Vísir - 27.03.1973, Page 4
4
Visir. Þriðjudagur 27. marz. 1973
Takið eftir
þessu merki
Kannski á þetta merki eftir að
birtast viða i byggingum á tslandi
á næstu árum. Það er alþjóðlegt
og táknar, að byggingin sé að-
gengileg fyrir þá, sem feröast um
á hjólastólum og fatlað fólk yfir-
ieitt. Hér á landi er starfandi
nefnd, sena á að kanna leiðir,
er tryggi, að bygg-
ingar og umferðaræðar fram-
tiðarinnar verði þannig, að fatlað
fólk eigi þar sem greiðasta götu,
en eins og nú er i pottinn búið, er
ástandið afskaplega slæmt.
Hvernig á fólk i hjólastól til
dæmis að skoða Þjóðminjasafn-
ið?
Nýjasta
rEvrópan
Nýtt frimerki er væntanlegt 30.
april n.k., — ekki nýtt merki
vegna eldgossins i Heimaey, eins
og einhverjum kynni að detta i
hug, heldur nýtt Evrópufrimerki.
Verðgildin eru 2. marglitað 13
krónu merki, og 25 krónu merki,
einnig prentað i regnbogans
litum. Myndin er af merkinu, sem
teiknað var af Leif Frimann,
norskum teiknara.
Sorpílát Plastpokar
Tilboð óskast i framleiðslu á sorpgrindum, kössum og
plastpokum til notkunar við Ibúðarhús o. fl« staði.
Otboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNl 7 SÍMl 26844
BLAÐBURÐARBÖRN
óskast i eftirtalin hverfi:
Bergstaðastræti
Þingholtsstræti
Vinsamlegast hafið samband við af-
greiðsluna.
VISIR
Hverfisg. 32
Sími 8661T
ENN HJALPA FRÆNDUR
Á NORÐURLÖNDUM
— efnt til norrœnnar skemmtunar í Reykjavík
I.iklega hefur norræn samvinna
fyrst undanfarnar vikur byrjað
að þýða eitthvað annaö og meira
en áður i hugum manna hér á is-
landi. Iljálpin frá Norðurlöndum
vegna eldgossins i Heimaey varð
höfðinglegri en nokkurn óraði
fyrir.
Og enn ætla Norðurlandamenn
að hjálpa, að þessu sinni verður
það með skemmtun, sem haldin
verður i Háskólabiói á sunnudag-
inn kemur, þann 1. april. Það eru
12 félög hér á landi, öll tengd
Norðurlandasamstarfi, sem
gangast fyrir skemmtuninni og
er mörgum beztu skemmtikröft-
um Norðurlandanna boðið hing-
að. Ekki er enn vitað endanlega
hverjir koma, en vitað að Norð-
maðurinn Erik Bye, sem stjórn-
aði Vestmannaeyja dagskrá
norska sjónvarpsins, þegar 5.5
milljónir norskra króna söfnuðust
verður kynnir samkomunnar. Þá
er og vitað að leikarar frá Lilla
Teatern munu koma fram, en
þeir komu fram i sjónvarpinu á
dögunum og vöktu mikla hrifn-
ingu. Aðgöngumiðar verða einnig
happdrættismiðar og hafa
Eimskip, SAS, Bókaútgáfan
Helgafell og F’álkinn gefið góða
vinninga.
Liklega mun það koma mörg-
um á óvart að heyra að 12 félög
tengd Norðurlöndum skuli starfa
hér á landi. Til gamans skulu þau
hér talin upp: Dansk-islenzka
félagið, Det danske selskab,
Dannebrog, Dansk kvindeklub,
Færeyingafélagið, Island-Noreg-
ur, Nordmanslaget, Skande-
navisk boldklub, Suomi, Sænsk-
islenzka félagið, Islands-sven-
skornas förening og Heims-
kringla. Norræna félagið og Nor-
ræna húsið eru með þessum
félögum aðilar að þessari miklu
skemmtun.
— JBP —
Loðnupeningar
fara i umferð
Það er greinilegt að loðnu-
peningarnir eru að komast i um-
ferð. Stórir hópar i þjóðfélaginu
hafa verið heppnir og fá nú meiri
laun en þeir eiga að venjast. Bila-
salan blómgast lika og um
helgina voru þeir hjá Fíat-um-
boðinu að afgreiða frá sér 30 bila
á einum og sama deginum.
„Þetta er algjört met hjá okkur,”
sagði Davið Sigurðsson, um-
boðsmaður bilanna hér á landi.
Mest var selt af Fiat 127 og 128,
sem kosta 340 og 370 þús. Má
þannig áætla að salan á einum
degi hafi verið fyrir allt að 11-12
milljónir króna. Þarna voru ekki
bara sjómenn og sjómannskonur
frá loðnuhöfnunum viða um land
að sækja sér vagna, heldur
hittum við lika fyrir heppinn
vinningshafa úr getraununum nú
nýlega. Myndin sýnir hvar
kaupendur eru að ná i gripi sina.
Harmstafir og
formœlingar
Það er i tizku að „harma” ýmsa
hluti, og hefur útvarpsráð vist
gengið á undan með fordæmi þar.
Og þá eru aðrir hópar, sem „for-
dæma” alla skapaða hluti. í frétt
frá vélskólanemum er hvort
tveggja viðhaft: „Nemendur
Velskólans harma stefnu sam-
göngumálaráðuneytisins og
samgönguráðherra i veitingum
undanþága. A fundinum var gerð
fundarsamþykkt, borin undir at-
kvæöi og samþykkt einróma. Hún
er svohljóðandi:
Fundur Vélskólanema haldinn
20. marz 1973 fordæmir þær
undanþágur til vélstjórnar til
handa ómenntuðum mönnum,
sem sifellt eiga sér stað,og telur
þær ruddalega litilsvirðingu við
það nám, sem nemendur skólans
stunda, auk þess sem þeir telja
engum, sem áhuga hefur á þvi
vorkunn að koma i skólann og
stunda þar nám, þar eð nemendur
hans hafa nú aðild að lánasjóði is-
lenzkra námsmanna.”
Þeir fengu dans-
kennara í Hrísey
„Við höfðum danskennara i Hrís-
ey i eina viku og fögnuðu þvi hinir
mörgu, sem tóku þátt i þeirri
kennslu. Hitt þótti okkur lakara,
þegar hann fór frá okkur, þvi að
þetta var falleg og dugleg stúlka,
sem við hefðum viljað hafa
lengur.” Þetta segir fréttaritari
Dags á Akureyri um góubraginn i
eynni, en i Degi eru oft skemmti-
leg og mannleg tiðindi eins og
þessi, en ekki bara einblint á
veður og veiði.
& DlMg
ArMOSPHERE
íNGASAUIR
Komu og skiluðu skildinum aftur
Einhver eða einhverjir skrúfuöu
niður skjöldinn fallega hjá öðali,
þegar dómur hafði verið kveðinn
upp I Wine & Dine máiinu á
dögunum. Hver svo sem þetta
hefur nú verið, hefur maðurinn
eða mennirnir (nema þetta hafi
verið kvenfólk) lengið einhverja
bakþanka. Alla véga fannst
skjöldurinn á tröppum veitinga-
hússins við Austurvöll einn
morguninn. Og hér heldur mat-
sveinn hjá Óðaii á skildinum
góða.-sem þegar var settur á sinn
stað.