Vísir - 05.06.1973, Side 9
Vísir. Þriðjudagur 5. júni 1973.
Vísir. Þriöjudagur 5. júni 1973.
Fóstrur óskast
Leikskólinn Kvistaborg i Fossvogi óskar
eftir fóstrum frá 1. september eða fyrr.
Upplýsingar á staðnum eða i sima 30311
hjá forstöðukonu.
tfl Atvinnuveitendur
Þeir atvinnuveitendur, sem geta tekið
skólafólk i atvinnu i sumar, eru vinsam-
lega beðnir um að hafa samband við
Ráðningarstofu Reykjavikurborgar, simi:
18800.
Fjórmagn
Óska eftir miklu fjármagni i arðvænt fyr-
irtæki i stuttan tima. Tilboð sendist augld.
Visis merkt ,,5656”.
Bíll óskast
Litill fjögurra manna bill óskast, árg. ’70,
’71 eða ’72.
Vel með farinn. Ýmsar gerðir koma til
greina. Helzt Fiat 850 sportmódel. Simi
40265 eftir kl. 5.
Ford Torino
Til sölu Ford Torino árg. ’69, 8 cyl, 351 cup.
sjálfskiptur með vökvastýri. Uppl. i sima
22022 milli kl. 9 og 4.
Gagnfrœðaskólarnir
í Kópavogi
Þeir nemendur sem eiga að sækja 1. og 2.
bekk gagnfræðaskólanna i Kópavogi
næsta vetur og hafa ekki þegar innritað
sig verða að gera það miðvikudaginn 6.
júni og fimmtudaginn 7. júni. Innritunar-
timi i Víghólaskóla er kl. 9-12 og 14-16 og i
Þinghólsskóla kl. 10-11 báða dagana.
Fræðsluskrifstofan.
Bílstjóra ó vðrubíl
Bilstjóra á vörubil og verkamenn vantar
strax.
Helzt Hafnfirðinga.
Uppl. i sima 50994 og 30435.
STÆKKUNAR^
. GLER
Fjolbreytt urval
stækkunarglerja,
m.a.stækkunargler
með Ijósi.
FRÍMERKJAMIDSTÖÐIN
Skólavöröustig 21 A-Sími 21170
Umsjón: Olafur Geirsson
Þetta var býsna algeng sjón i leik Akureyringa og Keflvikinga um helgina. Mikill hluti Akureyrarliösins í vörninni, enda léku þeir algjöran varnarleik móti norðan
strekkingnum I fyrri húlfleik.
Asgeir Sigurvinsson, tBV., sem skoraði jöfnunarmarkiö gegn
Belgíumönnum.
Unglingalandsliðið:
Tap gegn Sviss
Þrátt fyrir aragrúa
tækifæra og töluverða
yfirburði tókst islenzka
unglingalandsliðinu
ekki að sigra Sviss-
lendinga i gærkveldi i
leik liðanna i Evrópu-
keppninni. Sviss-
lendingar sigruðu,
gerðu 2 mörk gegn 1.
Fyrsta mark leiksins kom
strax á 3. minútu fyrri hálfleiks,
og gerðu Svisslendingar það
eftir gróf varnarmistök hjá
Islendingunum. Landarnir áttu
töluvert af tækifærum sam-
kvæmt þvi, sem Hreggviður
Jónsson, fararstjóri, sagöi
okkur I morgun, en ekki tókst að
skora.
Annað m’ark Svissaranna kom
svo á 6. mínútu siðari hálfleiks,
eftir að mistök höfðu orðið hjá
islenzku vörninni.
Mark islenzka liðsins kom
siðan strax á næstu minútu.
Eftir að hornspyrna hafði verið
tekin og skotið á mark Sviss,
fékk Hörður knöttinn og skaut
og skoraði.
Ekki urðu mörkin fleiri þrátt
fyrir ótal tækifæri tslending-
anna, þeir skutu i stöng — það
var bjargað á linu — boltinn fór
rétt framhjá — markvörður
Sviss varði — en boltinn fór ekki
i markið. —
England sigraði i C riðlinum
og keppir við ttaliu i undanúr-
slitum i dag. Belgía varð númer
tvö i riðlinum. Vann Sviss og
gerði jafntefli viö England og
tsland. Sviss varð þriðja eftir
sigur yfir tslandi, sem rak lest-
ina með eitt stig.
tlrslit höfðu aðeins borizt i
tveim leikjum: Austur-Þýzka-
land — Tékkóslóvakia 3-2.
Rúmenia — Noregur 2-1.
Noregur varð siðastur i sinum
riðli með ekkert stig.
HEIMSMEISTARINN I HNEFALEIKUM:
FOREMAN ver
titilinn
Heimsmeistarinn i hnefa-
leikum, Bandarikja-
maðurinn George Foreman,
ætlar að verja titil sinn 1.
september næstkomandi i
keppni gegn Joe King.
Viðureignin verður i
Mexicoborg og var tilkynnt
um leikinn þar i borg i gær-
dag
Joe King er talinn vera
númer 10 að styrkleika
samkvæmt skrám Alþjóða-
hnefaleikasambandsins og
er hann sá fyrsti, sem
reynir að ná titlinum af
Foreman, siðan sá siðar-
nefndi náði honum af landa
sinum Joe Frazier i janúar
síðast liðnum.
Joe King þykir efnilegur
hnefaleikari og likt og fyrr-
verandi heimsmeistari,
Mohamed Ali, hefur hann
gaman af þvi að gefa út alls
konar yfirlýsingar fyrir
leiki um keppinautana,
hvernig úrslitin verði og þá
eru spádómarnir jafnvel i
bundnu máli.
Ilggg •■v n- g n v^v
George Foreman, rétt áöur en hann vann
meistaratitilinn af Joe Frazier f janúar
siöastliöinn.
Eru línurnor oð skýrost?
— Fram vann
Blikana
Verða það Breiðablik
KRingar og Akureyr-
ingar; sem berjast við
fallið i 1. deildinni þetta
árið? — Þvi vildi einn
góðkunnur knatt-
spyrnuáhugamaður
halda fram i gærkvöldi,
eftir leik Fram og
Breiðabliks, eii Fram
sigraði með 2 mörkum
gegn 1.
Vist er um það, að
slikir spádómar eru
heldur hæpnir og oft á
tiðum tilgangslausir
með öllu, en þessi 3 lið,
Breiðablik, KR og ÍBA,
hafa öll leikið — og
tapað — um helgina
fyrir Fram, Val og
Keflavik, og það hefur
ekki dulizt neinum,
hverjir eru betri aðil-
arnir i þeim leikjum.
Allir eiga þessir leik-
ir þó það sameiginlegt,
að þau lið, sem sigruðu,
áttu i miklum erfiðleik-
um með að skora úr
aragrúa tækifæra og
gerðu ekki nema 1 til 2
mörk i leik.
Þannig að út úr þess-
um vangaveltum
kemur aðeins það, að
ekkert er ennþá hægt
að fullyrða um sigur-
vegara eða botnlið, og
allt getur gerzt.
Um leikinn i gærkveldi er
fremur litið að segja, leikmönn-
um gekk illa að fóta sig á hálu
grasinu og var þvi litið um fall-
egt spil. Frammarar réðu gangi
leiksins að mestu i fyrri hálf-
leik, og gerðu þeir fyrra mark
sitt á 18. minútu og var Ásgeir
þar að verki, eftir að þvaga
hafði myndazt við mark Breiða-
bliks. Marteinn skoraði siðan
siðara mark Frammara á 35.
minútu meö skoti utan frá vita-
teigshorni vinstra megin og i
gagnstætt horn marksins —
mjög laglega að staðið. —
Yfirburðir Frammara voru
samir fyrstu 25 minútur siðari
hálfleiksins án þess þó, að um
verulega hættuleg marktæki-
færi væri að ræða.
Eftir það fóru Breiðabliks-
menn heldur að sækja sig og
áttu til dæmis bæði ólafur og
Þór Hreiðarsson góðar til-
raunir, Ólafur skaut á mark, en
Þorbergur sló yfir, rétt á eftir
skallar Þór að marki Framm-
ara, en Þorbergur ver. Þetta
var hvort tveggja á 31. minútu.
Mark Breiðabliks kom siðan á
40. minútu, og varð það eftir
aukaspyrnu, sem Haraldur
Erlendsson tók um það bil' 45
metra frá marki Frammara,
hann spyrnti inn á vitateiginn,
til Guðmundar Þórðarsonar,
sem sneiddi knöttinn laglega i
markið framhjá Þorbergi
markverði. Mikið kapp hljóp i
Breiðablik við markið, en allt
kom fyrir ekki. Mörkin urðu
ekki fleiri og Frammarar sigur-
vegarar.
Blikarnir fagna marki. Guðmundur aö lenda aftur á jöröinni cftir að hafa stýrt knettinum i netið, fram
hjá Þorbergi markverði, sem liggur i grasinu.
Marteinn Geirsson skýtur og innsiglar sigur Fram gegn Breiöablik i
gærkvöldi.
Ping pong
nám í
Kína
Yfirburðir Kínverja í
borðtennis hafa verið tölu-
verðir hingað til en nýverið
komu fyrstu útlendingarn-
ir, sem verið hafa þar til
þjálfunar og i þjálfunar-
námi, þaðan. Það voru
tveir Ástraliubúar, maður
og kona, sem kepptu i ástr-
alska liðinu, sem ferðaöist
um Kínverska alþýðulýð-
veldið, þegar „ping pong
þíðan” stóð sem hæst 1971.
Bæði lentu áströlsku borð-
tennisleikararnir i ströngum
æfingum og meðal annars þurftu
þau að stunda lyftingar bæði
kvölds og morgna.
Að þeirra sögn voru kinversku
þjálfararnir mjög góðir og
kenndu þeim geysimarga nýja
hluti varöandi borðtennis.
t eina skiptið, sem var minnzt á
Mao Tse-Tung var þegar þjálfar
ínn sagði: „Mao formaður segir,
að allir hafi sina galla, og ég veit,
að ég er ekki fullkominn, svo ég
biö ykkur afsökunar á mis-
itökum minum”.
Fór á handfœri frem
ur en í 100 metrana
Okkar langbezti
spretthlaupari, Bjarni
Stefánsson, mun ekki
taka þátt i frjálsiþrótta-
keppnum i sumar, i það
minnsta ekki að neinu
marki. Bjarni lauk
nýlega stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við
Hamrahlið og er nú
byrjaður á handfæra-
báti, sem rær fráHellfc-
sandi, en færabátar afla
nú mjög vel við
Snæfellsnes.
Sfðastliðin 4 ár hefur Bjarni
verið okkar bezti hlaupari á
styttri vegalengdum, og á hann
meðal annars tslandsmetið i 400
metra hlaupi, 46,7 sekúndur, og
hann hefur hlaupið 100 metrana á
10,5 sekúndum.
Þannig er þetta hér á tslandi —
i hinni algjöru áhugamennsku, —
þegar alvara lifsins blasir við þá
verða menn að velja á milli þess
að sjá sér og sinum sómasamlega
farborða — eða —.
1
Bjarni Stefánsson okkar bezti
spretthlaupari undanfarin ár,
sem nú stundar handfæraveiöar
frá Hellissandi.