Vísir - 11.08.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 11.08.1973, Blaðsíða 9
Visir. Laugardagur 11. ágúst 1973. 9 Aldursforsetinn stóðst prófið B.J. Becker. Þótt hann sé orðinn fiHára komst hann enn i iandsliðið og greinar hans um bridge birtast i fjölmörgum blöðum i Banda- rikjunum. Þrátt fyrir að Becker hafi svo að segja komið beint af sjúkra- húsi i heimsmeistarakeppnina, þá kemur mönnum saman um það, að hann hafi sjaldan spilað betur. 1 eftirfarandi spili, sem kom fyrir i leiknum við Dall- as-Asana, sýndi hann mjög at- hyglisverða varnarspila- mennsku. Staðan var allir á hættu og norður gaf. A K-G-9-3 ¥ D-9-5-3-2 * K * A-G-9 * 10-5-2 * A-8-4 t K-G-6 V 10-8-7 4 D-10-8-5-3 4 2 4» 4-3 * K-D-8-7-6-2 * D-7-6 V A-4 4 A-G-9-7-6-4 10-5 Aldursforseti i siðustu heims- verandi heimsmeisturum i Sagnir gengu þannig i opna meistarakeppni var einn af fyrr- bridge, Bandarikjamaðurinn salnum: Að lóta eitthvað eftir sér einn daginn getur kostað sult nœsta dag Erla Norðfjörð hefur nú starfað í 3 ár hjá Geoffrey Beene í New York við tízkusýningar Það er liklega ekki alltaf tekið út með sældinni að vera i tizku- sýningum. En það hefur hún lagt fyrir sig hún Erla Norðfjörð, sem við höfum reyndar sagt frá áður, en meðfylgjandi myndir eru teknar af henni við starf sitt i New York. Erla er tvitug að aldri, en hóf starf sitt sem tizkusýningar- stúlka hjá Módel-samtökunum, þegar hún var 16 ára að aldri. Þar var hún i eitt ár, en fluttist siðan ásamt fjölskyldu sinni til New York og hefur dvalið þar slöan. Hún heimsækir þó alltaf Island öðru hverju. Hún sótti fljótt um hjá einum frægasta tizkuteiknara Banda- rikjanna Geoffrey Beene, og komst að. Þegar við röbbuðum Htillega við móður Erlu, þar sem hún er ekki á landinu sjálf, sagði hún hana hafa verið mjög heppna, þar sem erfitt er að komast að oft á tiðum. Erlu likar mjög vel við starf sitt, en nú getur komið til greina, að einhverjar breytingar eigi sér stað hjá henni. Liklegt er, að hún starfi nú hjá fleiri fyrirtækjum en þessu eina, þó að ekki sé alltaf- ráöið með það. En starf þetta er mjög erfitt. Það þýðir til að mynda litið að láta eftir sér að bragða á öllu góðgæti sem hugurinn girnist. Þær sem starfa sem tizku- sýningarstúlkur þurfa að vera á Hér er Erla Norðfjörð i silfur- litaðri kápu með silfurref á erm- um. Kápan er eingöngu ætluð sem kvöldkápa. Aður en Erla hélt til New York meö fjölskyldu sinni, starfaði hún með Módel-samtökunum. Hér er hún i grænbláum kvöldkjól með rcfaskinni á ermum og skemmti- lega húfu á koliinum i sama lit og kjóliinn. stöðugum kúrum, og ef eitthvað er látið eftir sér einn daginn, getur það kostað það, að við- komandi þurfi að svelta næsta dag! Starfi þessu er skipt niður i alls kyns flokka, og Erla starfar sem svokallað house-modei. Þaö þýðir, að hún þarf að fylgjast með þeim fatnaði, sem hún sýnir frá upphafi. Fötin eru sniðin á hana, þau eru síðan saumuð á hana, og hún þarf að máta þau hvað eftir annað. Loks sýnir hún fötin, og siðan eru þau seld. En starfið er vel launað, og þvi fylgir án efa talsverð ánægja. Það þýðir þó litið að leggja þaö fyrir sig sem lifs- tiðarstarf. Flestar starfa við það i 10 ár eða svo, en siðan er það búið... —EA Wolf Becker Hamman Rubens Norður Austur Suður Vestur 1 2 ¥ P 2 G P 3~ * P 3 G P P P Opnun norðurs á tveimur hjört- um sýndi 5-4 i hjarta og spaða, tvö grönd spurðu um skiptingu og þrjú lauf sýndu skiptinguna 4-5-1-3. Vestur spilaði út tigulfimm og i öðrum slag spilaði blindur út spaðagosa. Becker gaf og siðan aftur, þegar sagnhafi spilaði heim á drottningu. Suður tók nú tigulás og spilaði ennþá spaða. Becker drap og spilaði hjartasjö. Nú gat suður unnið spilið með þvi að drepa á ásinn, en frá hans sjónarhóli, þá gat Becker hæg- lega verið að spila frá hjarta- kóngnum. Hann gaf þvi slaginn og vestur drap á kónginn og spil- aði laufi. Blindur lét lágt, Becker drap á drottningu og átti að spila út i þessari stöðu: A 9 ¥ D-9-5 4 enginn 4> A-G A enginn A enginn V G-6 ¥ 10-8 4 D-10-8 4 enginn A 3 A K-8-7-2 A enginn ¥ A Hefði Becker spilað út hjarta i þessari stöðu, þá voru niu slagir upplagðir. 1 staöinn spilaði hann laufi og gaf sagnhafa auka-slag. Hins vegar skar laufútspilið á samganginn hjá sagnhafa. Suður drap með laufagosa, tók spaðaniu og kastaði hjartaás, en gaf sið- ustu tvo slagina, einn niður. 1 lokaða salnum spilaði norður þrjá spaða og varð einn niður. Auglýsing um umferð í Reykjavík Vegria þeirrar ákvörðunar borgarráðs Reykjavikur að gera Austurstræti að göngugötu i tilraunaskyni verða eftir- farandi breytingar gerðar á umferð bifreiða og reglum um bifreiðastæði i mið- borginni á timabilinu frá 12. ágúst til 14. október n.k.: 1. Austurstræti verður lokað fyrir umferð allra ökutækja annarra en strætisvagna á timabilinu frá 12. ágúst til 16. september og allra ökutækja á timabilinu frá 16. september til 14. október. Akstur með vörur að verzlunum verður þó leyfður á milli kl. 7 og 11 á virkum dögum, nema laugardögum á milli kl. 7 og 9. 2. Pósthússtræti verður lokað fyrir allri umferð ökutækja á milli Vallarstrætis og Hafnarstrætis. 3. Aðalstræti verður lokað á kaflanum milli Austurstrætis og Fischersunds fyrir umferð allra ökutækja annarra en strætis- vagna. Akstur með vörur að verzlunum verður þó leyfður á milli kl. 7 og 11 á virkum dögum, nema laugardögum, en þá er akstur leyfður á milli kl. 7 og 9. 4. Akstur verður leyfður i báðar áttir um Aðalstræti á milli Kirkjustrætis og bifreiðastæðisins að Austurstræti 2 og á kaflanum milli Hafnarstrætis og Fischersunds. 5. Einstefnuakstur verður á Skólabrú og Kirkjustræti til vesturs frá Lækjargötu að Suðurgötu. 6. Bifreiðastöður á bifreiðastæðinu að Austurstræti 2 verða takmarkaðar við eina klukkustund. Gjald verður 20 krónur fyrir hverjar byrjaðar 30 minútur. Bifreiðastöður verða aðeins heimilaðar á virkum dögum kl. 8-20, nema á laugar- dögum, en þá eru stöður leyfðar kl. 8-14. 7. Hámarkstiminn við stöðumæla á Kirkjutorgi verður styttur úr tveim klukkustundum i eina klukkustund. Gjald verður óbreytt, 5 kr. fy.rir hverjar byrjaðar 30 minútur. 8. Bifreiðastöður á bifreiðastæðinu við Glasgowsund á milli Vesturgötu og Fischersund verða takmarkaðar við eina klukkustund án gjaldtöku. 9. Bifreiðastöður á bifreiðastæði, sem af- markast af Vonarstræti, Tjarnargötu óg Kirkjustræti, verða takmarkaðar við tvær klukkustundir án gjaldtöku. 10. Settir verða upp 10 stöðumælar á bifreiðastæði á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu til viðbótar þeim 7, sem fyrir eru. Gjald verður 5,00 kr. fyrir hverjar byrjaðar 30 minútur. Hámarks stöðutimi verður ein klukkustund. Lögreglustjörinn i Reykjavik, 9. ágúst 1973.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.