Vísir - 16.08.1973, Page 6

Vísir - 16.08.1973, Page 6
i 6 Vísir. Fimmtudagur 16. ágúst 1973. 1 Ctgefandir-Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson y Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Slmar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611 Cl lfnur) Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands I lausasölu kr> 18.00 einfakiö. Blaðaprent hf. Hvergl friður Rennur sá dagur brátt, að fólkið i Indókina geti lifað i friði á landi sinu, gengið til starfa sinna, litið til himins án þess að skelfast flugvélar, flytj- andi drápssprengjur? Geta feður og synir ræktað akur sinn án þess að skelfast að verða neyddir til herþjónustu framandi striðsmanna? Hugsan- lega, en þó er liklegra, að sá dagur sé ekki skammt undan. Bandarikjamenn hafa hætt sprengjukasti eftir rúmlega tiu ára sprengjuregn. Þetta þýðir þó ekki, að friður sé i Kambódiu. Einu likurnar til friðar nú eru, að sögn fréttamanna, að uppreisnarmenn, þeir sem standa með kommúm istum, vinni skjótan sigur. Foringi þeirra, Sihanouk, fyrrum valdhafi i Kambódiu, segist ekki munu semja við stjórnina. Her hans muni berjast, þar til sigur vinnist. Ekki er friður i öðrum hlutum Indókina- skagans, Vietnam og Laos. Nú er meira en hálft ár liðið, siðan samið var um vopnahlé i Vietnam. Þar er þó enn barizt. Mannfallið hefur vissulega oft verið meira, en þó munu meira en 70 þúsund hafa fallið eða særzt, meðan þetta svokallaða vopnahlé hefur staðið. Þetta er nærri jafnmikið og var á sama timabili, áður en vopnahléið var gert. Friðurinn i Suður-Vietnam er þvi mest i orði kveðnu. Kanadamenn i eftirlitsnefndinni með vopnahléinu urðu leiðir á þessum látalátum og fóru heim. Samkvæmt vopnahléssamningum ætti nú að vera búið að semja um pólitiska framtið landsins, svo sem hvort verða skuli samsteypu- stjórn allra flokka, og önnur mikilvæg atriði. Ekkert af þessu hefur verið gert. Nú standa vonir til þess i Laos, að striðsmenn nái samkomulagi og stofni samsteypustjórn. Þar er við völd Souvanna Phouma, sem er kallaður hlutlaus i deilum stórvelda. Hálfbróðir hans, Souphanouvong, stýrir liðið uppreisnarmanna, sem hafa stuðning Norður-Vietnama. Þeir þykjast nú ætla að semja. Það lofar hins vegar ekki góðu, að þeir hafa áður samið með svipuðum hætti tvisvar sinnum i 19 ára striði, og jafnan farið að berjast aftur. Til þess að friður verði i Indókina á næstunni, þarf þvi þrennt að gerast: Ganga þarf frá alvöru- samningum i Vietnam, samningar i Laos verða að reynast haldgóðir, og uppreisnarmenn þurfa að sigra i Kambódiu, nema Sihanouk snúi við blaðinu og semji. Af þessu er talið liklegast, að uppreisnarmenn vinni sigur i Kambódiu. Staða uppreisnarmanna er talin miklu sterkari en stjórnarhersins. Höfuð- borgin, Phnom Penh, er umsetin og gæti fallið i hendur þeirra á hverri stundu. Með þvi félli þar rikisstjórn, sem hefur fylgt Bandarikjunum að málum. Það mundi herða Norður-Vietnama og þjóðfrelsishreyfinguna i baráttunni gegn rikis- stjórn Suður-Vietnam. Þannig yrði friður i Kambódiu varla til að auka likur á friði annars staðar i Indókina. Það er vel, að Bandarikin hafa að miklu leyti komið sér upp úr pyttinum i Indókina. Þvi miður hefur það ekki fært fólkinu skjótan frið. Leynisamnhtgar Churchills og Stalíns Öfugt við fjöllin, sem verða blárri eftir því sem fjarlægðin er meiri á miili okkar og þeirra, þá virðast stríðsárin koma æ skýrar og greinilegar í Ijós, eftir því sem lengra líður frá þeim. Það gera leyndarskjölin, sem legið hafa í læstum skjalahirzlum þess opin- bera frá stríðslokum, vand- lega hulin þagmælskunnar hjúp. Sum þeirra eru nú farin að líta dagsins Ijós, þegar þau eru orðin mein- lausari með aldrinum. Einhver leyndustu skjöl sir Winston Churchills voru þannig birt um sfðustu mánaðamöt. Þau lutu að leynilegum samningavið- ræðum hans við Josep Stalin i Moskvu 1944, þar sem helzt lítur út fyrir, að leiðtogi Bretanna hafi selt Pólland Rússum á vald. 1 umsögn um þessi leyndarskjöl segir hið ihaldssama dagblað „Daily Telegraph” að samning- urinn, sem Churchill gerði til að afla stuðnings Rússa við eftir- striðsáraáætlanir Breta ,,kunni að hafa verið mesta stjórnmála- skyssa” siðari heimsstyrjaldar- innar.Þvi að svo lauk um siðir, að Bretland hlaut engan varanlegan hagnað af þessum leynisamningi. En i þessi leyniskjöl, sem ganga undir dulnefninu „Premier 3” vantaði einn þýðingarmikinn kafla. Stjórnin og skjalasafn þess opinbera hafa ekki getað gefið skýringu á hvarfi þessara skjala. Það sem vantar eru nefnilega „.pólitiskar viðræður” þessara tveggja þjóðarleiðtoga, er hefðu getað varpað skýrara ljósi á leynisamning þeirra. En Churchill vildi tryggja sér aðstoð Stalins, og treysti greini- lega á, að hún lægi á lausu eftir 20 ára vináttusamninga Breta við Rússa. Hugsanlega gætu týndu skjölín skýrt út, hvi Churchill taldi sér svona mikla nauðsyn á stuðningi Stalins. Leyniskjölin voru loks lögð fram einu og hálfu ári siðar en önnurskjöl á leyndarlistanum, en öryggis rikisins vegna hefur al- menningi ekki verið veittur að- gangur að þeim i 30 ár. Em- bættismenn segja, að þessi háttur á birtingu þessara skjala fremur en hinna, stafi af óreiðunni, sem á þeim var, en ekki vegna þess, að þau hafi þótt svona viðkvæmari en önnur. Lagaheimildir éru fyrir þvi að geyma skjöl i „leyndar- kistlinum” i allt að 100 ár. Hvað sem þvi liður, þá þykja skjölin leiða i ljós nokkrar þver- sagnir við endurminningar Churchills sjálfs. Þar var það einfaldlega gefið i skyn, að Churchill hefði reyht að fá pólsku útlagastjórnina til þess að fljúga til Moskvu til viðræðna um fram- tið lands þeirra eftir striðið. — En skjölin, sem nú voru birt, sýna, að Churchill hafi kaldhæðnislega verið reiðubúinn til þess að varpa Póllandi fyrir vargana i skiptum fyrir stuðning Rússlands, meðan á torsóttum saningum stóð við Stalin og nánustu ráðgjafa hans. Churchill flaug til Moskvu með utanrikisráðherra sinum, Anthony Eden, eftir að honum SBIIIBIIRIII m Umsjón: Guðmundur Péfursson hafði mistekizt að ná samkomu- lagi við Franklin D. Roosevelt Bandarikjaforseta um framtið brezkaheimsveldisins i Austur- löndum fjær. Hann óttaðist, að Þjóðernissinna Kina með stuðningi Bandarikjamanna mundi krefjast Hong Kong. Hann virðist hafa verið reiðubúinn til að þess að sleppa af Póllandi hendinni, bandamanninum, sem dró Breta inn i heimsstyrjöldina eftir innrás Hitlers 1939, ef Stalin vildi styðja viðleitni Breta til þess að halda Hong Kong og áhrifum sinum á Miðjarðarhafi eftir striðið. Út á við var látið svo heita, að Churchill hefði tekizt þessa ferð á hendur til Moskvu til þess að fá úr skorið, hvenær Rússar mundu taka þátt i striðinu við Japani. En þessari grimu virðist hafa verið brugðið upp til þess að styggja ekki Bandarikin. Og það talar sinu máli, að sendiherra Roose- velts i Moskvu, Averill Harri- man, var ekki boðið að vera við- staddur fundi Stalins og Churchills. Leyniskjölin sýna, að Churchill sagði Stalin, að þvinga mætti pólsku útlagaleiðtoganna i London til þess að ganga að sam- komulagi þeirra, ef þeir væru fluttir til Moskvu eftir að Bretar og Rússar hefðu gert sina samninga. Leiðtogarnir urðu sammála um, að Pólland mundi lenda inn á áhrifasvæði Ráðstjórnar- rikjanna. En það var svo kald- hæðni örlaganna, að Bretar hlutu engan hagnað af þessu samkomu- lagi, jafnvel ekki, þótt þeir svikju Pólland i tryggðum. Þegar leið á viðræðurnar, sagði - Churchill um Balkanlöndin, að Bretar yrðu að vera hið leiðandi afl Miðjarðarhafsins og að hann vonaðist til þess, að Stalin mar- skálkur mundi láta hann ráða málum Grikklands. Stalin sam- sinnti. Meðal skjalanna var ein örk af risspappir, þar sem Churchill hefur krafsað tillögur sinar um, hvernig Balkanlöndunum skyldi skipt upp á milli stórveldanna. Þar stendur: „Rúmenia: Rúss-_ land 90 prósent — aðrir ío’ prósent. Grikkland: Stóra- Bretland 90 prósent —• aðrir 10 prósent. Júgóslavia: 50-50. Ungverjaland: 50-50. Búlgaria: Rússland 75 prósent, aðrir 25 pró- sent.” Stalin virðist hafa gengizt inn á þetta, en daginn eftir heimtaði utanrikisráðherra hans, Molotov, að Moskva fengi 75 prósent itök i Ungverjalandi. — Eftir striðið fengu Rúsar alger- lega á sitt vald Rúmeniu, Júgós- laviu, Ungverjaland og Búlgariu. Itök Breta i Grikklandi dofnuðu hins vegar eftir þvi sem frá leið. Um Þýzkaland segir i skjölun- um: „Forsætisráðherrann (Churchill) segist vera fylgjandi harðlinustefnu. Skoðanir voru skiptar i Bandarikjunum. Bezt væri að knýja Þjóðverja til skyl- yrðislausrár uppgjafar og siðan segja þeim fyrir verkum.” Þetta stingur mjög i stúf við yfirlýsingar Churchills á siðari ráðstefnum bandamanna, þar sem hann lagðist gegn þvi, að „valtarinn yrði látinn fara yfir Mið-Evrópu.”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.