Vísir - 20.08.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 20.08.1973, Blaðsíða 3
Vísir. Mánudagur 20. ágúst 1973. 3 Brezkum túristum fjölgaði í júlí! Bandaríkjamenn fleiri og heildartúristafjöldinn meiri Þrátt fyrir land- helgisdeiluna hefur brezkum túristum, sem koma til landsins fjölgað frá þvi i fyrra. Má þar til dæmis nefna júlimánuð. i í þessum mánuði i ár komu sam- tals 2180 túristar til landsins, en i fyrra á sama tima komu 1430 túristar frá Bretlandi. Sömu sögu er að segja um Bandarikjamenn, en þeim hefur þó fjölgað litillega. I ár komu i júlimánuði 4560 Bandarlkja- menn til landsins, en i fyrra á Þeir elztu hlustuðu meðan smáfólkið svafI „Útihljómleikar af þessu tagi ættu að vera hverja einustu góð- viðrishelgi”, varð mörgum þeirra að orði, sem sóttu siðdegis- skemmtun hljómsveitarinnar Brimkló i Laugardalsgaröinum i gær. Mátti þar heyra marga undrast það að hafa ekki upp- götvað þennan garð fyrr. Þar er skjólgott vegna trjánna og tilvalið að láta liöa þar úr sér i sólskininu. Umgengni þeirra er fylltu garð- inn i gær, verður að teljast með miklum sóma. Þar var heldur ekki um neina sælgætis- eða gos- sölu að ræða, en slikt hefur jafnan nokkurn sóðaskap i för meö sér. Athylgi vakti, hversu mikill fjöldi eldri borgara hætti sér inn i garðinn þennan eftirmiðdag þrátt fyrir hljóðfæraslátt popp-hljóm- sveitarinnar, en þeir fóru þó ekki að ráðum eins hljómsveitar- mannsins, sem varaöi þá við er hljómsveitin fór að búa sig undir að spila meira af rokki þegar liða tók á hljómleikana. Þvert á móti virtist, sem þeir legðu enn betur við hlustirnar. Og á meöan unglingarnir’ og eldra fólkið hlustaði á poppið ærsluðust smábörnin i grasinu — og þau allra yngstu sváfu vært i vögnum sinum undir drynjandi hljóðfæraslættinum. — ÞJM. Póllandseldspýtur eftir nokkra daga — þœr sœnsku þóttu nokkuð dýrar „Viö höfum orðið að kaupa þessa litlu sænsku eldspýtna- stokka til þess að verða ekki eld- spýtnalausir,” sagði Ragnar Jónsson skrifstofustjóri hjá Afcngis- og tóbaksverziun rikisins i viðtali við blaðið i morg- un. „Það hefur staðið á afgreiðsiu hjá Pólverjunum i sumar af ein- hverjum ástæðum, sennilegast út af bilunum i verksmiðjum hjá þeim. 1 augnablikinu eru til þessir litlu sænsku stokkar hjá okkur og svo þessir stóru til þess aö hata a boröi. En ég held, að pólsku eid- spýtnastokkarnir séu viða enn til i verzlunum. Þessir litlu stokkar eru óneitan- lega óskapiega dýrir, fjórar kr. stokkurinn út úr búö. En nú koma pólsku eldspýtumar til landsins eftir nokkra daga og nóg veröur til af þeim,” sagði Ragnar. -EVI. Þær litlu sænsku eru góðar en dýrar, stykkiö kostar 16 aura. Þær pólsku eru helmingi fleiri i stokki eða 50 talsins og verö á stýkki aðeins 5 aurar, en hafa oft verið vændar um að leka brennistcini I allar áttir. sama tima kom samtals 4461 Bandarikjamaður til landsins. 1 þessum mánuði er þvi ekki hægt aö kvarta yfir fækkun túrista en i júli komu samtals 17179 túristar til landsins. 1 fyrra á sama tima komu 16128 útlendingar. Við sögöum frá þvi i blaöinu fyrir stuttu, að færra væri á hótelum borgarinnar i ágúst- mánuði og lakari nýting heldur en á sama tima i fyrra. Virðist túristunum ekki fara að fækka fyrr en i byrjun ágústmánaöar og fækkar svo fljótt upp úr miðj- um mánuðinum. -EA. -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.