Vísir - 24.08.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 24.08.1973, Blaðsíða 3
Vísir. Föstudagur 24. ágúst 1973. 3 Norrœna húsið 5 ára í dag: Kostar hvern Norður- landabúa 66 aura á ári! Þafi kostar hvern tslending ekki nema eina litla 66 aura á ári afi viöhaida sterkasta hiekknum I norrænni samvinnu hér á landi, þ.e. rekstri Norræna hússins i Reykjavik. t dag á þetta fallega hús i Vatsmýrinni 5 ára afmæli. Þar hcfur afi margra dómi þró- azt meiri norræn samvinna, ekki bara i orfii heldur á borfii, en dæmi voru um áfiur. ,,Ég get raunar ekki svaraö þvi svo gjörla hvort tslendingar yfirleitt séu hlynntir norrænni samvinnu”, sagöi Maj-Britt Imnander, forstjóri Norræna hússins, er viö hittum hana aö máli i gær. „Hingaö koma fyrst og fremst þeir, sem hafa áhuga fyrir samstarfi milli norrænu þjóöanna. Hitt er svo annaö mál, að hér koma mjög margir og fer sifellt fjölgandi. Ég get ekki annaö en veriö ánægö 'meö árangurinn af húsinu”. „Staðreyndin er sú”, sagöi Maj-Britt, ung kona, frjálslega klædd og frjálsleg i fasi éins og ungum konum er eölilegt, „aö viö getum raunar gert of litiö fyrir þaö fé, sem viö höfum yfir að ráöa”. Norræna húsiö fékk á siöasta ári 14 milljónir króna eða þar um bil til starfseminn- ar. Norðurlandaþjóðirnar skipta rekstrinum á milli sin eftir höfðatölureglunni. Island ber þannig 1% af rekstrinum, auk þess sem borg og riki eru liðleg og veita margvislega aðstoð. Við húsið eru 5 fastráðnir starfskraftar, sem starfa við kaffistofu, bókasafn, og skrif- stofuhald ásamt öðru, sem til fellur. Eins og gefur að skilja er kaffistofan mikilvægur hlekkur hjá svo kaffiþyrstri þjóö sem Is- lendingum. Þarna er fullsetinn bekkurinn að heita má á hverj- um degi. útlendingar og háskólafólk um miðjan dag á virkum dögum, en heilu fjöl- skyldurnar koma þar ti\ aö gera sér glaðan dag um helgar. Bókasafnið á lika sina aödá- endur, þvi fyrri hluta þessa árs komu þangað um 12 þúsund gestir, og í mai voru öll met slegin/þvi þann mánuö komu 4000 gestir i safniö. Stöðugt er unnið aö þvi aö auka bókakost- inn aö sögn Maj-Britt Imnand- ers, og hljómplötusafnið er einnig reynt að bæta eftir föng- um. Hér eins og annars staðar kemur fjárskorturinn i veg fyrir að góð áform geti orðið að veru- leika. Norðurlandabúar á ferð i Reykjavik sækja gjarnan til Norræna hússins, spjalla þar við landa sem þeir hitta, skrifa bréf heim, lesa blöðin að heim- an og finna þarna einhvern anda heimanaðfrá. A næsta leiti er nýttstarfsár Norræna hússins og haustið verður eins danskt og vorið var finnskt, eins og Maj-Britt komst að orði. Danskir málarar sýna i kjallara Norræna hússins i hin- um vinsæla sýningarsal þar og danskt skáld, Ulf Guðmundsson kemur i heimsókn. Ekki kvað Maj-Britt miklar framkvæmdir á næsta leiti, þar er nú aðeins unnið að lagfæring- um á lóðinni. Tröppur hafa sokkið á kafla umhverfis húsið, enda fúamýri undir. Fulltrúi Alvars Aalto kom viö á dögun- um vegna þessara lagfæringa og ræddi þá m.a. við starfsmenn borgarinnar um skrúðgarð þann, sem koma á i Vatsmýr- inni viö húsið. Er uppkast að garðinum þegar tilbúið og kvaðst Maj-Britt vonast til að garðurinn yrði að veruleika áð- ur en langt um liði. Maj-Britt talar ágæta is- lenzku. Hún kveöst hafa farið að læra islenzku af forvitni, eftir að hafa stundað norrænunám i Uppsölum. Siðar lá leiðin hing- aö upp til tslands, þar sem hún gerðist kaupakona á stórbúinu að Blikastöðum i Mosfellssveit. „Ég sé svo sannarlega ekki eftir að hafa lagt leið mina hing- aö. Starfið við Norræna húsið er afbragðs skemmtilegt, skap- andi starf og sifellt möguleikar á að gera eitthvað nýtt, ef peningar eru fyrir hendi”, sagði þessi unga sænska kona aö lok- Maj-Britt Imnandcr i bókasafninu i Norræna húsinu, cn safnift hefur þegar náfi miklum vinsældum. NU BEINIR GUÐLAUGUR SÍNUM AÐ HÆSTARÉTTI Einn af ótta aðstoðarróð- herrum í heimsókn Einn af átta aftstoðarráfiherrum utanrikisráfiherra Sovétrikjanna, I.N. Zenskov afi nafni kom til Reykjavikur i gærdag. Hann fer með málefni Noröurlandanna i ráfiuneyti sinu. Hér mun hann dveljasttil morguns, en i dag ræfiir hann vifi þá Lúfivik Jósepsson, Ólaf Jóhannesson og Einar Ágústsson. -JBP- Merktur lax í Lagarfljóti A föstudaginn var veiddist merktur lax i Lagarfljóti skammt neðan við Lagarfoss. Laxinn var 68 sm að lengd og vó 6 1/2 pund. Hann var merktur sem göngu- seiði i Laxeldisstöðinni i Kolla- firði 5. april 1972 og sleppt þar rúmlega mánuði siðar. Var hann þá 15 sm að lengd. Þessi lax hefur veiðzt fjærst Kollafjarðarstöðinni innanlands af þeim löxum, sem merktir hafa verið þar. Aðrir slikir laxar, sem fengizt hafa utan Kollafjarðarstöðvarinnar, hafa veiðzt i ám við innanverðan Faxaflóa og sunnan til á Snæfells- nesi og vestanvert á Suðurlandi, að einum undanskildum, sem fékkst i Hornafirði. Fyrir nokkr- um árum fékkst merktur lax frá Kollafjarðarstöðinni við Noreg. Benda endurheimtur á þessum löxum á, að lax úr ám á Faxaflóa- svæði geti farið austur fyrir land. Islenzkur lax veiddist fyrir nokkrum árum við Færeyjar, en honum var sleppt i Tungulæk i Landbroti, og lax, sem sleppt var þar, veiddist i Breiðdalsá. Gufilaugur Einarsson hæsta- réttarlögmaöur heldur áfram baráttu fyrir þvi aö fá frá hæsta- réttardómurum skýringar á „ályktun” réttarins árifi 1961, þar sem niöur var felld heimild Guö- laugs til málflutnings fyrir dómnum. Guðlaugur hefur áöur krafizt svars af Gizuri Bergsteinssyni, sem var forseti I-Iæstaréttar þá, cn Gizur telur sig ekki mega gefa svar. Nú beinir Guölaugur þvi skeyti sinu til Hæstaréttar. 1 bréfi, er hann sendi dómnum nú I vikunni, segir Guðlaugur meðal annars, aö hann „krefjist þess umbúðalaust”, að Hæsti- réttur Islands geri sér grein fyrir þvi hver sú „framkoma” hans hafi verið, sem olli „ályktun” réttarins. I ályktuninni var sagt, að vegna framkomu Guðlaugs Einarssonar” væri heimild hans til málflutnings felld niður, en ekki nánar skýrt þar, hver fram- koman hefði verið. Guðlaugur segir i bréfinu, að niðurfellingin „hljóti óumdeilan- lega að skerða alvarlega atvinnu- og mannréttindi þess aðila, serii fyrir . sliku verður, og kallar himinhrópandi á forsendur og óhrekjanleg rök”. „Það kemur sannarlega úr hörðustu átt”, segir hann, „þegar sjálfur Hæstiréttur heillar þjóðar, sem sýknt og heilagt státar af mannréttindum, frelsi og sjálf- stæði, lætur sig hafa það eitt að sniðganga frumstæðan rétt ein- staklingsins og þverbrjóta grundvallarreglu stjórnlaga hins svokallaða þjóðfélags”. Hann kveðst hafa gert margendur- teknar tilraunir til aö „betla, biðja og krefja” hæstaréttar- dómara um skýringar. Svar í Visi Guölaugur kveöst áður hafa beint „munnlegum og skriflegum kröfugerðum” til Gizurar Berg- steinssonar. „Ég hef eigi fengið neins konar svar”, segir Guð- laugur, „en hins vegar las ég það i dagblaðinu Visi, nokkru eftir að ég sendi siðasta kröfubréf mitt hinn 22. marz s.l., stflað til Gizurar og birt fyrir honum sjálfum með stefnuvottum, að Gizur gæti ekki sem slíkur svaraö mér, þar eö slik gerð af hans GEIRI hálfu bryti i bága við 115. grein hegningarlaga nr. 19/1940. Gizur lét ekki hér við sitja að sögn Visis, heldur bendir á, að réttast sé fyrir mig að snúa mér til Hæsta- réttar...”, segir Guðlaugur. Gizur Bergsteinsson sagði i við- tali viö Visi, að honum væri ekki heimilt aö greina frá þvi, sem fram hefði farið á lokuðum fundum Hæstaréttar, og yrði rétt- urinn sem slikur að svara. Guðlaugur missti um skeiö undanþágu, sem hann, er þá haföi ekki hlotiö gráðu hæstaréttarlög- manns, hafði haft til aö flytja mál fyrir Hæstarétti. Siðar hlaut Guð- laugur full réttindi sem hæsta- réttárlögmaöur. Talið er, að „ályktun” Hæsta- réttar hafi á sinum tima stafað af greinaskrifum Guðlaugs i blaðiö Frjáls þjóö, en þar kom fram harðvitug gagnrýni. —HH •evao eva ÚTSALA •• NYJAR VORUR eva

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.