Vísir - 23.07.1973, Side 17
Visir. Mánudagur 23. júli 1973.
n □AG | D KVÖLD n □AG |
Útvarpið í fyrramálið kl. 7.50: „Morgunleikfimi"
llm að gera að gefast
ekki upp í leikfiminni
Við spjölluðum litillega við
Kristjönu og sagði hún okkur m ,a.
að sá fyrsti sem byrjaði með
morgunleikfimina hefði verið
Valdimar Sveinbjörnsson leik-
fimiskennari við Menntaskólann.
Var það nokkrum árum eftir að
útvarpið hóf rekstur sinn og var
það þá til húsa i Landsima-
húsinu.
Valdimar byrjaði þá kl. 7.45. á
morgnana og þurfti að mæta á
hverjum morgni, þvi að ekki var
segulbandinu til að dreifa i þá
daga. Ekki var heldur spilað
undir en fluttur var mars bæði á
undan og á eftir.
Þegar menn voru svo búnir að
spreyta sig á morgunleikfimninni
hjá Valdimar byrjaði tungumála-
kennsla, enda vafalaust flestir vel
vaknaðir og til i að æfa hugann á
eftir.
Nú er morgunleikfimin tekin
upp á segulband einu sinni i viku
og skipt um æfingar þannig að
hvert prógramm með sömu
æfingu kemur aðeins tvo daga i
röð, svo að fólk ætti ekki að
þreytast á tilbreytingarleysi.
„Æskilegast væri”, sagði
Kristjana,„að timarnir væru 2
annar helgaður körlum og hinn
konum, þvi að það er dálitið erfitt
að haga æfingavali þannig að það
hæfi bæði körlum og konumf
Dálitið er erfitt að stjórna leik-
fimi án þess að hafa nemendur
Kristjana Jónsdóttir æfir sig sjálf um leið og hún stjórnar morgunleik-
fiminni. ineð undirleik Arna Elfar.
Morgunleikfimin er á
dagskrá i fyrramálið
eins og hún er búin að
vera i mörg ár og sér
Kristjana Jónsdóttir um
hana i sumar.
fyrir framan sig og hafði Kristin
alltaf stúlku með sér til að gera
æfingarnar fyrsta sumarið; sem
hún var með leikfimina, en Valdi-
mar örnólfsson fær oft starfslið
útvarpsins til að taka þátt i
leikfimninni.
„Þegar æfingar eru þannig að
fólk skilur illa hvað átt er við þá
vil ég biðja það um að gera bara
eitthvað eftir tónlistinni.
Aðalatriðið er að fá hreyfingu”,
sagði Kristjana.
—EVI
Mánudagur
23. júli
12.25. Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Síðdegissagan/ ,,Eigi
má sköpum renna” eftir
Harry Fergusson
Þýðandinn, Axel
Thorsteinson les (15).
15.00 Miðdegistónleikar:
Tónlist eftir Mendelssohn
Félagar úr óperuhljóm-
sveitinni i Berlin leika Okett
op. 20, og Eva Ander,
Rudolf Ulbrich, Joachim
Zindler og Ernst Ludwig
Hammer leika pianó-
kvartett i h-moll op. 3.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Popphornið
17.05 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar
19.20 Daglegt mál Helgi J.
Halldórsson cand. mag
talar.
19.25 Strjálbýli — Þéttbýli.
Þáttur i umsjá Vilhelms G.
Kristinssonar fréttamanns.
19.40 Um daginn og veginn.
Þórunn Magnúsdóttir
kennari talar.
20.00 Mánudagslögin
20.20 Upphaf landgrunns-
kenningar Dr. Gunnlaugur
Þórðarson flytur fyrra
erindi sitt byggt á bréfa-
skiptum um landhelgi
Islands frá miðri átjándu
öld.
20.50 FiðluleikurRubin Varga
leikur Inngang og tilbrigði
fyrir einleiksfiðlu um ,,Nel
cor piu non mi sento” eftir
Paganini.
21.00 Segðu mér söguna aftur
Valgeir Sigurðsson ræðir
við Þorkel Björnsson frá
Hnefilsdal.
21.30 Utvarpssagan:
„Verndarenglarnir” eftir
Jóhanncs úr Kötium Guðrún
Guðlaugsdóttir byrjar lest-
ur sögunnar (1).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Búnaðar-
þáttur
22.30 Hljómpiötusafnið i um-
sjá Gunnars Guðmunds-
sonar
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Þriðjudagur
24. júli
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10
Fréttir kl. 7.30 8.15 (og
forustugr. dagbl. ), 9.00 og
10.00 Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Heiðdis Norðfjörð
heldur áfram lestri
sögunnarum „Hönnu Mariu
og villingana” eftir Magneu
frá Kleifum (4). Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög á
milli liða. Við sjóinn kl.
10.25: Infólfur Stefánsson
talar við Guðna Þorsteins-
son fiskifræðing um veiðar-
færatilraunir á Togaranum
Vigra. Morgunpopp kl.
10.40: Rare Earth syngur og
leikur Fréttir kl. 11.00.
Hljómplötusrabb (Endurt,.
báttur G.J),
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
86611
VÍSIR
Viðlagasjóður auglýsir
Bætur fyrir skemmdir á bifreiðum, sem
þegar hafa verið metnar, verða greiddar á
skrifstofu sjóðsins, Tollstöðinni við
Tryggvagötu, miðvikudaginn 25. júli kl.
4-7 e.h.
Stjórn Viðlagasjóðs
17
m
Ilrúturinn. 21. marz—20. april. Allur undir-
búningur á að geta gengið greiðlega, og ferðalög
ættu einnig að geta orðið hin ánægjulegustu, ef
gætilega er farið.
Nautið,21. april—21. maí. Það er ekki útilokað,
að orðsending geti ruglazt eitthvað i meðförum
og valdið misskilningi, eða þá að leiðbeining geti
villt fyrir.
Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Það er eins og
eitthvað muni ganga á afturfótunum i dag, og
tefja fyrir, jafnvel að einhver innan fjölskyld-
unnar eigi þar sök á.
Krabbinn, 22. júni—23. júli. Það virðist ekki
laust við að þú miklir fyrir þér einhver vand-
kvæði, ef til vill i og með vegna þess að þú viljir
telja öðrum hughvarf.
I.jónið, 24. júli—23. ágúst. Þetta litur út fyrir að
verða skemmtilegur dagur, en á ferðalagi mun
þó nokkurrar gætni þurfa við. Heima geturðu
notið ánægjulegrar hvildar.
Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Þú skalt vera hóf-
lega tortrygginn gagnvart nýjum kynnum, eink-
um þegar liður á daginn. Eins gæta þess að hafa
hóf á öllu.
■i±/
rr^
Vogin,24. sept,—23. okt. Þó að dagurinn geti orð-
ið hinn ánægjulegasti, verður samt sennilega
eilthvað, sem þú kemst ekki hjá, og þér finnst
miður skemmtilegt.
Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Það bendir allt til að
dagurinn verði góður i sjálfu sér, en ef til vill
verða skapsmunir þínir þannig, að þú nýtur þess
ekki til hlitar.
Bogniaðurinn, 23. nóv.—21. des. Anægjulegur
dagur, og sennilegt, að þú verðir með fólki, sem
þér finnst skemmtilegt að blanda geði við, en
viðhafðu gætni á ferðalagi.
Steingeitin, 22. des.—20. jan. Góður dagur, og
ekki er útilokað að einhver þáttaskil til hins
betra verði með kvöldinu. Kunningjar munu
auka á alla ánægju.
Vatnsbcrinn, 21. jan.—19. febr. Það má mikið
vera ef þér verður ekki gert eitthvert freistandi
tilboð einhvern tima dagsins, verði svo skaltu
ekki flana að neinu.
Fiskarnir,20. febr.—20. marz. Ef þú beitir skop-
skyni þinu, gagnvart þeim sem þú kemst ekki
hjá að hafa saman við að sælda, getur dagurinn
orðið skemmtilegur á vissan hátt.
X-
★
£!-
★
★
★
4
h-
4
4
«-
4
h-
4
b-
4
«-
4
g-
4
Jl-
4
n
4
s-
4
«-
4
«•
4
Útvarpið í kvöld kl. 22.15:
„Búnaðarþáttur"
Rœtt um veiði-
félög og starf-
semi þeirra
Einar Ilannesson, fulltrúi talar
um veiðifélög og starfsemi þeirra
i Búnaðarþættinum i kvöld.
Við leituðum frétta hjá Einari,
sem er fulltrúi veiðimálastjóra og
sinnir hjá Vciðimálastofnunni
sérstökum verkefnum varðandi
veiðifélögin og starfsemi þeirra:
undirbúning að stofnun þcirra og
félagslegum málefnum.
Einar kvaðst i spjalli sinu ræða
um veiðiskap og almennt um
ástand veiðimála hér á landi og
siðan vikja að hfnum félagslega
þætti i starfsemi veiðimála, er
væru veiðifélögin.Þá myndi hann
gera grein fyrir þvi hvað veiði-
félag væri og segja nokkuð frá
þeim verkefnum, sem félögin
ynnu að.
Við spurðum, hvort að þessi
félög væru á frjálsum grundvelli,
eins og ýmis önnur félög?
Hann kvað nei við. Þau hefðu
orðið lögbúndin árið 1970, en fyrir
þann tima hefði ákveðinn meiri-
hluti veiðieigenda getað stofnað
félag og þannig hefði um
helmingur núverandi félaga i
landinu komizt á fót, en fvrstu
félögin hefðu verið stofnuð 1934.
Einar sagði að margvislegir
erfiðleikar væru i sambandi við
þessi málefni og að veiðimál væru
oft tilfinningamál hjá mönnum og
afar viðkvæm og togstreyta
stundum á ferðinni. Með tilkomu
félagsskapar væru málin rædd
sameiginlega og þótt ýmsir
byrjunarörðugleikarsegðu til sin,
leystust mál yfirleitt farsælllega,
þegar veiðifélag hefði starfað um
hrið, enda brýn nauðsyn á félagi,
ef vel ætti að fara með ræktun og
veiði á laxi og silungi
Einar sagði aö lokum að mögu-
leikar okkar til að gera góða hluti
i sambandi við ræktun, viðhald og
aukningu á veiði á ám og vötnum
hér á landi væru miklir. Reynslan
hefði sýnt, að gott skipulag væri
nauðsynlegt og félagsleg starf-
semi hefði verið veigamikill
þáttur i framkvæmdinni. — 1
áætlun Veiðimála stofnunarinnar
væri ráðgert að stofna á næstu
árum 100 veiðifélög og yrðu slik
félög alls um 220, þegar þvi verki
væri lokið.
—EVI
★ ☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★■&★☆**★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★*■■&★•;;★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★