Vísir - 27.03.1973, Page 13

Vísir - 27.03.1973, Page 13
13 Visir. Þriðjudagur 27. marz. 1973 í DAG | í KVÖLD | í DAG j í KVÖLD | í DAG Fullorðinsfræösla getur verið með ýmsu móti. t fyrsta Iagi eru mismunandi aðilar. sem standa fyrir nenni, svo sem hið opinbera, fyrirtæki og verkalýðsfélög. Einnig er markmiðið misjafnt. Það getur ver- íð frumfræðsla, eins og til dæmis þegar fólk er að læra undir gagnfræðapróf á fulloröinsaldri eða stú- dentsprof. Einmg getur verið um endurhæfingu I starfi að ræða eða viðbótarmenntun í sambandi við starfið. A myndinni sjáum við kennara, sem hafa farið að læra hjá öðrum og bæta þannig við þekkingu sina eftir að raunverulegu kennaranámi var lokið. Sjónvarp kl. 21.20: Ný vinnubrögð á vinnu Það er ekki oft, sem okkur gefst kostur á að sjá það útvarps- og sjónvarpsefni, sem skrifað er um hér í dagskrárdálkum VIsis, áður en við skrifum um það. Oftast verða frásagnir þeirra manna, sem hafa með einhverju móti komið nálægt viðkomandi dagskrárlið að nægja, til að upp- lýsa lesandann. Nú var svo, að fyrir tilviljun gafst undirrituðum kostur á að sjá þáttinnn „VINNAN”, sem verður á dagskrá i kvöld. Að þessu sinni verður í þættin- um fjallað um fræðslu fullorð- inna. Þess konar fræðsla hefur nokkuð færzt I vöxt á undanförn- um árum, og sérstaklega hefur áhuginn fyrir henni farið mjög mikið vaxandi. Nú um nokkurt skeið hefur ver- ið opin sýning á málverkum eftir Þjóðverjann Rudolf VVeissauer að Bergstaða.stræti 15. Wissauer er allþekktur mál- ari i heimalandi sinu og hefur haldið fjöida sýninga, bæði einkasýninga og tekið þátt i sam- sýningum. Hann virðist vera 1 þættinum spjallar umsjónar- maðurinn Baldur Óskarsson við ýmsa menn. Þeirra á meðal eru Guðmundur Sveinsson, skóla- stjóri á Bifröst, sem er formaður nefndar, sem fjallar um full- orðinsfræðslu. Einnig er talað við Stefán ögmundsson formann Menningar og fræðslusambands alþýðu og Böðvar Pétursson verzlunarmann. Ráðherra menntamála, Magnús Torfi Ólafsson, er spurður um þessi mál og fólk er tekið tali á götum úti. Meðal þess má nefna sjálfan utanrikisráðherra, Einar Agústs- son. Hér verður ljóstrað upp hvað hann sagði, en hann lýsti sig mjög fylgjandi fræðslu fyrir fullorðna og kvaðst vilja taka þátt f slíku námi, ef hann hefði tækifæri til. ánægður með þær undirtektir, sem myndir hans hafa fengið hér á landi, þvi að þetta mun vera i fjórða skiptið, sem hann heldur sýningu hér á landi. Miðað við hve þekktur málari Weissauerer selur hann myndir sinar á hóflegu verði. Þetta eru grafik myndir og akvarellur. Ljósmynd Bjarnleifur. Framsetningin á efninu er nokkuð breytt frá þvi sem hefur verið í fyrri Vinnu-þáttum. Allt efnið er tekið á filmu. Það gerir hinn nýi dagskrármaður frétta- og fræðsludeildar sjónvarpsins Sigurður Sverrir Pálsson. Hann var áður kvikmyndatökumaður hjá sjónvarpinu og kann þvi nokkuð með filmuna að fara frá fornu fari. Engar umræður verða i sjón- varpssal, og þykir undirrituðum það kostur, þvi að þótt þetta form sjónvarpsefnis geti einstaka sinn- um verið fróölegt, þá er það oftar dauft og litið i ætt við þá mögu- leika, sem sjónvarp getur boðið áhorfandanum upp á. —LÓ SJÓNVARP • Þriðjudagur 27. marz 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Ashton-fjölskyldan. Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 46. þáttur. Skyn- semin ræður Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 45. þáttar: Davið er á batavegi eftir slysið. Hann hefur slasazt á höfði og læknarnir telja að honum verði ekki leyft að fljúga framar. Sheila heim- sækir hann á sjúkrahúsið. Hann reynir að vekja meðaumkur. hennar, og eftir mikið táraflóð ákveða þau að gera enn eina tilraun til að lappa upp á hjóna- bandið. 21.20 Vinnan. Fræðsla fullorö- inna. Fræðsla utan hins hefðbundna skólakerfis er athyglisverður og þýðingar- mikill þáttur i menntun fólks, til að fylgjast með i sinu starfi. Þessi þáttur er filmaður á ýmsum stöðum, þar sem slik kennsla fer fram. Rætt er við nemendur og formann nefndar sem vinnur að lagasetningu á þessu sviði. Umsjónar- maður Baldur óskarsson. 22.00 Listhlaup á skautum. Úrslit parakeppninnar á heimsmeistaramóti i list- hlaupi á skautum, sem fram fór i Bratislava i Tékkóslóvakiu um siðustu mánaðamót. Þulur Ómar Ragnarsson. (Evróvision — Rudolf Weissauer við eina mynda sinna á sýningunni að Bergstaöa stræti 15. Þykir gott að sýna íslendingum 5 í 4 í í I m M Nt Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 28. marz. Hrúturinn, 21. marz—20. april. Það getur farið svo að dagurinn verði dálitið tætingslegur, að þú hafir mörgu að sinna en náir ekki tökum á þvi einhverra hluta vegna. Nautið, 21. apríl—21. mai. Gættu þess að þú verðir ekki fyrir barðinu á einhverjum ófyrir- leitnum kaupahéðni. Skrifaðu ekki undir neitt, nema að þú vitir allar aðstæður. Tvíburarnir, 22. mai—21. júni. Þú þyrftir að koma miklu i verk i dag, og margt kallar að. En það verður lika margt til að tefja og dreifa kröftum þinum. Ki abbinn, 22. júni—23. júli. Þú kemst i tæri við einhverja persónu i dag, sem hefur frá mörgu að segja. Taktu þó ekki frásagnir hennar allt of hátiðlega. Ljóniö, 24. júli—23. ágúst. Þú þarft að huga að mörgu i dag. En það mun gera þér erfitt fyrir, að þeir sem þú átt erindi við, verða fremur óákveðnir i svörum. Meyjan,24. ágúst—23. sept. Það litur út fyrir að þér bætist óvænt peningar. Ef til vill ekki miklir, en þó munu þeir koma sér mjög vel einmitt nú. Vogin,24. sept.—23. okt. Þú skalt ekki kippa þér upp við undarlegar fréttir, en ekki þar fyrir að þú þurfir að taka þær trúanlegar fyrr en nánari skýringu er að hafa. Drekinn,24. okt.—22. nóv. Reyndu að lita á mál- in hlutlausum augum, eins þótt þau snerti þig sjálfan að einhverju leyti. Það er að visu ekki alltaf auðvelt. Bogmaðurinn,23. nóv.—21. des. Dagurinn verð- ur að öllum likindum liöinn fyrr en þig varir, og mun eitthvað skemmtilegt bera til þess, sem þú munt minnast. Steingeitin, 22. des.—20. jan. Þér verður smá- vægilega á i messunni, en ekki seturðu neitt ofan við það, heldur brosa að þvi græzkulaust i kunningjahópi. Vatnsberinn, 21. jan,—19. febr. Þetta verður glaðværðardagur. Þó að hann verði ef til vill ekki eins notadrjúgur og skyldi, þá nýturðu hans á vissan hátt. Fiskarnir,20. febr.—20. marz. Góður dagur yfir- leitt, en annriki mikið og meiri tafir og vafstur, en þér þykir gott. Hvildu þig vel þegar dags- verkinu er lokið. V/AV.VV.V/.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V Pá i í I i í Tékkneska sjónvarpið) 22.40 Dagskrárlok. ÚTVARP # ÞRIÐJUDAGUR 27. marz 13.00 Eftir hádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.15 Fr æðs I uþá tt ur um almannatryggingar (endur- tekinn) 14.30 Skólahættan og tvenndarskóli Kristján Friðriksson forstjóri flytur erindi i tilefni af grunn- skólafrumvarpinu. 15.00 Miðdegistónleikar: 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið 17.10 Fratnburðarkennsla I þýzku, spænsku og erper- anto 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Nonni og Manni fara á fjöll” eftir Jón Svcinsson. Freysteinn Gunnarsson is- lenzkaði. Hjalti Rögnvalds- son les (2). 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 UmhverfismálSnæbjörn Jónasson yfirverkfræðingur talar 19.50 Barnið og samfélagið Maria Kjeld sérkennari talar um uppcldisskily rði þroskaheftra barna á for- skólaaldri. 20.00 Lög unga fólksins 20.50 Iþróttir Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.20 Píanósónata nr. 4 op. 54 eftir Pál Kadosa Höfund- urinn leikur. 21.25 t Ijóðahugleiðingum Konráð Þorsteinsson les nokkur ljóð i þýðingu Magnúsar Asgeirssonar og spjallar um þau. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (31) 22.25 Rannsóknir og fræði Jón Hnefill Aðalsteinsson fil. lic. talar við dr. Þorvarð Helga- son. 22.50 Harmónikulög 23.00 A hljóðbergi. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrarlok. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik fer fram opinbert uppboð að Armúla 38, þriðjudag 3. aprll 1973, kl. 14.00 og verður þar seld taurulla, talin eign Skyrtur og Sloppar. Greiösla við hamarshögg. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. ■V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAV.Í

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.