Vísir - 11.08.1973, Page 3

Vísir - 11.08.1973, Page 3
Visir. Laugardagur 11. ágúst 1973. 3 Drukknaði í nógrenni við félaga sína „Það liggur eiginlega alveg ljóst fyrir, hvernig drukknunin við Hvitá átti sér stað”, sagði Kristmundur Sigurðsson hjá rannsóknariögreglunni i Reykja- vik i viðtali viö Visi i gær. „Piltarnir tveir, sem voru með Sumarliða hafa nú verið yfir- heyröir, og þeir sögðu, hvernig þetta bar að. Þegar þeir og Sumarliði urðu viðskila við hina fjóra, gengu þeir yfir hraunið frá Barnafossum i átt þangað sem Hvitá rennur hjá mótstaðnum. Þegar þangað kom, óðu Sumar- liðið og annar drengjanna út i ána. Hún snardýpkaði þá allt i einu, svo þeir hættu við, enda var botninn einnig mjög grýttur. Þeir gengur siðan niður með ánni og ætluðu að fara til baka. En fylgdarmenn Sumarliða voru orðnir sárfættir, svo þeir fleygðu sér niður til að hvila sig og nærast. Sumarliði vildi þó gera enn eina tilraun til að komast yfir. Fór hann þvi frá þeim og hvarf bak viö melrana. Hinum megin við hann var áin. Þegar piltarnir höfðu hvilzt, stóðu þeir upp og fóru að svipast um eftir Sumarliða. Þeir sáu hann hvergi. Alyktuðu þeir þá sem svo, að hann hlyti að hafa komizt yfir ána. Héldu þeir nú leið sina áfram. Þegar þeir voru komnir yfir göngubrúna hjá Barnafossum, tók grænn SAAB-bill þá upp i og ók þeim á mótsstað”. Rannsóknarlögreglan hefur náð tali af öllum piltunum nema einum. Er sá frá Akranesi. Einnig óskar rannsóknar- lögreglan eftir þvi að ná sambandi við mennina sem voru á SAAB-bilnum. —ÓH KOM HEIM FRA AÐ LÁTA SKÍRA USA TIL BÖRNIN Fœr fréttir héðan að heiman nœr daglega með sendingum óhugamanna //Lúterskur söfnuður er enginn í námunda við þar sem við búum, í New Hampshire, svo að við tókum þann kostinn að koma með dæturnar hing- aðtil islandsog láta skíra þær að lúterskum sið, þótt þær væru orðnar átta og níu ára," sagði Þorvaldur Sveinbjörnsson, frá Kot- húsum í Garði, sem starf- ar sem rafmagnsverk- fræðingur hjá Western Electric í viðtali við Visi. Systurnar voru skirðar i Út- skálakirkju, af séra Guðmundi Guðmundssyni, sóknarpresti þar, og heita þær Dawn Marie, sú eldri, en Karen Ann hin yngri. Reyndar var þeim gefiö nafn strax eftir fæðingu eins og tiðkast þar vestra, en engin formleg athöfn fór fram, fyrr en nú. Hálf þótti þeim einkennilegt að standa við skirnarfontinn, hér uppi á tslandi, en alveg ófeimnar voru þær telpurnar. Þorvaldur Sveinbjörnsson, hefur starfað hjá W.E. í 13 ár og hefur hlotiö skjótan frama, og er talinn meðal fremstu verk- fræðinga i sinni grein hjá fyrir- tækinu, og verið falið að leysa hin vandasömustu verkefni. S.l. ár hefur hann svo til eingöngu unnið við að reyna nýtt sima- kerfi, sem á að taka i notkun bráðlega. Er þar um lokað þráðlaust kerfi að ræða. Fer sendingin fram i 60 mm röri og á stuttbylgjum og geta 60 mm annaö 250 þúsund rásum. Fréttir að heiman fær Þor- valdur svo til dagiega, gegnum sendingar útvarpsáhugamanna, og heyrir hann þær yfirleitt mjög vel. Þegar Þorvaldur reyndi fyrst að ná þessum send- ingum gekk þaö illa. Skrifaði hann þá Vilhjálmi Þ. Gislasyni, útvarpsstjóra bréf og bað um upplýsingar varðandi sending- arnar. Fékk hann mjög vinsam- legt bréf frá Vilhjálmi og hald- góðar upplýsingar. Siöan hefur hann ávallt getað fylgzt með þvi, sem heima gerist. —Emm ~m---------------—------► Þorvaldur ásamt börnum sinum fyrir framan Brekkukotið I Garðinum, þar sem kvikmyndin var tekin i fyrrasumar svo sem frægt er oröiö. w ,<V Lija ' ¥ 1 rl9 rn ,.%• "fti \ :1 * '■ Æ 1 vS ’tIL i 'I WRá \ ’ R9L . Tilraun Sverris íathugun „Það er verið að athuga þetta núna, cn meira get ég ekki sagt eða látið hafa cftir mér að svo komnu máli”, sagöi vega- málastjóri, Sigurður Jóhannsson, þegar biaöið hafði samband við hann i gærdag varöandi hina nýju vegalagningarvéi Sverris Kunólfssonar. Vegamálastjóri sagði, að ákveðið væri, að hann fengi einn kilóinetra til reynslu fyrir þessa nýju vél, en hins vegar hefur ekki verið tckin ákvöröun um þaö, hvar eða hvenær hún verður reynd. Það mun þó liklega skýrast bráðlega, og er i athugun eins og fyrr segir. — EA BRIMKLO MEÐ ÓKEYPIS TÓNLEIKA Þeir eru hressir i Brimkló, ekki siður en i „Writing on the Wall”. Þeir ætla að halda útihljómleika á sunnudaginn. „Við viljum bara spila músik fyrir alla. Leyfa fólkinu að njóta músikur i ró og næði”, sagði Björgvin Halldórsson, söngvari hljómsveitarinnar i viðtali við Visi. „Hljómleikarnir byrja klukkan þrjú á sunnudaginn. Þeir veröa haldnir i skrúögarðinum i Laugardal. Auðvitaö miöum viö hljómleikana fyrst og fremst við, hvernig veðrið verður. Ef það verður slæmt, þá frestum við þeim um eina viku. Ef það verður gott, þá er aldrei að vita, hvaö við teygjum úr hljómleikahaldinu”. Björgvin sagði, að lögin, sem þeir flyttu, væru mikið til þau lög, sem þeir hafa fengizt við aö spila undanfarið. „Nú og svo er eitt frumsamið lag, ekki ætti þaö að skaða”. Þess má geta hérna, að ekkert mun kosta inn á hljómleikana — það er algjörlega fritt inn á þá. Við spurðum Björgvin hvers vegna. „Það er alveg óþarfi að vera alltaf að taka borgun fyrir allt. Megum við ekki spila einu sinni fyrir fólkið?” Brimkló ætlar svo að klykkja út með dansleik um kvöldið i Veitingahúsinu Glæsibæ. —ÓH Guðmunda í góðum félagsskap í Tókíó Mynd þessa tók Jón Björg- vinsson i Tókfó I gær, sérstak- lega fyrir VIsi. A myndinni er islenzki þátttakandinn i Miss Young International keppninni, Guðmunda Hulda Jóhannesdótt- ir. Með henni á myndinni eru fulltrúar Bandarlkjanna (til vinstri), og Sviss (til hægri). Þegar myndin var tekin, var kvöld I Tókió, og voru stúlkurn- ar þreyttar eftir langan og strangan dag. Þær höfðu staöiö i iöngum og ströngum æfingum fyrir úrslitakeppnina allan daginn. Keppnin sjálf fór fram i gær. 16 ára gömul dönsk stúlka sigraði i Miss Young Inter- national keppninni i Tókió I gær. Hún heitir Dia Fris Jensen, ijóshærö og bláeygö. 1 viötali viö fréttamenn á eftir sagði hún: „Ég er bara ánægð ég er hamingjusamasta stúlka i heimi”. Hún sagöi fréttamönn- um, að aðaltómstundagaman hennar væri að prjóna. Hún sagði, aö kærastinn sinn vissi ekki, að hún væri þarna, en kannski myndi hún hringja i hann og láta hann vita. Númer tvö i keppninni var 18 ára gömul stúlka frá Thailandi, og grisk stúlka lenti i þriðja sæti. Ungfrú Jensen, sem sigraöi, sat á rauðum flosstól, er hún var krýnd kórónu sigurvegarans. Mál hennar eru 82-62-85. Eins og menn muna sigraði Henný Hermanns i þessari keppni fyrir nokkrum árum. —óH

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.