Vísir - 26.10.1973, Side 9
Visir. Föstudagur 26. oktöber 1973.
9
TRYGGINGARNAR OKKAR?
Er ég ekki
tryggður samkv
samningum
verkalýðs-
félagsins?
Við athugun sina á trygginga-
málum komast hjónin að þvi, að
nauðsynlegt geti verið fyrir þau
að liftryggja sig og einnig tryggja
sig gegn hugsanlegum sjúkdóm-
um eða slysum.
Samkvæmt samningum
stéttarfélaga innan Alþýðusam-
bandsins er húsbóndinn tryggður
að nokkru, og eru greiddar dánar-
og örorkubætur vegna hans. Fást
vegna þeirrar tryggingar 500
þúsund krónur vegna dauða og
750 þúsund vegna algjörrar
örorku.
Er þarna miðað við slys, sem
verða i vinnu eða á beinni leið
milli heimilis og vinnustaðar.
Þarna sjá hjónin okkar, að
nauðsynlegt er úr að bæta, þvi
margs konar atburðir, sem valda
slysum eða varanlegum sjúk-
dómum, geta orðið, þó ekki sé það
á neinn hátt tengt vinnunni.
Svo hljótum við
að fó eitthvað
fróTrygginga-
stofnunni
Eitthvað hleypur Trygginga-
stofnun rikisins undir bagga með
þeim, sem verða fyrir áfalli
vegna sjúkdóma eða slyss. En
hvað skyldi það vera mikið?
Vegna slysa, svo sem atvinnu-
slysa, greiðir Tryggingastofnunin
vegna framfæranda 492 krónur á
dag og einnig 106 krónur með
hverju.barni, sem hann hefur á
framfæri sinu. Er byrjað að
greiða þessar bætur frá áttunda
degi eftir að slysið verður. Geta
þessar greiðslur staðið i allt að 12
mánuði.
Dagpeningar vegna sjúkdóms
eru greiddir frá og með 11. degi,
sem sjúklingurinn er frá vinnu
vegna sjúkdómsins. Greiddar eru
390 krónur á dag og minna, ef
dvalizt er á sjúkrahúsi. Með
hverju barni eru greiddar 106
krónur.
Tryggingastofnunin greiðir þvi
um það bil 250 þúsund krónur á
ári, ef húsbóndinn eða húsfreyjan
veröur fyrir vinnuslysi. Ef þau
verða fyrir einhverjum sjúkdómi,
eru ársbætur á fyrsta ári allt að
200 þúsund.
Ef maðurinn nýtur til dæmis
þriggja mánaða kaups frá vinnu-
veitanda, eins og heimilisfaðirinn
i okkar dæmi, þá renna þessir
dagpeningar Tryggingastofnunar
til hans á þeim tima.
Hjónin eru sammála um, að
ekki sé þetta nægileg aðstoð, ef
alvarleg slys eða sjúkdóma ber
að höndum.
Rétt er að taka fram, aö þarna
er aðeins um hluta af bótastarf-
semi Tryggingastofnunarinnar
að ræða, en ekki er ástæöa tii að
fjölyrða um það mál hér.
Hver er staða
fjölskyldunnar,
ef eiginmaður-
inn fellur fró?
Líf trygging
Til viðbótar við dánarbætur
samkvæmt samningum stéttar-
félagsins er ákveðið að eigin-
maðurinn sé liftryggður fyrir 2
milljónir króna. Hjónin eru sam-
mála um, að æskilegt sé að koma
i veg fyrir, að veruleg breyting
verði á fjárhagslegum högum
fjölskyldunnar, þó eiginmaðurinn
falli frá. Að visu tryggir þessi lif-
trygging það ekki um alla fram-
tið, en þó gefur hún nokkurt ráð-
rúm og möguleika til að gera
fyrstu árin eftir dauða eigin-
mannsins léttbærari fjárhags-
lega.
Þessar tvær milljónir eru rúm-
lega tveggja ára tekjur fjölskyld-
unnar, og auk þess er nokkur af-
gangur til þess til dæmis að létta
undir með greiðslu .ýmissa
skulda. Ekki er þó svo, ; að
reikna þurfi með þvi, að skuld-
irnar falli i gjalddaga við fráfall
eiginmannsins. Hjónin eru með
verðbólguhugsunarhátt og eru
sammála um, að i þessum
efnum muni verðbólgan sjá fyrir
þvi að gera skuldirnar léttbærari
eftir þvi sem timar liða.
Liftrygging eiginmannsins kostai
7.782 krónur á ári.
Þorf að leysa
heimilið upp, ef
eiginkonan deyr?
Líf trygging
Það er ekki aðeins eiginmað'ur-
inn, sem getur látizt, þegar
minnst varir. Ekki er siður nauð-
synlegt að liftryggja eiginkonuna.
Ekkill með tvö ung börn á ennþá
að ýmsu leyti erfiöara en ekkja.
Bætur almannatrygginga eru
lægri til hans, og hingað til hefur
varla verið reiknað með þvi, að
ekklar stæðu fyrir heimilum með
börnum sinum.
Hjónin okkar eru sammála um,
að nauðsynlegt sé að tryggja það,
að ekki þurfi að Ieysa heimilið
upp, þó eiginkonan falli frá.
Þvi er ákveðið að liftryggja
eiginkonuna fyrir 1.2 milljónir.
Upphæðin er ekki ákveðin sem
nægjanleg til að koma i stað hús-
móðurinnar heldur aðeins til að
létta undir fyrst i stað. Engin
fjárupphæö getur komið i stað
móðurinnar á heimilinu.
Iðgjaldið af þessari lif-
tryggingu húsmóðurinnar er 4195
krónur á ári.
Og hvað
með börnin?
Bætur vegna barnanna eru
innifaldar i heimilistryggingunni.
Vegna dauða af völdum slyss eða
mænuveikilömunar eru greiddar
20000 krónur. örorkubætur vegna
slyss og mænuveikilömunar eru
alltað300 þúsundum. Akveðið er
að taka sérstaka tryggingu
vegna hugsanlegrar slysaörorku
barnanna til viðbótar. Upphæðin
er ákveðin 1 milljón vegna hvors
barns og er hugsuð til að standa
undir ýmsum nauðsynlegum
kostnaði, svo sem endurhæfingu,
ef annað hvort barnið yrði fyrir
varanlegri örorku af völdum
slyss.
Þessi trygging kostar samtals
fyrir bæði börnin 1400 krónur.
Hvað verður,ef
eiginmaðurinn
verður öryrki
— eða verður
fró vinnu
í lengri tíma?
Sjúkra- og slysatrygging
Dagpeningar
Eins og áður hefur verið sagt,
nýtur eiginmaðurinn þeirra
réttinda, að hann hefur þriggja
mánaða veikindafri. Einnig fær
hann allt að 750 þúsund krónur, ef
hann verður fyrir örorku vegna
slyss i ýinnu eða á leið að og frá
vinnu.
Til viðbótar þessu er ákveðið,
að vegna húsbóndans sé keypt
slysa- og sjúkratrygging, sem
bæti algjöra örorku vegna sjúk-
dóms eða slyss með 2.5 milljón-
um. Gert er ráð fyrir þvi, að
minni örorka bætist hlutfallslega
minna.
Einnig þarf að tryggja fjöl-
skyldunni tekjur eftir að þriggja
mánaða veikindafrfinu er lokið,
ef afleiðingar slyssins eða sjúk-
dómsins eru það langvarandi.
Hann fær þvi 10000 i dagpeninga á
viku frá tryggingafélaginu eftir
að þriggja mánaða timabilinu er
lokið. Eru þessir dagpeningar
greiddir i allt að þrjú ár.
Er þá búið að tryggja
fjölskyldunni nær sömu tekjur
þessi þrjú ár, eins og hún hefur i
dag. Er þá að sjálfsögðu einnig
reiknað með dagpeningum frá
Tryggingastofnuninni.
Iðgjaid af svona sjúkra- og
slysatryggingu með ákvæðum um
dagpeninga cr 12.400 krónur á
ári.
Ef húsmóðirín verður
öryrki vegna
sjúkdóms eða slyss
Sjúkra- og slysatrygging
Ekki er siður nauðsynlegt að
sjúkra- og slysatryggja húsmóð-
urina. Það er meira að segja
mjög athyglisvert, að samkvæmt
skrám tryggingafélaga eru meiri
likur á þvi i okkar dæmi, að hús-
móðirin verði fyrir slysi en eigin-
maðurinn, sem er verzlunar-
maður.
Það er ákveðið, að eiginkonan
sé tryggð fyrir 2.5 milljónir við al-
gjöra örorku vegna sjúkdóms eða
slyss.
Dagpeninga vegna tekjutaps er
ekki nauðsynlegt að reikna með
þvi bætur frá Tryggingastofnun
nema um það bil sömu upphæð og
tekjurnar, sem húsmóðirin i
okkar dæmi fær fyrir starf sitt
hluta úr degi.
Eins og við segjum frá annars
staðar, þá er trygging á eigin-
konu að nokkru innifalin i
heimilistryggingunni. Bætur eru
greiddar samkvæmt henni við
örorku eða dauða af völdum slyss
eða mænuveikilömunar. Dánar-
bætur eru 20 þúsund, og hæstu
örorkubætur eru 300 þúsund.
Sjúkra- og slysatrygging
eiginkonu kostar 4075 á ári.
Iðgjaldiö er svona mikið lægra
en vegna eiginmannsins vegna
þess, að ekki eru ákvæði um dag-
peninga til hennar. Dagpeninga-
trygging er nokkuð dýr og þvi
dýrari, sem biðtimi eftir að slys
eða sjúkdómur verður er styttri.
Er hœgt að
tryggja sig gegn
skaða af
eldgosi og
jarðskjólfta?
Eldgosið i Vestmannaeyjum er
ofarlega i hugum fólks, og hjón-
unum okkar dettur i hug, hvort
ekki sé ráðlegt að tryggja ibúðina
gegn skemmdum af völdum eld-
goss.
Ýmsir aðilar i Vestmannaeyj-
um tryggðu sig, eftir að Surtsey
gaus, en fáir munu hafa haldið
tryggingunni við. Fáir ibúðareig-
endur i Eyjum höfðu slika
tryggingu, þegar gosið varð i
Heimaey.
Varla yrði hlaupið að þvi að fá
keypta tryggingu gegn eldgosi, og
örugglega yrði iðgjaldið mjög
hátt. Endurtryggjendur úti i
heimi fara vafalaust varlega i
sakirnar svona nýlega eftir að
gosið hefur i byggð hér á landi.
Lika er það, að raunverulega eru
mjög fáir aðilar það fjársterkir,
að þeir geti hugsanlega bætt allt
það tjón, ef stór þéttbýlissvæði
legðust i auðn af völdum eldgoss.
Hægt er að kaupa jarðskjálfta-
tryggingar hjá islenzkum
tryggingafélögum. Ekki er ólik-
legt, að þau hafi fremur litinn
áhuga á að selja slikar
tryggingar, ef dæma má eftir hve
litla áherzlu þau leggja á þessa
tegund trygginga i auglýsingum
sinum.
Mjög mikill munur er á þvi,hve
iðgjöld eru há og fer það eftir þvi,
hvar á landinu húseignir eru.
Einnig eru miklar sveiflur á
töxtunum frá einum tima til
annars. Stafar það af tiðni jarð-
skjálfta iheiminum og skoðunum
erlendra endurtryggjenda á þvi,
hve tryggingaráhættan sé mikil.
Mun dýrara er að taka slika
tryggingu fyrir hús eða ibúðir á
Suðurlandi, Reykjavik og viö
Eyjafjörð, heldur en á
Vesturlandi og á Austfjörðum.
Stafar það af þvi,að likur fyrir
jarðskjálftum eru taldar mun
méiri á fyrrneíndu stöðunum en
hinum.
Iðgjöldin fara líka eftir þvi,
hvernig húsin eru byggð, hvort
þau eru timburhús, eða steinhús,
einnig hvernig grunnur húsanna
er.
Iðgjöldin eru allt frá 0,4% af
brunabótamati húseignar og allt
upp i 3%.
Við skulum ákveða fyrir hönd
hjónanna að taka ekki jarð-
skjálftatryggingu.
Hvað kostar þetta svo allt?
= 47 þúsund krónur
Fóum við eitthvað dregið fró skatti?
Iljónin okkar telja sig ciginlega vera koinin á lciðarenda. Þau
eru sammála um, að þau þyrftu að tryggja sig og slna á þann
hátt, sem sagt hcfur veriö frá hcr á opnunni
Þá er aöeins eftir að athuga, hvað þetta kostar allt saman.
Eins og fram liefur komiö cru bæturnar frá ýmsum aðilum:
Tryggingastofnuninni, lögboðnar tryggingar frá trygginga-
fclögum samningsbundnar tryggingar I kjarasamningum
verkalýðsfélaga, cn stærsti hlutinn cr frjálsu tryggingarnar.sem
þau ætla að kaupa hjá cinhvcrju tryggingaféiaganna.
Bæturnar frá hinu opinbcra eru grciddar af skatttekjum rikis-
ins, samningsbundnu bæturnar eru hluti af launum launþcga.
Iðgjöld þarf aftur á móti að greiða af þcim tryggingum, sem
teknar cru aö cigin frumkvæði hjá tryggingafélögum, einnig af
bifreiðatryggingum, bæði skyldutryggingu og frjálsum.
Hcildarkostnaður vegna iðgjalda er þá:
Brunatrygging fbúðar samkv. lögum 1425
llúseigendatrygging 4000
Heimilistrygging 2400_____
Vegna Ibúðar og innbús 7825
Ábyrgðartrygging samkv. iögum 4900
ÖF & framrúðutrygging 1770
Kaskótrygging 6384______
Vegna bifrciðar 12054
Liftrygging eiginmanns 7782
l.iftrygging eiginkonu 4195______
Liftryggingar samtals 11977
Sjúkra-og slysatrygging eiginmanns 12400
Sjúkra- og slysatrygging eiginkonu 4075
Slysatrygging harna 1400______
Slysa-og sjúkratryggingar 17875
Samtals iðgjöld 49731
Söluskattur 13% af öllu nema llftryggingum 4908
54.639
-=- frádráttur af skatti 7G50
Raunverulegur kostnaöur _____________
vegna tryggingaiðgjalda 46.989
Alls kosta þessar tryggingar, sem hjónin telja sig þurfa að
kaupa, þvi tæplega 55 þúsund krónur. Af þvl má draga frá áður
en tekjuskattur er lagöur á, llftryggingariðgjald, brunabótaiö-
gjald og niu tiundu af húseigendatryggingunni
Nemur skattfrádráttur vegna tryggingaiðgjalda þvi samtals
hjá þessum hjónum 17.002 krónur. Vegna þess að þau hafa náð
hæsta þrepi skattstigans lækkar tekjuskattur þeirra um tæp-
iega 45% af þessum 17 þúsund krónum. Eru þaö 7650 krónur, sem
þau geta dregiö frá þeim kostnaði, sem þau grciða vegna trygg-
ingaiðgjaida.
Niðurstaðan er þvi sú, að raunverulegur kostnaður hjónanna
vegna tryggingaiðgjaida er tæplega 47 þúsund krónur.
Þegar þessi niðurstaöa er fengin, renna aö likindum tvær
grlmur á hjónin okkar: Þetta viröist vera nokkuð stór upphæð.
Þau hugleiöa máliö, tekjur fjölskyldunnar að meðtöldum fjöl-
skyldubótum eru nálægt 900 þúsundum, þannig að iðgjöldin af
tryggingunum eru rétt rúmlega 5% af þeim. Ekki ætlum við að
geta okkur neitt til um, hver niðurstaða þeirra verður. Viö erum
aftur á móti sammáia þeim um að ekki hafi verið neitt ofáætlað
eða of riflcga áætluð bótaþörfin, ef eitthvaö bjátar á hjá fjöl-
skyldunni.