Vísir - 26.10.1973, Page 5

Vísir - 26.10.1973, Page 5
Visir. Föstudagur 26. október 1973. 5 AP/NTB í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson Römbuðu ó barmi heimsstyrjaldar w Sovétmenn hótuðu að senda herlið til höfuðs Israel, og Bandaríkin kölluðu sinn her til vopna Allt afvopnunarhjalið, skraf um vinsamlegri sambúö rikjanna, þarfleysi hernaðarbandalaga þurrkaðist skyndilega út og heimurinn stóð á öndinni, meðan berserkirnir tveir skóku vopnin hvor framan i annan. Sovétrikin hótuðu að senda her- lið austur að botni Miðjarðarhafs- ins til þess að tugta israeismenn til að virða vopnahléið. Bakhjarl israels, Bandarikin, svöruðu með þvi að setja hernaðarvél sina i viðbragðs- stöðu. Allt liðið var kallað til vopna. En likt og i Kúbudeilunni leið hættan hjá, án þess að heims- styrjöldin siöasta skylli yfir. — Rússar létu undan og tjáðu sig fylgjandi tillögu um að senda friðargæzlusveitir austur, þar sem ekki væru neinir hermenn frá stórveldunum. Sú tillaga var svo samþykkt i öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og menn gátu andað léttar. — En Bandarikin höfðu i morgun ekki enn afturkallað fyrirmælin um, að allt herliðið skyldi viðbúið. Það hefur frétzt, að á þingi Kommúnistaflokksins, sem hald- ið var i Moskvu f gær, hafi Brezh- nev ætlað að flytja ræðu, sem fyrirfram hafði verið þýdd fyrir fulltrúa frændflokkanna i ná- grannarikjunum. A meðan fundurinn stóð yfir, var Breznev kallaður út úr salnum, skömmu eftir að Bandarikjaher hafði verið kvaddur til vopna. Brezhnev kom aftur inn i salinn og sýndi Podgorny bréfmiða, sem Gromyko skoðaði gaumgæfilega lika. Skömmu siðar fór allt æðsta ráðið út úr salnum, en Brezhnev flutti aldrei ræðuna. Nokkru eftir það lýsti fastafull- trúi Sovétrikjanna á fundi öryggisráðsins þvi yfir, að hann tæki undir skoðanir Kissingers utanrikisráðherra, um að stór- veldin ættu ekki senda hermenn til Austurlanda nær. Var þá friðargæzlutillagan samþykkt. Skriðdrekar israelsmanna sjásthér ferjaöir yfir Súezskurð á flekum á leiötil vesturbakkans. mHÍIw .; ’■ W*' :.' ’ rkr , „ a. " ” Ein af Sikorskyþyrlum Flugfélags Grænlands. 15 Grœnlending- ar fórust í þyrlu Fimmtán manns eru talin hafa farizt með þyrlu frá Flugfélagi Grænlands, þegar hún hrapaði i sjóinn suður af Góðvon i gær um kl. þrjú. Þyrlan, sem var af gerðinni Sikorsky-44, var i áætlunarflugi milli bæja á vesturströndinni, en hrapaði eftir 20 minútna flug frá Góð- von. Þykir liklegt, að hún hafi splundrazt i agnir, þegar hún kom i sjóinn. Um borð i þyrlunni voru 12 far- þegar og 3 manna áhöfn. Lik tveggja fundust, þegar önnur þyrla flugfélagsins kom að slysstaðnum, sem reyndist vera rétt norður af Færeyingahöfn. Uafa menn gefið upp alla von um, að nokkur hinna sé á lifi. Björgunarþyrla var send til leitar, þegar ekki heyrðist i áætl- unarþyrlunni i talstöðinni. Kom hún að slysstaðnum nokkru eftir að siðast heyrðist til flugmanns þyrlunnar. Þekkja mátti staðinn á björgunarfleka, oliuflekk og braki úr þyrlunni. t hópi farþeganna voru tveir meðlimir landsstjórnarinnar. Johan Knudsen frá Narsaq og Jörgen Poulsen frá Nanortalik. Engin stjórnar andstaða Hin „lýðræðislcga stjórnarand- staða” Portúgals afturkallaði framboð sin til þingkosninganna, scm fram ciga að fara á sunnu- daginn, og hvatti hún stuðnings- fólk sitt að leiða kosningarnar hjá sér. Var ó slóð frammómanna flokksins þegar. . . bangl — segir Archibald Cox, fyrrum sfjórnandi Watergate-rannsóknarinnar þegar hann var Archibald Cox, fyrrum stjórnandi Watergate- rannsóknarinnar, sagði í gær, að hann hefði verið að kanna hugsanlegt fjármála misferli ýmissa frammá- manna Repúblikana- flokksins, settur af. Cox sagði i viðtali við frétta- mann CBS i Bandarikjunum, að hann og menn hans hefðu einnig unnið að athugun á þvi, hvort „stofnanir, sem hafa með öryggi þjóðarinnar að gera, hafi verið misnotaðar. Sú könnun tók einnig til skattstofunnar”. „Við vorum engan veginn komnir það langt, að við gætum sagt neitt til um, hvort nokkur ákveðin manneskja væri sek eða saklaus”, sagði Cox. Hann var spurður, hvort hann teldi, að allt moldviðrið i kringum segulspólurnar, sem siðan voru svo látnar af hendi, um leið og honum hafði verið vikið frá, hefði einungis verið þyrlað upp til þess að losna við hann. Cox sagðist ekki geta verið með neinar getgátur um slikt, „þótt á stundum, einkum undir lokin, mér fyndist, að ekkert yrði af þvi, samþykkt sem ég mundi leggja til”. — Með þvi meinti Cox, að hann hafi verið sannfærður um, að Nixon forseti mundi hafna þvi öllu. Um rannsókn sina og starfsliðs sins sagði Cox, að þeir hefðu verið byrjaðir að rekja slóðir stórra fjárframlaga til kosningasjóðs repúblikana 1970. Hann sagði, að þar hefðu starfsmenn Hvita hússins komið við sögu. Archibald Cox Vopnahléið haldið misjafnlega Egyptar sökktu í morgun isra- elsku oliuskipi i innsiglingunni I Súezflóa og hófu um leið mikið áhlaup með skriðdrekum á vig- stöðvunum við suðurhluta skurðarins, þar sem ísraelsmenn hafa komið sér fyrir á vestur- bakkanum. Egyptar höfðu i gær og i nótt sakað ísraelsmenn um vopna- hlésbrot. Héldu þeir þvi fram, að tsraelsmenn hefðu margsinnis i gær reynt að taka bæinn Súez með áhlaupi, en herliðinu þar með að- stoð óbreyttra borgara hafi tekizt að hrinda áhlaupunum. Málgagn stjórnarinnar, Kairo- blaðið A1 Ahram, sakaði i dag Bandarikin um beina fhlutun i striðinu. Þar er haft eftir Anwar Sadat Egyptalandsforseta: „Egyptar hafa barizt vel, en þar sem ég ber ábyrgð á hermönnunum, get ég ekki gefið þeim fyrirmæli um að halda áfram að berjast við Bandarikin.” Vestrænir blaðamenn, sem i gær fylgdu israelskum hermönn- um að útjaðri bæjarins Súez, segja, að vopnahléinu hafi verið framfylgt þar i aðalatriðum. Þeir segja, aðEgyptar hafi haldið uppi stöku stórskotahrið, en að öðru leyti hafi allt verið rólegt. Blaðamennirnir sáu austur- riska, norska og argentinska friðargæzlumenn koma sér fyrir meðfram vigiinunni tsraels megin. En það hefur einmitt verið ein af ákærum Egypta á hendur tsraelsmönnum,aðþeir leyfi ekki friðargæzlumönnunum að fylgj- ast með gangi striðsins. Stjórnarandstaðan gaf út 11 siðna opið bréf, þar sem þvi er- haldið fram, að Einingarflokkur- inn (ANP) njóti forréttinda. Er þvi haldið fram, að þegar i upp- hafi kosningabaráttunnar hafi blasað við, að stjórnarandstöðu- flokkarnir ættu ekki minnstu möguleika á þvi að vinna meiri- hlula i neinu af 30 kjördæmum Portúgals. Mikill viðbúnaður var af hálfu lögreglu i Lissabon i gærkvöldi. Að fenginni reynslu fyrri ára kosninga vill hún hindra óeirðir og mótmælagöngur, eins og oft hafa orðið siðustu dagana fyrir kosningar. Hafa þá margar rúðurnar brotnað i verzlunum og bönkum. Rafmagns- bílmótor Sænska hlaðið „Expressen segir frá þvi i gær, að Volvo-verk- smiðjurnar hafi reynt til þrautar bifvél, sem knúin er af rafmagni. Ilafa þær tryggt sér einkaleyfi um heim allan fyrir bílmótorinn. 75 ára gamall hugvitsmaður, Baltazar von Platen, fann hreyf- ilinn upp. Samþykktu Ermar- sundsgöngin Neðri dcild brezka þingsins samþykkti i gærkvöldi áætlun rikisstjórnarinnar um gcrð jarð- gangna milli Suður-Englands og Norður-Frakklands — þ.e.a.s. undir Ermarsundið. Atkvæði féllu 243 mcð stjórnar- frumvarpinu gegn 187. Þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði á móti, sumpart af um- hverfisverndarástæðum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.