Vísir - 27.03.1973, Síða 8

Vísir - 27.03.1973, Síða 8
8 Visir. Þriðjudagur 27. marz. 1973 •23 Cr leik ÍR og Skarphéðins I I. deildinni á sunnudaginn. Birgir skorar fyrir ÍR. Mynd. Bjarnleifur KR-ingar halda ennþá í vonina — enn sigur í 1. deildinni í körfunni Unnu Val með 87 stigum gegn 80 Það var ekki fyrr en á niundu minútu seinni hálf- leiks, sem KR-ingum tókst að ná afgerandi forustu i leiknum við Val i I. deildinni i körfu- bolta. En það dugði þeim til sigurs i leiknum á laugar- daginn sem að öðru leyti var mjög jafn og skemmtilegur. í fyrri hálfleik. höfðu liðin forustu á vixl og skildu aldrei nema eitt til tvö stig. Valsarar virkuðu þó sterkari aðilinn en voru klaufskir á köflum og nýttu illa tæki- færin. Eftir gangi leiksins hefði ekki verið ósanngjarnt, að þeir hefðu átt að ná 10 til 12 stiga forystu. Ekki bætti það úr skák, að Þóri Magnússyni gekk illa aö stilla „kanónuna” i langskotunum og hitti að- eins fjórum sinnum i hálfleiknum. En hvað um það, stigin ráða og leikar voru jafnir i hálfleik 37 gegn 37. Fyrstu átta minútur seinni hálfleiks gekk á sama þófinu og rétt fyrir miðjan hálfleikinn var staðan enn jöfn 54 gegn 54. Þá kom þetta „örlagarika augnablik”, sem svo oft ræður úrslitum i flokka- iþróttum. KR-ingar gera fimm körfur án þess að Valsmenn svari fyrir sig og var munurinn þá orðinn 10 stig. Þar af gerðu þeir Kolbeinn og Gunnar tvær körfur hvor og Kristinn eina. Þessum stigamun héldu KR-ingar að mestu til loka leiksins en honum lauk með sigri þeirra 87 stig gegn 80. Þórir var stigahæstur Valsmanna, enda hitti hann mjög vel, þegar á leikinn leið og gerði 29 stig i seinni hálfleik. Bróðir hans Jóhannes gerði 17 stig. Það háir óneitanlega Valsmönnum hve háðir þeir eru þvi i leik sinum, að Þórir skori úr langskotum. Ef liðið, sem er mjög ungt nær meiri breidd i leik sinn verður það erfiður andstæðingur hverju liði. Kolbeinn átti beztan leik hjá KR-ingum og skoraði 31 stig. Kristinn skoraði 14 og Guttormur 12. Kristinn átti góðan leik, sérstaklega i vörninni. —ÓG Fjörutíu stig Davíðs gófu eins stigs sigur — og Skarphéðinn er kominn í alvarlega fallhœttu Njarövíkingar sigruöu Skarphéöin i I. deild körfuboltans í leik liðanna á laugardaginn. Munurinn Stórsigur Júgóslava Olympiumeistararnir frá Júgóslaviu — silfur- lið Tékka, Danir og Vestur-Þjóðverjar keppa nú á handknatt- leiksmóti, sem stendur yfir i Ljubljanu í Júgó- slaviu. í fyrsta leiknum léku Olympiu- meistararnir við Dani og unnu stórsigur. Lokatölur urðu 15-8 eftir að 9-6 stóð í hálfleik. Danir hafa ekki alla sina beztu menn á mótinu. Og silfurlið Tékkatapaði í öðrum leiknum á mótinu i Ljubljanu lék silfurlið Tékka frá Munchen við Vestur-Þjóðverja. Það var mjög tvlsýnn leikur lengi vel, en að lokum stóðu Vest- ur-Þjóðverjar uppi sem sigurveg- arar 20-16. Staðan i hálfieik var 10-10. Þetta var fimmti sigur Vestur-Þjóðverja gegn Tékkum i 19 landsleikjum I handknattleik. mátti þó ekki minni vera, aöeins eitt stig. Leikurinn var mjög jafn, alveg þar til liðnar voru sextán minútur, en þá stóðu leikar 26 gegn 25, Njarðvikingum i vil. Bæði liðin léku varnaraðferðina „maður gegn manni” og skiptust á að skora. Timann, sem eftir var af hálfleiknum, höfðu Njarð- vikingar nokkra yfirburði og höfðu sjö stiga forustu i hálfleik, 37 gegn 30. Þar af skoraði Davið Dewany tæpan helming þeirra eða 18 stig. Skarphéðinsmenn sóttu mjög i sig veðrið strax i byrjun seinni hálfleiks. Höfðu þeir jafnað metin, þegar á áttundu minútu og einu betur — 48 gegn 47. Höfðu þeir siðan fjögurra til sex stiga forustu lengst af. Harðastir i bar- áttunni af þeirra mönnum voru þeir Birkir og Þröstur. Á 17. minútu höfðu þeir Skarp- héðinsmenn enn 6 stiga forskot — 75 gegn 69 — en þá misstu þeir bæði Þröst og Birki út af með fimm villur. Um svipað leyti skiptu Njarð- vikingar um varnaraðferð, fóru að leika „svæðis pressu”, þ.e. þrir liðsmanna sóttu alveg fram völlinn en tveir voru aftur. Þetta kom Skarphéðinsmönnum i opna skjöldu og náðu þeir Hilmar og Davið að gera tvö stig hvor úr vítum. Davið bætti siðan við þremur körfum og höfðu Njarð- vikingar þá náð forustu 79 gegn 78 og aðeins rúm minúta til leiksloka. Skarphéðinn byrjaði sókn en þeir misstu boltann. Brynjar brauzt i gegn og gaf til Jóns, sem skoraði fyrir Njarðvik. Þeir Skarphéðingar gerðu eina körfu, en siðan héldu Njarð- vikingar boltanum þar til leik- timinn rann út og lauk honum með sigri þeirra 81 stig gegn 80. Stigahæstur Njarðvikinga var að venju Davið með 40 stig, en beztir hjá Skarphéðni voru þeir Birkir, sem skoraði 20 stig og Þröstur, með 21. stig. Eftir að hafa tapað þessum leik og siðan fyrir IR á sunnudaginn er Skarp- héðinn kominn i næstneðsta sæti. Þeireru með 4 stig en einum leik fleira en Þór, sem er með 2 stig. —ÓG Lokagreinarnar gófu ísl. sigur tsland sigraði írland á siðustu greinunum — tveimur boð- sundum — i landskeppninni i Dublin fyrir helgi með 134 stigum gegn 121. Litlar likur virtust á sigri fyrir þessar lokagreinar. trska sund- fólkið hafði unnið upp forskot tslands frá fyrri deginum og allt var i járnum. En i boðsundunum gekk vel — karlasveitin sigraði örugglega, og irska kvenna- sveitin gætti ekki að sér I ákafanum og var dæmd úr leik. Bezti keppandinn f landskeppn- inni var Guðjón Guðmundsson. Hann náði frábærum tima i 200 m bringusundi — synti á 2:27.8 min. að visu i 25 m laug, og bætti islandsmet sitt mjög. Þá jafnaði Guðjón metið f 100 m 1:09.3. ! Salome Þórisdóttir setti tslands- i met I 100 m baksundi 1:13.1 min. islenzku strákarnir voru yfirleitt betri en írarnir, þó veikindi Guðmundar Gislasonar, sem þó keppti, settu þar aðeins strik :-i reikning. 12 stiga frost beit ekki á unglinganal — Mikil þátttaka í bikarkeppni Skíðafélags Reykjavíkur Þrátt fyrir storm og 12 stiga frost i Bláfjöllum á laugardag tóku um 100 unglingar þátt i bikar- keppni Skiðafélags Reykjavíkur. Þetta var annað unglingamót félagsins i vetur. Tvær brautir voru lagðar. önnur fyrir keppendur I yngri flokkunum, en hin innarlega i dalnum fyrir eldri keppendur og Staðan í Fjórir leikir voru háðir i 1. deild islandsmótsins i körfubolta um helgina og urðu úrslit þessi: Kr — Valur 87:80 UMFN — HSK 81:80 HSK — ÍR 71:91 ÍS — Armann 72:81 Staðan i 1. deildinni i körfubolta. IR 12 12 0 1092: 789 24' KR 12 11 1 1039: 833 22 Á 11 7 4 786: 783 14 IS 11 5 6 881: 890 10 UMFN 13 5 8 958:1124 10 Valur 10 3 7 817: 856 6 var sú braut lengri. Mótstjóri var Haraldur Pálsson, en brautar- stjóri Skarphéðinn Guðmunds- son. Keppt er um 21 bikar á mót- inu,sem verzlunin Sportval hefur gefið, og er eitt mót eftir. úslit urðu þessi: Drengir 15 og 16 ára: 1. Guðni Ingvarss. KR 85.3 2. Kristján Kristjánss. Á 87.7 3. Magni Péturss. KR 88.8 Drengir 13 og 14 ára: 1. Ólafur Gröndal KR 85.9 2. Bj. Ingólfsson A 88.1 3. Hilmar Gunnarss. Á 99.0 1. deild HSK 11 2 9 753 :854 4 Þór 10 1 9 539 :737 2 Stigahæstu leikmenn Davið Dewany, UMFN 280 Agnar Friðrikss. IR 233 Kolbeinn Pálss., KR 217 Kristinn Jörundss., 1R 211 Bjarni Gunnar 1S 206 Jón Sigurðss, Á, 201 Þórir Magnúss., Val., 186 Einar Sigfúss., 1R, 184 Kolbeinn Kristinss. IR 161 Gunnar Þorvarðars., UMFN, 160 Stúlkur 13, 14 og 15 ára: 1. Jórunn Viggósd. KR 93.5 2. Guðbjörg Arnad. Á 117.3 Drengir 11 og 12 ára: 1.-2. Lárus Guðmss. Á 58.5 1.-2. Sig. Kolbeinss. A 58.5 3. PállValss. 1R 62.8 4. Helgi Geirharðss. Á 64.6 Drengir 10 ára og yngri: 1. Rikharður Sigurðss. Á 44.6 2. Jón Bergs SR 51.4 3. Kormákur Geirharðss.A 51.9 Stúlkur 11 og 12 ára: 1. Steinunn Sæmunds. A 55.6 2. Maria Viggósd. KR 57.3 3. Helga Magnúsd. KR 69.4 Stúlkur 10 ára og yngri: 1. Asa H. Sæmundsd. A 49.9 2. Auður Pétursd. A 57.3 3. Bryndis Pétursd. A 60.0 Anna María Pröll var búin a{ tryggja sér heimsmeistaratitil inn í alpagreinum kvenna áðui en keppnin hófst i Himnarfkis dal I Kaliforníu. Hún var róleg i keppninni þar — enda ekk: keppt I bruni — en keyrði þá fallega brautirnar, einkum i stórsviginu. Þá var þessi mynd tekin af heimsmeistaranum — ineistaranum þriöja árið í röð Visir. Þriðjudagur 27. marz. 1973 9 n:-,j Silfurmaðurinn slóst við keppnisstjórann! — en Gustavo Thoeni skrifaði nýtt blað í sögu heimsbikarsins, þegar hann varð heimsmeistari þriðja órið í röð Franska stúlkan Patricia Emonet/ sem er aðeins 17 ára, gerði sér lítið fyrir og vann bæði svig og stórsvig í Himnarikisdal í Kaliforniu á föstudag og laugardag. Það voru tvö síðustu mótin i keppninni um heims- bikarinn hjá kvenfólkinu og með þeim 50 stigum, sem Patricia hlaut, skauzt hún upp í þriðja sæti samanlagt i keppninni. Anna Maria Pröll, Austurriki, var fyrir nokkru orðin sigur- vegari þriðja árið i röð, og Monika Kaserer, Austurriki, hafði einnig jafn örugglega tryggt sér annað sætið. Lokastigatalan var þannig. 1. Pröll, Austurriki, 295 2. Kaserer, Austurriki, 229 3. Emonet, Frakkland, 164 4. R. Mittermaier, V-Þ. 151 5. H. Wenzel, Lichtenst. 111 6. W. Drexel, Austurr. 106 7. J. Rouvier, Frakkl. 103 8. M. Cochran, USA, 84 9. I. Gfölner, Austurr. 83 10. Lukasser, Austurr. 65 1 stórsviginun á föstudag sigraði Emonet á 1:41.86 min. Konika Kaserer varð önnur á 1:43.79 og Christine Rolland, Frakklandi, þriðja á 1:44.33 min. I svigkeppninni hafði Emonet einnig yfirburði — varð fyrst á 88.82 sek. Fabience Sejrat, Frakklandi, varð önnur á 90.14 sek. Þá Zechmeister, Vestur-- Þýzkalandi, á 90.41. Monika Kaserer varð fjórða á 90.71 sek. A laugardag sigraði Jean Noel Augert i svigkeppni karla i keppninni um heimsbikarinn. Frakkinn fékk timann 106,02 sek. Bobby Cochran, Bandarikjunum, varð annar á 106.38 sek. og þriðji varð Italinn Pietrogiovanna á 107.63 sek. David Zwilling, Austurriki, varð þar i sjötta sæti, en Gustavo Thoeni i 10. sæti. Fyrir siðustu keppnina hafði Thoeni samtals 155 stig, en Zwilling 151. I stórsviginu á sunnudag hlaut Thoeni svo sex stig og tryggði sér heims- meistaratitilinn þriðja árið i röð. Zwilling komst þá ekki á blað, og varð að láta sér nægja annað sætið. Hins vegar vakti hann mikla athygli deginum áður, þegar hann lenti i slagsmálum við mótstjórann Eric Auer og það rétt áður en keppnin hóft i sviginu. Þeir skiptust á höggum, en voru skildir áður en þeir höföu slasað hvorn annan. Zwilling hafði þá farið inn á lokakafla brautarinnar á leið upp á rás- staðinn. Auer rak hann á brott með fyrrgreindum afleiðingum r— Zwilling sagði að mótstjórinn hefði slegið til sin, en hann sagði aftur á móti, að enginn mætti fara inn á brautina. Það er of hættu- legt og sjónvarpið leyfir það ekki. Með sigri sinum i keppninni hefur Gustavo Thoeni skrifað nýtt blað i sögu heimsbikarsins. Hann varð þriðja árið i röð heims- meistari. Slikt hefur ekki skeð áður — skiðakapparnir frægu, Jean-Claude Killy.Frakklandi, og Karl Schranz, Austurriki, sigruðu tvivegis hvor i keppninni. Killy nú fremstur Skiðakappinn kunni, Jean Claude Killy, hefur nú náð forustu i alpakeppni atvinnumanna. A laugardag sigraði hann i stórsvigi á móti Benson og Hedges I Colo- rado. Fyrir sigurinn hlaut hann 25 stig og rúmlega tvö hundruð þús- und krónur i verðlaun. Killy hefur nú 273 stig I keppninni, en i öðru sæti er Austurrikismaðurinn Har- ald Stuefer með 255 stig, svo ekki munar nú miklu. Killy hefur unnið sér inn 2.5 milljónir kr. i keppni atvinnumanna I vetur. — Víðavangshlaup Islands var afar vel heppnað Það var mikið fjör í Víðavangshlaupi Is- lands, sem háð var í Laugarda Inum á sunnudag. Keppendur voru um 200 og var keppt í þremur flokk- um karla og einum flokki kvenna. Athyglin beindist mjög að kvennaflokknum, þar sem enska stúlkan Lynn Ward, sem sigraði svo örugglega i Alafosshlaupinu, var meðal keppenda. En nú létu þær Ragnhildur Pálsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir engan bilbug á sér finna og sigruðu ensku stúlkuna örugglega. Ragnhildur var fyrst á 3:48.5 min. Lilja hljóp á 3:55.0 min. en Lynn varð þriðja á 4:02.2 min. 21 stúlka lauk hlaupinu. Agúst Ásgeirsson, 1R, er kominn I sérflokk i lengri hlaupunum hér á landi og verður gaman að fylgjast með þessum efnilega hlaup- ara, þegar á brautirnar kemur i sumar. Hann sigraði með yfirburðum i karla- flokki — hljóp á 13:35.3. min. Jón H. Sigurðsson, HSK, varð annar á 13:42.5 min. en hann hafði haft forustu fyrri hringinn. Þriðji varð efni- legur hlaupari úr KR, Emil Björnsson, á 14:03.9 min. I piltaflokki sigraði Einar Óskarsson, hinn ágæti hlaup- ari úr Kópavogi, eftir mjög harða keppni við Július Hjörleifsson, IR. Einar hljóp á 6:15.5 sek., en Július varð tveimur sekúndubrot- um á eftir. I piltaflokki — keppendur 14 ára og yngri — var þátttaka mest, eða um 60. Þar sigraði Guðmundur Geirdal, UMSK, á 3:13.6 min. og hafði talsverða yfir- burði. Annar varð Ásgeir Þór Eiriksson, 1R á 3:21.5 min. Á mynd Bjarnleifs hér efst á siðunni má sjá, þegar keppendur i kvennaflokki lögðu áf stað. Enska stúlkan Lynn Ward er fremst (nr. 6), en Ragnhildur Pálsdóttir, sigurvegarinn, við hlið hennar. Ekki komum við auga á Lilju i hópnum, en það er greinilega mikið kapp i stúlkunum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.