Vísir - 13.12.1973, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 13. desember 1973.
Þokast hjá
ríkinu —-
sáttafundur
fram á morgun
Sáttafundi Bandalags rikis-
starfsmanna og fulltrúa rikisins
lauk klukkan hálfsjö f morgun.
Eitthvaö þokast I samkomu-
lagsátt og hefur nýr fundur vcriö
boöaöur klukkan fimm i dag.
Rikið hækkað tilboð sitt um
hækkun á 10. til 14. launaflokki úr
5% I 7%. Gert er ráð fyrir, að
siðan verði sama krónuhækkun á
þeim flokkum.sem ofar
eru.Launaflokkarnir frá 7. til 9.
eiga aö falla niður, og þeir, sem
hafa fengið laun greidd eftir
þeim, eiga að flytjast i 10. flokk.
Ef samningar hafa ekki tekizt
með BSRB fyrir miðnætti á
laugardag, verður deilunni visað
til Kjaradóms, sem úrskurðar þá
um kaup og kjör rikisstarfs-
manna. -ÓG.
Slökktu eldinn
í húsinu til að
kveikja í því
aftur
..llel/.ta ástæöan, aö við slökkt-
um cldinn I húsinu var sú, að viö
kveikjum liklega i þvi aftur von
hráöar og æfum okkur i slökkvi-
sliirfum,” sagði varöstjóri hjá
slökkviliöinu i morgun.
I gærkvöldi kviknaði i
mannlausu húsi að Selásbletti 22.
Ekki hefur verið búið i húsinu i
tvo mánuði, og var það i óibúðar-
hælu ástandi, þegar kviknaði i
þvi. Ekkert rafmagn liggur að
húsinu, svo grunur leikur á, að
kveikt hafi verið þvi.
ilúsið et; múrsteinshús, með
trégólfum og þaki. Slökkviliðs-
menn halda þangað liklega innan
tiðar og kveikja i húsinu, sem þeir
slökktu eld i af miklum áhuga i
gærkvöldi.
Þegar kviknaði i húsinu, átti að
fara að rila það.
-ÓH.
Enn
sölu-
met
Kylkir frá Neskaupstaö
seldi i inorgun 19 tonn af fiski i
Grimsby og fékk fádæma gott
verö.
Fyrir þessi 19 tonn. scm aö
verulegu leyti voru flatfiskur,
fékk Fylkir 1.593.000 krónur
eða 83 kr. fyrir liverl kg.
Tvöskip seldu i Þýzkalandi i
norgun Huginn II. seldi 90.6
tonn i Cuxhaven fyrir 45.15 kr.
hvert kg og Kristbjörg seldi
rúmlega 62 tonn i Bremer-
haven á 43.75 kr. hvert kg.
-GG.
Kaldasti dagurínn?
— yfir landið í heild — Ófœrt um Hellisheiði vegna veðurs í nótt.
— Vonzkuveður og skafrenningur og nokkrir urðu að ganga fró bílum sínum. —
Siðasti sólarhringur
hefur sennilega verið sá
kaldasti yfir allt landið í
vetur, segja veður-
fræðingar. Mikið
hvassviðri var fyrir
norðan. Við ræddum við
lögregluna þar, og tjáði
hún okkur, að þetta væri
einn versti dagur, það
sem af er vetri.
Um miðnætti byrjaði að
hvessa og þá var þar 3ja stiga
frost. Klukkan þrjú i nótt var
frostið komið upp i 8 stig. Mikill
skafrenningur var, og menn sáu
vart út úr bilum sinum.
Ófært var um Hellisheiði
vegna veðurs i gærkvöldi og i
nótt. Vonzkuveður og skaf-
renningur rikti þar. Mönnum
var ráölagt að halda sig frá
heiðinni, þar sem þar var ekk-
ert ferðaveður. Eftir þeim
upplýsingum, sem við öfluðum
okkur hjá vegaeftirlitsdeild
Vegagerðarinnar, urðu þó ein-
hverjir aö ganga frá bilum sin-
um. Einn fór út af, þar sem
hann sá ekki hvar hann var
staddur.
1 dag er fært út frá Reykja-
vikur. Fært er allt austur til
Vikur, enþar tekur við ófærð.
Fært er fyrir Hvalfjörð og upp i
Borgarfjörð og i morgun voru
stórir bilar að fara yfir Holta-
vörðuheiðina. Ráðgerður er
mokstur, t.d. á Snæfellsnesi og
norður til Akureyrar.
I morgun var 10 stiga frost i
Reykjavik og veðurfræðingar
spáðu svipuðu veðri áfram.
Norðanáttin virðist þó eitthvað
vera að minnka, og búast má
við mildara veöri bráðlega.
Fyrir vestan hefur ekki orðið
eins kalt i vetur og nú, 13 stig
voru á Galtarvita og 14 stig á
Hornbjargsvita.
-EA.
ÞVERSÖGN í
TOLLALÆKKUNUM
Myndavélar lágt tollaðar — linsur hátt —
vélar yfirleitt „ekki nógu þungar"
Atvinnuljósmyndarar og i nýju tollskránni, scm eru þeim þessir aðilar nota mest, verða
iönaöarljósmyndarar mcga vcra sérstaklega i hag. lækkaðir til mikilla muna um
kátir þessa dagana vcgna tillagna Tollar á þeim tækjum, sem næstu áramót, ef frumvarpið um
Afgrciðslustúlka I Gevafoto heldur þarna á tveimur geröum myndavéla, sem lenda I mismunandi toll-
flokkum.
Vélin til vinstri er af Hasselblad gcrö, aöallcga notuö af atvinnuljósmyndurum. enda kostar hún um 200
þúsund krónur. Sú vél er undir 3 kílóum aö þyngd, og þvl lækkar tollur ekkert á hcnni. Hin vélin er 16
mm kvikmyndatökuvél, en tollurinn á þeim öllum lækkar, sama hversu þungar þær eru. Ljósm.: Bragi.
tollskrána verður samþykkt að
þessu leyti.
Ef einhverjir almennir áhuga-
ljósmyndarar hafa gert sér vonir
um, að til þeirra væri hugsað
i þessum málum, þá verður að
hryggja þá með þvi, að slikt hefur
ekki verið gert nema i litlum
mæli. Þvi þótt tollur af ljós-
myndavélum sé áætlaður að
lækka úr 50% niður i 4%, þá er
annmarki á þeirri tollalækkun.
Ljósmyndavélarnar þurfa nefni-
lega að vegna minnst 3 kiló, til að
tollur fáist lækkaöur af þeim. Al-
mennar ljósmyndavélar eru hins
vegar mörgum sinnum léttari.
Eina ráðið til að fá tollalækkanir
er að kaupa myndvélar með svo
stórum linsum og þungum, að
þær sé eingöngu hægt að nota á
halastjörnur.
Ahugamenn um þessi efni hafa
rekið augun i eitt atriði i þessari
tollskrá, sem þeim finnst frekar
skrýtið. Tollur á linsum lækkar
nelnilega ekkert, verður áfram
50%. En ef tollur á ljósmyndvél-
um yfir þrem kilóum á að lækka,
þá hefur vaknað sú spurning,
hvort linsurnar séu þarna inni-
faldar eða hvort þær teljist ekki
hluti af ljósmyndavél.
Möguleiki er þó talinn á þvi, að
kaupa megi eina linsu með hverri
ljósmyndavél, en aukalinsur
lendi i 50% tollflokki.
Stækkarar lækka i tollflokki, úr
50% i 7% toll. Kemur sú lækkun
einna bezt fyrir hinn almenna
ljósmyndara. Verzlunarstjóri i
einni stærstu ljósmyndvöru-
verzluninni sagði i viðtali við Visi,
að verzlunin hefði hætt við að
levsa út stóra sendingu af
stækkurum, og yrði það gert eftir
áramótin, en þá koma þessar
lækkanir til framkvæmda. -ÓH.
VIÐ VORUM A UNDAN!
Þegar lögregluþjónar úr
Arbæjarslöö lögreglunnar voru á
eftirlitsferö uni Vatnsendahverfiö
á inánudagsuóttina. komu þeir
auga á bil, sein lá á hliöinni fyrir
ulan veg viö stifluna talsvert frá
veginum. Þeir litignöu aö hilniim.
en sáu engan inaiin.
Grunaði þá þó fastlega. að hér
gæti verið um ölvaðan bilstjóra
að ræða, og voru gerðar ráð-
stafanir til að finna hann. Einnig
var kranabill fenginn til að koma
á staðinn. Kranabillinn varð fyrir
smá töf. og sennilega hefur þessi
töf komið i veg fyrir mikinn
rugling hjá Kópavogslögreglunni.
Lögregluþjónar þaðan höfðu
nefnilega komið að bilnum stuttu
eftir að hann fór útaf og tekið
bilstjórann með sér. Bilinn skildu
þeir eftir, og voru þeir að huga
aftur að honum, þegar þeir sáu að
kranabill var kominn á staðinn.
Það hefði ekki mátt miklu muna,
að Kópavogslögreglan hefði aftur
komið á staðinn óg engan bilinn
séð.
Þar sem þetta var i umdæmi
— lögregluþjónar í
Kópavogi og Árbœ
rannsökuðu sama
mól og vissu ekki
hver qf öðrum
Kópavogslögreglunnar, tók hún
málið — og bilinn — að sér.
-ÓH.
HORNFIRÐINGAR
ÞRJÁR STÖÐVAR
FENGU
— rafmagnsmálum bjargað
við með litlum
díselstöðvum • ný stöð
kemur um áramótin
Hornfiröingar, sem vcrið hafa
i vandræöum sökuin rafmagns-
leysis og hafa orðið aö skammta
sér rafmagniö geta nú andaö
léttar i bili.
Rafmagnsveitu rikisins hefur
tekizt að safna að sér einum
þremur litlum diselstöðvirm.
,,Við reyndum að fá stöðvar
frá Siglufirði og Reyðarfirði —
en þær brugðust báðar, þeir
þurftu að nota þær, þegar allt
kom til alls. En við fengum eina
200 kilóvatta stöð frá Vegagerð-
inni. Stöð, sem hefur verið notuð
við grjótnám nærri Akureyri, en
ekki þarf að hafa þar i bili. Þessi
200 kw stöð dugir náttúrlega
skammt, og þá tókst okkur að fá
eina 100 kw stöð frá varnarlið-
inu á Keflavfkurvelli og aöra 150
kw frá sömu aðilum”, sagði
Valgarð Thoroddsen, raf-
magnsstjóri.
Sagði Valgarð, að þessar
þrjár litlu diselstöðvar legðu af
stað til Hornfirðinga i dag og
kæmust fljótt i gagnið. Væntan-
lega þarf þá ekki að skammta
rafmagnið, ,,en ibúarnir verða
að fara sparlega með það, svo
ekki þurfi að gripa til skömmt-
unar”, sagði Valgarð.
Um áramótin er væntanleg til
Hornafjarðar 650 kw diselstöð
frá Bandarikjunum, og verður
sú stöð væntanlega komin i
gagnið um miðjan janúar, en
þangað til eiga litlu stöðvarnar
þrjár að duga. —GG