Vísir - 01.12.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 01.12.1973, Blaðsíða 7
Vísir. Laugardagur 1. desember 1973. cTMenningarmál Birgir Guðgeirsson skrifar um tónlist: Só sem situr ó himni Sinfóníuhljómsveit tslands: MESSÍAS eftir Há'ndel Stjórnandi: Róbert A. Ottósson Tónleikar 29. nóvember 1973 Einhver mesti tónlistar- viðburður ársins er vafalitið flutningur Sin- fóniuhljómsveitar ís- lands á Messiasi Hánd- els, ásamt með Fílhar- móniukórnum og ein- söngvurum undir stjórn dr. Róberts Abrahams Ottóssonar. Dr. Róbert Abraham er okkur öll- um svo vel kunnur fyrir frábært framlag til is- lenzkrar tónlistar, að óþarft er að bæta miklu þar við. Við skulum litillega fjalla um Messias Hándels, tilurð og tón- skáld. Friederich Hándel fæddist i Halle árið 1685, eða sama ár og Bach. Þessum tveim tónskáldum hefuroftverið likt saman. Sé hins vegar dýpra skyggnst i tónverk þeirra, eru þeir i raun og sann harla ólikir. Tvennt eiga þeir þó sameiginlegt, svo eitthvað sé nefnt, en það eru samskipti þeirra við hinnfrægaorgelleikara og tón- skáld, Dietrich Buxtehude. Buxtehude starfaði við hina frægu og nafntoguðu Mariukirkju i Liibeck. Há'ndel og Bach sóttu báðir um stöðu Buxtehudes-Bach þó tveim árum siðar. — En sá böggull fylgdi skammrifi, að fengju þeir orgelleikarastöðu Buxtehudes, þá var það venja þeirra tima að þeir yrðu að kvænast dóttur Buxtehudes. Dótt- irin var orðin nokkuð við aldur og ósjáleg ásýndum. Þessum skilyrðum höfnuðu báðir. Englendingar hafa öðrum þjóðum fremur viljað tileinka sér tónskáldið Há'ndel sakir langrar búsetu hans þar i landi. Samt sem áður eru tónverk Hándels það alþjóðlegs eðlis, að fá munu dæmi sambærileg. Þegar Há'ndel semur Messias var hann illa farinn á heilsu, hægri hluti likamans var að miklu leyti lamaður og fjár- hagsástæður slikar, að naumast tekur tali. Einmitt við þessar að- stæður semur hann Messias á um það bil þrem vikum. Og Messias er talinn stórfenglegasta tón- smið hans, frumflutt i Dýflinni á írlandi árið 1742 og tæpu ári siðar við Covent Garden i London. Há'ndel andaðist 14. aprfl 1759, eða á laugardegi fyrir páska. Skömmu fyrir andlátið var hann viðstaddur flutning á Messiasi. Nær miðjum tónleikum féll hann i ómegin og var færður til rekkju sinnar. Þaðan sté hann ekki framar, en bar fram þá bæn sina, að hann fengi að gefa upp andann á föstudaginn langa, þannig að hann mætti koma til frelsarans og guðs almáttugs á upprisudegi JesU Krists. Augað og eyrað Messias hefur verið um- skrifaður og „betrumbættur” oftar en tali taki, allt frá Mozart til Sir Thomas Beecham. Há'ndel geröi einnig margvislegar breyt- ingar á verkinu. Geldingar hafa farið með einsöngshlutverk og kontra-tenórar. Frægar og þekkt- ar eru uppfærslur Sir Malcolm Sargents i Englandi, þar sem öllu tiltæku „liði” var samsafnað i eina risavaxna heild. Þegar slik vinnubrögð eru notuð, er talsverð hættaáað það brengli dómgreind hins litt þjálfaða hlustanda, þar sem augað glepur hlustunina og skynjun á tónlistinni. Það er þvi augljóst af framantöldu, að hljómsveitarstjórinn hefur það mjög i hendi sér, á hvern máta hann vill byggja flutning verks- ins. Hann getur ráðið stærð kórs og hljómsveitar, obligato leik sembals (eða orgels, ef svo ber undir) og að sjálf sögðu ekki siður vali og meöferð einleikara úr hljóm- sveitinni, svo sem trompets og fiðlu. Söngkórinn Filharmónia hefur breyst hvað mannval snertir. Það getur verið bæði kostur og galli. Allir vita gerla hvilikur dragbitur það getur verið að hafa alltaf sömu „gömlu” og rótgrónu radd- irnar, hvaða kór sem um er að ■ ræða. Rökvis mannaskipti i kór geta þvi vissulega verið lyfti- stöng og stuðlað að nýjum fersk- leika. örugglega er það meira þrek- virki á hvern hátt dr. Róbert Abraham Ottósson hefur þjálfað kórinn Filharmóniu, en flesta ór- ar fyrir eða gera sér i hugarlund. Er ég þess lika fullviss, að dr. Róbert Abraham Ottósson hefur ekki lagt minni vinnu i verkið i einrúmi með sjálfum sér en á kóræfingunum sjálfum. Erlendis þjálfar kórstjóri sér og út af fyrir sig verk eins og t.d. Messias, og er þá búið að „finpússa” kórinn þegar sjálfur hljómsveitarstjór- inn tekur við. Dr. Róbert Abraham Ottósson gerir þetta allt saman einn. Þetta er staðreynd, sem menn skyldu hafa i huga. Heyra, sjá finna......... Messias hefst á forleik, og var samspil hinnar litlu hljómsveitar ósamtaka i upphafi, en náði þó saman er á leið. Dr. Róbert velur réttilega þann kost að nota litla hljómsveit. Messias var hér fluttur nokkuð styttur, en samt er nánast ógern- ingur annað en að stikla á stóru i umsögn um þessa uppfærslu, 33 atriði alls, og fjalla um verkið i stórum dráttum. Á eftir forleikn- um söng Sigurður Björnsson ein- söng I ariunni „Sérhver dalur”. Sigurður er einn fágaðasti söngv- ari okkar i dag og greinilega þrautþjálfaður, enda hefur hann sungið meira og viðar en svo, að þarft sé að telja það upp hér. Rödd Sigurðar á þessum tónleik- um virtist nokkuð óstyrk, sér- staklega framan af, og á neðra sviðinu vantaði þá fyllingu, sem maður á að venjast af honum. En þetta lagaðist er á leið tónleikana. Það var eins og eitthvað amaði hann i hálsi. Fágaður legatósöng- ur hefur allajafna ekki verið sterkasta hlið á söng Sigurðar, en I þessu verki kom það engan veg- inn að sök. Eftir hlé naut rödd Sigurðar sin mun betur, sbr. t.d. no. 27 „Sá sem situr á himni” o.s.frv. En samt hefur Sigurður oft gert betur. Næstur einsöngvara söng Krist- inn Hallsson. Kristinn söng af miklu öryggi, og var hvað eftir- tektarverðast, hvernig hann flutti ariuna „Hvi gremjast þjóðir” (no. 25). Þar var röddin „keyrð” næstum fram á hengiflug sakir hraða og styrkleika. Nokkru siðar syngur Kristinn aðra mjög erfiða ariu „Heyr lúðurinn gnýr” (no. 31), þar sem Jón Sigurðsson lék með á sóló-trompet, fágað og með hlýjum og öruggum tón. Þetta var undir lok verksins og ekki ósennilegt, að Kristinn hafi verið farinn að þreytast. Ekki var það þó svo, að það kæmi á nokkurn máta óþægilega við mann, og á Kristinn þakkir skilið fyrir eftirminnilegan söng og túlkun. Næst einsöngvara söng Ruth L. Magnússon. Það var að þvi leyti svipað um söng hennar og Sigurðar Björnssonar, að fyrst framan af vantaði nokkuð á þá fyllingu raddarinnar á neðra tón- sviðinu, sem maður er vanur að heyra hjá henni. En hún söng eins og engill. Hreint og fagurt, með geysifáguðum legatósöng. Framkoma hennar á sviði var lika einkar fáguð. Maður reyndar meir en sá hana, maður fann hana lika. Stundum hvarflaði Kathleen Ferrier að hlustandan- um. Það er nánast makalaust hversu sérstæður og einstakur söngur margra brezkra alto- og mezzosöngvara er. Arfan fræga „Forsmáður var hann” (No. 16) varð aldrei væmin i meðförum hennar, heldur tær og hrein og alltaf fersk. A Ruth L. Magnússon einnig innilegar þakkir skilið. Trúlega hefur hún einnig radd- þjálfað kórinn. Seinust i röðinni söng Hanna Bjarnadóttir. Oft hef ég heyrt hana gera betur en hér. Frúin var heyranlega og finnanlega tauga^ óstyrk. Húnhékk iðulega i nótun- um þ.e.a.s. kannski hálfnótu, eða allt að þvi, of lágt. Samsöngur hennar og Ruth L. Magnússon i „Þá munu uppljúkast augu hins blinda” var ójafn, þar eð Ruth mótaði þann „kontrast”, að sópr- aninn féll i skuggann i þessu atriöi, sem er eitt hið fegursta i öliu verkinu. Það mætti segja mér, að frú Hanna syngi af meira öryggi á næstu tónleikum, ef henni tekst að yfirstiga fyrr- greindan taugaóstyrk. Henni tókst hvað bezt meðferðin á ari- unni „Hve fagrir eru fætur hans” (no. 24). Dr. Róbert sló þar lika áberandi markerað, og hefur það eflaust verið söngkonunni mikill stuðningur i þessari stuttu, en undurfögru ariu. Mátturinn og þakkirnar Semballeikur Helgu Ingólfs- dóttur var íágaður og hvergi yfirþyrmandi niður né glamur. Hins vegar hefði hún gjarnan mátt leika á hljómmeira sembal, þannig að tónninn yrði fyllri. Kór- inn Filharmónia hefur sjaldan verið betri, og er þá nokkuð sagt. Innkomur voru að visu ekki alltaf hárnákvæmar, en varla svo, að það ylli hlustanda angri. Dr. Róbert þyrfti að minu mati að endurskoða tenór kórsins, þvi að hann er langt frá þvi að standast samanburð við aðra hluta kórsins. Að lokum ber að þakka dr. Róbert Abraham Ottóssyni fyrir þau sterku og innlifuðu tök, sem hann hafði á þessari perlu tónbók- menntanna og miðlaði hlust- endum af þvilikum mætti, að fagnaðarlátum ætlaði seint að linna. Nýjar bækur fró Bókaútgófunni Rökkri Ný bók: Eigi má sköpum renna, bandarisk verðlaunasaga eftir Hai vey Ferguson. Sagan var siðdegissaga i Rikisútvarpinu s.l. sumar. Þýðandi (Axel Thorsteinsson) las söguna. Bókin er 336 bls. 1 sumar kom frá útgáfunni Skotið á heiðinni og aðrar sögur dulræns efnis. 160 bls. Bókaútgáfan minnirá nokkrar bækur á gömlu lágu verði, sem enn eru fáanlegar hjá bóksölum eða beint frá af- greiðslunni: Sögur Axels Thorsteinssonar: Börn dalanna (sveita- sögurnar) 240bls. (260kr.),, Horft inn í hreint hjarta (sögur frá tima fyrri heimsstyrjaldar) 320 bls. (240 kr.) og Ævintýri íslendings og aðrar sögur, 174 bls. (240 kr.). Smalastúlkan og önnur ævintýri handa litlum börnum með mörgum myndum, 148 bls. (150 kr.), Ég kem i kvöld, skáldsagan um ástir Napóleons og Jósefinu, 340 bls. (300 kr.), Bækurnar eru allar prentaðar á góðan pappír og i góðu bandi. Pantanir, sem afgreiðslunni kunna að berast, sendar burðargjaldsfritt, ef peningar fylgja pöntun og hún nemur 500 kr. Bókaútgófan Rökkur Flókagötu 15 —Pósthólf 956 —Reykjavik —Simi 18768 Bækur afgreiddar 9-10.30 og eftir kl. 4. til jóla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.