Vísir - 27.03.1973, Blaðsíða 1
63. árg. — Þriðjudagur 27. marz 1973 — 73. tbl.
„ÞEIR ERU AÐ TALA
UM MJÓLKINA"
..Hvað eru þeir að segja um mjólkina þarna inni?” Þessi litli Reyk-
vfkingur fær aö vera fyrir utan þingpallana á meðan móðirin fylgist
áhugasöm með umræðum um verðhækkun á landbúnaðarafurðum.
SJA FLEIRI MYNDIR OG GREIN — BLS. 7 ög frétt á baksiðu.
TOGARA-
ÆVINTÝRI
-TOGARA-
MARTRÖÐ
Eru nýju skuttogararnir
ævintýri eða martröð? Hver
cr rekstrargrundvöllur þess-
ara skipa. Hvað hafa skatt-
borgararnir breitt bak til
slikrar útgerðar? Og hvað er
mikill fiskur I sjónum handa
þessum glæsilegu skipum?
Um þessar spurningar er
fjallað i leiðara blaðsins i
dag. — Sjá bls. 6.
Eru þeir ekki menn
— eða hvað?
Skrif I lesendadálkinum i
siðustu viku vegna brottfar-
ar tveggja blakkra hljóð-
færaleikara hafa sett illt blóð
I marga. Og tvö lesendabréf-
anna i dag fjalla einmitt um
þetta efni. Annar bréfritar-
inn kveðst hræddur um að
þeir sem það bréf rituðu séu
ekki einir um það meðal Is-
lendinga að ala i brjósti
andúð á öðrum kynþáttum.
Þá er að geta bréfs þar sem
andúð er látin i ljós yfir
skrifum Þorgeirs kvik-
myndatökumanns. — Sjá bls.
2.’
Saltvondir
Ameríkanar
mótmœla
saltaustrinum
Það eru vist síðustu forvöð
að gera saltausturinn svo-
nefnda að umtalsefni.
Veðurfræðingar hafa þegar
gefið mönnum undir fótinn
með að taka nagladekkin al-
ræmdu undan ökutækjum
sínum' og veðrið verður æ
vorlegra með hverjum degi
sem liður. En það eru fleiri
sem bölva saltaustri, og það
þótt vorið sé á næsta leiti. í
New York er saltið gagnrýnt
mjög og segir nánar frá þvi i
grein i blaðinu i dag. — Þar
má sjá að Bandaríkjamenn
slá okkur gjörsamlega út I
saltinu, —jafnvel þótt miðað
sé við fólksfjölda. — Sjá bls.
6.
■m.
Desmond
Bagley
til íslands
— sjó baksíðu
Fœkka í
Eyjum um
150 manns
— sjó baksíðu
Fimm fórust með Vorinu
— flugvélin fannst illa brotin
við Hundavötn norður
af Langjökli í morgun
Félagar Flugbjörgunarsveitarinnar leggja upp I leitina f gær.
flug sitt hóf hann þó fyrst að veru-
legu marki fyrir rúmum tveimur
áratugum, þegar hann keypti KZ-
flugvél til að annast sjúkra-
flutninga. Siðan þá hefur hann
oftar en tölu verður komið á lagt
upp i sjúkraflug i veðri, sem
flestir hefðu talið vonlaust, ekki
aðeins hér innanlands, heldur
einnig til Grænlands.
Leit að TF-VOR hófst þegar i
gær, er hennar var saknað. Með
birtingu i morgun hófst umfangs-
mikil leit að flugvélinni. Leitað
var með 11 flugvélum, 55 vél-
sleðum, 7 snjóbilum, auk þess
sem 2-300 manns leituðu, en tæki
og menn voru flutt á leitarsvæðið
i gær. Um kl. 8.40 tilkynnti TF-
EGG, flugvél frá Flugstöðinni, að
flak flugvélarinnar væri fundið i
vestanverðum Búrfjöllum,
nálægt Hundavötnum, við norð-
austur enda Langjökuls, eða ekki
langt frá þeim stað, sem siðast
var haft samband við flugvélina
kl. 14.51 i gær. Flugvélin virðist
þó hafa borizt nokkuð af leið.
Þetta er þó ekki meira en eðli-
legt gæti verið miðað við það, að
vélin var i 11 þús. feta hæð, þegar
eitthvað kom fyrir hana.
Þyrla frá Varnarliðinu, sem
var i leit skammt frá, lenti við
flakið kl. 8.55. Ahöfn hennar til-
kynnti skömmu siðar, að enginn
hefði komizt lifs af. h'lak flug-
vélarinnar virtist mjög illa farið.
Þyrla var send i morgun með
menn frá Loftferðaeftirlitinu til
að rannsaka flugslysið, Þyrlan
kom aftur til Reykjavikur um
hádegiðmeð lik mannanna fimm.
—VJ
Flak flugvélarinnar fannst við Hundavötn i morgun. Vélin virtist þá
hafa borizt nokkuð af leið, eins og sjá má á kortinu.
Flugvél Björns Páls-
sonar, TF-VOR, fórst í Búr-
fjöllum við norðaustur
enda Langjökuls í gærdag,
sennilega um kl, 3. Flak
vélarinnar fannst kl. 8.40 i
morgun úr lofti. Þyrla
varnarliðsins lenti við
flakið 15 mínútum siðar.
Allir fimm menn um borð
voru látnir. Þeir voru Björn
Pálsson, flugmaður, 65 ára,
lætur eftir sig konu og
fjögur uppkomin börn,
Haukur Claessen, settur
flugmálastjóri, varð 55 ára
í gær, lætur eftir sig konu
og 3 börn. Hallgrímur
Magnússon, trésmiður, 53
ára, lætur eftir sig konu og
3 uppkomin börn, ólafur
Jú líusson, bygginga-
fræðingur, 49 ára, lætur
eftir sig konu. Knútur
óskarsson, flugmaður, 33
ára, lætur eftirsig þrjú ung
börn.
Engin leið er að fjölyrða um
það núna, hvað gerzt hefur. Helzt
leiða menn þó getum að þvi, að
mikil ising hafi skyndilega setzt
að vélinni, en slæm veðraskil
voru á þessum slóðum i gær.
Hafði Fokker Friendship flugvél
Flugfélags Islands rétt áður lent i
mikilli isingu á þessum slóðum,
og var afar ókyrrt einnig. Flugvél
Björns Pálssonar var aðeins
útbúin isvarnartækjum á
skrúfum, en ekki á vængjum. Er
hugsanlegt, að vélarbilun hafi
orðið jafnframt, sem ising hefur
setzt að vélinni. Allavega vilja
menn ekki trúa öðru en að fleira
en eitt hafi gerzt i einu. Annars
hefði flugmaður á borð við Björn
Pálsson getað ráðið við vandann.
Björn Pálsson var tvimælalaust
einn reyndasti flugmaður Islend-
inga og jafnframt dýrkaður viða
um sveitir fyrir sjúkraflug sitt.
Hann átti að baki um 15 þúsund
klukkustundir i flugi, oft við hinar
erfiðustu aðstæður i 35 ár. Sjúkra-
HRAUN í HÖFNINA
10 hús fóru undir hraun I nótt
og i morgun, eftir þvi sem blaðið
fregnaði frá Vestmannaeyjum.
Ennþá rann hraunið glóandi
fram, og þunnfljótandi hraun
var farið að renna úr gignum
ofan á gamla hrauninu og
stefndi I átt til bæjar. Segja má,
að meiri hluti hafnarsvæðisins
sé i gifurlegri hættu, þar á
meðal Fiskiðjan og isfélagið,
tvö af stærstu frystihúsunum,
en Hraðfrystistöðin var alelda i
morgun.
1 nótt og i morgun brunnu
meðal annars Hótel Berg, Þing-
holt, Þingvellir og Oddfellohús-
ið og öll hús sem stóðu austan
megin við Heimagötu eru nú
horfin. Dælt er stöðugt á
hraunið en dælur eru á stöðugu
undanhaldi. 1 morgun var
Herjólfur væntanlegur með
fleiri dælur sem komu frá
Bandarikjunum með risaflug-
vélum i nótt.
Um 100 hús munu hafa farið
undir hraun á siðustu dögum, en
siðan gosið brauzt út er talið að
um 270 hús séu horfin.
,,Ég var búinn að afskrifa þetta
fyrir löngu”, sagði rafveitu-
stjórinn i Eyjum, Garðar Sigur-
jónsson, við Visismenn i Eyjum
i gær. Hann var þá staddur á
siðustu stundinni i rafstöðinni,
og var þá verið að reyna að
bjarga þar verðmætum rétt
áður en hraunið lagðist upp að
húsinu. Fimm tonn af oliu voru i
húsinu þegar eldur læstist i það,
og ein geysileg sprenging varð i
þvi.
Rétt um það leyti sem raf-
stöðin lokaðist vegna hraunsins,
lagði hraunið hús rafveitustjór-
ans einnig i kaf.
Skansinn lokaðist i gærdag, en
áður hafði hann verið lýstur
sem hættusvæði. Vestmannaey
dæidi á hraunið þar i gær, en nú
biða Vestmannaey og Sandey i
höfninni, tilbúin til þess að dæla
á hraunið þegar það skriður út i
— 10 hús undir
hraun í nótt og
morgun —
hafnarsvœðið
í stórhœttu
höfnina, en þess má vænta á
hverri stundu. Unnið hefur verið
að þvi að bjarga siðustu verð-
mætum úr geymsluhúsnæði á
þessu svæði hafnarinnar i burtu,
og i gær voru öll tæki og annað
flutt i svokallaða friðarhöfn.
Allir bátar lögðu úr höfn i
Eyjum i morgun, en i gær fengu
þeir aðvörun um að vera lengur
i höfninni, þar sem aldrei var að
vita nema innsiglingin eða höfn-
in lokaðist.
— EA