Vísir - 16.08.1973, Blaðsíða 13

Vísir - 16.08.1973, Blaðsíða 13
Vísir. Fimmtudagur 16. ágúst 1973. q OAC3 | D KVÖLD Q □AG | Utvarpið í kvöld kl. 20,05: Klandur í matartímanum Útvarpsleikritið i kvöld heitir „Matar- timinn” og eins og nafnið bendir til, gerist það allt i einum matar- tima. Fullorðinn maður, sem er leikinn af Steindóri Hjörleifssyni, og ung stúlka leikin af Brynju Benediktsdóttur, koma i mat á fint hótel, Þau vinna i sama fyrirtæki, og ætla nú aldeilis að eiga ánægjustund saman yfir matnum. En litið verður úr þeirri ánægjustund. Sonur hótel- stýrunnar er nefnilega við- staddur. Hann misskilur hlut- verk sitt og snýst i kringum þau tvö, ávallt reiðubúinn að gera þeim allt til geðs. Gerist hann ákaflega þjónustuviljugur, og hvernig sagan fer úr þvi, verður ekki rakið hér. Strákpattinn er leikinn af Þór- halli Sigurðssyni. Leikritið tekur um einn klukku- tima i flutningi. og spannar yfir allan matartimann. Auðvitað fær það svo einhvern agalegan endi. Pétur Einarsson leikstýrir leik- ritinu. Leikrtið er eftir brezkan höfund, John Mortimer að nafni. Hann gerir talsvert að þvi að semja leikrit, og þá jöfnum höndum alvarleg og léttari. Þrjú leikrit hafa verið flutt áður i út- varpinu eftir Mortimer. „Matartiminn” var samið árið 1960, og geristþaði nútimanum. —ÓH Steindór, Þórhallur Brynja og Pétur fremstur. Auðséð er, að þau ætla ekki að láta sitt eftir liggja til að koma okkur i gott skap i kvöld. Útvarp í kvöld kl. 21,15: w w // HUN FINNIEN HANN // „Sagan fjallar svona um ættir og slekti, eins og sagt var i gamla daga. Það er maður, sem þjáist af minnimáttarkennd, af þvi að hann telur sig ekki vera samboðinn konu sinni. Er það vegna þess, að hennar ætt er finni hen hans”. sagöi Ingólfur Pálmason. cand. mag. um sögu sina, „Freisting”, sem verður lesin kl. 21.15. „En ég get sagt það að sagan endar vel. Maðurinn fær inn- blástur og sér hlutina i nýju ljósi. Það hjálpar honum að lokum”. Ingólfur Pálmason er kennari við Kennaraháskólann. Hann sagði, að hann hefði gert svolitið að þvi að semja sögur áður fyrr, en litið gert af þvi seinustu árin. „Þetta er fyrsta sagan, sem ég sem um langan tima. Ég var búinn að velta efninu talsvert lengi fyrir mér. t sumar hljóp það svo i mig að láta verða al- vöru úr að gera eitthvað úr efninp”. 'Ingólfur sagði, að sagan væri sögð bæði i alvöru og gamni. Hann væri ekki með neinn boð- skap i henni, en eflaust gæti þessi saga vakið einhvern til umhugsunar. —ÓH Mikið púl að grínast — í útvarpinu á morgun kl. 13.30 Svavar Gests er með hinn vinsæla þátt sinn, „Með sinu lagi”, kl. 13.30 á morgun. Seinasta föstudag þegar þátturinn var, tók Svavar nokkurra minútna skorpu, þar sem hann skeytti lögum úr ýmsum áttum við ýmislegt, það sem hann sagði. Var það mest góðlátlegt grln um menn og málefni. Svavar var spurður, hvort þetta yrðiafturi dag i þættinum. „Nei, ég held ekki. Það er geysimikil vinna á bak við þetta. Bara stúdióvinnan er um 3 eða 4 timar, svo maður tali nú ekki um púlið við að hugsa þetta út”. Svavar er búinn að vera með þennan þátt i 7 mánuði. Og hann veitekkert, hvað hann gæti komið til með að ganga enn. „Þátturinn er fyrst og fremst hugsaður fyrir léttmeltanlega músik, og hann kom eiginlega i stað þáttarins „Við vinnuna”. Það þykir skemmtilegra að hafa tal á milli laganna og kynna, hvað sé á seyði. Ég reyni að hafa sem mest af islenzkum lögum, en auð- vitað er sú lind ekki ótæmandi. Þess vegna er ég með erlend lög i þriðja til fjórða hverjum þætti”. —ÖH UTVARP FIMMTUDAGUR 16. ágúst. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Óþekkt nafn” eftir Finn Söeborg Þýðandinn, Halldór Stefáns- son, les (3). 15.00 Miðdegistónleikar: Glaude Corbeil syngur fjög- ur lög eftir Guy-Ropartz: Janine Lachance leikur á pianó. Peggie Sampson og \ 13 «- ★ «- * «• x- «- x- m m ■n -k -X -h -k -k ■a -g -s -K ■U -K -K .-ít -K -K -tt -K * -K -vt -K -tt -K -tt -K -tt -K -tt -K -tt K -tt -K -tt -K -tt -K -K -tt -K -tt -K -tt -K -tt -K -tt -K -tt -K -tt -K -tt •K -tt -K -tt -K -tt -K -tt -K -tt -K -tt -K -tf -K -tt -K -tt -K -tt -K -tt -K -tt -K -tt -K -tt llrúturinn,21. marz-20. april. Einhver orðrómur virðistá sveimi, sem snertir óbeinlinis þina nán- ustu, og mun hyggilegast, að þú látir sem þú heyrir hann ekki. Nautið, 21. april-21. mai. Þetta getur orðið að minnsta kosti þægilegur dagur, en varla að dragi til neinna stórtiðinda. Ferðalög ættu að ganga vel. Tviburarnir,22. mai-21. júni. Þú þarft sennilega að beita nokkru skapi til þess að hafa i fullu tré við aðstæðurnar, aö minnsta kosti fyrri hluta dags. Krabhinn, 22. júni-23. júli. Það liður naumast á löngu áður en þú kemst ekki hjá að taka afstöðu i einhverju viðkvæmu máli, og sem ráðið getur vissum afleiðingum. Ljónið, 24.júli-23. ágúst. Þetta getur orðið mesti happadagur, ef til vill ekki beinlinis i peninga- málum, enda er ekki öll gæl'a þeim bundin. Meyjan.24. ágúst-23. sept. Það er svo að sjá sem einhver hafi tekið heldur betur skakkan pól i hæðina, og þér gangi treglega að leiðrétta það. Vogin, 24. sept.-23. okt. Það litur út fyrir að þú biðir eftir einhverri orðsendingu, ellegar bréfi, og gott ef það hefur ekki orðið einhver misgán- ingur þar. I)rckinn,24. okt.-22. nóv. Sennilega fer svo i dag, að þú hikar við að framkvæma eitthvað, sem þú hafðir ákveðið, og að það hik verði þér til góðs. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Finnist þér ein- hver gefa til kynna, að hann þurfi ekki á neinu frá þér að halda, skaltu gefa hið sama i skyn og vita, hvort ekki breytist. Steingeitin, 22. des.-20 jan. Þú skalt segja sem l'æst i dag, ekki hvað sizt ef þú verður krafinn sagna um eitthvað, sem þó ekki snertir sjálfan þig Vatnsberinn, 21. jan.-19. febr. Það getur farið svo, að þér verði boðnir einhvers konar samn- ingar, og skaltu ekki taka þeim nema að vel at- huguðu máli. Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Það er sitt af hverju að gerast i námunda við þig, og sumt þess eölis, að þú ættir að gæta þess að koma þar ekki við sögu. Diedre Irons leika „Sakn- aöarljóð”, tilbrigði fyrir selló og pianó eftir Donald Francis Tovey. Fritz Hoyes söngsveitin syngur laga- flokkinn „Dýragarðinn” eftir Jean Absil. Ronald Turini leikur Pianósónötu eftir Alberto Ginastera. Tékkneski blásarakvartett- inn leikur Kvartett fyrir flautu, óbó, klarinettu og fagott eftir Jean Francaix. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 17.05 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.25 Landslag og leiöir Jón Gislason póstfulltrúi flytur sfðara erindi sitt um leiðina frá Selfossi um Eyrar. 19.45 Samleikur i útvarpssal Melitta Heinzmann og Snorri Orn Snorrason leika tónverk fyrir tvo gitara eftir Christian Gottlieb Scheidler, Isaac Albeniz og Ferdinand Carulli. 20.05 Leikrit: „Matartiminn” eftir John Mortimer i þýð- ingu Kristjáns J. Jónssonar. Leikstjóri: Pétur Einars- son. Persónur og leikendur: Maðurinn: Steindór Hjör- leifsson Stúlkan: Brynja Benediktsdóttir Strákurinn: Þórhallur Sigurðsson 20.55 Frá útvarpinu Jerúsalem Afmælistónleik- ar i tilefni af 25 ára afmæli tsraelsrikis. Listamenn frá tsrael syngja og leika. 21.15 Freisting”, smásaga eftir Ingólf Pálmason Stein- dór Hjörleifsson leikari les. 21.50 „Mörg eru dags augu” Andrés Björnsson útvarps- stj. les úr íjóðabók Matthiasar Johannessen. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kyjapistill 22.35 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 17. ágúst 7.00 Morgúnútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Ingibjörg Jónsdóttir endar siðustu sögur sinar af Gisla, Eiriki og Helga(3). Tilkynningar ki. 9.30. Létt lög á milli liða, Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpoppkl. 10.25: West, Bruce & Laing og hljómsveitin Creedence Clearwater Revival flytja. Fréttir kl. 11.00. Tónlist eftir Sjostakovits j: Sinfóniu- hljómsveitin i Lundúnum leikur „Gullöldina”, ballett- .svitu op. 22 / Jascha Heifetz leikur „Danse fantastique” nr. 2 / Svjatoslav Rikhter leikur Prelúdiu og fúgu i gis- moll nr. 12 / Mstislav Rostropovitsj og Sinfóniu- hljómsveitin i Filadelfiu leika Sellókonsert i Es-dúr op. 107.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.