Vísir - 01.12.1973, Blaðsíða 17

Vísir - 01.12.1973, Blaðsíða 17
Visir. Laugardagur 1. desember 1973 > 1 □AG | Q KVÖLD Q □AG Prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson spjallar um hraunkælingu í útvarpinu á morgun. Útvarp, kl. 13,15, sunnudag: Hádegiserindi: Hvað er hraunkœling? Próf. Þorbjörn Sigurgeirsson segir frá Um hraunkælingu heitir hádegiserindið, sem flutt verður á sunnudag i útvarpinu. Sá sem liklegastur er til að flytja erindi um slik málefni, og sá sem hvað kunnugastur er þeim, er prófessor Þorbjörn Sigurgeirs- son. Og þaö er einmitt prófessor Þorbjörn, sem flytur erindið að þessu sinni, og hefst það klukkan 13.15. Sjálfsagt leikur mörgum forvitni á að vita eitt- hvað nánar um hraunkælinguna i Vestmannaeyjum en það, sem komið hefur fram hingað til. Margir höfðu litla trú á þvi, að nokkurn tima tækist að stöðva það hraunflóð, sem rann fram úti i Vestmannaeyjum. „Fyrst hafið sjálft getur ekki stöðvað hraunið og kælt það niður, þá er það ekki hægt”, sögðu menn og hristu höfuðið vonlitlir. En margt fer öðruvisi en ætlað er, og það sýndi sig svo sannarlega. Með þrotlausri bar- áttu náðist þó árangur. Tilraun Þorbjörns með hraunkælinguna hefur vakið geysilega athygli hvarvetna, og mikið hefur verið rætt og ritað um hana. Það verður þvi fróðlegt að leggja við eyrun, þegar Þorbjörn ræðir sjálfur um hraunkælingu. —EA Spáin gildir fyrir sunnudaginn 2. des C3 w 17 ■^-☆★☆★☆★☆★☆☆☆★☆★☆☆'^'^^-♦^"★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★-ic g- ¥ X- __________ __ •r'e ______ * ' " -ft ¥ <t ¥ <t ¥ ■it ■¥ ■ft ¥ <t ■¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ $ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ -ít ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ★ «• ★ £- ★ «- ★ «- ★ ★ «- ★ «- ★ S- ★ s- * s- ★ ★ S- X- s- ★ s- ★ s- ★ s- ★ ★ s- ★ X- s- ★ s- ★ s- ★ s- >♦- «- ★ s- ★ s- ★ s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- & — • Ilrúturiiiii, 21. marz—20. april. Þetta verður að mörgu leyti góður sunnudagur, en þó er eins og þú eigir við einhverja þvingun að búa, hvaðan sem hún er. Nautið,21. april—21. mai. Það bendir allt til, að dagurinn verði þér góður og ánægjulegur á margan hátt, en hvildardagur verður hann varla i eiginlegum skilningi. Tviburarnir. 22. mai—21. júni. Farðu gætilega i dómum varðandi framkomu fólks, jafnvel þótt það sé einungis með sjálfum þér. Það er óliklégt, að þú skiljir hinar raunverulegu orsakir. Krabbinn. 22. júni~23. júli. Gefðu ekki nein bindandi loforð i sambandi við einhver sérstök störf, það getur margt borið við, er verði til þess, að þú getir ekki staðið við þau. Ljónið, 24. júli—23. ágúst. Ýmislegt það, sem þú hefur með höndum i dag, getur tekizt mjög vel, en aftur á móti er hætt við, að sumt takist öllu miður, eins og gengur. Meyjan,24. ágúst—23. sept. Þú hefur sjálfur eða sjálf kallað yfir þig annriki i dag og það er ekki óliklegt, að þú hafir að vissu leyti talsverða ánægju af þvi. Vogin,24. sept.—23. okt. Þú þarlt að ganga frá einhverju, sem þú átt einhverra hluta vegna örð- ugt með að fá þig til. En það verður lakara eftir þvi sem það dregst lengur. Drekinn, 24. okl —22. nóv. Það litur út íyrir, að þú getir ekki náð þeirri aðslöðu i dag, sem þú gerir þór vonir um, en nokkuð mun ávinnast eigi að siður. ISoginaðiii'inn,23. nóv. 21. des. Farðu gætilega i umferðinni, ekki hvað sizt ef þú ferð eitthvað lengra en venjulega. Eins skaltu fara gætilega i orði innan fjölskyldunnar. Steingeilin, 22. des,—20. jan. Það er eins og þú sért kominn, óafvitandi, i eitlhverl tjóður, sem þig bæði langar til og þarft að slita, þótt það geti kostað sársauka. Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. Þú virðist eiga skemmtilegan dag i vændum, en ekki er vist að þú hvilist — öllu fremur hið gagnstæða. Ylirleitt góður dagur. Fiskarnir, 20. febr.—20. marz. Það gengur ái ýmsu i dag, en ef þér lekst að halda sam- komulagi heima lyrir, þá er allt i lagi. Til þess mun þurfa nokkra lagni. SJÓNVARP • Sunnudagur 2. desember 1973 17.00 Endurtekið efni. Færeyj- ar.Siðasta myndin af þrem- ur, sem sjónvarpsmenn gerðu i ferð sinni til Fær- eyja sumarið 1971. Hér er meðal annars brugðið upp myndum af leikhúslifi Fær- eyinga og litið inn hjá myndhöggvaranum Janusi Kamban og skáldinu Willi- am Heinesen. Þulir Borgar Garðarsson og Guðrún Alfreðsdóttir Þýðing Ingi- björg Joensen. Umsjón Tage Ammendrup. Aður á dagskrá 4. febrúar 1973. 18.00 Stundin okkar. Fyrst verður flutt jólasveinasaga og að þvi búnu koma Súsi og Tumi og Glámur og Skrám- ur til skjalanna. Þá er i þættinum mynd um Róbert bangsa og siðan framhald spurningakeppninnar. Loks verður rætt litillega um sögu og notkun islenzka fán- ans. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guð- mundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veöur og auglýsingar 20.30 Ert þetta þú? Fræðslu- og leiðbeiningaþáttur um akstur og umferð. 1 þessum þætti er einkum fjallað um akreinaskiptingu og akstur á hringtorgum. 20.45 Það eru komnir gestir. Eiin Pálmadóttir tekur á móti Bjarna Guðmunds- syni, Björgu örvar og Gisla Baldri Garðarssyni i sjón- varpssal. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.30 Strið og friður. Sovézk framhaldsmynd. 7. þáttur, sögulok. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Elni f>. þáttar: Andrei Boikonski særist illa i orustunni við Borodino. Þessi orusta var mjög mannskæðog féll helmingur rússneska hersins. Kútúsof marskálkur hafði ætlaö sér að fylgja sigrinum við Boro- dino eftir með þvi aö gera árás á Frakka daginn eftir, en vegna hins gifurlega mannfalls er það ekki hægt. Sigur Rússa liggur þó i loft- inu. Kútúsot ákveður að hætta ekki á bardaga um Moskvu, þar sem hann ótt- ast, að herinn þoli ekki meira mannfall. Hann fyrirskipar undanhald og herinn hörlar austur fyrir Moskvu. lbúar borgarinnar flýja. Rostoff-fjölskyldan lánar vagna sina til sjúkra- flutninga og Andrei verður þannig samferða Natösju á flóttanum. Hann liggur lyrir dauðanum og Natösju er bannað að sjá hann. Hún laumasl þó inn til hans og þau tjá hvort ööru ást sina. Piérre Bésúhof ákveður að verða eftir i Moskvu og æll- ar að myrða Napóleon til þess að forða Evrópu frá frekari ógæfu. Franskir hermenn handtaka hann og gruna hann um njósnir. 22.35 Tvær konur. Brezk kvik- mynd um tvær miðaldra konur, lif þeirra og hagi. Onnur býr i Bretlandi, en hin i Ungverjalandi, og i myndinni segja þær Irá daglegu lifi sinu og félags- legu umhverfi. Þýðandi og þulur Dóra Hafsteinsdóttir. 23.15 Að kvöldi dags. Séra Sæmundur Viglusson flytur hugvekju. 23.25 Dagskrárlok. ÚTVARP • SUNNUDAGUR 2. desember 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt niorgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir) a. Sinfónia i h-moll eftir Philipp Emanuel Bach. Enska kammersveitin leikur; c. Frá norrænu organ- istakeppninni i ár: Marteinn Hunger Friðriks- son leikur á orgel Dóm- kirkjunnar i Reykjavik Sónötu i G-dúr og Tokkötu, adagio og fúgu eftir Johann Sebastian Bach. 11.00 Messa i samkomuhúsinu Stapa i Ytri-Njarðvik.Prest- ur: Séra Björn Jónsson. Organleikari: Geir Þór- arinsson. Kirkjukór Njarð- vikursafnaðar syngur. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Um hraunkælingu. Dr Þorbjörn Sigurgeirsson pró- fessor flytur hádegiserindi. 14.00 A listabrautinni Jón B. Gunnlaugsson stjórnar þætti með ungu listafólki. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá vestur-þýzka útvarpinu. Flytjendur: Franco Gulli, Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins i Baden-Baden og Fil- harmóniusveitin i Vestur- Berlin. Stjórnendur: Ernest Bour og Karl Böhm. a. Fiðlukonsert i E-dúr eftir Bach. b. Sinfónia nr. 7 i A- dúr eftir Beethoven. 16.00 A bókamarkaöinum Andrés Björnsson útvarps- stjóri sér um kynningu á nýjum bókum. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 17.00 Útvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt” eftir Stcfán Jónsson. Gisli Hall- dórsson leikari les (16). 17.30 Sunnudagslögin. Til- kynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Leikhúsið og viðHelga Hjörvar og Hilde Helgason sjá um þáttinn 19.20 Barið að dyrum.Þórunn Sigurðardóttir heimsækir Sigurö Rúnar, Asgerði, Óla og köttinn Nikulás. 19.50 Kórsöngur í útvarpssal Adolf Friðriks madrigala- kórinn frá Stokkhólmi syng- ur lög eftir Lindbald, Rautavaara, Petterson, Stenhammar og Bellman. Einsöngvari: Margaretha Ljunggren; pianóleikari: Hákan Sund og stjórnandi: Christian Ljunggren. 20.25 Egils saga frá sautjándu öld Stefán Karlsson hand- ritafræðingur tekur saman dagskrárþátt og flytur á- samt Andrési Valberg, Guðna Kolbeinssyni og Hirti Pálssyni. 21.05 Einleikssónata fyrir fiðlu eftir Hallgrím Helga- son. Dr. Howard Leyton- Brown leikur. 21.15 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson skýrir hana með tóndæmum (6). 21.45 Um átrúnað Anna Sigurðardóttir talar um • Skaði og Sigyn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög Gerður Pálsdóttir dans- kennari velur. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.