Vísir - 27.03.1973, Side 2
2
Visir. Þriöjudagur 27. marz. 1973
vfentsm:
Hvernig ferðizt þér
innan borgarmarka
Reykjavikur?
Guöjón Jónsson, stud. jur: Ég
ferðast alltaf i minum eigin bil og
nánast aldrei á annan hátt.
Arnór Þórhallsson, verk-
fræðingur: Ég ferðast i einkabil.
Ég fékk mér einn slikan fyrir einu
ári. Aður hafði ég veriö við nám
erlendis. Minn fyrsta bil fékk ég
mér 18 ára.
Steinn Guömundsson sölumaöur:
Ég hef átt einkabil mjög lengi.
Aður ferðaðist ég á reiðhjóli og i
strætisvagni.
Hraf nhildur Valdimarsdóttir,
skrifstofustúlka: Ég ferðast alltaf
með strætisvagni. Þaö er þó ekki
af þvi aö mér þyki það svo
gaman, heldur hef ég ekki i annað
farartæki aö venda og geri það af
illri nauðsyn.
Ingvi Þorsteinsson, magister: Ég
ferðast niutiu og fimm prósent i
bil og fimm prósent gangandi. Ég
ætti að ganga miklu meira og
spara svolitið bensin. Það má
segja að þessi ferðamáti sé alger
benzineyðsla.
Ingólfur Arnarsson, flugradióm.:
Ég ferðast litið hér i borginni,
enda frá Hornafirði. Þar á ég bil
en hér geng ég aðallega.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Fisksölumál í 1 Sreiðholti III 1
Þórhallur Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftir-
litsins.hringdi I okkur:
„Einn ibúanna i Breiðholti III
skrifaði i þáttinn ykkar á
dögunum og lýsti vandræöum
Breiöhyltinga, sem hafa enga
fisksölubúð. Hann sagði frá þvi,
að nýja verzlunin i hverfinu hefði
selt fisk,en heilbrigðiseftirlitið
heföi bannað það siðan.
Þarna er um að ræða mis-
skilning. Þaö hefur ekki verið sótt
um fisksöluleyfu hjá okkur (sem
við erum vanir að lita mjög vin-
samlega á, ekki sizt i svona
nýjum hverfum) og við höfum
ekki bannað sölu á fiski i þessari
nýju verzlun.”
Viö náðum tali af Elis Helgasyni,
verzlunarstjora i KRON i
Breiöholti III. og inntum hann
eftir þessu.
„Það var einhver, sem ræddi
við einn afgreiðslumanninn hér i
verzluninni, og upp úr þvi hefur
sprottið einhver misskilningur.”
— „Við höfum að visu ekki fisk-
verzlun, en ef við náum i frosinn
fisk, þá höfum við haft hann á
boðstólnum. Heilbrigðisef tirlitið
hefur ekki bannað okkur að selja
fiskinn, en veitti okkur hins vegar
eitt sinn leiðbeiningar um,
hvernig við ættum að meðhöndla
hann, sagði verzlunarstjórinn. —
Hann kvaðst ekki hafa frétt, hvort
nokkur fiskverzlun væri þarna i
uppsiglingu i hverfinu.
Fáránleg
léttúð?
Skipin dœmd,
ekki skipstjórar. . .
Engín leiö aö vita, hverjir eru skipstjórar á landhelgisbrjótunum.
forherðist...
„Ég legg til, að lögum um
landhelgisbrot verði breytt
þannig, að skipin sjálf verði
dæmd en ekki skipstjórarnir.
Þetta finnst mér eina leiðin gagn-
vart. framferði Breta, einkum
tilraunum til ásiglingar á Islenzk
skip.
tslendingar hafa engin tök á að
vita hverjir eru skipstjórar í ein-
stökum ferðum brezkra skipa.
Þetta hefur reynslan sýnt.
Ef skip verða dæmd fyrir að
reyna að sigla á islenzk skip, ættu
þær sakir ekki að fyrnast næstu
tiu árin.
Ennfremur ætti ekki að vera
unnt að gefa upp slikar sakir, þótt
samið yrði i landhelgisdeilunni.”
Auðunn Auöunsson, skipstjóri.
Þorgeir
„Bágt á ég með að skilja i Visi,
að hann skuli telja það I sinum
verkahring að hlaða undir
alkunna kommúnista eins og Þor-
geir Þorgeirsson. Þessi mis-
heppnaði listamaður fær óspart
tækifæri til að birta hjá ykkur
freklega niðurdrepandi lang-
hunda, sem mótast einkum af
annarlegum sjónarmiðum og
allsherjar moldvörpustarfsemi
gegn heiðarlegri viðleitni góðra
og gegnra manna.
Út yfir gengur þó, þegar þessi
kommúnisti fær að skrifa heila
blaösiðu, þar sem skætingur og
pesónulegt nið brýtzt fram gegn
kunnum sómamanni, Jóni
Þórarinssyni, dagskrárstjóra
Riddari ömurleikans [srj j
óvarpar vindmyliuna ps |
Vindmylluriddarinn forheröist
bara.
Sjónvarpsins, vegna þess að hann
hafði einurð i sér til að mótmæla
hreinum lygum Þorgeirs þessa,
sem hann fékk aö birta i Visi og
hefur ugglaust fengið fulla borg-
un fyrir.
Eftir aö Jón hafði sýnt fram á
hinar ósvifnu rangfærslur Þor-
geirs Þorgeirssonar, átti Visir
hiklaust að setja skálknum stól-
inn fyrir dyrnar, og krefjast þess,
að hann bæðist opinberlega af-
sökunar á lygum sinum, — ella
væri honum visað frá blaðinu fyr-
ir fullt og allt. En þessi grein, sem
„Það er vissulega ástæða t.il aö
gera það að umræðuefni, að
heimsókn tveggja þeldökkra ung-
linga frá Bandarikjunum hingað,
hafi komið að staö heilli öldu af
kynþáttaandúð, sem mér finnst
Islandi og Islendingum til reglu-
legrar skammar. Einhverjir, sem
kalla sig H. og G. skrifa i Visi
hérna á föstudaginn, þar sem
þessir unglingar eru kallaðir öll-
um illum nöfnum fyrir þá sök
eina, að þeir eru af öðrum litar-
hætti en við Ég held þvi miður, að
þeir H. og G., sem ekki virðast
þora að láta nafns sins getið, séu
ekki einir um það meðal okkar Is-
lendinga, að ala i brjósti andúð á
öðrum kynþáttum. Þótt við höf-
um ekki haft neitt af kynþátta-
vandamálum að segja hér á
landi, virðist enginn hörgull vera
á mönnum hér, sem tilbúnir eru
að leggja út i vindmylluslag við
fólk af öðrum kynstofnum, um
birtist i gær (22/3) og sýnir að
Þorgeir forherðist aðeins i ósóm-
anum, þegar reynt er að leiðrétta
vitleysur hans, ætti að skera úr
um veru hans á dagblaðinu Visi
héðan i frá. Lesendur blaðsins eru
ekki að eyöa peningum sinum til
að borga fyrir atvinnuróg gegn
einstökum mönnum.
Er Jón Þórarinsson stendur
uppréttur eftir sem áður þrátt
fyrir allar lúalegar árásir Þor-
geirs Þorgeirssonar”.
Jón Jensson,
Langholtsvegi 8.
leið og eitthvað imyndað tilefni
gefst.
Ég held að það sér rétt að geta
þess, að hér á landi hefur verið
talsvert slegið úr og i með það,
hvort menn fái að vinna án at-
vinnuleyfis. Þegar skortur hefur
verið á vinnuafli, eins og nú er,
hefur enginn amazt við þvf hjá
yfirvöldunum, þótt útlendingar
komi hér við og taki til hendinni
við vinnu, án þess að hafa til þess
alla pappira upp á vasann.
Grunar mig að ef þessi tvö banda-
risku ungmenni hefðu haft
hvitan hörundslit eins og við,
hefðu þeir fengið að syngja áfram
óáreittir á skemmtistöðum, án
þess að útlendingaeftirlitið færi
að visa þeim úr landi með 24
stunda fyrirvara.
Sjálfur bjó ég lengi i Bandarikj-
unum i stórborg þar sem
svertingjar voru i meirihluta.
Vissulega skapaði þaö sin vanda
Við getum ekki orða bundizt
vegna ummæla H. og G. i Visi
föstudaginn 23. marz.
Veit fólkið nokkuð um hvað það
er að tala? Eru þeir ekki menn
rétteinsog við, eða „Kanarnir” á
vellinum? Það var hvergi minnzt
á þá. Þeir eru að visu ekki svartir
eins og Mike og Ari, en engu að
siöur menn eins og þeir. Eða er
það ekki?
Varðandi hinn „kolsvarta
vanda” viljum við segja það, að
svertingjar eru I miklum minni-
hluta i Vesturheimi, og voru
upphaflega fluttir til Banda-
rikjanna sem þrælar. Og eftir að
þrælahald var bannað með lögum
i Bandarikjunum, hafa þeir verið
að berjast fyrir jafnrétti við
„hvita manninn”, en mega sin
miður vegna fátæktar aðallega.
Og þess vegna orðið að gripa til
þeirra aðgerða sem skapað hafa
„vandamál.”
Við höldum, aö H. og G. viti litið
um, hvað þau eru að tala, þegar
þau tala um „Graðhestamúsik.”
Sú músik, sem þessir tveir
„svörtu bumbukarlar” (svo við
notum orð H. og G.) er svokölluð
„soul” músik, sem ekki hefur
veriö kynnt hér á landi fyrr. Og
þeir voru aðeins að kynna hana,
eins og svo margt annað sem
hefur verið kynnt af svertingjum,
án þess að nokkur ágreiningur
hafi orðið af þvi (t.d.
limbo-dansararnir frá Jamaica,
sem skemmtu á Hótel Loftleiðum
fyrir skömmu ).
Einu mistökin, sem þessir
menn gerðu, voru að þeir létu
undir höfuð leggjast að sækja um
atvinnuleyfi hér á landi. Sem og
einnig hefur komið fyrir „hvita
manninn.” v. og B.
svar:
An þess að Visir vilji blanda
sér i deilumál þetta, vill blaðið
leiðrétta það, sem kemur fram
siðast i bréfi V. og B., Blökku-
mennirnir sneru sér að þvi strax
við komuna hingað til lands, að
óska eftir atvinnuleyfi. Það var
þeim synjað um. Eins var
Michael synjað um inngöngu i
Félag ísl. hljómlistarmanna. — af
þeirri einföldu ástæðu, að hann
var ekki íslenzkur rikisborgari.
mál, en þau voru ekki siður sök
þeirra hvitu en þeirra svörtu,
þannig að enginn sannleikur er
einhlitur i þessum málum.
Hér á landi býr þegar slangur
af fólki, sem ekki er af hvitum
kynstofni. Sumt hefur þegar
dvaliðhér langdvölum og er orðið
að rikisborgurum. Veit ég ekki
annað, en það sé sjálfu sér til
sóma og standi fyrir sinu. Eftir
reynslu okkar að dæma er það
alveg óþarfi fyrir okkur að fara
að skapa okkur einhverja
kynþáttahræðslu nú”.
Björn Matthiasson.
KYNÞÁTTAHRÆÐSLA?