Vísir - 23.07.1973, Síða 6

Vísir - 23.07.1973, Síða 6
6 Vlsir. Mánudagur 23. júli 1973. VÍSIR Otgefandi:-Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson RitstjórnarfulltrUi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Slöumúla 14. Simi 86611 C^llhur) Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands i lausasölu kr> 18.00 einlakiö. Blaöaprent hf. Dráttardýrin nafnlausu Listarnir yfir breiðustu bökin hafa verið birtir i blöðunum. Þeir einstaklingar og stjórnendur fyr- irtækja, sem leggja mest af mörkum á þessu ári i botnlausa hit sameiginlegra þarfa okkar, hafa fengið verðskuldaða athygli. Margir þeirra bera sig vel og segja: ,,Ég komstþó á listann i ár”. Þetta er hið rétta hugarfar, sem þvi miður er ekki of áberandi i þjóðfélaginu um þessar mund- ir. Fyrir nokkrum árum var meira um, að menn teldu ekki eftir sér að leggja sitt af mörkum til sameiginlegra þarfa. Enda var skattlagning þá tiltölulega hófleg, miðað við þau ósköp, sem inn- heimt eru um þessar mundir. Rikisvaldið ber höfuðábyrgðina á auknum vilja til skattsvika. Það hefur gengið svo fram af mönnum, að þeir eru aftur farnir að lita á það sem eðlilega sjálfsbjargarviðleitni að smeygja sér undan sköttum. Slik viðhorf skjóta óhjá- kvæmilega rótum, þegar hið opinbera hirðir 55 aura af hverri viðbótarkrónu, sem menn afla sér, oftast með ærnu erfiði og yfirvinnu. Við höfum séð nöfn margra tuga manna, sem eru veigamestu dráttardýr rikisbáknsins. En breiðu bökin eru margfalt fleiri. Mikill meirihluti skattgreiðenda, liklega þrir fjórðu hlutar allra fjölskyldufeðra, hefur heiðurinn af þvi að lenda með einhvern hluta tekna sinna i þrepi hæstu skattprósentu. Þetta eru hin nafnlausu dráttar- dýr kerfisins. Hin takmarkalausa ágirnd rikisvaldsins kemur verst við þetta fólk. Margt af þessu fólki hugsar nú sem svo, að nú sé mælirinn fullur og réttast sé að fara að draga af sér, hafna yfirvinnu og öðrum aukatekjum. En það vaknar svo upp við, að það getur ekki hætt að snúa mylluhjóli rikisins. Það verður áfram að leggja hart að sér til að greiða hina háu skatta og fær þvi aftur háar tekjur á næstu skattskýrslu. Það er komið i vitahring, sem það sleppur ekki úr. , Rikisvaldið er lika sjálft komið i vitahring. Þegar fjár hefur verið aflað til einnar samfélags- j legrar þarfar, kemur önnur i ljós, sem ekki hefur enn verið fullnægt. Hin einfalda og hættulega lausn rikisvaldsins á þessu vandamáli er að inn- heimta sifellt hærri skatta, draga til sin sivax- andi hluta þjóðarteknanna. Þessi eltingaleikur endar ekki fyrr en rikis- stjórnin áttar sig á, að 200.000 manna þjóðfélag hefur ekki ráð á að gera allt i grænum hvelli. Það verður að skera sér stakk eftir vexti og halda rik- isbákninu i skefjum. Rikisstjórnin verður að átta sig á, að ekkert vald er eins auðvelt að misnota eins og valdið til að innheimta skatta. Boginn hefur þegar verið spenntur of hátt. Þorra manns finnst skattakerfið orðið ranglátt. Æ fleiri reyna þvi að komast undan þvi með ein- hverjum hætti. Ágirnd rikisvaldsins dregur úr siðgæðisvitund þjóðarinnar. Það er kominn timi til að snúa við, hætta að skattleggja almennar verkamannatekjur og hætta að lita á venjulegar tekjur sem hátekjur, er rikisvaldið geti miskunn- arlaust höggvið i. Rikisstjórnin virðist lita á verulegan hluta skattgreiðenda sem dráttardýr, er endalaust megi hlaða byrðum á. Það er kominn timi til, að skattgreiðendur hafni þessari meðferð og krefjist réttlætis, velji þá stjórnendur á rikisskútuna, sem þeir treysti til að rifa seglin. —JK Heróínkóngurinn var mongólskur rœningjahöfðingi Kinversk ævintýri kunna að segja frá vold- ugum ræningjahöfð- ingjum, sem fyrr á árum (ekki svo mjög langt siðan) fóru um héruð með sveitir vopn- aðra manna Slikir „herstjórar” virðast ennþá finnast i afskekktum fjalla- héruðum Thailands og Burma — en þó fækkaði þeim um einn núna á þriðjudaginn, þegar „heróin kóngur Suð- austur-Asiu” var gripinn af sveit landamæra varða. „Viö handtókum hann, þegar hann kom yfir landamærin frá Burma”, sagði Chumpon Lohachanu, hershöfðingi, frétta- mönnum i fyrradag. — „Hann var á flótta undan Burmamönnum”. „Heróinkóngurinn” heitir réttu nafni Lo Hsing-Han, þjóösagna- kennd persóna, sem hefur undir sinni stjórn 1.000 vopnaðra manna — einkaher, sem kallaöur hefur verð Kha Kwe Yei (sjálfs- varnarsveitirnar). Þessi KKY er I rauninni einn af nokkrum ræningjaflokkum, sem leika lausum hala i landshluta,þar sem ekki rikja önnur lög en hnífkutans og byssunnar. Svæðið liggur á mÖrkum Laos, Thailands, og Burma og gengur undir nafninu „Gullni þrfhyrningurinn”. Þaðan kemur mestur hluti þeirra 1.000 smálesta af ópium, sem árlega eru framleiddar i Suöaustur-Asiu Lo Hsing-Han er talinn vera — án nokkurs vafa — ábyrgö á stærstum hluta þessarar ópium- framleiðslu. Þá má þvi nærri geta, að thai- lenzku lögreglunni þótti bera vel I veiði, þegar þessi stórfiskur flæktist i net hennar. „Lengi, lengi hefur okkur leikið hugur á að læsa klónum I hann”, sagði Chumpon hershöfðingi. Af sjálfri handtökunni hafa borizt fremur óljósar fréttir. Lo mun hafa verið handtekinn i sveitaþorpi um niu kilómetra frá landamærum Burma i hinum af- skekkta Mae Hong Son-héraði, sem er um 700 km fyrir norðan Bangkok. — Þessi handtaka er eins og rúsinan i pylsuendanum fyrir thailenzku lögregluna, sem hefur siðustu mánuðina gengið mjög skelegg að verki gegn eitur- lyfjahringunum þar austur frá. Hefur lögreglan komizt yfir mikið magn birgða og handtekið og upprætt heila flokka smyglara. Lo Hsing-Han hefur hingað til haldið sig aðallega i Tachilek i Burma, en i þvi héraði hefur hann veriö eins og kóngur i riki sinu. Nafn hans er að finna i fjölda skýrslna, sem eiturlyfjavarnir Bandarikjanna hafa sent full- trúadeild Bandarikjaþings, og er hann þar jafnan talinn einhver allra stærsti aðilinn i Suöaustur- Asiu,sem útvegað hefur eiturlyf fyrir fikniefnamarkaðinn. Aðalráðgjafi Bandarikjastjórn- ar ialþjóðlegum fikniefnamálum, Nelson Gross hefur lýst Lo Hsing- Han sem „kóngnum I herióin- bransanum i Sa-Asiu, er hafi á valdi sinu allt frá valmúuekrum upp I heróin-eimingarverk- smiðjur, sem hann rekur I Burma”. Illlllllllll m mm Umsjón: Guðmundur Pétursson Frá Burma var Lo að koma, þegar thailenzka lögreglan tók hann. Sagði landamæralög- reglan, að hann hefði I fylgd með 100 mönnum sinum verið hrakinn yfir landamærin af Burmaher- mönnum, þegar hann hafi látið undan siga i skotbardaga. Flokkur thailenzkra landamæra- varða heyrði skothriöina, og lagöist á launsátur. Þeir hand- tóku Lo og 10 manna hans. Lo var ekki vopnaður, og að sjálfsögðu fundust engin fikniefni á honum — Töldu landamæraverðirnir, að yngri bróðir Lo hefði verið hand- tekinn af Burmamönnum við þetta samá tækifæri. Lo Hsing- Min bróðir Lo er talinn hafa rekið fyrir hann heróinverksmiðjurnar Engin skýring lá fyrir þvi, hvað Lo var að gera 250 kilómetra fyrir vestan aöalstöövar sinar i Tachilek, þar eystra grunaði menn, að hann hefði verið að reyna að opna nýjar flutnings- leiðir fyrir framleiðslu sina. Hinar eldri smyglleiðir hans hafa verið undir svo ströngu eftirliti Thailendinga, sem hafa höggvið stór skörð I sendingar hans. að það hefur verið orðið illþolanlegt fyrir Lo. Litið er vitað um Lo, annað en • það, að hann hefur fengið að starfa i „Gullna þrihyrningnum” óáreittur af stjórn Burma. í staðinn hefur hann i greiðaskyni fyrir stjórnina reynt að vera skæruliðum kommúnistaflokks Burma óþægur ljár i þúfu. — Af hálfu Thailands hefur hann ekki þurft að óttast mikil afskipti þar til að þeir tóku á sig rögg á um það bil miðju s.l. ári og fóru að höfuðsitja sendisveina hans. Urðu Thailendingar að láta undan þunga bandriskra áhrifa, þvi að i Bandarikjunum er mönnum fyrir löngu ljóst, að ekki er unnt að stemma stigum við nema með þvi að stifa uppsprettuna. Tókst að fá tryknesku stjórnina til þess aö hefta mjög ópiumframleiðsl- una þar, og þá lá næst fyrir að snúa sér að SA-Asiu. Einkaher Lo er sagður saman- settur af Dacóitum, ættbálkum þarna úr fjöllunum, Yunnan- mönnum (en hann er sjálfur sagður fæddur I Yunnan) og lið- hlaupum úr 93ju Kuomintangher- deildinni, sem flúði Kina, þegar kommúnistarnir komust til valda 1949. Eiturlýfjanjósnirnar segja að her hans sé vel búinn nýtizku vopnum og hafi yfir að ráða M16- rifflum, sprengjuvörpum o.fl. Eru þetta amerisk vopn, sem áttu upphaflega að fara til Laos-hers- ins en lentu á svarta vopnamark- aðnum i Asiu. Lo er sagður hafa haft þann háttinn á, að kaupa hráopium af fjallabændum og flytja það siðan sjálfur á trússhestum og múlösnum til eimingaverk- smiðjanna. Ræningjaflokkur hans gegndi hlutverki vopnaðrar gæzlu til varnar gegn öðrum rupl-. andi herstjórum. En svo urðu Lo á þau mistök — segja njósnarar — að gera griöarsamninga skæruliða kommúnista, svo að hestalestir hans gætu komizt óhultar fyrir árásum þeirra. Og þar með var úti um friðinn við Burmastjórn. 1 Tachilek ku Lo hafa m jög full- komna herólnverksmiðju, en eins og kunnugt er, þá er heróinið unnið úr hráópium. Hann er raunar sagður eiga 15 slikar verksmiður meðfram landa- mærunum, og framleiða þær morfin, ,,rauðamöls”-heróln til reykinga og svo hreint heróin nr. 4 — Frá Tachilek hefur fikni- efnunum verið smyglað yfir langamærin I gegnum Thailand til strandar, þar sem thailenzkir togbátar hafa skilað þeim áleiðis til Suöur-VIetnam og Hong Kong — og þaðan finnur það sér leiðir til Vesturlanda. Við h'orfum glottandiá ótrúiegar hasarblómyndir um ræningjaflokka af þessu taginu —en þeir eru samt óneitanlega tii I raunveruleikanum, eins og sagt er frá I greininni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.