Vísir - 27.03.1973, Page 3
Vísir. Þriðjudagur 27. marz. 1973
3
Sameining Alþýðuflokks og hannibalista nálgast
BÚIÐ AÐ GANGA FRÁ
FRAMBOÐUM
Björn efstur á NA-landi, Karvel á
Vestfjörðum, Magnús Torfi líklega
í 2. sœti í Rvík — segir Nýtt land
Alþýðuflokkur og
Hannibalistar hafa að
mestu komið sér saman
um framboð í næstu þing-
kosningum. Svo segir
blaðið i,Nýtt land, mál-
gagn Bjarna Guðnasonar,
andstæðings Hannibals.
Samkvæmt fréttinni fá
hannibalsmenn nokkur
þingsæti, sem heita mega
örugg.
Þaö er eitt aðalvandamálið
við sameiningu flokka að semja
um röð á listum, svo að ekki
valdi mikilli gremju. Gamlir
„toppar” verða að vikja fyrir
fulltrúum hins aðilans i samein-
ingunni. Gamalgrónir fram-
bjóðendur og fyrrum þingmenn
Alþýðuflokksins vikja til dæmis
fyrir frambjóðendum Hannibal-
ista i Norðurlandskjördæmi
eystra og á Vestfjörðum, að
minnsta kosti, ef marka má
Nýtt land.
BjörnJónsson verður i efsta
sæti i Norðurlandskjördæmi
eystra, en Bragi Sigurjónsson
vikur. 1 stað Braga segir Nýtt
land, að komi fyrir Alþýðu-
flokkinn Bárður Halldórsson, og
verði i öðru sæti.
Hannibalistar fá einnig efsta
sæti á sameiginlega listanum á
Vestfjörðum. Hannibal segist
munu hætta þingmennsku fyrir
aldurssakir og segir Nýtt land,
að i efsta sætið fari Karvel
Pálmason þingmaður. Ólafur
Björn Jónsson efsta sæti, en
Bragi Sigurjónsson hættir.
Hannibalsson verði i þriðja sæti,
en ekki sé búið að ganga frá,
hver verði i öðru sæti fyrir
Alþýðuflokkinn.
Pétur Pétursson (A) verði i
efsta sæti i Norðurlandskjör-
dæmi vestra, en Þorvaldur G.
Jónsson (H) verði i öðru sæti,
segir Nýtt land.
Blaðið segir, að deilt sé um
efsta sæti i Suðurlandskjör-
dæmi, þar sem Alþýðuflokkur-
inn hafi ekki samþykkt Braga
Jósefsson. f Reykjaneskjör-
dæmi muni Alþýðuflokkurinn
hins vegar eiga að hafa tvö efstu
sætin og þau skipi þingmenn-
irnir Jón Armann Héðinsson og
Stefán Gunnlaugsson.
Þá sé ekki frágengið, hver
verði í öðru sæti í Reykjavik,
þarsem EggertG. Þorsteinsson
og Sigurður Guðmundson séu
tregir til að samþykkja, að
Magnús Torfi ólafsson ráðherra
verði i öðru sæti, ef marka má
Nýtt land. Hins vegar muni
Magnús Torfi: 2 sæti á sam-
eiginlega listanum.
Eggert sagður óánægður með 3.
sætið.
Gylfi Þ. Gislason verða i fyrsta
sæti.
Benedikt Gröndal (A) verði
efstur i Vesturlandskjördæmi.
Margt af þvi, sem Nýtt land
segir um þetta framboð, er
sennilega miðað við það, sem
fréttist úr öðrum áttum.
Forystumenn Alþýðuflokks og
Hannibalista segja, að samein-
ing flokkanna nálgist.Mál þróist
„eðlilega” og i þá átt.
Engum getum verður leitt að
þvi, hversu mörg þingsæti þessi
samsteypuflokkur gæti fengið.
Nú hafa þessir flokkar samtals
10, þegar Bjarni Guðnason er
frátalinn.
— HH.
ENN
MOK
VEIÐI
Svartur sjór við
Snœfellsnes, í Flóanum
og víðar
Mokafii var hjá loðnuflotanum i
gær út af Skarðsvik norðvestan á
Snæfellsnesi. Allir eða svo til allir
bátar, sem voru þar á miðunum
fylltu sig. Aðrir bátar, sem fréttu
af þessari mokveiði, komust
aldrei lengra en I miðjan Flóann,
þar sem sjórinn var einnig svart-
ur af loðnu. AIIs tilkynntu 14 bátar
um rúmlega 4 þúsund lesta afla.
Af einhverjum ástæðum hefur
áhugi útgerðarmanna og sjó-
manna á loðnuveiðinni dofnaö svo
mjög, að nú eru aðeins 25 bátar
eftir á þeim veiðum. Flestir urðu
þeir eitthvað yfir 80 auk minni
trollbáta, sem aldrei voru taldir
almennilega með. Aflamagniö i
gærdag er þvi alveg sambærilegt
við beztu daga vertiðarinnar, ef
miðað er við fjölda bátanna.
En það er ekki aðeins hér norð-
urundan, sem loðnumagnið virð-
ist óþrjótandi. Sæberg frá Eski-
firði fyllti sig tvo daga i röð
austur við Hrollaugseyjar. Bátur-
inn var á leið heim til að skipta
um veiðarfæri, þegar hann sigldi
fram á mikið loðnumagn. Annar
bátur, Sveinn Sveinbjarnarson
fyllti sig einnig i fyrradag við
Ingólfshöfðann, þannig að loðna
virðist vera viða, ef útgerðar-
mönnum og sjómönnum þóknast
að nýta hana.
Þó að áhuginn fari nú minnk-
andi á loðnuveiðum, má reikna
með þvi, að afkastamestu skipin
haldi veiðunum áfram. Má telja
vist, að margir hringnótabátarnir
fari aldrei á þorsk i vetur, heldur
fari beint á Norðursjávarsildina,
þegar loðnunni lýkur. — VJ
Brennur hjá skátum í Kópavogi
Bifreið bjargað naumlega
— Við lánuðum húsnæði okkar
til Vestmannaeyinga fyrir 2
mánuðum og höfðum fyllt bil-
skúrinn af allskonar munum,-
sagði Friðrik Haraldsson, félags-
foringi skátanna i Kópavogi
okkur. Tvöfaldur bilskúr með
eigum þeirra og Hjálparsveitar-
innar i Kópavogi brann i fyrri-
nótt.
Þarna brunnu húsgögn — borð
og stólar- og aðrir gripir i eigu
skátanna, auk ýmissa minja og
verðlaunagripa, sem safnast
saman i löngu starfi.
1 öðrum enda skúrsins var
bifreið, sem Hjálparsveitarmenn
voru að gera upp og var óökufær.
Henni tókst að bjarga á siðustu
stundu, ásamt öðrum björgunar-
tækjum og áhöldum sveitarinnar.
Var það að mestu óskemmt, eftir
þvi sem bezt varð séð, nema
reykur og sót hafði eitthvað
komizt i það.
Eldsupptök eru ókunn , en
Friðrik félagsforingi taldi ekki
óliklegt að ástæðan væri skamm-
hlaup i rafmagnskerfi.
Eldurinn hefur liklega komið
upp nálægt klukkan eitt um
nóttina, þvi fólk var á ferli þar við
húsið um miðnætti og varð ekki
neins vart,en rúmlega hálftvö var
farið að loga út um glugga á
skúrnum.
Friðrik sagði okkur að þeir
mundu reyna að fá inni i skólum
bæjarins með starfið, sem eftir er
vetrarins. Vissulega væri slæmt
að tapa öllum munum og gögnum
félagsins en þeir mundu gera sitt
til að bæta úr þvi hið fyrsta.
—ÓG
Nokkrir skátanna skoða vegsummerkin eftir brunann.
Vinstri villa i Mosfellssveit
Þrir ungir rnenn slösuðust
nokkuð i árckstri, sem varð á
þjóðveginum undir Hamrahlið i
Mosfellss veit á sunnudags-
kvöldið.
Áreksturinn varð með þeim
hætti að litlar fólksbifreiðar
rákust á, en þær komu úr gagn-
stæðri átt. ökumaður þeirrar bif-
reiðar sem var á leið til borgar-
innar ruglaðist i riminu og ók á
vinstri kanti vegarins.
Að sögn ökumanns hinnar bif-
reiðarinnar, sá hann hvað verða
vildi og var búinn að hægja
ferðina, þegar þær skullu saman.
Mikil hálka og vont veður var á
þessum tima og tókst honum ekki
að koma i veg fyrir áreksturinn.
Bilarnir eru mikið skemmdir og
annar jafnvel ónýtur — ÓG
• • Fundur
HOFN VIÐ "x:
SUÐURSTRÖND
LANDSINS?
„Fundurinn lýsir samstöðu
með ályktun húseigendafélags
Vestmannaeyja með bótagreiðsl-
ur til Vestmannaeyinga”. Svona
var önnur tvcggja tillagna, sem
einróma voru samþykktar á fundi
I Selfossbiói i gær.
Það var „HEIMÞRA” félag
Vestmannaeyinga á Suðurlands-
undirlendi sem gekkst fyrir fundi
þessum. Til fundarins höfðu verið
boðnir stjórnarmenn Viðlaga-
sjóðs, bæjarstjórn og stjórn
Húseigendafélagsins. Ekki kom-
ust Helgi Bergs eða Magnús
Magnússon á fundinn. Tiu manns
töluðu, þar á meðal bæjarfulltrú-
ar, stjórnarmenn Viðlagasjóðs og
Jón Hjaltason, formaður Húseig-
endafélagsins.
Fólk mátti bera fram skriflegar
fyrirspurnir, og kom fram ara-
grúi þeirra, að sögn Hermanns
Einarssonar. Hann sagði okkur
ennfremur, að komið hefði fram á
fundinum að mikil fjölgun hefði
orðið i Húseigendafélagi Vest-
mannaeyja, siðan gosið hófst.
Félagstalan væri komin úr um 120
á fimmta hundraðið.
önnur tillaga var samþykkt á
fundinum, hún hljóðaði svo:
„Fundurinn samþykkir að skora
á ráðamenn . þjóðarinnar að
hefja nú þegar raunhæfa könnun
á staðsetningu nýrrar hafnar við
suðurströnd landsins. Fundurinn
telur að tapist höfnin I Vest-
m.eyjum, þá sé um nær 200mílna
hafnlausa strandlengju að ræöa
og að útilokað muni verða að
stunda eðlilegar veiöar á þessum
fengsælu fiskimiðum viö slikar
aðstæður”.
Fleiri samþykktir komu ekki
fram á fundinum.
Það var aftur á móti skýrt frá
þvi i fyrsta skipti þarna að bæjar-
stjórnin hyggðist efna til
borgarafundar, þegar reglugerð-
in er komin frá stjórn Viðlaga-
sjóðs. Þetta upplýstist, þegar
einhverjar óánægjuraddir kvört-
uðu yfir, að ekki hefði verið hald-
inn fundur með fólkinu fyrr.
Félagið „Heimþrá”, sem
gekkst fyrir fundi þessum var
stofnað i febrúar og hefur gengizt
fyrir reglulegum spilakvöldum og
skemmtikvöldum. Þeirri starf-
semi mun haldið áfram, en ekki
er fyrirhugað að halda fleiri
fundi sem þennan.
— LÓ.