandi veröa menn ekki fyrir vonbrigöum, nóg er nú komið samt. Margir telja aö gosiö sé aö fjara út og senn veröi hægt aö moka götur og mannvirki úr vikurfjallinu mikla. Þessi mynd sýnir e.t.v. betur en margt annaö, hvernig Eyjarnar hafa veriö aö undanförnu, liflausari og yfirgefnari en nokkru sinni I margar aldir. Brunabill unga Eyjamannsins segir Hka einhverja sögu, og viö vonum bara aö hann finnist heill þegar moksturinn hefst, og veröi eiganda sinum áfram til sem mestrar gleöi. (Ljóm. Sigurgeir Sigurjónsson — fmynd) FJÓRIR UNGIR MENN FÓRUST Mótorbáturinn Maria frá Sandgeröi fórst í fyrradag og með honum fjórir menn. Óveður skall skyndilega á, og áttu margir bátar við Reykja- nes i miklum vanda. Skipstjóri á Mariu var Sævar R. Ingimarsson, 30 ára, frá Reykjavík. Stýrimaður Halldór Bjarnason, 27 ára, úr Hafnarfirði. Vélstjóri Gunnar V. Guðjónsson, 23 ára, Kópa- vogiog matsveinn var Gunnar Ingason, 32ja ára, úr Reykjavík, og munu þeir Sævar hafa verið mágar. Allt voru þetta fjöl- skyldumenn. Klukkan 15,50 I gær fann vél- báturinn Már GK 55 óútblásinn gúmmibát um 7 sjómtlur austur af Eldeyjarboða, sem var á svipuðum slóðum sem siðast hafði heyrzt frá Mariu. Þar rétt hjá fundust tvær grindur úr kistum eins og þeim, sem gúmmibátar eru geymdir I. Ná- kvæm rannsókn á bátnum og grindunum leiddi i ljós, aö þetta var úr Mariu. Gúmmibáturinn bar þess merki, að ekki hafði verið reynt að blása hann út eða hreyft viö honum á neinn hátt. Báturinn reyndist i fullkomnu lagi. Virðist slysiö hafa borið brátt að. A fimmtudag skall á slæmt veöur og voru þá bátarnir, sem voru á veiðum þar sem versta veðrið var, kallaðir upp. Um kl. 6 á fimmtudagskvöld heyrðist siðast frá Mariu, þar sem verið var að draga inn linuna um 5-6 milur Vest-Norð-Vestur af Eld- eyjarboða. Þegar báturinn var ekki kom- inn til hafnar á þeim tima sem búizt var við honum i gærmorg- un var hafin skipulögð leit aö honum. Gengnar voru fjörur frá Garðsskaga til Grindavikur, auk þess sem fjöldi báta og flug- véla leituðu bátsins fram i myrkur. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.