Vísir - 16.08.1973, Page 7
Visir. Fimmtudagur 16. ágúst 1973.
7
Uppþvottavélin - nauðsynlegri
en þvottavélin? eftir því sem framleiðslan eykst
Fyrir nokkrum árum þóttu
uppþvottavélar hreinasti mun-
aður hér á landi. i dag þykja
flestum þær jafnnauðsynlegar
og venjulegar þvottavélar, enda
eru þær nú ekki lengur dýrari en
þvottavélarnar. Framfarir i
gerð uppþvottavéla eru
geysilegar á siðustu árum. Nú
þarf ekki lengur að skola disk-
ana, áður en þeir eru settir i vél-
ina, og heldur ekki að þurrka
Nú er rétti timinn til þess að
tina sér blóðberg I teið fyrir
vcturinn. Blóðberg cr eins og
flestir vita ein hollasta nytja-
jurt okkar islendinga og hef-
ur þess verið neytt sem
drykkjar öldum saman. Þessi
siður hefur þvi miður lagzt
niður að mestu, en nú eru
menn að fá aukinn áhuga á
náttúrlegum lifnaðarháttum
og m;itarræði, og þá hefur
blóðbergið aftur fengið þann
sess, sem það hafði.
Hægt er að tina töluvert
mikið af blóðbergi á mjög
skömmum tima. Gott telauf er
mjög dýrt, og það má tina i
fjöldamargar tekönnur af
blóðbergstei á einum klukku-
tima. Það er þvi hægt að spara
mörg hundruð krónur á þvi að
eyða einum klukkutima i að
tina blóðberg.
Um hollustu blóðbergsins er
það að segja, að menn trúðu
þvi hér áður fyrr, að það væri
flestra meina bót. Vist er um
það, að það er ákaflega hress-
andi og sérlega gott við kvefi,
þar sem hunang er i blóð-
bergsblómunum. Það er lika
sérlega ljúffengt á bragðið,
svolitið sætt, en um leið með
sterku kryddbragði.
Blóðberg er hægt að tina
viða i nágrenni borgarinn-
ar,t.d. i mólendi, urðum og
graslendi. Blóðbergið á að tina
varlega, svo að ræturnar slitni
ekki, en bezt er að taka aðeins
blómin og örlitið af grænu
blöðunumT Er það mjög
fljótlegt, þvi blómin eru laus á
jurtinni. Grænu blöðin eru
mjög góð sem krydd i hvers
kyns súpur og kjötrétti, en
blóðbergið er mjög skylt timi-
an, sem er eitt ljúffengasta
krydd, sem til er. Blóðbergið
er tint i poka og siðan þurrkað
i ofni eða við sólarljós, þar til
það er vel þurrt og stökkt. Og
svo er bara að hita vatnið, og
teið er tilbúið.
þá. Með aukinni framleiðslu á
uppþvottavélum hefur verð
þeirra lækkað til muna. Hér er
hægt að fá uppvþottavélar fyrir
allt niður i 31-35 þúsund krónur,
sem ei; svipað og verð ódýrustu
sjálfvirku þvottavélanna.
Þegar sjálfvirkar þvottavélar
komu fyrst á markaðinn, þóttu
þær einnig munaður, og þær
voru mjög dýrar. Þó náðu þær
ótrúlegum vinsældum á
skömmum tima. Það er hins
vegar furðulegt með uppþvotta-
vélarnar, að margir eru haldnir
hálfgerðum „fordómum” hvað
þær snertir. Það þykir eiginlega
sjálfsagt, að eitthvað sé eftir á
heimilinu fyrir „húsmóðuina”
að gera, og þegar hún hefur ekki
lengur uppþvottinn, er fátt eftir
af hinum gömlu „húsmóð-
urstörfum”. Enda eru upp-
þvottavélarnar kallaðar „bezta
hjálp húsmóðurinnar” og öðr-
um álika nöfnum, sem sýna
bezt, hvaða sess konunni er ætl-
aður á heimilinu. Uppþvottur er
áreiðanlega að flestra mati eitt-
hvert leiðinlegasta starf heimil-
isins og jafnframt eitt það tima-
frekasta. Ef við nú reynum að
meta þann tima, sem fer i upp-
þvott hjá meðalfjölskyldu á dag,
þá nemur það nálægt einum
klukkutima. Hversu vel mætti
ekki nýta þennan klukkutima
meðbörnunum á hverjum degi?
Gera má ráð fyrir, að innan
skamms verði framleiddar
sambyggðar uppþvotta- og
þvottavélar, sem hægt er að
hafa i eldhúsinu og jafnvel með
innbyggðum þurrkara. Upp-
þvottavélarnar eiga áreiðan-
lega eftir að losa heimilisfólkið
við mörg leiðinleg rifrildi út af
uppþvottinum, sem að sjálf-
sögðu er ekki einkaverk neins
ákveðins i fjölskyldunni heldur
ein af þeim leiðinlegu kvöðum,
sem fylgja þvi að þurfa að næra
sig.
Þegar keypt er uppþvottavél,
ber margs að gæta.
Nauðsynlegt er að gæta þess
vel, að hún rýmist Vel og að
hægt sé auðveldlega að leggja
vatnslagnir að og frá. Þar sem
eldhúsið er þröngt, er gott að
hafa vél með tveimur hurðum,
svo að ein stór hurð loki ekki al-
veg gangveginum. Þá er mikið
atriði, að stærð vélarinnar hæfi
fjölskyldunni, en of stór vél get-
„Macramé" gluggatjöld
llnýtt gluggatjöld eru mjög vinsæl þessa dagana, enda sérlega
falleg og sérkennileg. Hver og einn getur hnýtt sér gluggatjöld
eftir eigin smekk, valið garn og liti, sem við eiga, og látið svo
imyndunarafliðráða ferðinni. Þessi fallegu „macramé” glugga-
tjöld eru gerð af Elinu Oddgeirsdóttur, en myndin er úr nýjasta
eintaki af „Hugur og hönd”, riti Heimilisiðnaðarfélags islands. i
þessu blaði eru fjöldamargar myndir og uppskriftir af ýmiss
konar handavinnu, auk greina. Segir um hnýttu gluggatjöldin,
að þau séu gerð úr kambgarni, og er þráðunum brugðið um
venjulegan gluggatjaldagorm. Þráðalengd og fjöldi fer eftir
æskilegri þykkt og lengd. Hnýtt er með garninu allt frá tvöföldu í
tifalt cftir mynztrinu. Gefur þcssi misgrófleiki skemmtilega
hrjúfa og liflega áferð. Að hnýtingunni lokinni er ágætt að leggja
gluggatjiildin á þykkt stykki, mæla æskilegt form þeirra út,
leggja raka klúta yfir og láta gegnþorna.Varast skal að klippa af
þráðunum i fljótfærni. Ilyggilegast er að hengja gluggatjöldin
upp, athuga mislengdir þráðanna og sjá, hvað fer vel við
mynztrið.
I ll\ll\l 1
= SÍOAN jf
Umsjón:
Þórunn
Sigurðardóttir
ur verið til litillar hjálpar, þar
sem langan tíma tekur að fylla
hana.
UNGT FÓLK i GÖML-
UM HÚSUM
Gömlu húsin njóta stöðugt
meiri virðingar og um-
hyggju. Það hefur sannazt á
þessu sumri, hversu auðvelt
er að lifga upp á þau með þvi
að mála þau i björtum og ný-
tizkulegum litum. Segja má,
að gömlu húsin séu komin i
tizku, enda sækist margt
ungt fólk eftir að búa i þeim.
1 nýjustu Viku er fjallað
ofurlitið um þetta efni og
þrenn ung hjón heimsótt,
sem öll búa i gömlum hús-
um, sem eiga sér langa sögu.
SUMARFRí í HJÓL-
HÝSI
Ferðamáti Islendinga er
óðum að breytast. Allt i einu
hafa til dæmis hjólhýsin haf-
ið innreið sina i landið og eru
nú orðin rösklega 400 talsins.
Hjólhýsaeigendur hafa
meira að segja stofnað með
sér félagsskap til þess að
vernda hagsmuni sina. I nýj-
ustu Viku er spjallað um
hjólhýsi og birt tafla um verð
og gæði helztu tegundanna,
sem fáaniegar eru hér á
landi. Einnig brugðum við
okkur að Laugarvatni, sem
kalla má höfuðborg hjólhýs-
anna.
VINATTAN HÆTTU-
LEGA
„Það byrjaði vertarkvöld
eitt árið 1773 á óperudansleik
i Paris, þegar glaðvær og
lifsglöð prinsessa fékk áhuga
á ungum, laglegum útlend-
ingi. Útlendingurinn var
sænski greifinn Axel von
Fersen og prinsessan unga
var Marie Antoinette, verð-
andi drottning Frakklands.”
Þetta er upphafið að fróðleg-
um og skemmtilegum
greinaflokki, sem nefnist