Vísir - 20.08.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 20.08.1973, Blaðsíða 2
2 Visir. Mánudagur 20. ágúst 1973. risBsm: Er erfitt að vera blaðamaöur? Omar Valdimarsson, blm. á Timanum: — Auðvitað er það erfitt. En það er einmitt það sem gerir það skemmtilegt. Erfiðast við starfið er að leita sins eigin sannleika, og fyrir lesandann lika. - Margrét Sigursteinsdóttir, blm. á Morgunbl.: — Það er'erfitt, en alveg sérstaklega skemmtilegt. Aðalerfiðleikarnir eru fólgnir i vandkvæðunum að ná i góöar fréttir, sem maður er alltaf á höttunum eftir, og að fá fólk til að tala. Einnig er oft erfitt að gera svo vel að lesandinn sé ánægður. Enda er maður ekki fyrr ánægður sjálfur. Asthildur lljartardóttir, blm. á Morgunbl.:Erfittog skemmtilegt I senn. Erfiðast finnst mér að vera ánægð sjálf með það sem ég skrifa. Enda er ég ekki ánægð fyrr en ég get verið fullkomlega viss um að lesandinn sé ánægður. Eg tel að þetta starf sé ábyrgöar- meira en mörg önnur. Gunnar V. Andrésson, Ijósm. á Timanum: Þetta er dásamlegt hundalif, bæði þrælskemmtilegt, pg djöfull leiðinlegt. Erfiðast finnst mér að gera leiðinlegu efni góðskil. Skemmtilegastá hliðin á þessu er svo að vera i návist þess sem maður er að koma til lesandans. Brynjólfur Helgason, Ijósm. á Morgunbl.: — Ekkert er erfitt sem er skemmtilegt. Sem sagt: þetta er skemmtilegt, og þar með ekkert erfitt. Kinar sitjandi á þakinu, sem hann geröi úr vatnsrörum. Snjógöng yfir vegi Þok yfir Austurstrœti? Rœtt við Einar Þorstein Ásgeirsson arkitekt, sem nú gerir tilraun með léttbyggingu í Keldnaholti ,,Mér hefur komið til hugar að hægt væri að reisa einskonar þak yfir Austurstræti eða yfir eitt- hvcrt visst svæði af því”, sagði Kinar Þorsteinn Asgeirsson arki- tekt, þegar viö heimsóttum hann upp að Keldnaholti i gærdag. Þar vinnur Kinar viö byggingu á húsi, sem flokkast undir léttbyggingar svokallaðar. Er það fyrsta bygg- ing sinnar tegundar hér á landi, cn slikt er oröið nokkuð algengt erlendis. Og hann lætur sér detta fleira i hug. Svo sem að byggja úr snjó. Erlendis hafa tilraunir verið geröar með það, og Einar hefur hugáað byggja úr snjó yfir vegi. Þar væri þá um að ræða göng sem helzt þyrftu að haldast allan veturinn, og þar af leiðandi þyrfti hvorki að ryðja veginn né moka. Erlendis hefur verið gerð til- raun með uppblásnum belg og snjó. Snjó er hlaðið utan á belginn og vatni siðan sprautað yfir. Þegar það hefur frosið er belgurinn fjarlægður. Um leið er komið litið hús. Engar slikar tilraunir gerir Einar þó I Keldnaholti. Þar byggir hann þak, sem allt er byggt úr vatnsrörum frá Reykja- lundi. Þakið er hálfkúlulagaö og yfir það verður siðan strengdur vatnsheldur segldúkur. Þaö tók hann ekki nema þrjá daga að koma rörunum saman, en þakið á að ná yfir rúmlega 80 fermetra stórt svæði. Byggingunni hyggst hann ljúka fyrir miðvikudag næstkomandi, en hann hefur unnið að þessu I samráði við Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og fengiö styrk frá Iðnaðarráöuneytinu. Hann hefur þó þurft að standa undir kostnaði sjálfur. Rannsóknarstofnunin mun siöan nota bygginguna sem geymslu, en Einar tjáöi okkur að hann hefði hug á að selja hana á kostnaðarverði, sem hann reikn- aöi með að yrðu 2600 kr. á fer- metra. „Þetta er mjög fljótlegt i upp- setningu, en ég reikna aðallega með vindálagi hvað viökemur veöurfari hérna. Það á síðan allt eftir að koma í ljós hversu vel þakið þolir snjó og slika veöráttu. Kg reikna með að reynsutima- biliö verði eitt ár. Þaö getur vel verið að það fjúki við fyrsta vind, ég veit ekkert ennþá.Þetta er aöeins tilraun en siðan verður aö fikra sig smátt og smátt áfram”. Þak I likingu við þetta mætti nota til margra hluta. Einar lætur sér detta í hug aö almenningur gæti notað slíkt i görðum sinum, þ.e.a.s. meö samskonar rörum og notuð eru I þakið á Keldna- holti. Slik hálfkúla sem gæti verið gróöurhús i garði, t.d. 6 metrar i þvermál gæti kostað 60-70 þúsund kr. Einar hefur t.d. komið upp sliku húsi fyrir börn sin. Einar sagði okkur að hugmynd heföi komið fram um að byggja slikt þak á þjóðhátið árið 1974. Þar yrði þá byggt yfir kaffisölu eða annað slikt. Enn er þó ekkert ákveöið um það. Aðra hugmynd kom Einar með og minntist i þvi sambandi á Japan. Þar hafa veriö byggð slik tjöld eöa þök, sem eru til þess gerð að fólk getur skroppið úr kuldanum inn i sumarið! Þökin eru upphituð og er þeim tjaldað úti á bersvæði. Þar inni er svo grænt gras og sumarlegt. „Hugsið ykkur. í stað þess aö fara til Mallorca!” sagöi Einar. Einar hefur frá ýmsum skemmtilegum tilraunum og hugmyndum að segja, er virðast næstum yfirnáttúrlegar og óraunhæfar fyrir leikmann, en fyrirfinnast þó samt sem áður og reynast vel. Um þakiö i Keldna- holti segir hann: „Ég hef alltaf sagt að þetta væri stór regn- hlif! Engin reynsla er komin á þetta ennþá, og enn er ekki vitaö hvernig það stendur sig gegn náttúruöflunum. Þá skal þess getið að i viðtali við Einar fyrir stuttu var þess getið að hann heföi átt einn stærstan þáttinn i byggingu tjaldsins á ólympiuleikunum i Munchen. Ekki var hlutur hans þó svo stór, en hann aðstoðaði þó við uppkomu þess. —EA LESENDUR HAFA ORÐID Hringið í síma 86611 ó milli kl. 13-15 Leigja bollana undir kakó-ið! H.G.hringcli: „Það var kyndugt, sem fyrir mig og dóttur mina bar, þegar við fórum i Eden i Hveragerði til þess að fá okkur hressingu. Eg keypti mér kaffi og fékk það eins og alsiða er afgreitt i kaffi- bolla. Dóttir min fékk hinsvegar heitt kakó i glasi! — Nú þurfti ekki að spyrja að þvi, að brenn- heitt kakóið hitaði svo glasið, að dóttir min gat ekki með nokkru móti haldið um það. t stað þess að mæna ráðalaus á kakóið i glasinu, fór hún heldur og náði sér i bolla með hanka, en stúlkan i afgreiðslunni sagði þá: „Þú verður þá að greiða 35 krónur i leigu fyrir bollann". Dóttir min gaf eitthvað litið út á það, en sagðist mundu koma aftur og bað hana að hafa bið- lund. Bjóst hún þó satt bezt að segja við þvi að þetta væri byggt á einhverjum misskilningi — 35 króngur i leigu fyrir afnot af boll- anum! O, nei, það var sko enginn mis- skilningur, þvi að önnur af- greiðslustúlka kom að borðinu til okkar, þegar hún veitti þvi eftir tekt, að dóttir min var aö hella kakóihu úr glasinu yfir i bollann. „Hey.rið þið. Það verður að borga 35 krónur fyrir afnot af bollanum”, sagði hún ákveðin i bragði Ég varð svo klumsa, að ég hef bara ekki almennilega áttað mig á þessu ennþá. Auðvitað trúi ég þvi alls ekki, að þetta sé alsiða á kaffihúsum eða veitingastofum. Ég hef aldrei rekið mig á slikt fyrr. Hitt hef ég hins vegar oft fundið, að úti á landsbyggðinni eru menn mjög hagsýnir og reyna að gera sér fé úr hverju einu. Mest áberandi er þetta þó i alfaraleið ferðamanna. Það eru samlokur seldar út úr sjoppu- lúgum á sama veröi og vandl. skreyttar brauðsneiðar á dýrustu lúxushótelum. Og auðvitað annað eftir þvi. Svona nokkuð eins og sérleiga fyrir bollann (og kannski sér leiga fyrir undirskálina og sér- leiga fyrir teskeiðina eða Guð má vita hvað) er einmitt mjög i anda minnar reynslu á slikum slóðum. Þó vildi ég reyna að svala for- vitninni, sem vaknaði við þetta, og hlera, hvort þið hafið heyrt af þvi, að þetta sé siður á kaffi- húsum?”. Ekki þar, sem við leggjum leiöir Gisli Valtýsson simar: „Þvi er ekki að neita að það er timabært að gera herferð gegn öllum sóðaskap i borginni og þarflegt hjá lögreglumanninum, sem rætt er við i föstudagsblaði VIsis um það að sekta sóðana. En mér datt i hug atvik, sem ég varð áhorfandi að i gærmorgun (fimmtudagsmorgun), þegar ég var staddur á Laugavegi neðar- okkar. Eftir að hafa keypt okkar veitingar, fáum við þær fram- bornar eftir okkar höfði, I giösum eða bollum eða fötum. Við höfum ckki heyrt af þessari nýbreytni áður Þetta stingur reyndar alveg i stúf við okkar kynni af Eden, þar sem okkur hefur fundizt við fá ódýran greiða og vel fram borinn. lega kl. 11.15 Þar kom brunandi lögreglubifreið, R-20002. Skyndi- lega sá ég hvar logandi vind- lingur kom fljúgandi út úr lög- reglubiinum og hafnaði á götunni. 1 bilnum voru tveir einkennis- klæddir lögreglumenn. Ég hélt i fyrsta lagi að lögreglan mætti ekki reykja i bilum sinum, — og i öðru lagi held ég að margir séu sóðar — eða einstaklega hugsunarlausir i lögreglunni". En eru þeir barnanna beztir?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.