Vísir - 11.08.1973, Síða 20

Vísir - 11.08.1973, Síða 20
Vissara að hafa leyfi landeigenda til að tína ber — Óprúttnir menn hafa selt leyfi til tínslu í löndum annarra á Snœfellsnesi ,,Ég held að það sé frekar litið um ber i ár. Að visu hef ég ekki farið sjálfur, en krakkarnir eru ekki farnir að koma með nein ber enn” sagði Kristbjörn Guðlaugs- son bóndi á Arnarstapa á Snæfellsnesi, þegar við höfðum samband við hann i gær. A6 sögn Kristbjörns er venju- lega hægt að fara að tina ber á þessum tima, en i vor og sumar hafi verið kalt og berin varla hæf til tinslu fyrr en i fyrsta lagi um 20. ágúst. Óhemju margt fólk kemur á þessar slóðir að tina ber á hverju ári og hefur verið mikið af þeim út með Snæfellsjökli, fyrir utan Malarrif i Lónlandi og raunar meira og minna viöast á Snæfellsnesi. „Það gerðist fyrir nokkrum árum dálitið skringilegt.Margir þóttust eiga berjalöndin og seldu leyfi þeim, sem voru að tina. Reyndust þetta ekki vera eigendur, heldur menn, sem voru að gabba fólk til að borga fyrir að mega tina”, sagði' Kristbjörn. „Það er betra fyrir fólk að hafa leyfi hjá landeigendum fyrir berjatinslu” sagði Haukur Hafstað hjá Landvernd, þegar við höfðum samband við hann. Hann sagði, að i 12. grein náttúruverndarlaganna þar sem ræðir um náttúru landsins og umgengni, segi að al- menningi sé heimilt að tina ber af óræktuðu landi, ef þau eru borðuð á staðnum. Ekki er heimilt að tina ber án leyfis landeigenda og setja i ilát til að fara með heim með sér eða til að selja. Náttúruverndarráði er heirailt að leggja bann við notkun tækja við berjatinslu, ef það telur, að spjöll hljótist af á gróðri, og á það bæði við eigendur og aðra. „Enda er vel hægt að tina ber með venjulegri tinu án þess að skemma gróðurinn, ef rétt er að farið”, sagði Haukur. —EVI Hjófið losnaði á ferð — bíllinn valt og fjórir slösuðust Hjól, sem losnaði undan bll á ferð, varð þess valdandi aö bif- reiðin vait og fjórar menneskjur slösuðust i gærdag. Slysið átti sér stað á Vesturlandsveginum, skammt frá Fossá i Kjós. Þrir farþegar voru auk ökumanns i bilnum. Allt fólkið var flutt á slysadeildina til athug- unar. Taliö er að boltar, sem héldu hjólinu, hafi losnað. Billinn sjálfur er svo að segja gjör- ónýtur. önnur velta varð einnig á Vesturlandsveginum i gær, rétt hjá Tiðaskarði i Hvalfirði. ökumaður bils missti stjórn á honum og ók út af. Valt billinn. Þrir farþegar voru i bilnum, en engan sakaði. — ÓH Laugardagur 11. ágúst 1973. /// i\\X ■i'.Vli.'.W. Helgarveður: Vott hjá okkur, en sólskin á N og A landi! Bezta vcðrið um helgina vcrður norðuuslan tii á landinu. Þangað verður þvi bezt fyrir fcrðamenn að halda og eyða þar frltlmanum. 1 gærkvöldi, þegar við ræddum við veðurfræðinga, geröu þeir ráð fyrir suðlægri átt með vætu á Suður- og Vesturlandi. Ekki er búizt við að það sjáist til sólar, og heldur dimmt verður liklega yíir öllu saman. öðru máli er að gegna um Norður- og Austurland. Þar eru veðurguðirnir mönnum hliðhoilir þessar stundirnar, og þar er gert ráð fyrir þurru veðri og hlýju. Þar skin sólin líklegast glatl, og búast má við 15-20 stigahita á Akureyri. Hitinn komst það hátt i gærdag og búizt er við þvi hitastigi áfram. Hins vegar komst hiti ekki nema i 10-12 stig i höfuðborginni i gær- dag, og hiti verður ekki að neinu ráði nú um helgina. — EA Unnið við barna- k gœzlusvœðið við \ Bernhöftstorfuna V Unnið of kappi í Austurstrœti — og á morgun verður lokað fyrir bílaumferð Undirbúningur undir lokun Austurstrætis fyrir biiaumferð er i fullum gangi, en á morgun verður gatan gerð að göngugötu tii tvcggja mánaða. Akveðið er að setja upp högg- myndir á götunni eftir þá Sigur- jón Olafsson og Asmund Sveins- son. Auk þess verða þarna tré og blóm í pottum og bekkir fyrir fólk að tylla sér á. Biða menn með eftirvæntingu eftir að sjá, hvernig þessi tilraun tekst og hvernig menn bregðast við þessari breytingu á götunni. Fyrri mánuðinn, sem tilraunin stendur, munu strætisvagnar þó aka um götuna, en gatan verður máluð og svæði þeirra þannig afmarkað. Hilmar Ólafsson hjá Þróunar- stofnuninni sagði blaðinu i gær, að leiksvæðið við Bernhöftstorf- una yrði senn tilbúið, en þar verður barnagæzla á meðan til- raunin stendur yfir. Við báða enda Austurstrætis verður merki, sem sýnir, að ekki má aka inn á götuna. —ÞS Þessir hressu sjómenn á myndinnieru Skagstrendingar, sem leggja af staö i dag til Japan til að sækja skuttogara. 1 tilefni ferðarinnar keyptu þeir scr allir boli meö50 milna landhelgisáróðri á. Þá daga, seni þeir dveljast i Japan, ætla þeir að klsiðast bolunum til að vekja athygli manna á mál- staðnum. „Þetta er kannski ekki stórt framtak, en nargt smátt gerir eitt stórt” sagði einn þeirra. Togarinn, sem þeir eru að sækja, er eign Skagstrendii'gs h.f. Þeir munu fljúga til Japan, en eru 56 daga að sigla til baka. „Við munum sigra”, sögðu þeir, er þeir kvöddu. —ÓH TVÖ ÍSLANDSMET Á NORÐURLANDAMÓTINU Tvö Islenzk met voru sett á Norðurlandamótinu I sundi, sem hófst i gærkvöldi. Vilborg Július- dóttir synti 800 metra skriðsund á 10.03.5 og varð fimmta I röðinni. Friðrik Guðmundsson setti met i 1500 metra skriðsundi, þar sem hann varð fimmti. Timi hans var 17.28.0. Sviar eru efstir að stigatölu eftir fyrsta dag keppninnar, með 51 stig. Næstir koma Norðmenn með 41 stig og siðan Finnar með 21, Danir 11, og Islendingar eru með 7 stig. — ÓG. ÁSATRÚARMENN StCtPTA LANDINU í„GOÐORÐ" Nœsta blót í Reykjavík Ásatrúarmenn hyggjast skipta Iandinu í goðorð. Svcin- björn Beinteinsson allsherjar- goði sagði i viðtali við VIsi i gær, að sennilega yrðu goðorðin 36. Hafið þið mannskap til þess arna i öllum hlutum lands? „Ekki ennþá,” segir Svein- björn, „en við væntum þess, að það verði innan skamms.” Sveinbjörn sagði, að fylgis- menn hreyfingarinnar væru nú eitthvað á annað hundrað. „Þeim fjölgar hægt og bitandi,” sagði hann. Næsta blót verður varla fyrr en i haust og þá sennilega i Reykjavik, að sögn Svein- bjarnar. Ekki er ákveðið, hvar i Reykjavik það yrði. Asatrúarmenn ætla að gefa út i „talsverðu upplagi” kynningarrit um stefnu sina, og verður það gert með haustinu. — HH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.