Vísir - 27.03.1973, Síða 6

Vísir - 27.03.1973, Síða 6
6 Visir. Þriðjudagur 27. marz. 1973 vísir (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: SIBumúla 14. Simi 86611 (7 línur) Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 18.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Ævintýrí eða martröð Togarar virðast vera hálfgert trúaratriði hjá íslendingum. Þóttútgerð þeirra hafi gengið ákaf- lega erfiðlega á undanförnum áratugum, er enn litið á þá sem atvinnulega hornsteina, sem ekki megi bresta. Og ekki er auðvelt að átta sig á, hve mikið af þessu er raunveruleiki og hve mikið er þjóðsaga. Siðastliðinn áratug var flutt inn óhemju mikið af stórum og vel búnum fiskiskipum. Þessi skip voru i mörgum tilfellum jafnstór og gömlu togararnir voru, en ætluð til annars konar veiða. Sem slik voru og eru þessi skip ákaflega afkasta- mikil. Rekstur þeirra hefur yfirleitt gengið bæri- lega. Þessi glæsilegu skip voru siðastliðinn áratug og eru enn hornsteinar atvinnulifsins i flestum kaupstöðum og kauptúnum landsins. Þau hafa valdið blómlegum lifskjörum um land allt. Fáar fjárfestingar hafa skilað þjóðarbúinu jafnmikl- um arði á skömmum tima. En samt voru menn ekki ánægðir. Viðreisnar- stjórninni var stöðugt legið á hálsi, fyrir að tryggja ekki ,,eðlilega” endurnýjun togara- flotans, sem smám saman gekk úr sér. Sú stjórn lét að lokum eggjast og stuðlaði að kaupum átta skuttogara. Ætla mætti, að slikt væri hæfilega stór tilraun til að kanna, hvort grundvöllur væri fyrir rekstri vel útbúinna skuttogara eða ekki. Spárnar voru ekki hagstæðar, en alltaf var hægt að lifa i voninni. Eftir stjórnarskiptin var allri varúð sleppt i þessu efni. Með höfðinglegum fyrirgreiðslum var stuðlað að kaupum á nokkrum tugum skuttogara, sem nú eru sem óðast að koma til landsins. Til þessa óráðna ævintýris hefur þjóðin hætt milljörðum króna. Staðreyndin, sem nú blasir við, er svo sú, að spárnar um rekstrargrundvöllinnn voru sizt of svartsýnar. Togaraútgerðin er rekin með miklu tapi, þótt togarasjómenn hafi lægri tekjur en aðrir sjómenn. Rikisstjórnin hefur gefið óljósar yfirlýsingar um, að hún borgi mismuninn. En það kostar lika peninga. Og það er þyngra fyrir skattborgarana að standa undir rekstri nokkurra tuga slikra skipa en aðeins átta tilraunaskipa. Einhvers staðar kann að vera vit i þessu dæmi, þótt það liggi ekki i augum uppi. Það eru önnur skip en þessi, sem veitt hafa og munu áfram veita atvinnuöryggi viðs vegar um land,meðan togararnir liggja bundnir i verkföllum, sem alltaf hljóta að endurtaka sig, meðan reksturinn gengur illa. Við verðum áþreifanlega vör við, að þorskurinn fer hraðminnkandi á veiðisvæðum okkar. Við höfum nú keypt ótal togara til að skarka meira og ná upp siðustu fiskunum. Ekki ætti sú útgerð að verða arðvænlegri en togaraútgerð undan- farinna ára. Við verðum svo að loka augunum fyrir þeirri viðleitni okkar við að útrýma þorskinum, sem felst i þessu togaraæði. Okkur hefur enn ekki tekizt i raun að stækka landhelgina. Og jafnvel þótt okkur takist sú stækkun von bráðar, er enginn sem imyndar sér, að við getum veitt meira en hingað til. Alvaran er sú, að við verðum að minnka veiðarnar, þótt við verðum einir um hituna. Og hinir glæsilegu togarar fóru loks til veiða i morgun eftir margra vikna verkfall. Á AÐ SALTA EÐA EKKI SALTA? Ef Shakespeare hefði skrifað Hamlet i dag ár- ið 1973, þá hefði það ekki verið spurningin: ,,Að vera, eða vera ekki.” — Heldur hefði hann látið prinsinn segja: ,,Á að salta eða ekki salta göturnar?” — Það er nefnilega aðalspurn- ingin. Að visu eru það bara borgararnir, sem velta þessari spurningu fyrir sér. Gatnagerðar- og umferðaryfirvöld eru fyrir löngu búin að gera upp við sig svarið og þau salta og salta. Það er ekki bara hér i Reykja- vik að salt er notað til þess að eyða hálku af ak- og gangbraut- um. Hjá nágrannarikjum okkar nota menn salt að þvi er virðist óspart. t Óslö, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn (svo að nefndar séu aöeins stærstu borgir frænd- þjóða okkar) er salt notað i stór- um stil á veturna, og þar er ekki beitt gömlu handskófluaðferðinni eins og hér heldur hefur sjálf- virknin veriö tekin þar i þágu málefnisins. Eins og senn verður gert hér I Reykjavik eftir þvi, sem gatnamálastjóri, Ingi 0. Magnússon, sagði i sjónvarpsvið- tali á dögunum. En alls staðar mælist saltið jafn misjafnlega fyrir. Ef menn halda, að það sé aðeins i Reykjavik einni, sem mönnum þykir bruðlað meö saltið, þá er það hinn mesti misskilningur. öllu frekar mætti ætla, að annars staðar þætti mönnum litið um þær 1000 smá- lestir af salti, sem hér hefur verið árlega ausið á götur og gangstétt- ir i Reykjavik, miðað við t.d. þær 6 milljónir tonna, sem ausið hefur verið þennan veturinn á gang- stéttir i Bandarikjunum! Að visu stendur það þó til bóta (!), þvi aö saltmoksturinn verður liklega ein 1500 tonn hjá okkur i vetur, eftir þvi sem verkstjórar gatnagerðar- innar telja. Nýlega skrifaði Robert nokkur Rodale grein i New York-blaðiö „Long Island Press”, og ber hún greinilega merki þess, að menn eru ekki alls kostar ánægðir með saltið. Eins og kemur fram i greininni hér á eftir, er Rodale þessi eindregið á móti saltnotkun- inni, og tinir hann margt til, sem gæti veriö ihugunarvert. — Hann skrifar: „Ef þú uppgötvar, að skórnir. þinir eru ónýtir eftir veturinn, eða að blllinn þinn er kominn með ólæknandi ryðkrabbamein, eða að drykkjarvatniö þitt er orðiö á bragðið eins og Atlantshafið — þá llllllllllll Umsjón: Guðmundur Pétursson er kominn timi til fyrir þig að sannfæra borgarráð um að hætta beri saltnotkuninni. Þótt endanlegar tölur liggi ekki ennþá fyrir, þá var samt gert ráð fyrir, að þessi veturinn yrði þurftafrekastur á saltið — og að ausið yrði 6 milljónum tonna af salti á gangstéttir Bandarikj- anna. Maður skyldi halda, að þessi rausnarlega saltnotkun hefði ein- hver jákvæð áhrif — færri slys kannski. En upplýsingar frá Salt Institute (Kol & Salt þeirra I USA) sýna þvert á móti, að þaö virðist enginn hagnaður af þessu. Skýrslur Umferðarráðs sýna, að á árunum 1956-70 hefur ekki orðið nein breyting á slysahlutföllum i hálku eða snjó, jafnvel þótt salt- notkunin þjóti upp i skýjahæð. Þvert á móti hefur slysatalan i sumum bæjum farið vaxandi með saltnotkuninni. Umferðaröryggissérfræðingar hafa látið sér detta i hug, að þeg- ar saman fara saltskellóttar bil- rúður, minnkandi núningsmót- staða milli hjólbarða og götunnar og svo að auki fölsköryggiskennd ökumanns, sem telur sig aka á auðri götu — þá aukist slysahætt- an á saltaðri götu, fremur en að minnka. Þar sem saltið hefur tek- iö upp snjóinn, er gatan að visu auð, én ekki þurr. Saltið drekkur i sig vatn, og verður að þunnu sleipu lagi, sem liggur eftir. Á meðan ekki eru sýnilegar neinar jákvæðar afleiðingar áf þessari söltun, þá veldur hún næstum ómælanlegum skaða á umhverfi okkar. Fjárhagslega séð er saltið skaðræði. Það veldur hættulegri ryðmyndun i neðanjarðarlögnum (nær 600 milljón dollara tjón ár- lega i USA). Það eyðileggur gróð- ur og garða, og dregur úr verð- mæti fasteigna. Og samkvæmt Mengunarvarnaráði eyðileggur það útblástursrör og hljóðkúta fyrir nær 500 milljónir dollara vetur hvern. Eitt skýrasta dæmið um skað- semi saltsins sýndi sig, þegar leikmönnum St. Louis Cardinals og Los Angeles Rams var att saman i rugbykappleik i desem- ber siðastliðnum. Þeir hlutu ann- arrar gráðu bruna af völdum calcium chloriðs, sem hafði verið ausið riflega á frosinn völlinn. Kaldhæðnislega sögðu svo leik- mennirnir eftir á, að þetta áhrifa- rika efni hefði einungis gert völl- inn enn hálli. — Calcium clórið er ein algengasta efnasamsetning salts, og það sem mest er notað á götur. Söltun á götum hefur lika. i för með sér vandræði við drykkjar- vatnið. Eins og umhverfissér- fræðingar réttilega benda á, þá hljóta allir hlutir aö enda ein- hvers staðar. Þeir verða ekki bara að engu. Sjaldan eða aldrei sérðu saltkristalla á götunum, eft ir að vatnið hefur gufaö upp. I staðinn leysast þeir upp og renna með snjóbráðinni i ár og vötn eða neðanjarðarelgi, og geta hugsan- lega komizt i vatnsbólin.” Siðan vikur Rodale nokkrum orðum að þvi, hvaða hætta heilsu- veiku fólki geti stafað af córiðinu i saltinu, og hann hvetur fólk til að styðja samtök sem mynduð hafa verið til þess að berjast fyrir þvi að hætt veröi að nota salt. Siðan skrifar hann: „Það eru til önnur ráð. Sandur er sums staðar notaður og koks eða eldfjallaaska var notað, áður en einhver ákvað, að salt væri heppilegra. Dr. Louis E. Prick- man frá Rochester i Minneapolis stingur upp á enn einu efni: „1 svissnesku og itölsku Olpunum þar sem oft er djúpur snjór, en brekkur brattar, hef ég séð vega- vinnuflokka moka snjó engu minna en við gerum, og auk þess strá þeir órokgjarnri granitmöl yfir til þess að fá viðspyrnuna”, segir dr. Prickman, og heldur þvi fram, að þetta hafi reynzt mjög vel.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.