Vísir - 11.08.1973, Qupperneq 6
6
Vísir. Laugardagur 11. ágúst 1973.
VÍSIR
Otgefandi:-Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Aiiglýsingar: Hverfisgötu 32. Slmar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Slmi 86611
Ritstjórn: Slöumúla 14. Simi 86611 f7,lfnur)
Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands
I lausasölu kr. 18.00 einfakiö.
Blaöaprent hf.
Mallorka eða Mývatn ?
Langþráður virðist sá draumur, að íslendingar
geti ferðazt um land sitt eftir mannsæmandi
vegum. Tuttugu minútna akstur frá höfuð-
borginni — og draumurinn er úti. Við tekur enda-
laus viðáttan, bugður og beygjur, holur, þvotta-
bretti og hvörf. Nokkurra daga sólskin hefnir sin
á ferðalangnum með ægilegum rykmekki, sem
grúfir sig yfir vegina og útilokar, að notið verði
fagurs útsýnis. Og stundum er jafnvel rykið
horfið og eftir er litið annað en urð og grjót til að
skrönglast á.
Engin furða þótt margir biði eilitið forvitnir
eftir tilraunum Sverris vegagerðarkappa
Runólfssonar og félaga hans. Fá fullyrðingar
Sverris staðizt, — eða hafa efasemdamennirnir
rétt fyrir sér i þvi, að vél hans megniekkiað
breyta islenzkum jarðvegi i gott vegagerðar-
efni?
Einmitt þessa dagana snúa fjölmennustu
hóparnir heim að afloknu sumarleyfi sinu, brúnir
og sællegir eftir sólskinið, — á Mallorka eða við
Mývatn, fullir af lifsþrótti og reiðubúnir til að
takast á við viðfangsefni næstu mánaða.
Utanlandsferðin i dag er tiltölulega ódýr og
lokkandi tilboð freista margra. í ár munu lika
fleiri en nokkru sinni fyrr sækja sólarstrandir.
Um það er ekki nema gott eitt að segja. Hins
vegar virðist það augljós staðreynd, að fjölda-
margir íslendingar vita næsta litið um land sitt.
Liklega er það svo að margur treystir sér
naumast með gljáfægðan bilinn út á hina viðsjár-
verðu vegi.
En landsbyggðin hefur þó stöðugt vinninginn.
Fólkið heldur i ferðir, stuttar og langar, út frá
bæjunum inn til sveitanna i óendanlega frið-
sældina, laust frá sima og fjölmiðlun, rukkurum
og erli.
Það er eins og skorti á, að landsbyggðin sé gerð
eins freistandi og sólarströndin bláa. Vegirnir
eru að visu eins og þeir eru og geta raunar allt
eins orðið ágætir, en misjafnir eftir þvi, hvaða
vegagerðarmeistarar hafa um þá fjallað og
hvaða efni þeir hafa til umráða hver i sinu
héraði.
En það má gera margt til að auka ferða-
mennsku um okkar eigið land. Og slik ferða-
mennska hlýtur að vera ákjósanleg frá hagrænu
sjónarmið séð, auk þess sem það hlýtur að vera
hverjum manni nauðsyn að kynnast eigin landi
og komast i snertingu við náttúru þess.
Það er vel, að vegamerkingum i Borgarfirði á
að kippa i lag fyrir næsta ferðasumar, eins og
vegamálastjóri lofaði i blaðinu i vikunni. I
Borgarfjarðardölum hefur margur ferða-
maðurinn hreinlega týnzt þrátt fyrir vegakortið
góða, og áreiðanlega geta bændur i þeim fögru
héruðum borðið um það.
Eigendur veitingastaða við þjóðvegina hafa
siðustu árin sýnt lofsverða viðleitni til að bjóða
upp á falleg og vistleg húsakynni, sem gera
ferðalagið á misjöfnum vegunum mun bærilega.
Stórbættar vegamerkingar munu enn auka á vel-
liðan á ferðalaginu. Hér þarf stórt átak til, en
væntanlega munu viðeigandi yfirvöld hugsa hlý-
lega til ferðafólksins á næsta sumri með stór-
felldum endurbótum i þessum efnum
—JBP—
KÓLNAR MILU
RÓSSA OG KÍNA
— en er það alvara eða leikur?
Kolsvartir skýja-
bólstrarnir hafa hrann-
azt upp enn einu sinni
yfir sambúð Rússa og
Kinverja, og að þessu
sinni eru það Rússar,
sem safna glóðum elds
að höfði Kinverjum.
sóslalistarikjum”, segir „Alex-
androv”.
bessi fréttaskýrandi Kreml
sagði, að stefna Pekingstjórnar-
innar „væri sifellt hættulegri”,
sem er i rauninni hreinskilnisleg
játning á þvi, að Kina er aðal-
áhyggjuefni Moskvu á erlendum
vettvangi.
Alexandrov sagði, að leiðtogar
Kina væru „sekir” um að við-
halda „spennu” i sambúð „meiri-
hluta sóslalistarikja”.
Pravda staðfesti, að viðræðurn-
ar til lausnar deilunni um Sino-
Sovétlandamærin, sem hefur ver-
ið eitt verst skemmda eplið i sam-
búðartunnu Rússlands og Kina,
væru algerlega komnar i strand.
„Gagngerar tillögur” Ráðstjórn-
arrikjanna voru hunzaðar af Kin-
verjum eða blátt áfram hafnað,
að þvi er „Alexandrov” fullyrðir.
bessi Alexandrov-grein kom i
kjölfar lausafrétta um að sambúð
Kinverja og Rússa færi hrið-
versnandi. Merki um það hefur
mátt greina i auknum mann-
safnaði og herstyrk við landa-
mærin, algert bann á ferðafrelsi
kinverskra sendifulltrúa i
Moskvu, og auðvitað rússneskra
sendifulltrúa i Peking.
Fleira átti þó enn eftir að gerast
i þessu munnhöggi Rússa og Kin-
verja i vikunni. Lundúnablaðið
„Daily Telegraph” sagðist hafa
undir höndum 3000 orða skjal,
sem afhjúpaði áætlanir Moskvu-
stjórnar og um leifturstrið á
hendur Kina.
Blaðið segir, að tvennt aðallega
— eftir þessari skýrslu að dæma
— væri það, sem knúið hefði
Rússa til þessara tryggðarofa.
bað væri versnandi aðstaða á er-
lendum vettvangi og minnkandi
áhrifamáttur á kommúnista-
blokkina, og svo örar framfarir
Kinverja i átt til kjarnorkuveldis.
Breshnev og Kosygin — frá Kreml andar nú mjög köldu í garð
kinvcrsku „kammiratanna”.
bessa vikuna hafa þeir ráðizt
heiftarlega að utanrikisstefnu
Peking, fordæmt hana, kallað
hana hættulega og lýst þvi jafn-
framt yfir, að Kinverjar hafi al-
gerlega sagt skilið viö stefnu
Marx og Lenins.
Og samtimis þessu hafa hátt-
settir talsmenn Kremlherranna
hvatt til þess, að stofnuð yrðu
„varnarsamtök” Asiu, sem Kin-
verjar lita á likt og tilraun til þess
aö umkringja þá og einangra.
Fyrsta skrefið I þessu áróðurs-
striði Moskvu við Peking var stig-
ið á þriöjudag, þegar löng kjall-
aragrein birtist i Pravda, aðal-
málgagni kommúnistaflokks
Ráöstjórnarrikjanna. Greinin var
undirrituð: „I. Aiexandrov”. En
þaö er einmitt dulnefni, sem hátt-
settir meðlimir æðstaráðsins
bregða stundum fyrir sig, þegar
stefnuyfirlýsingum er varpað
fram.
Greinin var bituryrt I garð Kin-
verja og þeim mun meir bar á þvi
sem i henni var i leiðinni þess
getið, að um þessar mundir væru
auðvaldsrikin og kommúnista-
löndin einmitt að setjast á friðar-
rökstóla. — bað var álit „Alex-
androvs”, að unnið væri að þvi að
greiða úr Vietnamflækjunni, og
að Mið-Asiuvandamálið væri
„flókið”, en þó leysanlegt, og
friðsamleg sambúð rikjanna
væri að verða meginregla rikja,
sem áður sátu aldrei á sárshöfði i
kalda striðinu.
„Eina undantekningin,” sagði
Pravda, ,,er Kina, sem er stað-
ráðið i þvi að vinna Ráðstjórnar-
rlkjunum allt það ógagn, sem það
má, og kljúfa þau frá banda-
mönnum þeirra i Austur-
Evrópu”.
„1 samsæri með auðvald-
inu”....,,kyndandi undir óánægj-
unni i þriðja heimin-
um”....„fjandskapast við alla i
búðum kommúnista”.... — 1
þessum dúr voru ummæli Pravda
um Kínverja.
„Og þessu er aðallega stefnt að
Ráðstjórnarrikjunum og öðrum
llllllllllll
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson
Tveir viðburðir hefðu svo ýtt á
eftir K r e m 1 h e r r u n u m ,
samkvæmt frétt Daily Telegraph,
til að fara með ófrið á hendur
Klna. Annar væri dauði Lin Piao,
marskálks, sem talinn var lik-
legastur eftirmaður Mao Tse
Tung og var mjög hollur Rússum.
Að honum burtkölluðum eygja
Rússar litlar vonir um að fá
tjónkað neitt við leiðtoga Kina.
Hinn var sivinsamlegri samskipti
Kina og Bandarikjanna, sem opn-
uöu möguleika til myndunar
bandalags Kina og Bandarikj-
anna gegn Ráðstjórnarrikjunum.
bessi frétt Daily Telegraph
hefur að sjálfsögðu ekki hlotið
neina staðfestingu. Skjölin er
blaðið vitnar til, eru sögð skrifuð
af háttsettum manni innan ráða-
klikunnar i Kreml. En menn eru
ekki trúaðri á sannleiksgildi þess
en svo, að þeir láta sér eins koma
til hugar, að þeim hafi
verið smyglað út i þeim tilgangi
að sannfæra Vesturlandamenn
um að Kina sé eina áhyggjuefni
Rússa. bvi sé Vesturlöndum
óhætt að ganga enn lengra i af-
vopnuninni, að Rússar muni
aldrei nota sér slikt.
Að Lin Piao marskálk fráföllnum eiga Rússar sér engan tryggan
málsvara i Pekingstjórninni.