Vísir - 27.03.1973, Page 7
Visir. Þriðjudagur 27. marz. 1973
7
Umsjón:
Þórarinn Jón
Magnússon
— Má ekki bjóða yður
mjólk/ frú mín góð. Hún
er svo Ijómandi góð. Og
það kostar ekki nema
þrjár krónur glasið. Með
þessum orðum stöðvaði
ungur piltur eina frúna,
sem var að koma af þing-
pöllunum í gær. Þegar
hún þáði mjólkursopann
var pilturinn fljótur að
renna handa henni í glas
úr fernu.
Og svo á meðan lögreglan
fjarlægði stuðningsmann
mjólkursopans, gaf frúin sér
tima til að svara spurningum
Visis.
— Ég hafði mikla lyst á
mjólkinni, sagði frúin, sem heit-
ir Rannveig Jónsdóttir. Og hún
hélt áfram: — Ég keypti nefni-
lega ekki neina mjólk i morgun
og við i fjölskyldunni drukkum
bara vatn með hádegismatnum.
Og hvað var það, sem hún gaf
fjölskyldunni að borða? Var það
dilkakjöt?
— Nei, það var fiskur. Alveg
ágætur fiskur, svaraði Rann-
veig.
Hvort hún héldi, að henni og
fjölskyldunni tækist sem skyldi,
að neita sér um landbúnaðar-
afurðir? — Ætli við verðum ekki
að gera það, hvað sem nú öllum
mótmælaaðgerðum liður. Þetta
er orðið svo dýrt allt saman, var
svarið.
Ekki kvaðst hún vera búin að
leggja það niður fyrir sér, hvort
það nú væri ódýrara að borða
fisk eða kjöt. — Ég veit bara
það, að kjötið er orðið óheyri-
lega dýrt og það verður að gripa
til almennra og róttækra að-
gerða til að fá leiðréttingu þess-
ara mála. Og svo mikið er vist,
að núna er margfalt ódýrara, að
gefa börnun ávaxtasafa i stað
mjólkur. Á þvi leikur enginn
vafi.
Við spurðum Rannveigu,
hvernig henni hafi þótt um-
ræðurnar i Alþingi. Hún svar-
aði þvi til, að hún hafi komið svo
seint og farið fljótt, þannig að
hún hafi ekki náð að hlýða á
nema litið brot af þvi, sem þar
var haft á orði.
— Ég náði þó að verða fyrir
vonbrigðum með Svövu, sagði
Rannveig. — Þessi alþingis-
kona, virtist ekki bera hag hús-
mæðra fyrir brjósti. Það var
rétt eins og hún hefði aldrei
kynnzt starfi húsmóður af eigin
raun. Eða það var ekki að
heyra. Og eins vakti það furðu
mina, hversu mikið Svava
„Má ég ekki bjóða
yður mjólkursopa?"
— fylgzt með mótmœlum húsmœðra og stuðningsmanna
mjólkursopans við Alþingi í gœr
Hún var svo ósköp þakklát piltinum, sem gaf henni mjólk að drekka úti fyrir Alþingishúsinu. „Ég
hafði nefnilega drukkið vatn með hádegismatnum,” sagði hún okkur.....
gjammaði frammi þegar næsti
ræðumaður hafði tekið til máls.
Ég vissi ekki, að þeir sem sitja á
þingi ættu slikt til....
Svava sagði....
An þess að hér verði farið að
rekja umræður á þingi, ætti að
vera óhætt, að hafa nokkur orð
eftir Svövu Jakobsdóttur. Lýsti
hún furðu sinni á þeim aðgerð-
um, sem Húsmæðrafélagið hafi
kvatt til. „Fyrst félagið vill
halda þvi statt og stöðugt fram,
að kaupmáttur launa hafi rýrn-
að, sagði hún, — hvers vegna er
þá verið að hvetja húsmæður til
að kaupa dýrari vörur, en þær
islenzku?
Hélt Svava þvi fram, að þess-
ar aðgerðir hlytu að mistakast.
Hinir lægstlaunuðustu gætu
tæpast farið að þessum tilmæl-
um, en hinir hærra launuðu,
sem hefðu svo rúmgóðar frysti-
kistur enduðu ábyggilega með
þvi að kaupa bara nóg af hinum
forboðnu vörum þá vikuna, sem
það væri leyfilegt og þannig
neyta jafn mikils af þeim eftir
sem áður. — Nei, þá hefði verið
raunhæfara, að frystikistur
Jónlna Guðmundsdóttir, sem
stýrði Húsmæðrafélaginu I 30
ár, mætti á þingpallana. „Ég vil
að leitað verði friðsamiegra
leiða til að fá verðhækkanirnar
ieiðréttar,” sagði hún.
væru löglega innsiglaðar aðra
hverja viku hélt Svava Jakobs-
dóttir.
Björn Pálsson frá Löngumýri
lét þess getið i sinni ræðu, að sér
þætti það hálf spaugilegt, að
húsmæður væru að ráðast á þá
litlu hækkun, sem gerð hefði
verið á landbúnaðarvörum.
Hvers vegna hafa húsmæður
ekki minnzt á hækkunina, sem
orðið hefur á t.d. sykri og gos-
drykkjagutli, spurði hann. Taldi
Björn fullvist, að húsmæður
mundu verða búnar að taka upp
sina fyrri neyzluhætti að viku
liðinni.
Etjtð okkur
ekki saman.
Það var verulega stór hópur
kvenna, sem mættu á Austur-
völl i gær og komust þær ekki
nærri allar inn.
Svo fór, að þær sem komust á
áheyrendapallana ákváðu að
yfirgefa þinghúsið, þegar þeim
þóttu þingmennirnir „sýna
þeim ósmekklegheit”, eins og
ein húsmæðranna orðaði það
siðar.
Þeim sem voru útlfyrir gáfu
þær eftirfarandi skýringar:
Þegar við komum inn voru
áheyrendapallarnir þéttsetnir
af sveitakonum, sem Jónas
Arnason og nokkrir fleiri þing-
menn vildu etja okkur saman
við. Það fannst okkur afar
ósmekklegt og fórum þess
vegna út aftur. En við skulum
ekki hætta. Við skulum koma
saman til fundar aftur hið allra
fyrsta.
Fengu þessi orð góðar undir-
tektir og voru viðstaddar flestar
á þvi, að boða skyldi aftur til
fundar næsta laugardag. Þá er
fri i vinnunni. Það eru svo
margar að vinna, sem við vit-
um, að vilja vera með, sögðu
þær hver við aðra.
Þegar hinn mikli fjöldi hús-
mæðra hafði gert árangurslaus-
ar tilraunir til að kalla Halldór
E. fram á svalir þinghússins,
ákváðu þær að halda á brott.
Jónína sagði:
Visir náði tali af Jóninu Guð-
mundsdóttur, eftir för hús-
mæðra i Alþingi, en Jónina var
formaður Húsmæðrafélagsins i
um 30 ár, eða þar til fyrir þrem
árum.
Jónina hafði setið yfir kaffi-
sopa með nokkrum vinkonum
sinum þegar hún ræddi við blað-
ið. — Mest ræddum við vin-
konurnar um hinar slæmu mót-
tökur, sem við fengum hjá þing-
mönnunum, sagði hún.
Annars sagði hún orðrétt: —
Það olli okkur reykviskum hús-
mæðrum mikils sársauka, að
sjá stallsystur okkar úr Arnes-
sýslu fluttar til Reykjavikur á
fölskum forsendum og fylla
þingsalina. Þessar konur eru
húsmæður eins og við. Og þær
eiga sömu erfiðleika við dýrtið-
ina að etja og við. Reykviskar
húsmæður vita lika, að minnst
af hækkuninni fer i vasa bónd-
ans. Milliliðir og aðrir gelypa i
sig stærsta hlutann.
Við óskum vinum ogfrændumi
sveitinni alls góðs, og viljum
ekkert láta eyðileggja þá
vináttu.
Mánaðarlegar, vikulegar og
jafnvel daglegar hækkanir á öll-
um nauðsynjavörum, bæði er-
lendum og innlendum,
hækkanir frá 25 til 85 prósent.
Þetta geta konur minnkað án
mikilla vandræða. Land-
búnaðarafurðir eru hins vegar
þær vörur, sem heimilin hafa
notað mest af og mega sizt án
vera. Þessar vörur koma þvi
verzt við pyngju almennings.
Undrun og furðu vakti fram-
koma hinna háu þingmanna,
sem þjóðin hefur trúað fyrir að
vinna að sinum málum, gagn-
vart hinum mikla fjölda hús-
mæðra, sem voru samankomn-
ar við Alþingishúsið, sagði
Jónina að lokum.
*SB \íw '
„Út með Halldór! — Ct með Halldór!!!!” En Halldór sást ekki og ólafur forsætisráðherra ekki heldur. Þá var úað — og svo dreiföu húsmæðurnar sér. — Ljósm: BG