Vísir - 23.07.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 23.07.1973, Blaðsíða 9
Vlsir. Mánudagur 23. júli 1973. 9 Xú er hún komin - bókin um gosið í Evjum ohdfal m fiju: \ ICML4NDS \M STM \\N IMANDS Valur í hœttu eftir fimm-núll í hálfleik Hann var skrítinn leikurinn í gærkvöldi/ milli Vals og Breiðabliks í 1. deild. Eftir að Valsmenn höfðu bjargað fimm sinnum á marklínu fyrstu fimm mínútur leiksins, yfir- tóku þeir algjörlega leikinn og skoruðu fimm mörk í fyrri hálfleik. Já, heppni Valsmanna var mikil, en slíkt afsakar ekki Breiðabliksliðið að detta niður svo gjörsamlega eftir fyrsta mark Vals, en það kom á l0.mínútu,er Hörður Hilmarsson fékk boltann rétt við vítateigshornið og skaut lausu skoti undir markmann Breiðabliks, sem átti alla möguleika að taka þann bolta. Við þetta mark brotnuðu Breiða- bliksmenn algjörlega og Valurátti það,sem eftirvar hálfleiksíns. Svo kom ann- að mark Vals á 18. mín. Hörðurgaf laglegan bolta á Hermann, sem skoraði lag- lega. Á 24. mín. eiga Blik- arnir upphlaup;en Sigurður Haraldsson bjargar glæsi- lega. Á 36. min. er mikil þvaga fyrir framan Breiðabliks- markið boltinn berst út á kantinn, Kristinn gefur fyr- irtil Jóhannesar, sem negl- ir viðstöðulaust í netið af 25-30 metra færi. Glæsilegt mark. Og enn skora Vals- menn á 39. mín. Kristinn gaf fyrir, Hörður lyfti bolt- anum yfir varnarmann Breiðabliks, til Hermanns, sem labbaði með boltann í netið, 4-0. Fimmta mark Vals kom svo á markamínútunni, 43. mín. Markmaður Breiða- bliks var kominn of langt út og Hermann kom þjótandi með boltann og lyfti hátt yfir márkmanninn 5-0. Staðan sem sagt að verða vonlaus fyrir Blikana og maður bjóst við markasúpu í seinni hálfleik. En Breiðabliksliðið, sem kom inn á i síðari hálfleik var allt annað og betra, slenið farið af leikmönnum og liðið lék mun betri knattspyrnu. Og strax á 5. mín. gaf það mark. ólafur Friðriksson og Þór Hreið- arsson léku laglega í gegn og Þór skoraði. Svo á 7. mín skoraði Guðmundur annað mark Breiðabliks. Og enn skora Blikarnir á 11. min. úr vitaspyrnu, og var það Magnús Steínþórsson, sem tók hana og skoraði örugg- lega. Á 44. mín. skora svo Valsmenn 6. mark sitt og var Alexander að verki. Leikurinn var eftir atvik- um nokkuð skemmtilega leikinn af báðum liðum, en þó eiga Breiðabliksmenn að geta mun meira. Og ef þeir spila næstu leiki eins og seinni hálfleikinn og berjast eins vel þá falla þeir ekki. Bókin hefur þegar hlotið fádæma góðar viðtökur, enda er hér um að ræða frábært úrval Ijósmynda frá meira en tuttugu Ijósmyndurum. Margar at- hyglisverðustu myndirnar, sem teknar hafa verið í Eyjum, flestar litprentaðar. I upphafi er brugðið upp svipmynd af sérkenni- legri náttúru Vestmannaeyja, sögu, lífi og starfi fólksins í Heimaey eins og það var áður. Síðan er saga gossins rakin í máli og frábærum myndum. Textann skrifaði Árni Gunnarsson, fréttamaður, sem þekkti Eyjar áður og fylgdist með gosinu frá upphafi. Látið ekki dragast að eignast þessa einstæðu bók — og senda kunningjum og viðskiptamönn- um erlendis VOLCANO — Ordeal by Fire in lce- land’s Westmann Islands. Kostar aðeins kr. 995,00. Iceland Review LAUGAVEGI 18 A SÍMI 18950 _ Fluguveiðimenn Rúmur mánuður er eftir af veiðitimabilinu i efri hluta Laxár i Þingeyjarsýslu, en þar er aðeins veitt með fluguveiðitækjum. Veiðin er framúrskarandi góð og urriðinn vænn. í Kasthvammi i Laxárdal og Álftafirði við Mývatn er hægt að fá aflann reyktan við sauðatað og heimsendan. Athugið hvaða dagar eru lausir. Á SP0RTVAL | Hlemmtorgi — Simi 14390.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.