Vísir - 16.08.1973, Blaðsíða 4
4
Visir. Fimmtudagur 16. ágúst 1973.
I’annig birtist Fia lesendum B.T. sem ein af „sumarstúlkum” blaðsins
fyrr á þessu sumri.
Topplaus fulltrúi
ungu kynslóðarinnar
Pia hefur hér fengið á höfuð sér kórónuna, sem júgóslavnesk stúlka
hafði borið siðasta árið.
Danska dagblaðið B.T. státar
nú af þvi, að ein af „sumar-
stúlkum” þess blaðs hefur nú
hlotið titilinn „Miss Young Inter-
national” i alþjóðlegri fegurðar-
samkeppni táninga, sem fer ár-
lega fram I Tokyo og útnefndi
Henný Hermannsdóttur þá feg-
urstu eitt árið.
A stærri myndinni hér til hliðar
sjáum við þá sextán ára gömlu
Piu Friis Jensen, eins og hún birt-
ist lesendum B.T. fyrr i sumar, en
minni myndin er frá krýningunni
i Tokyo siðastliðinn laugardag.
t fegurðarsamkeppninni voru
þátttakendur frá samtals 48 þjóð-
um heims, þar á meðal tslandi.
Verðlaunin, sem féllu i skaut Piu,
var kvartmilljón islenzkra króna
ásamt óteljandi tilboðum frá
tizkusýninga- og ljósmyndafyrir-
tækjum.
A siðasta ári tók Pia þátt i
„fegurðarsamkeppni Dan-
merkur”, og kemur reynslan frá
þeirri keppni stúlkunni vel núna,
þvi hún verður á stöðugu ferða-
lagi langt fram i næsta mánuð á
vegum „Miss Young”-keppninn-
ar, og þarf hún viða að koma
fram á sýningum, auk þess sem
hún þarf að vera til viðtals við
fjölda blaða og timarita, að
ógleymdum útvarps- og sjón-
varpsstöðvum.
JULIE ANDIIEWS,
sem gekk ekkert sérlega vel að
afla sjónvarpsþáetti sinum i USA
vinsælda, er nú byrjuð að búa
sig undir eitt aðalhlutverkanna i
kvikmynd, sem á að gera eftir
óperettunni „Bitter Sweet”.
Óperettan sú er smiði Noels
heitins Cowards.
NANCY SINATRA
er um það bil að ganga i það
heilaga. Karlinn heitir Wes
Farrell, og hefur hann hlotið
„blessun” pabba gamla, hans
Franks
Gail Fisher
— hinn blakki einkaritari
spæjarans „Mannix”, sem við
munum eftir úr sjónvarps-
myndaflokknum, sem islenzka
sjónvarpið hefur sýnt — giftist
hinum blakka rithöfundi,
Robert A. Walker, ekki alls fyrir
löngu. Áður en þau höfðu náð að
pakka niður fyrir brúðkaups-
ferðina höfðu þau komizt að
þeirri niðurstöðu, „að það væri
kannski bezt, að þau færu sitt i
hvora áttina.”
Leonid Bresjnev
— rússneski þjóðhöfðinginn —
fór með Nixon i bió, þegar hann
heimsótti hann vestur á dögun-
um. Þeir sáu ameriska kúreka-
mynd, sem ber nafnið „My
darling Clementine”. Féll
Bresjnev myndin svo vel i geð,
að hann fékk eitt eintak af
kvikmyndinni.
Alla dreymir um fallegt innbú
DOMINO er draumasett
DOMINO gerir drauminn að veruleika
VAKNIÐ — komið, skoðið og setjizt í DOMINO
STAÐGREIÐSLU-
AFSLÁTTUR, -
GREIÐSLU-
SKILMÁLAR
HVERGI BETRI