Vísir - 23.07.1973, Blaðsíða 7
Vísir. Mánudagur 23. júli 1973.
7
Gráfeldur
Laugavegi 3, Iv. Hœð.
INN1
| SÍÐAIM |
NUNA SKULUM VIÐ
GERA LISTAVERK!
a) Tréð okkar, sem
við limum á botninn i
hvelli.
b) Fljótleg en
fjölbreytt mynd, sem
við heftum á botninn.
LEÐURJAKKAR
RÚSKINNSJAKKAR
MIKIÐ ÚRVAL,
GREIÐSLUSKILMÁLAR
Umsjón: Erna
V. Ingólfsdóttir
Þegar börnin eru lasin eða
veðrið er leiðinlegt og þau geta
ekki verið úti er uppiagt að taka
nú þátt i ieik með þeim.
Flestir eiga i fórum sinum alls
konar efnisbúta, tölur, mis-
munandi litan tvinna, gömui
ónýt föt o.s.frv. og úr þessu má
búa til fallegt veggtcppi, mynd,
eða jafnvei óvanalegar
gardinur.
Það skemmtilegasta við
leikinn er að ekki er vitað
fyrirfram, hver útkoman verður
og hver og einn getur notað hug-
myndaflug sitt að vild.
Við gætum t.d. notað gamalt
lak og annað hvort limt eða
saumað á það alls konar figúrur
eftir þvi, hvað við ætlum að búa
til. Kannski væri gaman að búa
til gerði með alls konar blómum
trjám og öðru þvi tilheyrandi,
eða hús með grasbala i kring og
kannski væri ágætt að hafa tjörn
eða gosbrunn.
Fleira en efnisbúta getum við
gjarnan notað t.d. skrautlegan
pappir, ónýtar hálsfestar, garn-
afganga og teiknibólur i mis-
munandi litum.
Þetta endar sennilega með.
þvi að það verður ekkert dót
eftir og við uppgötvum,að það sé
heilmikið pláss i skápunum,
sem áður voru yfirfullir.
En nú er bara að setjast niður
og byrja, og hér koma nokkrar
hugmyndir.
Að visu vaxa ekki eplatré á
Islandi, en við getum bara
imyndabokkur það og svo tökum
við þátt i epiatinslunni.
Fyrir botn eða undirstöðu
getum við notað gamalt lak.
Siðan getum við annaðhvort
saumað á eða limt t.d. grænan
frottébút fyrir gras, og blátt efni
hentar vel i himinn. Or doppóttu
efni, helzt grænu og rauðu væri
gott að búa til eplatré, dopp-
urnarn gætum við svo klippt út
og sétt hér og þar i grasiö, þvi
aö eitthvað af eplumhefurdottiö
úr trjánum og eins þurfum við
að fylla balana. Þeir gætu verið
úr röndóttu efni og eins trjá-
bolirnir, helzt þá i einhverjum
brúnleitum lit.
Blómin væri ágætt að klippa
út i sitt i hvoru lagi.Legginn þá
helzt grænan og blöðin græn, en
krónan má auðvitað vera alla
vega á litinn. Sólin þyrfti helzt
að vera appelsinugul, þar sem
hún skin yfir fólkið við epla-
tinsluna, en svo getum við klætt
konurnar og börnin i hin skraut-
legustu klæði, og nú koma garn-
bútarnir i góðar þarfir sem hár.
Hérna sjáum við hvernig mynd verður til.
1 fætur, handleggi og andlit
væri auðvitað ágætt að nota efni
sem Hkast væri lit húðarinnar.
Svo þegar búið er að ganga
tryggilega frá öllu, svo að
ekkert detti nú af,þá þarf bara
að falda kantana og listaverkið
er tilbúið og hengist þar með
upp á vegg, svo að allir geti nú
dást að handbragðinu.
Ef við viljum gera eitthvað,
sem er kannski minni vandi og
tekur styttri tima, en börn eru
nú alltaf dálitið óþolinmóð og
vilja gjarnan,að myndin verði
til i hvelli, þá getum við spreytt
okkur á minni myndum.
Hérna eru þá tvær ágætis
hugmyndir til að hafa til hlið-
sjónar.
Við hvoruga þessara mynda
notum við nál og þráð. Sem botn
gætum við t.d. notað filt,ef til er,
en eitthvað dálitið þykkt ullar-
efniværilika ágætt. Agætt væri
að botmnn væri einlitur og t.d.
rauöur á lit, þvi að nú ætlum við
að búa til tré. Við byrjum þá á
að finna brúnleitan bút og
klippa út stofninn og lima hann
á. Nú er að safna öllum grænum
bútum saman og klippa út úr
þeim allavega blöð og mega þau
gjarnan vera hin ólikustu i lag-
inu. Betra er, af þvi að við
llmum, að efnið sé þannig að
þaö rakni ekki mikið upp við
meðhöndlun, þvi þá verður tréð
okkar snyrtilegra.
Þegar við erum svo búin að
lima öll blöðin á tréð klippum
við út svolitið til að hafa fyrir
gras og limum það við rætur
trésins.
Þar með er sú mynd tilbúin og
hægt að stilla henni upp.
Þá er það hin myndin, og þá
þurfum við helzt annaðhvort að
nota filt eða ullarbúta,sem litið
rakna, þvi að nú ætlum við að
hefta bútana á botninn með
heftara. Auðvitað er lika hægt
að llma þá á, en ef heftari er til
þá er mjög fljótlegt að nota
hann. Myndin á að vera af húsi,
sem tveir smákrakkar búa i og
svo höfum við auðvitað garð,
götur tré, blóm og krakkana tvo
að hlaupa i garðinum og sólin
skin á himninum og smá ský eru
i baksýn.
Litaval höfum við sem fjöl-
breyttast og teiknibólur i mis-
munandi litum notum við I
skreytingar á gangstignum og i
sólinni og rabarbarann.
Ekki er ósennilegt að þessi
dagur, sem listaverkinn urðu til
á,verði lengi i minnum hafður,
sem einhver skemmtilegasti
dagur ársins.
—EVI