Vísir


Vísir - 24.08.1973, Qupperneq 1

Vísir - 24.08.1973, Qupperneq 1
vísm 6S. árg. Föstudagur 24. ágúst 1973 — 193. tbl. GEYMIRINN GJÖRÓNÝTUR — olíufélagið kvað enga olíu þar geymda — sjá baksíðu ÍlfSflSRtSMlltl: Þeir voru vopnaðir sakleys- islegum vopnum, Danirnir, sem iögregian gómaði i gær i göngugötunni. Þetta voru bara ofureinfaldir gitarar! Ákæran gegn Dönunum var friðrof á aimannafæri. Þeir upphófu semsé söng mikinn, og það getur lögregl- an auðvitað ekki þolað mönnum. ,,Við elskum lög- regluna”, sögðu Danirnir, þegar fréttamaður Visis hitti þá eftir yfirheyrsluna. — Baksiða. Menning fyrir 66 aura r r • a ari „Við elskum lögregluna" Það kostar hvern islending og hvern Norðurlandabúa aðeins 66 aura islenzka á ári hverju að reka Norræna hús- ið I Reykjavik. Að vísu þyrfti þessi styrkur að hækka ögn, að þvl er hinn ungi forstjóri Norræna hússins, Maj-Britt Imnander sagði I gær. Yrði slikt kærkomin afmælisgjöf fyrir húsið, sem er reyndar 5 ára I dag. Myndin er af Maj- Britt við hús sitt, en hún er eini ibúi Vatnsmýrinnar. — Sjá viðtal á bls. 3. „KVALAFULLUR DAUÐDAGI BÍDUR ÞÚSUNDA FUGLA" — segja fuglaverndunarmenn, sem gengu fjörur í gœrkvöldi ,,Á allri strandlengj- unni frá Sláturfélaginu og inn i Selsvör hima þúsundir fugla, sem hafa orðið oliunni að bráð. Það er útilokað að bjarga þeim, og þeirra biður kvalafullur dauð- dagi innan fárra daga eða vikna.” sagði Grétar Eiriksson hjá Fuglaverndarfélagi Is- lands, en hann og Björn Guðbrandsson læknir gengu þessar fjörur i gærkvöldi og könnuðu fuglalifið þar. ,,Það er borginni til skammar, ef þessir fuglar verða látnir veslast upp og drepast þarna fyrir allra augum. Það eina, sem hægt er að gera er að reyna að safna þeim saman og flytja þá i burtu og aflifa þá á mannúölegan hátt,” sagði Grétar. Sagði hann, að Björn og hann myndu i dag til- kynna borgarstjóra og fleiri aðil- um um þessa könnun sina og fara fram á að þegar verði gerðar ráð- stafanir til þess að aflifa fuglana. Eins og fram hefur komið i fréttum þarf ekki nema örlitinn blett af oliu á fiðrið eða á fætur fuglanna til þess að það verði þeim að fjörtjóni. Þeir sem standa á oliumenguðum klöppun- um fá oliu i fæturna og bera hana siðan upp i fiðrið. Verður þar óvarinn blettur og drepast fuglarnir þvi beinlinis úr kulda. Geta þeir kvalizt i margar vikur áður en þeir deyja. Sagöi Grétar að þar væri um að ræða ýmsar mávategundir t.d. hettumáv svartbak og silamáv og auk þess sáu þeir tjald, sem var mjög illa útleikinn og tildru og sendling. ,,Þetta eru ekki nokkrir luglar, eins og sumir vilja vera láta, heldur þúsundir af f'uglum. Málið er miklu alvarlegra en menn hafa almennt gert sér grein fyrir”, sagði Grétar að lokum. ^ .. sins. Myndina tök Ijösrhyndarr Visis^ í fjörunni fyrir neöan málningarverk- smiðjuna Hörpu viö Skulagötu r morgun. Fuginn húkir þarna á skerinu og getur litla eöa enga björg sér veitt. 22% verðbólgq ffoUpitlÓftUr VeX miklu minna en undanfarin ár Framkvæmdastofnun spáir þvi, að verðbólgan verði 22 pró- sent á árinu, og er þá miðað við timabilið frá 1. nóvember i fyrra til 1. nóvember I ár og vlsitölu neyzluvöruverðs. Kaup- máttur er talinn aukast miklu minna I ár en siðustu ár. Þvi er spáð, að kaupmáttur tekna, sem heimilin hafa til ráð- stöfunar eftir skattgreiðslur, vaxi i ár um aðeins 3-4 prósent. Þetta eru mikil umskipti frá undanförnum tveimur árum, segir i skýrslu stofnunarinnar, sem barst I gær. Kaupmátturinn jókst um 12,5 prósent i fyrra og um 15,5 prósent i hittiðfyrra. Aðalorsakir verðbólgunnar eru i skýrslunni taldar vera gengisbreytingar, erlendar verðhækkanir og áhrif launa- hækkana. Verðstöðvunin var felld niöur um siðustu áramót, eins og kunnugt er, en eftirsem áður átti að hafa hemil á verð- bólgunni með þvi aö allar inn- lendar verðhækkanir skyldu vera háðar samþykki verðlags- nefndar og endanlega ákvörðun rikisstjórnarinnar. Þrátt fyrir þetta eru veröhækkanir taldar verða meiri en lengi hefur veriö hér á landi. Við spána um 22 prósent verð- bólgu er miðað við visitölu neyzluvöruverðlags. Neyzlu- vöruverð var um 15 prósent hærra á timabilinu janúar til mai eri það var að meðaltali árið 1972. Gert er ráð fyrir, að visi- tala framfærslukostaðar hækki um 17% milli meðaltala á þess- um árum, þvi að reiknað er með, að húsnæðisliður visitöl- unnar hækki minna en vörur og þjónusta og lækki töluna. —HH Sjá nánar i leiðara á bls. 6. Hundruðir þúsunda fengnar með búðahnupli Það þarf ekki stórinnbrot til að stcla hundruðum þúsunda. Hann hefur sýnt þaö, pilturinn, sem rannsóknarlögreglan hefur nú undir höndum. Siðan i vetur mun hann vera búinn að stela skartgripum fyrir fleiri hundruð þúsund krónur. Skartgripunum hefur hann stolið á þann hátt að fara inn i skart- gripaverzlanir og hnupla af búðarborðum. Siðastliðinn vetur var hann handtekinn fyrir slika þjófnaði. Mun hann þá hafa verið búinn að stela fyrir tæplega tvö húndruð þúsund krónur. Fyrir nokkru var hann svo handtekinn aftur, og þá fyrir lika þjófnaði. T.d. fannst hringur hjá honum, sem hafði verið stolið snemma i júni. Er verðmæti hringsins 44.900 krónur. Rannsóknarlögreglan skilaði i gær þremur munum sem piltur hafði komizt yfir. Verðmæti þeirra er 76 þúsund krónur. Ennþá stendur rannsóknarlög- reglan uppi með skartgripi að verðmæti 130-140 þúsund krónur og biöur eftir að koma þeim til eigenda sinna. Málið liggur ekki allt ljóst fyrir, og er nú unnið að rannsókn þess. Má jafnvel búast við, að fleiri skartgripir finnist, sem pilturinn hefur hnuplað. Hann mun ekki hafa átt auðvelt með að koma þeim i verð. — ÓH.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.