Vísir - 05.06.1973, Qupperneq 7
Visir. Þriöjudagur 5. júni 1973.
7
eftir þvi hvort bústaBurinn er
við læk, vatn eða á, þar sem
hægt er að veiða og getur það
munað á verði 100-200 þús. kr.
eða meiru.
Það er eiginlega sama sagan
með lönd undir sumarbústaði,
þar er lika frekar litið framboð
Lönd i brastarskógi eru til sölu
og kostar 1 hektari frá 350-500
þús. kr. Eitthvað er til löndum i
nálægð Reykjavikur við vötn og
fara'þau á um 300 þús. kr. Þá er
lika töluvert um að bændur láti
lönd undir sumarbústaði og eru
það þá oftast leigulönd. Það er
erfitt að fá keyptar jarðir, þvi
hrepparnir reyna yfirleitt að
neyta forkaupsréttar sins.
Við spurðumst fyrir um verö á
þeim sumarbústöðum, sem
voru á sýningunni ,,Heimilið
73”. Draumahúsið, sem svo
hefur verið nefnt er hægt að fá i
mismunandi stærðum og kosta
30fermetrar um 650 þús. kr., 50
ferm. kosta um 990 þús. kr. og 70
ferm. um 1120 þús. kr. innifalið i
fermetrafjölda er 10 ferm.
verönd undir þaki á hverjum
bústað. Talið er að það kosti 100-
120 þús. að reisa þá, en þeir
koma i 1 m breiðum einingum
og samsetningin tckur um það
bil viku. Annebergs-húsið
kostar 750-800 þús. það sem er 50
fermetrar að stærð, hægt er að
fá þau i fleiri stærðum og koma
þau einnig til landsins i pörtum.
Umsjón:
Erna V. Ingólfsdóftir
Hvað kosta sumarbústaðir?
Nú, þegar við gerum
okkur Ijóst að sumarið er
loksins komið, þá rjúkum
við upp til handa og fóta
og viljum komast út úr
bænum. Nú fer fólk m.a.
að hugsa um sumarbú-
staði fyriralvöru og reyna
að láta drauma sína
rætast um að geta ein-
hvers staðar átt afdrep á
fallegum stað í burtu frá
amstri dagsins, þar sem
ekki þarf að vera i þessu
eilífa kapphlaupi við
tímann.
Við spurðum nokkra fast-
eignasala um möguleika á að
kaupa sér sumarbústað. Þeir
Annebergs-húsið á sýningunni „Heimilið 73”.
Drauinahúsið á sýningunni „Ileimilið 73".
þar sem þetta fer svo mjög eftir
aðstæðum.
Ef við svo litum aðeins á
innréttingakostnað, þá kosta
þær um 200 þús. kr. i 50 ferm.
draumahús.
Það eru lika margir, sem
farnir eru að kaupa sér hjólhýsi
og er hægt að fá þau frá 195-37C
þús. kr. allt eftir stærð og iburði.
T.d. kostar hjólhýsi með svefn-
rými fyrir 5 frá Gisla Jónssyni &
Co. 366 þús. 1 þvi eru öll mögu-
leg þægindi. Það er isskápur,
eldavél, sérstakt grill þar sem
maður getur snöggsteikt sér
kjötrétti og ofn sem hitar upp
hjólhýsið, allt er þetta tengt
gaskút. Þá er vaskur i eldhúsi
og á salerni og er vatnsdæla
með, sem gengur fyrir raf-
magni. Húsgögnin gerð þannig
að þeim er hægt að smella upp
og breyta i rúmstæði á
svipstundu. Hægt er að skilja
hjólhýsin eftir t.d. á Lauga-
vatni, eða i Húsafellsskógi gegn
vægu gjaldi.
Svo er það lika sú hliðin að
menn vilji byggja sinn sumar-
bústað sjálfir, og það er lika
hægt án þess að það þurfi að
kosta mjög mikið. T.d. er hægl
að fá ágætis eldhúsinnréttingu
með þvi að raða og negla saman
nokkrum ölkössum, negla siðan
hörplötu i þeirri stærð sem
hentar, plastleggja hana og fá
sér svo eitthvað litfagurt
bómullarefni og rykkja i kring,
þar með er sá vandi leystur.
Húsgögn i bústaðinn mega
gjarna vera dálitiö grófgerö og
meira að segja eins og þeim sé
klambrað saman. Flestir karl-
menn hafa gaman af að dunda
við smiðar og þarna kemur
tækifærið til þess, þvi engum
þykir tiltakanlegt hvernig hlut-
irnir eru smíðaðir, ef maöur
hefur aöeins gert það sjálfur og
átt að þvi frumkvæðið, það er
bara að þora að fara eftir sinum
eigin smekk, meira að segja
geta krakkarnir fengið að taka
þátt i smiðinni. Þar erum við
einmitt komin að einum megin-
tilgangi við að fara i sumar-
bústað, en þaö er að finna
Eldhúsinnrétting f draumahúsinu
sameiginlegt áhugamál, sem
allir i fjölskyldunni geta tekið
þátt i. Það er um að gera að allir
taki þátt i fyrirtækinu af lifiog
sál.
Annað, sem tilvalið er fyrir
alla að taka þátt i, er að útbúa
sér útigrill og er það hægt ein-
faldlega með þvi að skorða teina
eða járnplötu milli tveggja
steina og þar með er komið
fyrirtaks grill.
Jarðhús til að geyma
silunginn.mjólkina og smjörið i
er lika ómissandi og er þá hægt
að klæða trékassa að innan með
plasteinangrunarplötum, hafa
lika einangrað lok á og moka
mold yfir og tyrfa siöan. Þarna
er þá kominn smáhóll, sem gæti
veriö prýði i umhverfinu.
Nú er bara um að gera að
byrja einhvers staðar og það
þarf ekki endilega að vera stórt
til að skýla fyrir regni og
vindum og hvila mann,þó ekki
væri nema fyrir þessum eilifu
simhringingum, þó enginn vilji i
alvöru vera án simans. E.V.I
Sumarbústaður, sem klæddur er með viðhaldsfríum plast-
lengjum.
voru allir sammála um að mjög
litiö framboð væri á sumar-
bústöðum en þó aíltaf eitthvað,
hins vegar væri mikið spurt um
bústaði, sérstaklega á þessum
tima. Það tiðkast lika töluvert
að selja bústaði manna á milli
og koma þeir þá auðvitað aldrei
á söluskrá hjá fasteignasölum.
Söluverð á sumarbústöðum er
ákaflega mismunandi og fer
auðvitað eftir ásigkomulagi og
staðsetningu. Algengasta stærð
er 30-40 fermetrar og þeir kosta
allt frá 300-1200 þús. kr. og jafn-
vel fara þeir upp i 2.5 milljónir-
kr., en þá er auðvitað verið að
tala um mikið stærri hús.
Einnig fer verðið mjög mikið
Þriðji bústaðurinn, sem sýndur
var á sýningunni er nú raunar
ekki til sölu en var byggður sér-
staklega af Andra h.f. til að
sýna viðhaldsfria plastklæðn-
ingu, sem kostar 840 kr. fer-
meterinn. Það kostaði um 400
þús. kr. að byggja hann. Hann
er 25 ferm. aö stærð fyrir utan 10
ferm. verönd undir þaki.
Allir bústaöirnir eru einangr-
aðir til þess að hægt sé aö búa i
þeim allt áriö.
Svo kemur kostnaðurinn viö
grunninn og kostar t.d. aö
steypa steinstólpa um 1200-1300
kr. á hvern fermeter, en i
rauninni er erfitt að áætla slikt,
Smáhugmynd um þær gerðir af hjólhýsum, sem eru á markaðnum I dag, en þessi mynd er frá Bíla-
sýningunni 1973.