Vísir - 11.08.1973, Síða 8
8
Vlsir. Laugardagur 11. ágúst 1973.
Geir R. Andersen:
Hve lengi endist blekkingin í
verðlags- og efnohagsmálum?
,,Hún getur enzt lengi enn”,
segja sumir, án þess aö leggja
þar frekar af mörkum til stuön-
ings þeim ummælum. — Aörir
segja, aö nú sé þenslan oröin svo
mikil, aö vart veröi gengiö öllu
lengra i „föisuninni” I kaup-
gjalds- og verölagsmálum, eins
og öfugþróunin i þeim máium
hefur oft veriö nefnd. — Enn aörir
segja sem svo, aö svona veröi
þetta að vera i litlu þjóöfélagi,
eins og hér.meö'takmarkaöa fram
leiöslugetu, en meö stööugar
bygginga- og framkvæmdaáætl-
anir i gangi i öllum landsfjórö-
ungum.
En spurningunni um, hve lengi
blekkingunni endist aldur enn i
skjóli rangs vöruverðs, niöur-
greiöslna, kaupgjaldsvisitölu og
rikisstyrkja, veröur ekki hægt að
svara, fyrr en ráöizt veröur til at-
lögu við þessa sýkla, sem hér
voru nefndir og hafa ýtt undir
áframhaldandi öfugþróun i efna-
hagsmálum.
Eitt er þó öllu mikilvægast I
sambandi við leiöréttingu verö-
lagsmála, en þaö er algjör kú-
vending frá núverandi peninga-
kerfi og ný mynt tekin I notkun,
þvi varla mun þess aö vænta, aö
viö Islendingar fáum neina end-
anlega lausn, þótt beðið verði eft-
ir ráöstöfunum þeim, er nú eru I
bigerö varöandi sameiginlegan
Evrópugjaldmiðil, ef dæma má
eftir þeim viötökum, sem við höf-
um fengið um afgreiðslu okkar
mála hjá þeirri samsteypu, sem
kallaö er Efnahagsbandalag
Evrópu.
Ber enda allt að sama brunni
hjá Evrópulöndunum um þau
mál, er varöa efnahagslegar að-
geröir, að þau eru flest meira og
minna ósammála og standa öll
frammi fyrir gifurlegum verö-
bólguvanda, samdrætti i útflutn-
ingi og ranglega skráöu gengi, aö
undanskiidum örfáum löndum,
sem enn hefur tekizt að halda inn-
anlands fjármálakreppu frá bæj-
ardyrum sinum, t.d. Sviss, Hol-
land og Luxemburg. Nú er lika
þannig komið, aö öll framtiðará-
form I gjaldeyrismálum miöast
við endurskipulagningu og mynd-
un kerfis fyrir alþjóðagjaldeyri,
en ekki Evrópugjaldeyri ein-
göngu eða meöfram öðru kerfi. .
tslenzki gjaldmiöillinn hefur
verið og er enn miðaöur viö
Bandarlkjadollar, og öll lán til ts-
lands frá Alþjóöabankanum eru i
dollurum og vandséö, hvernig þvi
myndi viö komiö aö breyta til
meö aölögun okkar peninga-
kerfis aö þvi kerfi, sem Evrópu-
löndin áforma að koma i gang,
þegar þau eru loks orðin sam-
mála, og ef þeim þá tekst þaö
einhvern tima.
Verðmætasti hluti útflutnings-
afurða tslendinga er einnig flutt-
ur til Bandarikjanna og hæstu
greiöslur fyrir þessar afurðir
koma sömuleiðis þaðan. Það er
þvl ástæða til þess aö óska, að
áframhald verði á þvi, aö islenzki
gjaldmiöillinn taki viðmiöun sina
af dollaranum. Það þýöir þó ekki,
aö láta eigi viögangast til eillföar-
nóns þá ömurlegu útreið, sem is-
lenzki gjaldmiðillinn hefur feng-
iö, allt frá þvi rétt fyrir seinni
heimstyrjöldina, og sem nú hefur
vernsað á allra síöustu árum og
mánuöum.
Annaö atriöi, sem skipaö hefur
Islendingum á bekk sem algjöru
viðundri I f jármálum er sú reglu-
gerö, sem viö búum hér viö i
gjaldeyrismálum. Erum viö þar á
báti með Rússlandi og Austur-
Evrópu löndunum, þar sem skrif-
finnskan ræöur rlkjum og „Rik-
iö” stjórnar og skammtar fólki
erlendan gjaldeyri, sem þaö þarf
aö „sækja um” sérstaklega, eins
og tlökast I ríkisbákninu, varö-
andi „styrkveitingarnar”, sem
eru svo vinsælar hjá „eilíföar-
nemendunum” og „fræðimönn-
ununum” og alls kyns fólki, sem
hefur helgað sig „listinni” að
setja hatt sinn undir hið gjaf-
milda sáld rlkisins og sem er und-
irbúið rækilega á fjárlögum þessu
fólki I hag.
Það varö hins vegar ekki mikið
úr afgreiöslu Alþingis á nýtilegri
þingsályktunartillögu, er borin
var fram sl. vetur i þá átt aö setja
nýja reglugerð um breytta skipan
gjaldeyrismála, og ekki varð þess
vart, aö t.d. kaupmenn eða verzl-
unarstéttin yfirleitt fjölmenntu á
þingpalla, er þessi tillaga var
rædd, en þaö var kannske ekki
von, þvl þetta var rétt fyrir jóla-
leyfi þingsins, og kaupmenn stóöu
I ströngu við að skófla inn verð-
lausum gjaldmiöli.
Þessi þingsályktunartillaga var
borin fram af manni, sem var
varamaður á Alþingi, en sem
gjörþekkir viðskiptamál og
bankamál I landinu af rúmlega 40
ára starfsreynslu — og sem oft
hefur veriö ómyrkur i máli um
það fúafen, sem peningamál Is-
lendinga, þ.á m. gjaldeyrismálin
eru sokkin i. En það er eins og
álög hvili á þeim mönnum, sem
veljast I valdastólana á íslandi
hverju sinni, að enginn þeirra
hefurijármálavit og eins og fyrir-
fram sé séö fyrir þvi, að enginn
slikur blandist þeim hópi, hvort
sem það er hægri eða vinstri
stjórn i landinu.
Afleiðingin verður þvi sú, aö
enginn þeirra ráðamanna, sem
eiga að gæta hagsmuna þjóðar-
innar I gjaldeyris- og viðskipta-
málum þorir að skera upp herör
gegn sjúkdóminum I peningamál-
unum og má telja aðalástæöuna
vera einfaldlega þá, að vit vantar
og innsýn I fjármál, almennt.
En þaö er þvl undarlegra, sem
þaö er ábyrgöarlaust, aö kveöja
þá ekki einhverja þá menn til að-
gerðanna, sem vitað er að hafa
allgott fjármálavit og hafa sýnt i
verki framúrskarandi stjórnun og
afkomu eigin fyrirtækis eöa
stofnunar. Að reka þjóðarbúið er
ekki meira verk og vandasamara
ári til árs eftir framleiöslu, nýt-
ingu og markaöahorfum hverju
sinni.
Víöa erlendis eru stór fyrirtæki,
sem hafa svipaðan fjölda starfs-
manna og allir vinnufærir menn
hérlendis samanlagt, og þarf þó
venjulega ekki nema 5-7 stjórnar-
menn og einn duglegan forstjóra
með trausta aðstoðarmenn til
þess aö sjá um yfirstjórn. Þar er
þó ekkert Alþing, sem er i frii
meira en hálft áriö til þess að
tefja fyrir framkvæmdum með
málskrúði og sýndarmennsku
þann stutta tima, sem það situr
og þar sem driffjöðurin er
„mottóiö” sigilda, „þetta mál
haföi ég i gegn”. Þar er heldur
ekkert Alþing, sem hefur það eitt
helzta verkefni aö útbúa svoköll-
uö „fjárlög, meira og minna
brengluð og úthluta „styrkjum”
og „ölmusu” til full-vinnufærra
manna og kvenna.
Og sifellt halda stjórnvöld hér
áfram aö blekkja fólkiö með ráð-
stefnum, fundahöldum og leiö-
araskrifum I stjórnarblöðunum,
og láta eins og ástandi hafi aldrei
veriö betra en nú. Eitt stjórnar-
blaöiö heldur þvl t.d. fram I skrif-
um slnum dag eftir dag, að kaup-
mátturinn hjá launþegum hafi
aldrei verib meiri en sl. tvö ár.
Þetta er eitthvert hið mesta
öfugmæli og blekking, sem hægt
er að setja á prent, enda hlýtur
sá, er svona skrifar, eða er látinn
skrifa, aö vera svo gjörsneyddur
allri innsýn i verðlags- og efna-
hagsmál, að hann er algerlega
fyrir ofan og utan við það daglega
ástand, sem annað fólk hérlendis
býr við. Hann ætti sem sé hvergi
betur heima en á Alþingi, þvl
hvergi mun tíl einangraðri staður
og heppilegri til þess að komast
úr sambandi við æöaslátt islenzks
þjóðlifs en þar. Það sást bezt,
þegar húsmæöurnar gengu I hóp
til þessarar stofnunar og mót-
mæltu hækkuðu veröi landbúnað-
arvara — þá virjust þingmenn al-
gerlega vera úr sambandi viö
umheiminn, að undanskildu þvl,
að einn og einn lúinn þingmaöur
stóð upp og bauð húsmæöur veÞ
komnar á þingpalla. Til hvers
þær voru komnar, virtist öllum
vera sama um, ENDA GERÐIST
EKKERTFREKAR.
Það má til sanns vegar færa, að
kaup hefur aldrei verið hærra
hérlendis I krónutölu en nú, en
hins vegar er KAUPMATTUR-
INN kominn niöur fyrir allt, sem
áöur hefur þekkzt, og er verðlagi
skipaö þann veg, aö algjör and-
stæða er við það, sem annars
staðar gerist. Taka mætti fjöl-
mörg dæmi þessu til sönnunar, en
nokkur látin nægja.
Yfirleitt er það svo i vestrænum
m.enningarlöndum, að þeim vör-
um, sem teljast til almennra
neyzluvara, matvörur, rafmagn,
benzin, og oliur t.d. er haldið i
eins lágum verðflokki og frekast
er unnt, til þess að allur al-
menningur hafi ráð á daglegum
lifsnauðsynjum. Aðrar vörur,
sem kallaðar eru ,,lúxus”-vörur,
svo sem sjónvörp, rafmagnstæki
og önnur tæki, sem ekki eru keypt
nema með árabils fresti eru I há-
um verðflokki. Hér er þessu alveg
öfugt farið. Hérlendis eru það
daglegu neyzluvörurnar, sem eru
langdýrastar, en ,,lúxus”-vörurn-
ar ódýrar, miðað við hinar dag-
legu neyzluvörur.
I Bandaríkjunum, sem fólki
hérlendis hefur veriö talin trú
um, að sé eitt hið dýrasta land að
lifa I, er nú orðið langt fyrir neðan
tsland, varðandi verðlag á næst-
um öllum sviðum, þ.á.m. skatt-
lagningu, sem auðvitaö er hagað
þannig, aðtekið.er af launum
jafnóðum, eins og nú tíðkast alls
staðar nema hér, og er enn eitt
dæmið um þá blekkingu, sem
rikisvaldið hefur I frammi við al-
menning, um að ekki sé annað
mögulegt en innheimta skattana
eftir á, að ári liðnu frá inntekt.
Til þess aö gefa hugmynd um
mismun verðlags á nauðsynja-
vörum I Bandarikjunum og ís-
landi má fullyrða, að slikar vörur
séu helmingi og allt að þrefallt
ódýrari I Bandarikjunum en hér
er raunin, þar með taldar mat-
vörur, fatnaður, húsbúnaður,
benzín, o. fl., að ekki sé nú minnst
á „þarfasta þjóninn” bilinn.
Ekki má skiljast svo við mál, er
varðar verðlag og verölagningu,
að ekki sé minnst á verð á alls
kyns þjónustu og viðgerðum, t.d.
á algengum heimilistækjum, hús-
munum, eða Ibúðum og húsum.
Auk þess sem næstum ómögulegt
reynist að fá menn til slikra við-
gerða eða þjónustu er allsendis
vonlaust að fá nokkra vitneskju
um fyrirfram, hve mikið slik við-
gerð eöa þjónusta muni koasta,
þótt vitað sé um hvaða verk eöa
viðgerð sé að ræða. Algengt er að
fólk þurfi aö greiða offjár fyrir
smáviðgerð á algengu heimilis-
tæki, ásamt akstri til og frá
heimili, eins og um leigubll sé að
ræða (þótt viökomandi sé á eigin
bll), enda eiga verkstæði og verk-
takar alls kostár við almenning
á þessu sviði, enginn fastur
„taxti” auglýstur, sem fólk hefur
aðgang að, fyrir slíkan „greiða,”
þvl litiö er á þesskonar vinnu,
sem „greiöasemi” fyrir fólk, en
ekki sem sjálfsagða þjónustu.
Ekki er vitað til þess að Neyt
endasamtökin geti gefið nein
haldgóö ráð I sambandi við sam-
skipti almennings við sllk verk-
stæði eða verktaka, hvað þá, að
slik mál komi til umræðu á sölum
Alþingis. Aftur á móti eru
„baráttumál” iðnnema rædd þar
fjálglega og af mikilli meðaumk-
un og þykir sá standa sig bezt,
sem lagt getur til málanna hvað
hæstar styrkveitingar til handa
þessum verðandi „verktökum,”
— sem hafa þó laun meðan á námi
stendur.
En hvað sem liður mismunandi
áliti og flokkadráttum I þessu fá-
menna þjóðfélagi, má ekki
gleymast að taka verður efna-
hagsmálin föstum tökum, svo
fljótt, sem verða má, ásamt þvl
að spara þjóðarbúinu sifellt auk-
inn óþarfa kostnað. Er mikilvæg-
asta aðgerðin, þar að lútandi að
breyta peningakerfinu, með þvi
að taka upp nýja mynt, og hverfa
frá þvl sjúka verðbólgu- og efna-
hagsöngþveiti, og þvi járntjalds-
skipulagi, sem hér rikir I þessum
málum. Með nýrri mynt skapast
algerlega nýtt viðhorf til fjár-
mundamyndunar, og er reynslan
fyrir hendi hjá þeim þjóðum, sem
þessa leið hafa farið. Það mun
hafa tvisýnar afleiðingar að
draga ákvöröun um endurskoðun
gjaldmiðilsins á langinn og stinga
undir stól jákvæðum og heilbrigð
um úrræðum, sem vitað er, að
eru til þess fallin, að efnahags-
legri þróun megi koma á i land-
inu, eftir áratuga langa vanþró-
un.
Ekkert liggur beinna við I
væntanlegum aðgerðum en að
miða væntanlegan nýjan gjald-
miðil við bandarlska dollarann,
og taka mætti að skaðlausu upp
notkun á nýjum islenzkum „rikis-
dal”, þá með krónum sem eining-
um, að t.d. 100 kr. jafngiltu einum
„rtkisdal.”
Þeim sem óar við tilhugsuninni
um að skifta um nafn á gjald-
miðlinum munu hvort eð er þurfa
að standa frammi fyrir sllkri
breytingu, er við þurfum' að velja
á milli sameiginslegs Evrópu-
gjaldmiðils og Bandarikjadoll-
ars. Eða ætlum við að standa ein-
ir sér með islenzku krónuna að
vopni?
Með framtiðarskipan I alþjóðá-
gjaldeyrismálum, mun okkur ís-
lendingum vera happadrýgst að
fylgjast með þeirri þjóð, sem við
höfum átt mest og bezt viðskipti
við, Bandaríkjunum, ekki sízt
með tilliti til núverandi þróunar i
þessum málum, þar sem skifting
mun sennilega verða I tvö stór
markaðsbandalög, Evrópa
annars vegar og Bandarikin hins
vegar, og mun ekki leika vafi á
hvort bandalagið mun verða
sterkara. Það mun verða Banda-
rlkin með sina geysisterku fram-
leiðslumöguleika og útflutning á
hagstæðara veröi en nokkru
Evrópuriki er kleift, eins og nú
kemur æ ljósar fram, með hinni
gifurlegu þenslu gjaldmiðla
Evrópu. Og ekki skyldi mönnum
koma á óvart, þótt núverandi á-
stand hefði verið vandlega undir-
búið af Bandarikjamönnum sjálf-
um, þótt mönnum hafi sýnst
annað hingað til, svo slyngir og
forsjálir sem fjármálamenn þar
vestra hafa reynzt. Aö öllu
samanlögðu er mikið I húfi fyrir
Islendinga aö fylgjast vel með
gangi mála og veöja á réttan hest,
en umfram allt er mikilvægt að
linni blekkingunni I verðlags- og
efnahagsmálum hérlendis.
Við erum á báti með Rússlandi og Austur-Evrópu I gjaideyrismálum. Rlkisvaldið skammtar gjaldeyr-
inn úr hnefa.